Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Page 1
Högberg - ^etmskríngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ÁRGANGUR -WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1960 o^g^> NÚMER 29 Gullbrúðkaup Góður gestur væntanlegur heiman um haf Gullbrúðkaupssamsæti, sem haldið var fyrir Mr. og Mrs. B. Björnson þann 19. júní 1960, fór í alla staði vel fram. Veðrið var ákjósanlegt, glaða sólskin og hlýtt veður og allir því í bezta skapi. Öll börn hjónanna voru viðstödd. Þau eru 4 drengir, Björn Högni, vinnur hjá C.N.R.; Guðmund- ur Eiríkur, skólakennari í Winnipeg, kvæntur Margréti Eirikson; Magnús, kvæntur Kathleen Mansell og Thor- valdur Stefán hafa félagsbú á gamla heimilinu. Dæturnar eru Guðný Margrét, gift Geira Eirikson, búa nálægt Lundar; Sigrún Petra, gift William Cruise, búa nálægt Chatfield, Man., og Lára Ásthildur, gift Stefáni Árnasyni, búa nálægt Lundar, Man. Barnabörnin eru tuttugu. Mrs. Rannveig Guðmundson stjórnaði samsætinu. Ræður Huttu Mrs. Emma Rennessie frá Gimli, talaði hún til brúð- urinnar. Mr. John Thorgils- son mælti fyrir minni brúð- gumans.. Systir Björns, Mrs. Sigrún Sigurdson, ávarpaði gullbrúðhjónin; hún hafði verið brúðarmey fyrir 50 ár- um. Þau Mr. og Mrs. G. Sig- urdson komu alla leið frá Langley Prairie,1 B.C. til að vera viðstödd. Mr. Vigfús Guttormsson flutti ávarp og frumsamið kvæði, sem hér fylgir. Mr. Kári Byron og Mrs. P- Snidal tóku einnig til máls. Á milli ræðanna voru sungin falleg íslenzk lög og að síð- ustu „God Be With You Till We Meet Again“. Miss Dor- othy Danielson var við hljóð- færið. Mrs. Rannveig Guðmund- son ávarpaði Mrs. Björnson fyrir hönd kvenfélagsins Ein- lng og afhenti henni penna- samstæðu og Birni vönduð spil í gylltri körfu. Einnig af- henti hún þeim gullúr og fleiri gjafir frá vinum. Sonur þeirra, Eric Björnson afhenti þeim Electric dryer frá börnunum °g Ronald Arnason afhenti afa sínum gylltan blýant og ommu sihni locket frá barna- börnunum. Sömuleiðs voru lösin mörg heillaóskaskeyti frá vinum fjær og nær. Þar á uieðal frá séra Albert E. Kristjánsson, Blaine, Wash., séra E m i 1 Guðmundson, Hanska, Minn. og séra Philip M. Pétursson, Winnipeg. Þökkuðu hjónin bæði fyrir þetta rausnarlega samsæti og gjafir og heillaóskir. Síðan var sezt að ágætis veitingum. Mjög falleg brúðarkaka og blóm skreyttu borðin. Björn Björnson kom til Ameríku 1901, en Björg er fædd í Lundar-byggðinni, og hafa þau búið góðu búi í „Laufási“ eins og heimili þeirra hefir verið kallað öll þessi 50 ár. Nú eru tveir syn- ir þeirra, Magnús og Thor- valdur, búnir að taka við bú- inu, en Björn og Björg byggðu sér lítið heimili rétt hjá þeim. Þau hafa tekið mikinn og góðan þátt í félagsskap byggð- arinnar. Björn var í skóla- nefnd í mörg ár. Sérstaklega unnu þau bæði í þarfir Unit- arasafnaðarins hér á Lundar meðan hann var starfandi. Björg tilheyrði Women’s In- stitute meðan það starfaði á Lundar og hefir verið með- limur kvenfélagsins „Eining“ síðan það var stofnað, 1929, og alltaf verið forseti þess að undanteknu einu ári. Þau Björn og Björg eru mjög gest- risin og góð heim að sækja. Það er ævinlega gaman að koma í Laufás. Þeirra mörgu vinir óska þeim alls hins bezta í framtíðinni. Einn af geslunum ☆ Gullbrúðkaupsvísur til Mr. og Mrs. Björns Björn- sonar í Laufási Nú safnast fólkið saman hér á sumardegi blíðum, því gullbrúðkaup hér haldið er í hallarsölum fríðum og gullbrúðhjónin glöð á brá af gæfu sinni hlakka. Það er svo margt að minnast á og mikið til að þakka. Þau eru hraustleg Björn og Björg og býsna rösk á fæti. Þó árin séu orðin mörg þau eru full af kæti. Á æskumorgni eða um kvöld sinn ástarsamning gjörðu og hafa lifað hálfa öld með heiðri á landnámsjörðu. í félagsskap á fyrri tíð þau framarlega stóðu og önnuðust sinn æskulýð með eftirdæmi góðu. Þeim veiti lukkan gjafagjörn af gleði framtíð ríka og leiði hjónin Björgu o£ Björn og börnin þeirra líka. V. J. Gutlormsson Fréftir í stuttu móli Kanadíska sjónvarpsráðið sá sig um hönd á síðustu stundu og sýndi útnefninguna á Demokrataþinginu í Los Angeles á miðvikudagskvöld- ið og þinglokin á föstudags- kvöldið. Fáum mun hafa kom- ið á óvart útnefning John F. Kennedy senators í fyrstu umferð. Hins vegar mun flestum hafa komið á óvart, að hann valdi sinn skæðasta keppinaut, Lyndon B. John- son, senator frá Texas, til framboðs í varaforsetaemb- ættið; er talið að hann hafi gert það til að tryggja sér fylgi í Suðurríkjunum. 1 ræðu sinni á föstudagskvöld- ið hóf Kennedy þegar kosn- ingabaráttuna og var óhlífinn og harðskeyttur í garð Rich- ard Nixons varaforseta. Hafði honum þegar tekizt að sam- eina, að minnsta kosti á yfir- borðinu, alla þá æðstu Demo- krata, er sótt höfðu á móti honum og þá, er höfðu verið honuni andstæðir, í eina fylkingu sér til liðs — Lyn- don Johnson, Symington, Stevenson, Humphrey, Harry Truman, Mrs. Roosevelt o. fl. Kvað hann lið Republicana fremur þunnskipað, þar sem enginn hefði þorað að stinga upp höfðinu til að sækja gegn Nixon um útnefningu fyrir forsetaembættið, en útnefn- ingarþing Republicana hefst í Chicago mánudaginn 25. ágúst. ☆ Belgíustjórn sendi herlið inn í Congo til þess að bjarga hinu hvíta flóttafólki og bað jafnframt um aðstoð frá Sam- einuðu þjóðunum, og brugðust þær fljótt við og sendu her- lið síðastliðna viku til að skakka leikinn; voru í því liði aðallega hermenn frá Afríku- þjóðum. Krushchef sendi þá tilboð til Lumumba forsætis- ráðherra Congo um að hann skyldi senda honum lið til þess að verja Congo gegn árás og hótaði Lumumba að þiggja það boð ef Belgíuhersveitirn- ar yrðu ekki reknar úr landi. Dag Hammarskjöld væntir þess, að S.Þ. hafi innan skamms 6,000 manna lið í Congo og mun það verða þar næstu 10 mánuðina undir stjórn Maj.-Gen. von Horn frá Svíþjóð. Miklir skógareldar geisa í British Columbia og er talið að þeir hafi flestir kviknað af völdum eldinga. ☆ Eisenhower forseti er gagn- rýndur mjög, ekki einungis heima fyrir heldur í öðrum löndum, fyrir að vera oft- sinnis fjarverandi frá Wash- ington á þessum hættutímum. Hann er nú á frídögum í New- port. Jafnvel Lester B. Pear- son lét í ljósi óánægju yfir því, að Eisenhower væri að leika golf, þegar vestrænu þjóðirnar væntu forustu frá Washington. Séra Bragi Friðriksson, fyrrum prestur að Lundar og Gimli, kemur vestur um haf þ. 29. júlí. Er sú ferð hans sérstaklega farin til þess að kynna íslendingum vestan hafs íslenzka nútíðar málara- list. Hefir hann ferð sína vestra með því að vera á íslendinga- deginum á Gimli, en ferðast síðan um ýmsar byggðir ís- lendinga á vegum Þjóðrækn- isfélagsins, flytur erindi og sýnir kvikmyndir í litum af Islandi og íslenzku þjóðlífi. Hér er um nýmæli að ræða, því að eigi hefir áður farið fram slík kynning íslenzkrar málaralistar meðal Islendinga í Vesturheimi. Prentmyndir þær, sem séra Bragi hefir meðferðis, eru gefnar út af Fró Akureyri Eyjólfur Jónsson sundkappi synti hingað frá Svalbarðs- eyri í gær á 3 klst. og 18 mín. Mikill mannfjöldi fagnaði honum við Torfunesbryggju, og bæjarstjórinn bauð honum til hádegisverðar , Hótel KEA og afhenti honum 5 þús. kr. að gjöf í viðurkenningarskyni. — Nokkur fyrirtæki hér gáfu Eyjólfi einnig nokkrar pen- ingaupphæðir. Richard Beck prófessor sté í stólinn í Akureyrarkrikju í gær og flutti ræðu um hug- sjónir og menningarmál. Séra Sigurður Stefánsson vígslu- biskup þjónaði fyrir altari. Hér var rigning og þoka í gær og varð að hætta við knattspyrnuleik milli KR og knattspyrnufélagsins hér í bæ, vegna þess að flugvélin gat ekki lent hér. Vísir, 11. júlí ☆ } Millilandaflug íslendinga 15 óra í dag eru liðin fimmtán ár frá upphafi millilandaflugs Islendinga. Hinn 11. júlí 1945 fór Katalínaflugvél Flugfélags íslands, TF-ISP eða „Pétur garnli" eins og sú flugvél var oftast nefnd, fyrstu ferð sína til útlanda með farþega og póst. Farþegar í þessari ferð, sem var frá Reykjavík til Large Bay í Skotlandi, voru fjórir: Jón Jóhannesson, Hans Þórð- arson, Jón Einarsson og Robert Jack. Áhöfn flugvélarinnar í fyrstu ferðinni var þannig skipuð: Jóhannes R. Snorra- son flugstjóri, Smári Karlsson Ragnari Jónssyni bókaútgef- anda í Reykjavík og þykja hinar prýðilegustu, enda er þar um að ræða myndir af kunnum v e r k u m margra hinna ágætustu íslenzkra list- málara. Um leið og ég fagna því, að séra Bragi Friðriksson leggur nú aftur leið sína vestur um haf á íslendingaslóðir, en þar er hann vinamargur, vil ég hvetja fólk til að sækja sam- komur hans og myndasýning- ar og greiða sem bezt götu hans. En þessi heimsókn hans er merkur liður í framhald- andi menningartengslum og sambandi Islendinga yfir hafið. Reykjavík, 15. júlí 1960 aðstoðarflugmaður, Sigurður Ingólfsson vélamaður og Jó- hann Gíslason loftskeytamað- ur. Auk þessara manna .voru í áhöfninni tveir Bretar og var það eitt af skilyrðum brezku stjórnarinnar fyrir því að flugið mætti fara fram. Vísir, 11. júlí ☆ Prófessorinn fékk lónaða olíusvuntu og flatti fisk Það er líflegt í Grímsey um þessar mundir. Ibúatala eyj- arinnar hefir tvöfaldazt og eru nú nærri 70 manns að- komandi þar við ýmisleg störf. Þrátt fyrir það fást ekki nógu margar hendur til að sinna því, sem gera þarf 24 klukkutíma sólarhringsins. Marga gesti ber að garði í eynni, þeirra á meðal um dag- inn var Ríkarður Beck pró- fessor. "Kom hann þar með ferðafélögum sínum niður á bryggju meðan annríki var hvað mest. Fékk prófessorinn þá lánaða olíusvuntu, bretti upp ermum og hóf að fletja fisk með þeim á bryggjunni og rifja upp gömul handtök. Mikill afli berst í land af handfærabátum í Grímsey. — Geta þeir með naumindum komið aflanum í verkun vegna annríkis. Um daginn kom síldarbáturinn Bára frá Keflavík til Grímseyjar með tvö tonn af þorski, sem skip- verjar höfðu dregið við eyna. Höfðu eyjarskeggjar engin tök á að taka við aflanum og sögðust alveg eins geta fleygt honum í sjóinn eins og að hafa fyrir því að taka við hon- um á bryggju. Vísir, 9. júlí Frh. bU. 7. Richard Beck Frétfir fró íslandi

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.