Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1960 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR „En þá er það ég, sem hef ekkert á móti því vinur. Þó að þú viljir ekki fara suður, fer ég með dætur okkar. Varla býrð þú þá einn í Látravík,“ sagði Maríanna sigurglöð. „Á hverju ætlið þið eigin- lega að lifa í Reykjavík?“ hnusaði í honum. „Þú verður líklega að sjá fyrir fjölskyldu þinni þar al- veg eins og hér á þessum and- styggðar útkjálka, sem ekki er boðlegur nokkrum al- mennilegum manni eða konu að búa á.“ „Það er nú svo sem ekkert ólíkt að búa hérna í Látravík, þar sem maturinn veltur næstum upp í pottana, eða kaupa í hverja máltíð í Reykjavík. Ég gæti hugsað mér, að þú yrðir einhvern tíma svifasein við innkaupin," sagði hann. „Ég læt líklega Helgu mína hafa fyrir því. Hún þarf ekki að vera með annan fótinn við útiverkin eins og hérna og getur nú loksins farið að hafa það náðugt. Okkur er báðum full þörf á því,“ sagði Marí- anna. „Þú heldur kannske að þú fáir að hafa vinnukonu til að snúast í kringum þig. Það verður varla ég, sem geld henni kaup. Þið komizt lík- lega til að hugsa um heimil- ið, mæðgurnar. Varla vinnið þið utan heimilis, þykist ég vita,“ sagði Hallur. Svo gerði hann sig mýkri í máli. „Þetta getur ekki verið alvara fyrir þér, Maríanna. Við eignumst bráðum alla jörðina, það hef- ir þig alltaf langað tiL Held- urðu, að það verði ekki mun- ur að vera hér sjálfseignar- kona eða leigja í Reykjavík,“ sagði hann. „Það eru víst engar líkur til þess að ég verði nokkurn tíma sjálfseignarkona hér. Ég er búin að bíða eftir því í full tuttugu ár. Og það lítur ekki út fyrir að karlinn sé hrum- ari en hann hefir verið. Hann gerir okkur það áreiðanlega til bölvunar að lifa nokkur ár- in enn þá,“ sagði hún. Hallur glotti gremjulega, þegar hann heyrði sínar eigin hugsanir flæða af vörum konu sinnar. „En það hlýturðu að sjá, að eilífur verður hann ekki, og þá tek ég jarðarpartinn í minn hlut,“ sagði hann. „Mér er alveg sama hvað þú ætlar þér. Ég yrði ekki kyrr, þó að karlinn byðist til að gefa mér hálflenduna, sem hann væri vís til að gera, ef hann héldi að ég ætlaði að fara, því að alltaf hefir hann nú litið upp til mín og séð, að ég bar af fjölskyldunni, og eins börnin mín.“ „Það hefir víst ekki verið lítið, sem hann hefir litið upp til þín,“ hnusaði í Halli. Þetta varð daglegt deilu- efni. Maríanna lét engan bil- bug á sér finna, þegar þau jöguðust, en við Helgu sagði hún stundum, að sjálfsagt saknaði hún selsins, eggj- anna og harðfisksins. En það yrði víst hægt að veita sér það, sem betra var í Reykja- vík, þar sem allt væri til. Hallur var þungbúinn á degi hverjum og hugsaði ráð sitt. Honum datt í hug að búa kyrr og hafa Helgu fyrir bú- stýru. En þá var það svo sem auðvitað að síminn myndi aldrei þagna. Alltaf sífelldar matarsendingar til Maríönnu og dætra hennar. Hann yrði því að framfæra tvö heimili. Kannske þrjú. Tómasi yrði sjálfsagt ekki gleymt. Það voru allt annað en þægilegar ástæður fyrir honum, en aldr- ei minntist hann á þær við föður sinn eða bróður, svo langt bil var orðið á milli þeirra, þó að allt virtist frið- samt á yfirborðinu. Maríanna söng og trallaði daginn út og inn, manni sín- um til mikillar skapraunar. Hann heyrði hana aldrei tala um annað við Helgu og dætur sínar en Reykjavíkurlífið. Þær umræður yrðu áreiðan- lega komnar um alla sveit- ina fyrir sumarmál. Dagarnir liðu hver af öðr- um, kaldir og langir. Það var orðið lítið um jörð í heiðinni, allt var á gaddþilju. Hrossin leituðu ofan í fjöruna og snöltruðu í kringum fjárhús- in eftir moðrusli. Á skírdag hafði Gunnar farið í heiðina til að svipast um eftir hross- um og sagt Halli, að hann hefði hvergi séð eitt tryppið hans. Líklega hefði það farið ofan í einhverja gjótuna. Það var nóg af þeim þarna í heið- inni. Morguninn eftir lagði Hall- ur af stað til að vita, hvort það væri ekki saman við ein- hver önnur hross í nágrenn- inu. Hann varð feginn að komast í burtu frá konu sinni, því að aldrei hafði hún sung- ið hærra en einmitt þennan morgun. Þótt hann væri langt frá því að elska og hlýða guðs orði, hafði þó móðir hans kennt honum að halda heilaga páskana og bænadagana. Hann mætti Bjarna frá Vatnshorni, sem nú var vetr- armaður á Hvanná, og spurði hann, hvort hann hefði ekki séð tryppi, sem sig vantaði, a snöltri þar um slóðir. „Jú, það hef ég séð,“ sagði Bjarni. „Ég fann það niðri í og fór með það heim að Hvanná, því að þangað var stytzt. Það er farið að hress- ast, en líklega er samt betra fyrir þig að taka það í hús.“ Þeir fylgdust að heim að Hvanná. Hallur hafði ekki komið þangað, síðan hann þaut út í hríðina kvöldið, sem Grímur dó. Bjarni bauð hon- um til baðstofu, eftir að hafa litið á tryppið. Hallur þakk- aði svo Pálínu fyrir aðhlynn- inguna á tryppinu. „Það er Bjarni, sem á það þakklæti, en ekki ég,“ sagði hún. „Líklega hefir þú átt heyið, sem það hefir étið, en ekki hann,“ sagði Hallur. „Það hefir víst ekki munað mikið um það, sem ofan í tryppið hefir farið,“ sagði hún. „Þú talar borginmannlega, þykir mér. Okkur í Látravík finnst muna um hvert hross- ið, sem bætist á heyin,“ sagði Hallur. „Ég á ekki fleiri hross en ég hef fóður fyrir,“ sagði Pálína stuttlega. Hann settist og beið á með- an hitað var á katlinum, eins og siður er í sveitinni. Yngri systkinin voru úti í góða veðr- inu, en Þórey hafði farið aust- ur að Vogum til að vera hjá Lilju frænku sinni, sem var ein í bænum yfir manni sín- um fárveikum. Þegar Bjarni hafði drukkið kaffið, fór hann út, svo að þau urðu ein eftir inni, Pálína og gestur hennar. „Jæja, Pála mín,“ sagði hann í óviðkunnanlega kum- pánlegum málróm. „Hvað hugsarðu þér að gera eftir- leiðis?" Hún leit snöggt til hans. Hún hafði sízt búizt við að hann spyrði sig þessarar spurningar. „Ég sit líklega á sama rúm- inu og ég sit núna, og vinn mín vanalegu verk,“ svaraði hún. „Ekki býrðu þó ein, þótt dugleg sért,“ sagði hann. „Mér leggst eitthvað til. Ekki er ómögulegt, að ég hafi von um vinnumann," sagði hún stuttlega. Hann þagði nokkra stund, en sagði svo: „Það er nú bezt fyrir okkur að gleyma göml- um erjum, Pála mín. Þú skalt fara til mín sem ráðskona með krakkana. Maríanna er alveg orðin afhuga öllu, sem til- heyrir búskap, og ætlar til Reykjavíkur til Tómasar. En ég get varla hugsað til að fara frá Látravík og vil allt til vinna að geta búið áfram.“ „Jafnvel að bjóða mér ráðs- konusætið," sagði hún og hló háðslega. „Það eru engin vandræði að hafa þig fyrir bústýru. Það sýnir sig búið á Hvanná,“ sagði hann. „Ég sagði þér það víst einu sinni, að þú yrðir aldrei hús- bóndi minn,“ sagði hún, og það kenndi beiskju í rödd hennar. „Álit mitt á þér hefir ekki breytzt síðan." „En ég veit, að þig hefir alltaf langað til að búa í Látravík, enda eru fáar jarð- ir búsældralegri en hún hér í sveitinni,“ sagði hann. „Ég er ekki í neinum vand- ræðum með jarðnæðij og ég þarf heldur ekki að láta lýsa Látravík fyrir mér,“ sagði hún og kafroðnaði af gremju. „En hvergi hefði ég frekar viljað búa en þar. Þér ætti líka að vera það fullkunnugt hver það var, sem spyrnti mér út úr því heimili.“ „Þú ert náttúrlega að hugsa um að koma ár þinni þægi- legar fyrir borð,“ sagði hann gremjulega. „Fara til pabba gamla og láta hann ala krakk- ana upp fyrir þig og kannske ná í eitthvað af reytunum hans eftir hans dag.“ „Nei, ég hefi ekki hugsað mér að ala börnin mín upp undir annarra þaki. Hef líka nóg fyrir mig og þau að lifa af. Fóstri minn á varla svo mörg ár eftir, að hann geti al- ið upp yngri börnin. Ég hef áreiðanlega ekki borið meira úr býtum úr Látravíkurbú- inu en mér bar. Þú getur ver- ið rólegur þess vegna, að ég ætla mér ekki að narta utan úr þessum arfshluta þínum, sem þið hafið verið veik út af öll þessi ár, sem þið hafið búið á móti föður þínum. Það hefir líka heyrzt eftir konu þinni, að gamli maðurinn sé að stríða ykkur með því að lifa sem lengst.“ Hallur hló kuldahlátri. „Ég býst við að fleirum en okkur hefði þótt gremjulegt að sjá þetta allt fara til Gunnars,“ sagði hann. „Ég sé ekki að það fari neitt til hans. Gunnar var svo efn- aður, að hann þurfti einskis með. Ég er viss um, að pabbi þinn hefir stórgrætt, síðan Gunnar tók við búinu.“ „Tók við búinu? Það er víst ekki hægt að kalla það svo. Hvaða svo sem eftirgjald heldurðu að Gunnar borgi honum? Ekki neitt. Það er ég viss um.“ „Um það er mér ekki kunn- ugt, en hitt hefir víst aldrei heyrzt, að Jóhann í Látravík léti féfletta sig,“ sagði Pálína. „Hann lætur Gunnar áreið- anlega féfletta sig. Þetta er nú meira veldið, sem farið er að verða á honum. Búinn að kaupa Vogana og stórfjölga búpeningnum," sagði Hallur gremjulega. „Það er munur eða ég, sem tapa heldur með hverju ári, hvernig sem ég þræla." „Hvað er að jafna því sam- an. Þú ert að mennta þennan stórgáfaða son þinn. Svo er Sifa dugleg búkona, en það hefir kona þín víst aldrei ver- ið talin. Fóstri minn var lán- saVnur að eignast jafn geð- fellda tengdadóttur og Sifu,“ sagði Pálína. Hún vissi, að fátt myndi Halli koma verr en að heyra mágkonu hans hælt. „Það er meira hvað karlin- um getur þótt varið í Sifu, þessa bölvaða dræsu,“ sagði hann. „Hún er alveg eftir hans smekk, og langt frá því að vera nokkur dræsa. Hún er dugleg og geðgóð og hispurs- laus, alveg eins og sveitakon- ur eiga að vera. Annað á ekki við þá feðga,“ sagði Pálína. „tölíkt held ég að Maríanna sé skemmtilegri kona, og margoft hefir hún boðið hon- um að vera hjá okkur, en hann hefir alltaf afþakkað það. Kannske hefir þú ekki bætt fyrir okkur þar frekar en annars staðar,“ sagði Hallur. „Ég skipti mér ekkert af því. Það kom mér ekkert við. Hann hafði næga reynslu af því hvernig hún var, búinn að búa á móti henni í mörg ár. Hann bjóst víst við, að hún gerði það í þeim tilgangi að ná sem mestu af reytunum. Ég bauð honum að koma til mín, ef hann þyrfti aðhlynn- ingar við. En það hefði hann sjálfsagt aldrei þegið. Hann fer ekki lifandi frá Látravík. önnur voru ekki afskipti mín af því máli, hvort sem þú trú- ir því eða ekki. Um það hugsa ég ekki,“ sagði Pálína. „Ég gæti trúað því,“ sagð: Hallur eftir stutta þögn, „að þú sæir bezt hvað þú hefir misst, þegar vorið kemur. Bjarni frá Vatnshorni hefir víst aldrei kunnað að fóðra sauðkind, en Grímur var ágætur fjármaður. Ef þú hefir von um Bjarna eftirleiðis, verður skrýtinn búskapurinn þinn. Dálítill munur að taka allt hjá öðrum.“ „Náttúrlega verður þetta ómyndarhokur hjá mér, en ætli það verði betra hjá þér, þegar þú ert orðinn ekkju- maður,“ sagði Pálína. „Þá er ráðið að rétta hvort öðru hjálparhönd. Ég býst við að Grímur heitinn hefði vel trúað mér fyrir börnunum sínum,“ sagði Hallur. „En það geri ég ekki,“ sagði Pálína. „En Gunnari bróður þínum tryði ég vel fyrir þeim og mér líka.“ Hallur dökknaði af gremju- Það var ekki í fyrsta sinn, sem hann varð þess áskynja> að nágrannarnir tóku Gunn- ar fram yfir hann. Hann kast' aði kveðju á Pálínu og snar- aðist út. Hann þrammaðí heimleiðis í þungu skapi og mundi ekkert eftir því, a^ hann ætlaði að taka tryppi® með, fyrr en leiðin var meir3 en hálfnuð. Hann yrði1 senda strákinn vestur eft11’ með hryssuna í fyrramálið- Það var svo sem auðséð, a^ hann yrði að hætta að bua- Hann var búinn að tala um það við Helgu að verða eftir hjá sér, en hún vildi fylgla Maríönnu. Ella á Básum sner1 upp á sig líka. Loks hafði hoU' um dottið Pálína í hug. HaU11 þóttist gera gustukaverk me því að bjóða henni húsmóður' sætið í .Látravík. Hann haf®1 alltaf þótzt þess fullviss, a hún bæri enn hina heit^ æskuást sína til hans og tsek1 boði hans fegins hugar.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.