Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1960 Hvar er hvíti þjóðflokkurinn upprunninn? Þýtí og saman ritað af Jakobínu Steíánsson Framh. frá síðasta blaði Um sannleik í því, sem að ofan er frá greint, er ekki að efast. Mesta og bezta sönnun- in er hin afarforna þjóðtunga hinna fornu Indlands-Arya, Sanskrit. Málfræðingum nú- tímans ber saman um, að það tungumál sé móðir — eins og þeir komast að orði — Vestur- Evrópu tungumála nútímans, og einnig þeirra skandinav- isku. Snemma á nítjándu öld fór norrænn málfræðingur til Persalands (nú nefnt Iran) til málfræðirannsókna, og sagði, að í persnesku máli væru nokkur orð — helzt nafnorð yfir hluti — alveg allt að einu eins og í fornnorrænu máli. „Þá varð ég alveg forviða," hafði hann sagt, þegar heim kom. (Forn-Persar og Ind- lands-Aryarnir voru náskyld- ar þjóðir, hvoru tveggja Ary- ar, löndin liggja saman.) En bezta sönnunin fyrir að Indlands-Aryar hafi verið á Rússlandi er þjóðtunga Lit- haugalandsmanna. Hún er svo lík Sanskrit, að fólkið á Lit- haugalandi getur skilið mál- fræðinga, þegar þeir tala það mál. Heimspekingurinn Kant (sem var uppi snemma á 19. öld) dáðist mjög að því máli. „Það leysir svo margar ráð- gátur fyrir manni í mann- kynssögu, vísindum, og heim- speki,“ sagði hann. Það sýnir sig sjálft, að það tungumál, svona gamalt, hefði ekki getað verið þar, hefðu ekki einhverjir frá Indlandi verið þar til forna, og setzt þar að. [Lithaugaland (Lith- uania) er eitt af Austur- Evrópu smáríkjunum, tilheyr- ir Rússum. Bæði það og hinir eiginlegu Rússar eru Aryar, eins og framkvæmdir Rússa á síðasta mannsaldri hafa sýnt.] Mannfræðingurinn Blumen- back, sem var uppi á öldinni sem leið, hafði í safni sínu höfuðkúpur fornmanna, sem fundizt höfðu í jörðu í Káka- sushéraði; kvað hann það höf- uðlag og stærð þess vera eins fullkomið eins og á fremstu Norðurálfuþjóðflokkum. Taldi hann engan efa á, að forfeður Norðurálfumanna hefðu í fyrndinni komið til Norður- álfunnar yfir Kákasusfjöll. 1 fornaldarritum norrænna manna er svo að orði komizt, „að Óðinn,“ sem eftir dauð- ann varð átrúnaðargoð forn- norrænna manna, „hafi komið frá Austurálfu heims. Þaðan hafi einnig komið flokkur manna með gullið hár, og hafi sezt þar að. Hafi jafnan fylgt þeim friður og farsæld. Yng- lingar voru nefndar þær ætt- ir, sem komnar voru frá þeim, og þóttu allra ætta beztar.“ Einnig má geta þess, að þessi tvö nöfn á hvíta þjóð- flokknum, Indó-Evrópumenn og Kákasusþjóðflokkurinn — svo sundurleit sem þau eru — benda langt aftur í tíma og til fjarlægra staða, einkanlega það fyrra; að bæði þessi fjar- lægðar nöfn skuli, eftir allar þessar aldaraðir, enn vera á hvíta þjóðflokknum — koma manni til að halda að ekki hafi Indó-Aryarnir viljað að hið fjarlæga föðurland sitt gleymdist, og þekkingin um hinn fjarlæga uppruna þjóð- fiokksins hafi verið vandlega geymd, kynslóð fram af kyn- slóð, frá ómunatíð í löndum Nor ður álf unnar. Kákasusnafnið er nokkru yngra en það Indó-evrópska, og stafar af því, að yfir þau fjöll hafi þessi forni þjóð- flokkur farið til suðurhluta Rússlands; því þegar yfir fjöllin er komið, liggja beinir landvegir og óslitnir (að und- anskildri Dóná) inn á hið eig- inlega Rússland og útjaðar Austurríkis. En svo er hægt að fara úr Kákasusfjallahéraði (sem er allstórt) til Grikklandshafs, án þess að fara yfir fjöllin. Það virðist sem Indlands-Aryarnir hafi skipzt, þegar til Kákasus- fjallahéraðs kom, sumir farið um Litlu-Asíu, og þaðan sjó- leiðis til Grikklandseyja og svo Grikklands, en hinir yfir fjöllin til Suður-Rússlands. Því þetta ofannefnda fjalla- hérað, sem greinir sundur Asíu og Evrópu, er í Georgíu- fylki, sem er eitt af fylkjum hins eiginlega Rússlands, en ekki meira um þetta hér, enda mun mörgum kunnugt, eink- anlega menntafólki. Það er auðséð, að för þess- ara Indlands-Arya til Evrópu- landa hefir verið landnáms- för. Það finnast hvergi drög til þess, að þeir hafi farið með ófriði; þar hefir, án efa, farið fram einn með þeim lengstu eða stærstu þjóðflutningum, sem gerzt hefir í fornöld. Eigi er hægt um að segja hverjir voru í Evrópulöndum, þegar þeir komu þar fyrst — eða hvort nokkurt fólk hefir þar verið — nema það eitt mun nokkurn veginn víst, að þar hafa engir blökkumenn verið fyrir — þeir hefðu þá aldrei sezt þar að. Einn af nútíðar fornfræð- ingum, sem um þetta efni hefir ritað, sagði: „Sáu þeir“ — Indó-Aryarnir — „það fyr- ir, að í Asíu mundu þeir aldrei halda sér sem þjóðarheild? Sáu þeir fyrir örlög annarra hvítra þjóða, sem þar voru þeim samtímis — þau örlög að verða að ekki neinu — hverfa, svo enginn veit hvað af þeim hefir orðið? Það hafa ein- hverjar stefkar ástríður ver- ið, að þeir skyldu yfirgefa hið hlýja gróðurríka Indland\— föðurland sitt — til að setjast að fyrir fullt og allt í kaldari og hrjóstugri löndum, þar sem lífsskilyrði voru harðari, einir af öllum skyldum þjóðflokk- um, sem þá voru í Asíu. Má vera, að þeir hafi verið gædd- ir þeirri spádómsgáfu. Eitt er víst: í einu af heimildarritun- um, sem þetta er tekið úr, er sagt um þá, „að þeir hafi vit- að marga leyndardóma“. 1 fleiri aldir eftir að Indó- Aryarnir komu til Grikklands var þar allt með friði og spekt. Hvort nokkurt fólk hefir ver- ið þar fyrir, er ekki hægt um að segja, „nema eitt sé víst, sem sé það, að ekki fyrr en nálægt fjórum öldum seinna byrjuðu sögualdir Grikkja, og nokkrum mannsöldum eftir það, fyrsta skrásett skilgrein- ing um Rómverja". En hér verður ekki rakin fornaldarsaga síðastnefndra þjóða, enda er hún ætíð auð- fehgin fyrir alla; nægir að geta þess, að það voru Indó- Aryarnir, sem ofannefndar þjóðir — svo frægar í forn- aldarsögunni — höfðu menn- ingu sína og menntir frá. Það litla, sem þau heimild- arrit, sem hér eru fyrir hendi, tilgreina um þá, eftir að þeir fyrst komu til Evrópulanda, er það, sem hér fylgir: Segir í einu allra elzta forn- riti Grikkja, „að mennirnir, sem til Grikklands hafi komið frá Jónsku eyjunum, hafi ver- ið friðsamir, innleitt fagra byggingarlist og verið heim- spekingar." Þessu ber saman við lýsing- una í eltzu ritum fornnor- rænna manna um þjóðflokk- inn, sem „í fornöld hafi kom- ið“ frá Austurálfu heims til Noregs . . . hafi þeir haft gullið hár — fylgt þeim friður og farsæld . . . '(Sjá hér að framan.) Svo fornaldarsögum jafn- fjarlægra þjóða sem Grikkja og Norðmanna ber saman í lýsingum á „Asíu“ - mann- flokki, sem komið hafi „í fornöld til sömu landa og sezt þar að“. Það er auðséð af þess- um litlu skilgreiningum þess- ara þjóða — aftan „úr gfárri fornöld" — að þessar lýsingar gátu ekki átt við aðra en Ind- lands-Aryana, því þeim ber svo saman við lýsingar próf. Gunnlaugssonar og nútíðar fornfræðingsins J. Dingel’s. (Sjá hér að framan.) Svo bætti hinn síðarnefndi fornfræðingur við: „Eftir að þeir [Indlands-Aryarnir] náðu fótfestu í Suðurlöndum Evr- ópu, breiddist þjóðflokkurinn út, smátt og smátt, um alla Norðurálfuna . . . en það var í fornöld — fyrir Kr. b.“ Það er sízt að efa, að svo hefir verið, því þegar afkom- endur þeirra, Rómverjar, fóru inn á Mið-Evrópulöndin, að- eins 43 eftir Kr. b., þá hafa þau lönd, England og Frakk- land, hlotið að vera næstum — eða alveg — albyggð lönd; því ekki hefðu Rómverjar frekar en aðrir svo mikið kært sig um að taka yfirráð yfir mannlausum löndum, svo á- fram hafa Indlands-Aryarnir haldið landnámsför sinni, efl- ir að þeir komu til Grikklands og ítalíu. [Þarf eigi að taka það fram, að á Krists dögum voru Grikkland og ítalía al- byggð lönd — að mestu af hvítu fólki, — það er kunn- ugt.] Rómverjar báru með sér fornmenningu sína til áður- nefndra landa í Mið-Evrópu, nefnilega Englands og Frakk- lands, því þeir ríktu þar eitt- hvað um fjórar aldir. Enda er það auðséð, ef litið er yfir menntasögu Evrópu, að áhrif- in hafa verið sterk 1 því til- liti, svo margt hefir þangað þurft að sækja; t. d. þess hefir verið getið í fornum fræðum gotneskra manna, „að einn af þeim hafi farið til Miðjarðar- hafsstranda á 3. öld eftir Kr. b. til að fá slafrófið. Svo lög- uðu forn-Gotar það eftir sín- um þörfum, og þaðan er kom- ið hið svonefnda gotneska let- ur; í skilríkjunum fyrir þessu var þess einnig getið, að mað- ur þessi hefði áður verið í Miðjarðarhafslöndum. Á þessu tímabili bjuggu forn-Gotar nálægt ánni Danube, líklegast í Austur-Evrópu. Forn-Gotar eru taldir vera forfeður Þjóð- verja. Eftir að hið forn-rómverska ríki leið undir lok, seint á fimmtu öld eftir Kr. b. (það var ekki fullri öld eftir að þeir slepptu Englandi og Frakk- landi undan sínum yfirráð- um), er auðvelt að sjá, að frá þeim og þeirra heimalöndum hafa verið lagðar undirstöður flestra menntagreina Mið- Evrópumanna. Sá grunnur reyndist traustur, allt þar til langt fram á 18. öld. Kannske nokkuð ótrúlegt, þess vegna verða hér tilgreind nokkur rök því til sönnunar. Allt upp að dögum Napo- leons fyrsta var fornaldarsaga Grikkja og Rómverja sem næst aðal veraldarsagan í flestum ef ekki öllum skólum á meginlandi Vestur-Evrópu, — ef til vill líka á Norður- löndum. Bæði fyrir og um þann tíma voru eigi allfá dæmi þess, að þaðan fóru lær- dómsmenn „suður í lönd“, eins og það var vanalega nefnt, til að sjá hina fornu sögustaði á ítalíu og Grikk- landi, þrátt fyrir erfið sam- göngutæki þeirra tíma. Rit- höfundar og skáld 17.—18. alda — ef ekki fyrr — ortu út af atburðum þeirrar fornald- arsögu, eins og t. d. Byron skáld og fleiri. Rithöfundar vitnuðu í hana í ritum sínum, sem enn eru til. Jafnvel hetjuljóð frá sögu- öld Asíumanna, sem aldrei höfðu stigið fæti sínum á Evrópu, voru kveðin og sung- in í lok 18. aldar á Norður- löndum og ef til vill víðar. í lista- og ljóðaáttina var meira af þessu um alla Evr- ópu, einkanlega á 17.—18. öld, en hægt er að gera grein fyrir hér. Þarf ekki að taka það fram, að þá var Italía álitin vagga lista og vísinda. En hið eina annað fornfræga land í Evrópu, sem hefði get- að jafnast á við ítalíu í til- leggi á fornum fræðum til 17.—18. alda Evrópumanna, var Grikkland, en á þeim tímum var aldrei frá því sagt, enda þótt fornaldarsaga þeirra og heimspeki og fleira væri einnig mikið meðfarin á þeim tímum. Á þeim tímum — og ef til vill enn — var flokkur manna á Grikklandi, sem fáir vissu af, sem mann fram af manni gættu þess, sem eftir var af menningarerfðum frá hinni fornfrægu söguöld föðurlands síns — og gegnum aldirnar —- allt að lokum 18. aldar, styrktu með því listir, vísindi og eink- anlega bókmennir hinnar ítölsku þjóðar, sem öll Norð- urálfan sótti svo mikið til — eins og að ofan er frá greint. En á þeim tímum var Grikk- land undir ánauðaroki Tyrkja, svo öllum viðskiptum þess við Evrópulönd varð að halda leyndum, svo engir vissu um þetta fyrr en afarlöngu seinna. En hér verður ekki farið út í*að rekja mennta- og menn- ingarsögu Evrópu. Það litla í þá átt, sem að ofan er greint frá, er aðeins til að sýna sam- band, sem var frá ómunatíð milli þjóðanna, sem byggðu norður- og miðhluta Evrópu við hinar suðlægu þjóðir hennar. Svo sú staðhæfing fornfræðinga og mannfræð- inga nútímans um, að öll lönd Norðurálfunnar, nokkur hluti af Rússlandi, meira eða minna af Eistrasaltslöndunum, hafi byggzt í fornöld frá Grikk- landi og ítalíu, virðist hafa svo mikið við að styðjast. En það voru þessi tvö síð- astnefndu lönd, sem Indlands- Aryarnir settust fyrst að í, — enda liggja þau, eins og Rúss- land og Austurríki, bezt við útflutningi frá Asíulöndum, gegnum Kákasusfjallahérað. Eins og kunnugt er, voru Grikkland og ítalía byggð að mestu af hvítu fólki á Krists dögum; en á hans dögum voru í „Landinu helga“ aðeins flokkur hvítra manna, en það land var þá undir yfirráðum hvítrar Evrópuþjóðar, sem voru Rómverjar eins og kunn- ugt er. Engin skilríki eru hér fyrir hendi til að sanna, að það væri nokkur hvít þjóðarheild í Asíu um og eftir Kr. b., en það er sannað, að á Krists dögum og alllengi eftir hans dag voru einnig flokkar hvítra manna í Asíulöndum, þ. e. sumum af þeim, bæði í því landi sem að ofan er tilgreint og í Litlu-Asíu og á Indlandi. En á næstu öldum eftir Krist hurfu þeir, og veit eng- inn hvað af þeim hefir orðið. 1 svo fjölmargar aldir eftir það voru engar framfarir í

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.