Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1960 7 GUNNAR ERLENDSSON frá Slurlureykjum: HOLLVÆTTIR mæla hvatningarorð til Gunnars Erlendssonar, er hann fyrir nokkrum árum síðan var efablandinn um, hvað fram- tíðin hefði að geyma í skauti sér honum til blessunar. Hugsanir tileinkaðar Dolores Vicioria Johnson Hollvættir: Still hörpu-strengi — styrka, er lengi stirðir og hljóðir síðustu ár. Sumarljóð syngdu, Sal þína yngdu; f"aeðingardagur minn Eftirfarandi kímniskvæði Var flutt á apríl-maí afmælis- Samkomu á Betel 1960: ^ð ég fæddist forðum á lyrsta apríl degi, Var til þess að villa þrá Vlkja frá oss megi. það augljóst allir sjá, enginn gleymt því megi: Ekki fæðast flónin á fyrsta apríl degi. ^sð sér einnig átti stað, auðnu jók það haginn, fyrsta apríl ár bar það UPP á páskadaginn. ! ' ' Einn og þrisvar átta var artal fæðing minnar; 1 vík af reykjum við það bar. það Islands sinnar. Frétlir frá íslandi Frá bls. 1. ísland í sjónvarpi ílala , Hér á landi eru staddir tveir ltalskir kvikmyndatökumenn, er munu dvelja hér um mán- aðarskeið og taka kvikmynd- lr af landi og þjóð. ílalarnir eru þegar búnir að ^era hér á landi um það bil álfan mánuð og hafa haldið S1g uiestmegnis í Reykjavík og nagrenninu og kvikmyndað ^^8, sem þeim hefir fundizt nýstárlegt og sérkennandi fyr- lr landið og þjóðina. Um síð- Ustu helgi voru þeir m. a. að ^vikmynda hesta og unglinga a hestbaki. Þá hafa þeir og Sert sér mjög far um að kvik- j^ynda íbúðir fólks, svo að £eir geti sýnt löndum sínum Pað svart á hvítu hvernig Is- endingar búa. Hefir það vafa- aust vakið athygli þeirra í Hugdirfð skalt hefja — hærra, ei tefja, haltu þann veginn, helzt kýs þín önd. Vakandi vertu, vit þitt nú skerptu, víst muntu hreppa — vorbjarmans lönd. Afmælishugleiðing (1960) Áratugi á ég sjö aldraður að baki og í viðbót árin tvö, undir tímans þaki. Ört hjá líða árin mín eins í blíðu’ og hörðu, og um síðir eflaust dvín ævitíð á jörðu. En þó skeiðið endi hér, ei þarf neyð að kvíða, á heimleið því að eg er, allt til reiðu er búið mér. Fyrir því sá Frelsarinn, fórn á krossi’ er greiddi, sælu í að andi minn ætti nýja bústaðinn. Áfram því eg hugrór held huldri framtíð móti. Guðs við hlýjan ástar eld allt mitt bý eg jarðlífskveld. þessu hrjóstruga landi, hve íbúðir fólks eru ríkmannleg- ar og komið þeim mjög á óvart. Eru þeir þar ekki einir um hituna, því að ýmsir út- lendingar, sem til íslands hafa komið, telja íslendinga búa við meiri „lúxus“ í íbúðum sínum en nokkra aðra þjóð álfunnar. Héðan munu Italarnir ferð- ast á næstunni eitthvað út á landsbyggðina til kvikmynda- töku, en búast við að hverfa af landi burt um miðjan mán- uðinn. Gera má ráð fyrir að þær kvikmyndir, sem ítalarnir taka hér, nái að komast fyrir margra sjónir í heimalandi þeirra, því þeir hyggjast m. a. selja kopíu af kvikmyndinni eða þætti úr henni til ítalska sjónvarpsins. Vísir, 9. júlí Færeyingar gefa skírnarfont- til Skólholt-s í gær var afhentur skírnar- fontur, sem færeyska kirkjan gefur Skáiholtskirkju, og veitti biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, honum viðtöku fyrir hönd ís- lenzku kirkjunnar. Fonturinn er hinn fegursti gripur, höggvinn úr færeyskum grá- steini. Færeyingar tilkynntu að þessi fontur yrði gefinn á Skálholtshátíðinni 1958, og í vor bárust biskupi boð um að hann væri tilbúinn. Fyrir fáum dögum kom svo séra Jo- hannes Follend frá Vogum í Færeyjum hingað til lands með skírnarfontinn, og í gær var hann formlega afhentur í Þjóðminjasafni í Reykjavík. Fagur gripur Skírnarfonturinn er höggv- inn úr færeyskum grásteini, teknum úr landi Kirkjubæjar, hins forna biskupsseturs Fær- eyja, en Juul Andreassen gerði fontinn. Á hann er letr- að: Úr Föroyum 1960. Biskup kvað fontinn fagran grip og hina ágætustu smíð og væri hann dýrmæt gjöf til hinnar nýju Skálholtskirkju. Hitt skipti þó mestu að gjöfin sýndi hug Færeyinga í garð Islands og Islendinga. Þakkaði hann Færeyingum gjöfina.—Næstu daga verður skírnarfonturinn til sýnis i Þjóðminjasafni, en síðar verður hann fluttur austur til Skálholts. Tíminn, 12. júlí ☆ Ný óhappaverk Brezki flotinn hefir hafið ný óhappaverk og valdbeitingu á íslenzkum fiskimiðum. Eru það vissulega hin mestu ótíð- indi. Eftir að Genfarráðstefn- unni lauk, ákváðu brezkir togaraeigendur, að togarar þeirra skyldu ekki fara inn fyrir 12 mílna mörkin næstu þrjá mánuði. Er sá tími ekki útrunninn fyrr en um miðjan júlí. Islendingar höfðu enn fremur rökstudda ástæðu ti' þess að ætla, að brezka flota- málaráðuneytið hefði ákveðið að láta ekki herskip sín styðja brezka togara til landhelgis- brota, a. m. k. ekki innan þessara fyrrgreindu þriggja mánaða. '■ Stöðugt ágengari En Adam var ekki lengi í Paradís. Brezku togararnir hafa sífellt gerzt ágengari á miðunum hér undanfarnar vikur. Eins og skýrt hefir ver- ið frá hér í blaðinu hafa brezk- ir togarar alloft verið að veið- um alveg á 12 mílna mörkun- um og jafnvel farið inn fyrir þau. Er greinilegt, að togara- menn hafa haft í frammi hreinar ögranir við íslenzku landhelgisgæzluna um leið og þeir virðast hafa verið að reyna fyrir sér um það, hvort verndar væri að vænta frá arezkum herskipum, ef ís- lenzku varðskipin reyndu að taka þá. Nú hefir það gerzt, að brezkt herskip hefir beitt ís- : enzku landhelgisgæzluna valdi, hindrað íslenzka varð- skipsmenn í að færa land- helgisbrjót til hafnar og flutt íslenzka löggæzlumenn með ofbeldi úr brezkum togara yf- ir í Þór, sem staðið hafði landhelgisbrjótinn að verki. Alvarlegur atburður Um það skal ekkert fullyrt á þessu stigi málsins, hvort þetta muni verða upphaf að n ý j u valdbeitingartímabili brezka flotans á íslandsmið- um, eða hvort hér sé um að ræða einstaka ofbeldisaðgerð af hálfu yfirmanns þess brezka herskips, sem tók að sér að hindra varðskipið Þór í að koma lögum yfir land- helgisbrjótinn Northern Queen. Hér er vissulega um mjög alvarlegan atburð að ræða. íslendingar hafa lagt sig fram um að forðast árekstra, og stuðla að bættri sambúð Islendinga og Breta. Því fer víðs fjarri að hægt sé að saka okkur um tilraunir til æsinga í þessu máli. Brezki flotinn og þeir sem honum stjórna ber því alla ábyrgð á því, ef nú hefjast ný átök og illindi milli Islendinga og Breta. En það er vissulega hörmu- legt, ef brezka stjórnin hefirj ekki lært meira af reynslunni en svo, að hún lætur nú flota sinn hefja nýjar hernaðarað- gerðir gagnvart íslendingum.; Mbl., 30 júní ☆ Þangmjöl framleitt ó Eyrarbakka Nýlega var byrjað að fram- leiða þangmjöl í beinamjöls- verksmiðju á Eyrarbakka. Þangmjöl er víða erlendis notað sem fóðurbætir, en það er nýjung hér. — Mbl. leitaði upplýsinga um þetta hjá Óskari Sveinbjörnssyni, sem er einn af forráðamönnum þessa fyrirtækis. Vildi hann ekki á þessu stigi gefa ná- kvæmar upplýsingar, þetta væri enn á tilraunastigi. Lengdur starfslími Blaðinu er þó kunnugt um að byrjað var að vinna þangið í beinamjölsverksmiðjunni 11. júní og hefir gengið vel. Verksmiðjan hefir úndanfar- in ár verið notuð í 1—2 mán- uði yfir vertíðina til fram- leiðslu á beinamjöli. Og með því að nota hana einnig til þangvinnslu, en til þess þurfti mjög litlar lagfæringar, má lengja starfstíma hennar um sex mánuði. Þangið er skorið á skerjun- um fyrir utan Eyrarbakka og Stokkseyri og sett í netapoka, sem síðan eru dregnir í land. Verður að vinna þetta í akk- orði meðan fjara er, og er hægt að vinna í ca. 5 tíma á dag. Byrjað var á tilraunum til að framleiða þangmjöl í stríðsbyrjun, en framleiðslan reyndist of dýr. Var sá háttur hafður á að flytja þangið til Hveragerðis og þurrka það bæði úti og við jarðhita. I Bretlandi, Frakklandi og Noregi er þangmjölsfram- leiðsla algeng. Norðmenn nota um 30% af framleiðslu sinni sjálfir í fóðurbæti, og flytja afganginn út til Bandarríkj- anna. Margir sjávarbændur þar skera þangið sjálfir og þurrka það í sólinni, en síðan er það malað í verksmiðjum. Þjóðverjar nota jafnvel þang- mjöl saman við annað mjöl til brauðgerðar. Mbl., 5. júlí ^openhagen Heimsins bezta munntóbak RETURN COACH FARES Between WINNIPEG and REGINA $17.00 Retum You Save B.75 EDMONTON 37.25 Reiurn You Save 15.50 FORT WILLIAM 19.95 Return You Save 10.40 PORT ARTHUR 20.15 Retum You Save 10.45 CALGARY 37.25 Retum You Save 15.50 Good Going Aug. 9 and 10. You must commence your return journey within 10 days of the purchase date of your ticket. Corresponding low rates and savings are available from other points. Walch for Bargain Fares effective Sepl. 13 and 14. Train Travel is Low-Cost Travel FuII information from your Agent s®lu munt hljóta; sólskin á brár. • Brim-dunur dvína, dagsljós mun skína, drengur ei myrkur, dagur er nær. Ljós skal þér ljóma, lífstónar óma — ljúfir og fagrir; lofsöngur kær. Kolbeinn Sæmundsson Kolbeinn Sæmundsson

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.