Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 1
Xögberg - ^eimslmnsla Slofnað 14. jan.. 1888 Síofnuð 9. sepf., 1886 7Í ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1960 NÚMER 33 Ríkisstjórnir íslands og Bretlands faeða um fiskimólið Þriðja fegursta stúlka í heimi/# Skömmu eftir ráðstefnuna í Geneva ákváðu brezkir tög- araeigendur að þeir skyldu ekki hefja veiðar aftur inn- an 12 mílna fiskveiðilandhelgi Islands fyrr en eftir þrjá mán- uði. Rétt áður en það „vopna- hlé“ rann út 12. ágúst fór rík- isstjórn Bretlands fram á við- raeður við ríkisstjórn íslands Um deilu þá, sem er um að- stöðu brezkra fiskiskipa á miðunum við ísland. íslenzka ríkisstjórnin hefir orðið við tilmælum brezku stjórnarinn- ar, þar sem hún telur a kanna beri öll úrræði til að koma í veg fyrir framhaldandi á- rekstra á ísiandsmiðum. Hins vegar segir utanríkis- ráðuneyti Islands í fréttatil- kynningu sinni, að ríkisstjórn- in hafi undirstrikað við Heitur sjór Sjórinn við Island hefir ver- ið óvenjulega hlýr í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá skipstjórum, sem gert hafa hitamælingar fyrir Norð- ur- og Austurlandi, hefir hita- stig sjávarins verið mun hærra en síðastl. ár. Göngur ýmissa fiska á norðlægari slóðir eru taldar eiga orsök sína til hækkandi hitastigs í sjónum. Má þar nefna göngu kolmunna við Austfirði. Þá hafa hvalveiðimenn við Suðvesturland skýrt frá því að hiti yfirborðssjávar á þeim svæðum, sem hvalur er veidd- ur, sé allt að því helmingi meiri en undanfarin ár. Sjáv- nrhitinn hefir mælzt allt upp 1 12 stig en hefir í venjulegu árferði ekki verið nema 6 stig. Vísir, 25. ágúst Ráðslefna O.A.S. Ráðstefna utanríkisráðherra Suður-Ameríku-ríkjanna og og Bandaríkjanna (O.A.S.), sem setið hefir fundi í San Jose, Costa Rica, tilkynnti á sunnudagskvöldið, að hún fordæmdi afskipti Austur- heims í málum Vesturheims. Bandaríkin höfðu farið fram á, að ráðherrarnir mótmæltu tilraunum Sovétríkjanna og kínverskra kommúnista að ná áhrifum í Vesturálfunni. Til- lögunni var beint að Kúba, sem undanfarið hefir verið í makki við kommúnista, og myndi Bandaríkjunum finn- ast þeim troðið um tær, ef kommúnistar næðu fótfestu á eynni, sem er aðeins í 90 mílna fjarlægð. Bandaríkin brezku stjórnina hinn ótví- ræða rétt, sem hún telur að íslendingar hafi að alþjóða- lögum til núverandi fiskveiði- lögsögu. Brezkir togaraeigendur hafa nú fallizt á að framlengja um tvo mánuði þann tíma, sem þeir skipa togurum sínum að halda sig utan tólf mílna. Ekki er ólíklegt, að Bretar viti innst með sjálfum sér, að þeir hafi átt á röngu að standa, enda hlotið ámæli víða um heim fyrir framkomu sína við smáþjóðina. En þeir eru þrá- látir, eiga erfitt með að láta undan. Nú reynir á stjórn- kænsku íslendinga, að þeir finni einhver ráð til þess að Bretar geti dregið sig til baka án þess að þeim finnist virð- ingu sinni misboðið — að þeir fái tækifæri „to save face“. lögðu og fram greinargerð fyr- ir ráðstefnuna um starfsemi kommúnista á Kúba, en sú starfsemi innifelur þjálfun manna til áróðurs og til að gerast skæruliðar og innrás- armenn, ef í það fer. Fulltrúi Kúba gekk af fundi áður en til atkvæða kom. Nielsar Finsen minnzt af læknum KAUPMANNAHÖFN, 30. júlí. (Einkaskeyti frá frétta- ritara Mbl.) — Á mánudag verður sett hér í Höfn þriðja alþjóðlega ljóslæknaþingið, en það er nú haldið í Danmörku í tilefni þess, að 100 ár eru lið- in frá fæðingu Nielsar Fin- sens. — Heiðursgestur þings- ins verður ekkja Finsens, frú Ingeborg, og verður hún við- stödd setningu þess, ásamt tveim börnum sínum, Val- gerði, Kleberg og Halldóri lækni. Tveim dögum síðar verður frú Finsen 93 ára. Tveir minningarfyrirlestrar verða haldnir við setningu þingsins, og eru fyrirlesararn- ir prófessor Hollander frá Bandaríkjunum, sem talar um Finsen og hinar mikilvægu og grundvallandi r a n n sóknir hans, og próf. Marcussen frá Finsensstofnuninni, sem ræð- ir sérþætti í rannsóknum Fin- sens. Síðasta dag þingsins verður afhjúpuð minningartafla á húsi því við Saint Annae- torgið, þar sem Niels Finsen bjó sem stúdent. Á mánudag- inn verður gefið út frímerki með mynd af Finsen. Mbl. // Dagana 9. til 12. ágúst fór fram alheims fegurðarsam- keppni að Long Beach í Kali- forníu. í henni tóku þátt stúlkur frá 52 löndum og hafði hver þeirra verið kjör- in fegurðardrottning síns lands. Sigurvegari í keppn- inni var frá Columbia í Suður- Ameríku; önnur verðlaun hlaut ungversk stúlka, en þau þriðju fegurðardrottning Is- lands, Sigríður Geirsdóttir, og hlaut hún verðlaun, er nema 2,500 dollurum. Er þetta mikill sigur fyrir þessa 22 ára gömlu Reykjavíkurstúlku. Auk þess að vera kjörin „Þriðja fegursta stúlka í heimi,“ vann hún verðlaun í ý m s u m undankeppnum. Fyrsta kvöldið varð hún efst, er stúlkurnar komu fram í „playsuits” (sjá myndina). Annað kvöldið vann hún verðlaun, er hún kom fram í skautbúningi og flutti beztu r æ ð u n a . Þjóðbúningurinn vakti feikna eftirtekt og þótti bera af öðrum búningum, er sýndir voru. Loks var hún kjörin eftirlætis fyrirsæta ljósmyndaranna úr þessum hópi 52 fegurðardísa. Sigríður hefir í hyggju að dvelja um skeið í Bandaríkj- unum. Henni hafa borizt mörg tilboð frá kvikmyndafé- lögum. Dr. Richard Beck á Vestfjörðum Dr. Richard Beck prófessor kom í heimsókn til Vestfjarða s. 1. mánudag í boði Vestfirð- inga. Að kvöldi þess dags flutti prófessorinn fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Isafirði. Nefndi hann fyrirlesturinn Með alþjóð fyrir keppinaut, en hann fjallaði um Vestur- Islendinga og vestur-íslenzka menningu. Þjóðv., 12. ágúst Kvæði fluii Dr. Richard Beck pró- fessor við komu hans lil Vesi- fjarða 8. ágúst 1960 Nú er góður gestur genginn oss á hönd. Bar sá langt um lönd ljóma af vorri strönd. Þótt hann viki vestur, var hans andi skær heimahögum nær, hjartakær. Út um álfu þar íslands rún hann skar, vörður þess hann var, vel þess merki bar. Sá er sonur beztur, sem í víking fer, en þó innst með sér ísland ber. Fagrar fyrirmyndir flutti Ríkharð Beck. Island orðstír fékk alltaf þar hann gekk. Enn við ljóðalindir leikur hugur skír, andinn enn sér býr ævintýr. íslenzk átti þjóð ávörp mörg og góð, hlýjan hjartasjóð, hvar sem Ríkharð stóð. Orð hans enn þá kyndir Eddu og sögu glóð, ættar vorrar óð, Islandsljóð. Berðu, góði gestur, geisla þína enn yfir íslands menn álfubrotin tvenn. Færðu vítt í vestur vora kveðjuskál, frið og feginsmál, frændasál. íslands ást og trú alltaf leggir þú yfir byggð og bú, björt er kveðja sú. Saga og ljóðalestur lífgi sérhvert þing, ómi allt um kring íslending. Guðm. Ingi Kristjánason Ungfrú Sigríður Geirsdóttir Þetta er mynd af „Miss Iceland 1960“, Sigríði Geirsdóttur, hinni mest umræddu íslenzku konu austan hafs og vestan í síðastl. þrjár vikur. Þessi bláeyga og bjarta dóttir Reykja- víkur, sem minnti á Kristínu Brandsdóttur og önnu Sig- mundsdóttur, heillaði alla með yndisþokka sínum og fram- komu allri. Sigríður er dóttir Geirs Stefánssonar frá Vopna- firði og Birnu Hjaltested, dóttur séra Bjarna Hjaltested, sem um eitt skeið var dómkirkjuprestur og síðar kennari. Bjarni prestur var kvæntur danskri konu, Stefaníu Önnu Berntzen, sem gjörðist íslenzk og á enn þá heima í gamla Hjaltested- húsinu á horni Suðurgötu og Vonarstrætis. Sigríður hefir stundað nám í Háskóla Islands og mun vera bænarbókarfær á sjö tungumálum; dvaldi í Svíþjóð í tíu ár með foreldrum sínum og er opinberlega trúlofuð Magnúsi Skúlasyni, ungum manni á læknaskóla tslands. * Skúli G. Bjarnason

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.