Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1960 6 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR „Ég fór á fjörur við þrjár. Þær hryggbrutu mig allar. Þá uPPS3fst ég. En nú sé ég eft- ir því, að ég reyndi ekki bet- ur við Helgu. Mér ætlar að veitast örðugt að skilja við Látravík," sagði Hallur. „Þeim er víst farið að leiðast að geta ekki flutt fram í baðstofuna, eftir því sem strákarnir eru að gaspra." / „Hvers lags bölvuð gerra er þetta í þér, maður. Auðvitað verða húsin notuð fyrst þú byggðir jörðina. Eða viltu heldur að þau standi auð og fúni niður," sagði faðir hans stuttur í spuna. „Það verður ekki lengi að breyta um svip, húsið okkar, þegar þau eru búin að flytja í það,“ sagði Hallur. „Það má búast við því að það verði færri myndirnar í því en þær voru hjá Marí- önnu. En það var líka eina húsið, sem hún gekk almenni- lega um,“ sagði gamli maður- inn hlífðarlaust. „Þú varst eins og aðrir og kunnir aldrei að meta, hvað hún var fyrir öðrum hér í sveitinni,“ sagði Hallur gram- ur. „Það gekk flestum illa að koma auga á annað en að hún var feit og myndarleg kona í sjón, og alltaf með hvítar svuntur og mjúkar hendur,“ sagði sá gamli. „En hvernig var það með þig, var ekki virðingin farin að minnka hjá þér fyrir henni. Helga hefir látið af því, að þú værir held- ur kaldur í sambúðinni við hana í vetur.“ „Okkur bar það á milli, að ég vildi búa áfram, en hún getur hvergi hugsað sér að vera nema þar sem Tómas er. Þess vegna er okkar sambúð líklega slitið að öllu Ieyti.“ „Hvað ætlastu fyrir?“ „Ég ætla á síld í sumar. Þangað til ætla ég að fá mér einhverja vinnu inn í kaup- stað,“ sagði Hallur. „Jæja, þú getur fengið klár- ana mína, ef þú vilt ekkert þiggja af Gunnari. Nafni litli getur farið með þér inn eftir og komið með hestana aftur. En þú átt eftir að koma að Látravík aftur. Og líklega að búa þar. Hún á eftir að gefa okkur báðum síðustu dýfuna, víkurgreyiið. Því er mig búið að dreyma fyrir,“ sagði gamli bóndinn og brosti ánægjulega yfir þeim leikslokum. Um kvöldið, þegar allir voru gengnir til náða, gekk Hallur ofan að sjónum. Hann ætlaði að kveðja víkina í kvöldsólarskininu. Það var næstum, að hann iðraðist eft- ir að hafa ekki þegið það, að faðir hans flytti hann sjóveg inn eftir. Það hefði létt lund- ina að setja enn einu sinni fram með honum, því að margar skemmtilegar endur- minningar átti hann frá sjó- slarki þeirra. Þá var oft glatt geðið í góðvinahópnum, sem nú var allur horfinn af sjón- arsviðinu, nema þeir feðgarn- ir og gamli bóndinn í Básum. „Já,“ andvarpaði hann. Tím- inn var undrafljótur að líða. Sjálfur var hann orðinn hálf- fimmtugur maður. Ólíkt var, að sú spá föður hans mundi rætast, að hann ætti eftir að koma aftur til veru að Látra- vík. Þó var ekki gott að segja. Ef honum entist heilsa og kraftar eins lengi og föður hans, ætti hann mörg starfs- ár fram undan. Hann gekk meðfram sjónum, þangað ti] kvöldkulið fór að gára haf- flötinn og glettnislegar smá- öldur hoppuðu og skvettu sér við skerjatangana beggja megin víkurinnar, en sefju- bakki gekk upp í norðrinu. Á morgun yrði komið annað veður. Það var fljótt að taka hamskiptum veðrið þar á Nesinu. Næsta morgun var hann snemma á* fótum. Hann ætl- aði að kasta vonzkuhaminum og kveðja venzlafólk sitt eins og sönnum manni bar. Úti var norðan kaldi og þoka upp í landsteinum. Það fannst hon- um ákjósanlegt. Það var ólíkt að kveðja æskustöðvarnar svona kuldalegar eða þegar vorblíðan heillaði hugann og jörðin stóð græn. Hann leitaði frammi í geymslunni óg fann tvo poka undir rúmfötin sín. Svo efnaður var hann þó enn að eiga poka, og það meira að segja tvo heilpoka. Stóra og þykka undirsængin hans var enn þá í hjónarúminu. Hann hafði ekki látið hana á upp- boðið. Maríanna hafði ekki tekið það í mál að fara með hana suður. Þar sváfu allir á dívönum. Nú tróð hann sænginni í stærri pokann og bað Sifu mágkonu sína að lofa honum að hanga einhvers staðar, þangað til hann vitjaði hans. Það var sjálfsagt að hengja haíin inn í skálann. Þar var enginn raki. Yfir- sængina og koddann lét hann í hinn pokann og steinhnull- ung til viðbótar, svo að pok- inn væri jafnþungur koffort- inu, sem fötin hans voru í. Þetta var allt, sem hann flutti með sér, þessi efnabóndi. Hann þáði að borða hjá föð- ur sínum, og Sifa bar fram caffi með brauði áður en hann fór. Svo kvöddust allir vin- gjarnlega. „Þú kemur nú vonandi í land, ef þú verður á síld hérna fyrir framan,“ sagði Gunnar. „Það geri ég sjálfsagt, ef ég verð hér nærri landi. Mig langar vafalaust til að sjá ykkur aftur,“ sagði Hallur. Gamli bóndinn fylgdi syni sínum suður fyrir túnið. Jó- hann litli Gunnarsson var léttur í spori á eftir þeim. Nú átti hann að fá að fara í kaup- staðinn í annað sinn á ævinni, og hlakkaði mikið til. Hann var kominn á bak hesti sínum áður en þeir voru búriir að kveðjast, og voru kveðjurnar þó ekki langorðar. Þeir feðg- arnir óskuðu hvor öðrum góðrar framtíðar. Svo riðu frændurnir af stað, án þess að líta aftur. Hallur sá, að Jóhann litli Gunnarsson var myndarstrák- ur, þegar hann var kominn í ferðafötin. Hann ætlaði að líkjast nafna sínum og afa. Hallur spurði hann, hvað hann væri gamall; það mundi hann ekki. „Átta ára,“ svaraði snáð- inn. „Það mun rétt vera,“ svar- aði Hallur. Það voru rétt níu ár síðan Þórey móðir hans var flutt burtu frá heimilinu. Síðan hafði verið sífelld gremja, öf- und og fúllyndi á milli bú- anna. Áður gat það varla heit- ið annað en fáþykkja og kali. Svo mikið gat burtför einnar konu b r e y 11 sambúðinni. Sjálfsagt hefði það getað ver- ið miklu betra. Það sá hann núna, þegar hann var að yfirgefa æskustöðvarnar og hverfa frá þessu öllu, kann- ske fyrir fullt og allt. Það glaðnaði yfir honum því meir sem hann fjarlægðist þessar slóðir. Hann sagði frænda sínum hvað bæirnir hétu, sem þeir fóru fram hjá. Það hlýn- aði í veðri, þegar kom inn á heiðina. Og inni í kaupstaðn- um var glaða sólskin. Svona var veðráttan stundum grá- lynd við þá, sem á útnesjun- um búa. Drengurinn gisti hjá afa sínum og ömmu þar í kaup- staðnum. Úr hádegi daginn eftir sótti Hallur hann heim í kotið til þeirra. Það var bezt að hann færi að halda heim- eiðis, svo að hann hefði dag- inn fyrir sér. Drengurinn hefði helzt kosið að fara ekki alveg strax, en hann þorði ekki að minnast á það. „Þú færð samfylgd út fyrir heiðina, þess vegna er ég að ýta þér af stað,“ sagði Hallur. Svo fyllti Hallur alla vasa hans af súkkulaði og brjóst- sykri, sem hann átti að gefa litlu systkinunum heima. Það Var í fyrst sinni, sem hann hafði sýnt þeim þau gæði. Drengurinn rétti svo þessum stóra og kaldlynda frænda sínum litlu hendina í þakk- lætisskyni, en fékk koss á báðar kinnar og klapp á öxl- ina. Þetta var allt svo óvana- legt, að drengurinn varð undr- andi. Svo kallaði Hallur á eftir honum kveðjuna heim: „Gangi þér vel heim, Jó- hann minn. Ég bið að heilsa öllum í Látravík. GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brotnar HJÁ MÁLFRIÐI FRÆNKU „Gaman að vera í bíl,“ sagði Dadda og ljómaði af ánægju. „En hann fer hart. Við verð- um ekki lengi til Reykjavík- ur, mamma." „Það er nú víst lengra en þú heldur, góða mín,“ sagði móðir hennar. „Það verður áreiðanlega komið kvöld, þeg- ra við komum þangað. En hann Tómas minn bíður eftir okkur og kemur okkur í húsa- skjól. Við þurfum engu að kvíða.“ Málfríður sat þögul og þungbúin við hlið móður sinn- ar. Hún hafði ekki erft glað- lyndi og hrifnæmi hennar. Þar að auki fann hún fljótt til vanlíðunar í bílnum. „Vertu nú glöð eins og Dadda, vina mín. Heldurðu að það verði ekki gaman að sjá Reykjavík og Tómas bróður, Málfríði nöfnu og Fríðu litlu dóttur hennar, sem einu sinni var hjá okkur. Náttúrlega manstu ekkert eftir því,“ hvíslaði mamma hennar þægi- lega í eyra henni. „Má ég ekki snúa við, mamma?“ spurði Málfríður. „Ég er að verða bílveik; bráð- um verð ég víst að fara út til að kasta upp. Ég get hlaupið til baka til pabba. Það var leiðinlegt að sjá hann standa einan eftir.“ „Góða barn. Bíllinn er kom- inn svo langt, að þú yrðir margar klukkustundir að ganga þá leið. Vertu bara ró- leg, það verður ekki langt Dangað til pabbi þinn kemur suður á eftir okkur. Svo skaltu halla þér upp að mér og reyna að sofna.“ En Málfríður gat ekki sofn- að. Hún þjáðist af uppköstum, og móðir hennar var aldeilis hissa á þessari bílveiki í krakkanum. Aldrei hafði hún fundið til þeirrar veiki. Lík- éga stafaði það af þessari óá- nægju í henni. Hún varð feg- in, þegar dóttir hennar sofn- aði loksins upp við barm hennar eftir langt nöldur um að hún hefði aldrei átt að fara frá Látravík. Næst þegar hún vaknaði, byrjaði sama nauðið. „Ætlar þessi Reykjavík aldrei að koma? Ég vildi að hún væri ekki til. Þá hefði ég ekki þurft að yfirgefa pabba og Látravík." „Vertu nú róleg, góða mín. Þetta líður óðum. Bráðum færðu að sjá hann Tómas minn og alla dýrðina í kring- um hann,“ sagði móðirin. Loksins var þá komið á Akranes. Þaðan þurfti að fara sjóleiðis síðasta spölinn til höfuðstaðarins. „Þetta fer nú óðum að stytt- ast,“ sagði Maríanna eins og til að hressa Málfríði dóttur sína, sem var svo lasin og óá- nægð. En Dadda var kát og óvanalega dugleg við að gæta farangurs þeirra. Þegar Laxfoss lagðist að hafnargarðinum í Reykjavík, þusti fólkið upp úr skipinu- Maríanna skimaði í allar átt- ir eftir Tómasi, en hann var hvergi sjáanlegur. Hvernig gat staðið á þessu? Skyldi hann ekki hafa fengið skeytið, sem hún sendi honum í morg' un? Þá væri hún nú heldur illa Stödd. Einn bíllinn kom eftir ann- an til að sækja samferðafólk þeirra. Loks kom fallegur brúnn bíll og renndi fram á bryggjuna og stanzaði rétt hjá þeim/ Þær þekktu Tómas, sem sat í framsætinu, og Maríanna hvíslaði að Döddu: „Heldurðu það sé stássleg- ur bíllinn, sem hann bróðir þinn á. Það verður ekki ama- legt að leika sér í honum um götur borgarinnar.” Tómas kom til þeirra og bauð þær velkomnar. Hann var í fínum fötum og með hálstau og hatt og í brúnum frakka. Móðir hans virti hann fyrir sér með hrifningu. „Ósköp er Málfríður ve- sældarleg. Hefir hún verið bílveik?“ spurði Tómas. „Já, hún hefir verið ósköp veik, aumingja barnið; en nu er þetta allt búið, og við komnar á leiðarenda. Farðn nú að verða ofurlítið hressari, væna mín,“ sagði Maríanna- Bílstjórinn og Dadda vorn að tína saman farangur þeirr9 og koma honum fyrir í bílfí' um. „Varstu ekki búin að fá síð' asta bréfið mitt, mamma. #g sagði þér þar, að það vær* þýðingarlaust fyrir þig a^ koma hingað suður fyrr en um miðjan maí. íbúðin er ekki til fyrri,“ sagði Tómas. „Ég fékk bréfið í fyrradag, en þá var ég búin að láta 8^ dótið niður og stóð eiginleg3 ferðbúin, svo að mér var ómögulegt að fara að taka upP úr töskunum og kössunuh1 aftur. Ég var líka orðin sV° óþolinmóð eftir því að koTB&’ til þín og sjá þig. Ég get nu líklega fengið að vera hja henni Fríðu systur min111 I þessar fáu vikur, þangað til j get flutt í mína eigin íbúð, sagði Maríanna. I „En það er bara svo þröng* I hjá henni Fríðu. Hún leigir I tveim skólastúlkum herberg1’ I og þær eru í fæði hjá hend1 1 líka. Svo það er margt í heim' I ili hjá henni. Þú hefðir geta® I látið stelpurnar bíða eftjr I pabba,“ sagði Tómas hál I vandræðalegur. „Mér finnst I það helzt til mikið að bæta | þ r e m u r manneskjum vl I heirmlisfólkið hjá henni Fríðu I frænku.“ I „Kannske gæti Stella tdtí® I aðra systur þína til síh- I spurði Maríanna. I

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.