Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1960 7 Mfs. Kalrín Elízabet Hillman 23. oklóber 1871 — 19. desember 1957 Á síðari árum hafa öldruð systkini dáið í Dakota byggð- inni, Katrín Elizabet Hillman °g bróðir hennar, Oddur Sveinsson. Hefir dregizt að þeirra væri minnzt í íslenzku blöðunm. Saga þeirra byrjar á sveita- heimili í Norður-Múlasýslu á íslandi, þar sem foreldrar þeirra, Sveinn Thorsteinsson °S Sigurbjörg Bjarnadóttir újuggu með átta börnum sín- urn. Þar fæddist Oddur 3. júlí Í869, en Elízabet 23. október 1871. Þröngt var í búi eins og yíða, neyddust því foreldrarn- if til að bregða búi og flytjast með stóra hópnumtil Ameríku árið 1876. Ferðinni var heitið til Nýja Islands og þar settist Ijölskyldan að skammt fyrir sunnan Riverton. Flestum er kunnug harmasaga innflytj- euda á þeirri tíð, ekki sízt þeirra, sem komu með stóran kernahóp í eymdina og alls- Wsið. Strax fyrsta árið dó ueimilisfaðirinn og ekkjan fi°ð uppi ein með mörgu þörnin. Fyrstu árin var hún þyrr á heimili sínu, en síðar eftir eins árs dvöl hjá dóttur finni, Pálínu, í Mikley, flutt )st hún búferlum, ásamt sex börnum sínum, til Dakota ár- |ð 1879 og fékk eignarrétt á újörð skammt frá Pembína. ar var fjölskyldan í fjögur þar til þau eignuðust aðra újörð skammt fyrir norðan "fountain, sem varð heimili ^iízabetar mestan hluta ævi uennar. Einn dagur í æsku hennar ^ar henni ógleymanlegur. m vorið 1884 var hún í arnahóp þeim, er séra Hans horgrimsen fermdi í nýju *rkjunni á Mountain, þó yggingin væri ekki alveg uilgerð. Fólkið sat á planka- ekkjum; en ekki dró það úr elgi dagsins, þar sem í fyrsta ainn var fermingarathöfn í yrstu íslenzku kirkjunni í Ameríku. Árið 1893 giftist Elízabet °ni Hillman, ekkjumanni, a svert eldri en hún. Þeim j°num varð fjögurra barna f^ðið; John, bankastjóri í nnic, N. Dak.; Louis að °untain og Elízabet, Mrs. SYSTKINAMINNING Johann Geir í Eyford byggð. Magnús, fulltíðamaður, dó ár- ið 1954. Síðar varð það hlut- skipti Elízabetar að stunda mann sinn í gegnum afar langa banalegu, þar til 1929 að hann fékk hvíld. Gerði hún það með einstakri þolinmæði og trúmennsku. Árið 1931 giftist Elízabet Rögnvaldi Hillman, ekkju- manni, sem um langt skeið hafði búið stóru búi í Mouse River byggðinni. Eftir stutta dvöl á bújörð Elízabetar fluttu hjónin til Mountain, þar sem þau eignuðust snot- urt heimili. Þar voru þau þar til 1951 að þau fluttust til elli- heimilis byggðarinnar, Borg, vegna heilsuleysis Elízabetar. Má heita að hún væri aldrei frísk þau árin, sem hjónin dvöldust þar, og var alveg rúmföst síðasta hálftannað ár- ið, þar til hún andaðist 19. des. 1957. Hin langvarandi þraut hennar var bærilegri vegna aðdáanlegrar aðhlynningar forstöðukonu Borgar, Guð- rúnar Olgeirsson og alls starfsfólksins á elliheimilinu. Jafnan við hlið hennar var eiginmaðurinn, Rögnvaldur, og einnig dóttir hennar, Mrs. Johann Geir, sem varði öllum mögulegum stundum til að þjóna móður sinni með ein- stakri alúð og nærgætni. Önn- ur blessun var, að séra Ólafur Skúlason kom oft til hennar, og komu hans fylgdi sólskin, sem stytti daginn og vermdi sálina. Dásamlegt eftirdæmi fylgir endurminningunni um Elíza- bet Hillmann. Marga mánuði gat hún enga björg sér veitt — ekki lyft hendi, en enginn heyrði hana kvarta. Þolin- mæði og andlegt þrek ein- kenndi hana um ævi tíð. Auk manns hennar og barna, áður getið, syrgja hana tvö barnabörn, Robert Hill- man og Linda Geir. Hún var jörðuð í grafreit Víkur safn- aðar á Mountain. Vinur henn- ar, séra Ólafur Skúlason, flutti kveðjumál. Oddur Sveinsson, eins og áður er getið, kom með for- eldrum sínum til Nýja íslands 1876, og með móður sinni til Pembína 1879. Eins og aðrir frumherjar þurfti hann ungur að vinna langa daga fyrir lítið kaup. Eftir að hann kom til Dakota, vann hann bænda- vinnu hér og hvar, og ýmis- legt annað sem að höndum bar. Það, sem einkenndi öll hans störf, var skylduræknin og trúmennskan. Alls staðar kom hann sér vel. Hinn 31. desember 1900 kvæntist Oddur Guðnýju Schram, dóttur Jóseps og Kristínar Schram, þá búsett nálægt Hallson. Heimili ungu hjónanna var tvær og hálfa mílu norður af Mountain. Þar fæddust öll þrjú börn þeirra, Jóseph, Kristín og Sigurbjörg, jafnan nefnd Bertha. Fyrstu ár fjölskyldunnar voru sól- skinsrík, en brátt dimmdi yf- ir. Móðirin var kölluð burt 1910. Var yngsta barnið, Bertha, þá aðeins tveggja ára. Var hún strax tekin til fóst- urs af föðursystur sinni, Pál- ínu, og manni hennar, Aðal- mundi Guðmundssyni að Garðar. Ekkjumaðurinn, Odd- ur, reyndi fyrst að halda við heimilinu með hinum tveim- ur börnunum, en fimm árum síðar, 1915, dó Kristín dóttir hans, ellefu ára gömul. Upp úr því flutti Oddur til Moun- tain og var þar unz 1926, að hann settist að nálægt Garðar hjá Aðalmundi Guðmunds- syni, þar sem dóttir hans, Bertha, var fóstruð. Á því heimili, í skjóli þessarar góðu dóttur, var hann til æviloka. í ellinni varð Oddur Sveins- son fyrir þeirri þungu sorg að missa einkason sinn, Swain Joseph Swainson, sem lézt á bezta aldri 24. október 1954. Þessi gáfaði efnismaður, for- seti American Co’s Mineral Laboratories í Stanford, Conn. um mörg ár, var búinn að ryðja sér braut til náms og skipaði margar ábyrgðar- miklar stöður. (Minningarorð um hann í Lögbergi 12. maí 1955 skýra ýtarlega frá víð- tæku starfi hans.) Systkini Odds hafa öll safn- azt til feðra sinna, eitt á eftir öðru, Thorsteinn, Björn, Pál- ína, Kristín og Stefanía. Síð- astur til hvílu var Oddur, dá- inn 25. júní 1958, eftir að hafa verið rúmfastur í tvö og hálft ár. Löngu leguna bar hann með stillingu og hugarró, vit- andi að heimilisfólkið var allt að gjöra til að honum liði sem bezt. Hann var jarðsunginn frá Garðar kirkju; séra Ólafur Skúlason og séra Eric Sigmar fluttu kveðjumál. Dóttir hans, Bertha Swain- son, hefir áunnið sér almenna virðingu fyrir hvað mikið hún hefir lagt í sölurnar fyrir heimili sitt. Fyrst hjúkraði hún fóstru sinni, Pálínu Guð- mundsson, rúmföst síðustu þrjú ár ævi sinnar, síðan um tíma fóstra sínum, Aðal- mundi. Þar að auki var sonur Pálínu af fyrra hjónabandi, Sveinn Johnson, sjúklingur á heimilinu í mörg ár, og nú seinni árin lagði Bertha mik- ið á sig til að hlynna að veik- um föður sínum. „Mér finnst að æviferill þinn hafi verið brattur," sagði ég við hana. ,Oft hefir það verið,“ segir hún, „en það hefir bætt úr, að einlægt hefir verið með mér sérátaklega kær fóstur- bróðir, Mundi (G. A. Guð- mundsson), sem hefir borið Oddur Sveinsson 3. júlí 1869 — 25. júlí 1958 með mér allra byrðar, og hjá honum hef ég ágætt heimili í góðri byggð.“ Lauga Geir Arabískar konur fó aukin réttindi Hin gamla aðferð Múham- eðstrúarmanna við að skilja við konur sínar með því að segja við þær: „Ég er skilinn við þig,“ dugar senn ekki lengur. Það er nefnilega áformað að breyta þessum lögum í Arabíska sambandslýðveldinu til þess að styrkja fjölskyldu- böndin, og munu hin nýju lög ganga í gildi 1. okt. n. k., en eftir þann tíma verða eigin- mennirnir að leita á náðir dómstólanna til að losna við konur sínar. Enn verður það leyfilegt að eiga fjórar eiginkonur, en sú fyrsta fær réttindi til að skilja við manninn, ef hann tekur fleiri að sér. Aðeins lítill hluti Egypta og Sýrlendinga er fjölkvænis- menn, þrátt fyrir það að hin 1300 ára gömlu lög leyfi þeim að eiga fjórar eiginkonur. Lögin eru einnig niðurlægj- andi fyrir eiginkonur á ýmsan annan hátt, eins og t. d. með því að beita má lögregluvaldi til að þvinga konuna til að vera heima hjá bónda sínum. Með hinum nýju lögum get- ur dómari leyft skilnað að- eins, ef um ótryggð eða strok er að ræða. Nýju lögin meina eigin- manninum að hýða konu sína eða ausa yfir hana ókvæðis- orðum. Ef honum Verður það á, má veita henni lögskilnað í sex mánuði — á fullum laun- um. Ef hann gerir slíkt aftur, getur hún skilið við hann að fullu. Svipaðar 1 a g a breytingar hafa oft verið umtalsefni í Egyptalandi, sérstaklega síð- an byltingin var gerð, 1952. En byltingarforsprakkarnir hafa farið rólega í þessar sak- ir, þrátt fyrir það að þeir h'afa verið fljótir til að breyta ýms- um ákvæðum um eignarrétt og landsetu. Vísir, 4. mai Sálrænir fyrirburðir Frá bls. 5. hefði hún farið í kirkju, lagt rósir að fótum uppáhalds dýrlings síns og beðið hann að vernda mann sinn. Maður nokkur fékk óþol- andi verk í kjálkann allt í einu, án þess að nokkur orsök væri til þess. Seinna fékk hann bréf frá móður sinni og sagði hún honum frá því, að einmitt á þessari sömu stundu hefði hún verið skor- in upp vegna ígerðar út frá vísdómstönn. Konu nokkra dreymdi sama drauminn á hverri nótt í hálf- an mánuð. Henni þótti sem maður hennar, er var flota- foringi, hefði fengið heimfar- arleyfi, tekið sér far með flug- vél, en flugvélin farizt og all- ir sem í henni voru beðið bana. Svo leið enn nokkur tími, nokkrir mánuðir. Þá fékk flotaforinginn heimfar- arleyfi. Hann símaði þá til konu sinnar og kvaðist mundu koma með flugvél frá Kali- forníu. Hún bað hann bless- aðan að gera það ekki, koma heldur með járnbrautarlest. Og svo var henni mikið niðri fyrir, að hann hét þessu. Hann afþakkaði flugferðina og tók sér far með lest. Þegar heim kom, frétti hann að flug- vélin hefði farizt og allir far- þegar og áhöfn með henni. Þannig eru margar sögurn- ar óvéfengjanlegur vitnis- burður um sálræna hæfileika manna, sem eru alveg eðlileg- ir, en menn skilja þó svo lítt. I Framhaldslíf Fram að þessu hefir hug- myndin um að maðurinn sé annað og meira en líkamsvél, stuðzt að mestu leyti við trú- arbrögðin. Trúin á einstakl- ingslíf eftir dauðann er einn af hyrningarsteinum svo að segja allra trúarbragða. En efnishyggjan andæfir þessu og segir að ekkert sé til fyrir utan efnisheiminn, ekkert sé til sem ekki verði vegið eða mælt í rannsókqjkrstofum. Og eftir því sem þekking eykst, aukast og efasemdir og marg- ir krefjast meiri sannana fyr- ir framhaldslífi en trúar- brögðin geta veitt. Ef öll fyrirbæri væri efnis- legs eðlis, þá mundi ekki vera um neitt framhaldslíf að ræða. En öðru máli er að gegna, ef fyrirburðirnir eiga ekkert skylt við efnisheiminn, eins og t. d. um skyggni og hug- boð vOg fjölda mörg bréfin segja frá því, að bréfriturum hafi allt í einu birzt fram- liðnir menn, án þess að nokkur miðill væri nærri, eins og þeir óskuðu að hafa samband við hina lifandi. Rannsóknir okkar um þetta efni eru enn á byrjunarstigi. Við verðum að fá miklu fleiri sögur um að framliðnir hafi birzt og finna nýjar aðferðir til þess að ganga úr skugga um sannleiksgildi þeirra. Lesbók Mbl. 29. maí

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.