Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1960 Úr borg og byggð Séra Bragi Fríðriksson, framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, sem hingað kom um mánaðamótin júlí- ágúst og sýndi víða um ís- lendingabyggðir litprentanir af íslenzkum málverkum og kynnti íslenzka málaralist, lagði af stað heimleiðis á mið- vikudaginn. Svo sem vikið er að á öðrum stað í blaðinu, mun séra Jón Bjarman sýna myndirnar í íslendingabyggð- um vestur á Kyrrahafsströnd. ☆ Bókasafn Fróns Frú Ólína Johnson bóka- vörður Fróns biður blaðið að geta þess, að safnið opnast til bókaútlána miðvikudaginn 7. september. ☆ Ferð til Beiel Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg fer sína árlegu ferð til Betel miðviku- daginn 14. september. Kon- urnar mætast hjá kirkjunni kl. 11.30 f. h. Æskilegt væri, að forstöðukonur deilda væru látnar vita í tæka tíð um þær konur, er hugsa sér að verða samferða. Allar velkomnar svo lengi sem sæti leyfa. ☆ Jon Sigurdson C h a p t e r I.O.D.E. will hold a meeting at the home of Mrs. B. S. Ben- son, 757 Home Street, Tues- day, Sept. 6th at 8 o’clock. ☆ Tónmennt Eftirtaldir nemendur O. Thorsteinssonar á Husavick og Gimli tóku próf við Royal Conservátory of Music of To- ronto: Grade 1 Theory First C 1 a s s Honors—Mrs. Gunnsteinn Eyolfsson Honors—Marvin Eyolfsson Honors—Keith Eyolfsson Grade 1 Piano Honors—Candice Narfason Honors—Janice Narfason Grade 2 Piano Honors—Donna Pineau Grade 3 Piano Honors—Helen Richardson Honors—Linda Kozlowski Honors—Verna Isfeld Grade 4 Piano Pass—Burma Isfeld Grade 6 Piano Honors—Kéith Eyolfsson Pass—Mrs. Gunnsteinn Ey- olfsson. Examiner Mr. Clifford Poole. ☆ Upplýsingar óskast Helga Guðmundsdóttir og tvíburasystir hennar, Kristín, fóru til Kanada um aldamótin frá Seyðisfirði með séra Jóni Bjarnasyni, þá 14 ára. Það er haldið, að Helga hafi gifzt í Winnipeg hérlendum manni, sem vann í jeweler-búð. Þeir, sem vita hvar þessar systur eru niðurkomnar, geri svo vel og kunngeri það blað- inu eða Miss Höllu Josephson, 602 Simcoe St., Winnipeg 3, Man. Sími SP 2-8894. ☆ Góð gjöf fró Gimli Gimli, Man., 24. ágúst 1960 Kæra frú Ingibjörg: Samkoma okkar 19. þ. m. var fjölmenn, og við erum fólkinnu, sem skemmti þar, innilega þakklát. Mrs. H. F. Danielson flutti mjög fróð- lega ræðu um Albert Thor- waldson, og voru margir að biðja hana að gefa þér fyrir- lesturinn til birtingar í Lög- berg-Heimskringlu. Ég sendi fréttir um 31. þ. m. og get þá betur um samkomuna. Ég er að senda Lögbergi- Heimskringlu $200.00 frá þjóðræknisdeildinni „Gimli“, með hamingjuóskum til þín og blaðsins. Það á að sýna vilja ojtkar á að hjálpa. — Við megum ekki láta Lögberg- Heimskringlu líða undir lok, meðan nokkur er uppi, sem veitir íslenzkum þjóðræknis- málum styrk. Við megum ekki tapa íslenzka arfinum, hug- heilum áhuga á bókmenntum og listum íslendinga vestan hafs og aústan. Með kærri kveðju, Krisíín Thorsleinsson Þetta höfðinglega fjárfram- lag þjóðræknisdeildarinnar „Gimli“ í tryggingarsjóð Lög- bergs-Heimskringlu og hvatn- ingarorð forseta deildarinnar eru meðtekin með innilegu þakklæti. — I. J. ☆ íslenzk mólaralist kynnt Islendingum á vesturströnd- inni mun nú gefast tækifæri að sjá listsýningu þá, sem séra Bragi Friðriksson hefir verið að sýna í Manitoba byggðum undanfarnar vikur. Þjóðrækn- isfélagið hefir farið þess á leit við séra Jón Bjarman frá Lundar, að hann taki sýning- una til vesturstrandarinnar og sýni hana að minnsta kosti á þremur stöðum, Vancouver, Blaine og Seattle. Myndirnar munu að öllum líkindum verða sýndar í Vancouver þriðjudaginn 6. september. Eins og áður hefir verið minnzt á hér í blaðinu, er hér um að ræða eftirprentanir af íslenzkum málverkum. Þess- ar eftirprentanir eru í sömu litum og hin upprunalegu listaverk og hefir eftirprent- unin tekizt svo vel, að oft er erfitt að aðgreina eftirprent- un frá hinni upprunalegu mynd. Það ber sannarlega að þakka Þjóðræknisfélaginu fyrir þá forgöngu, sem það hefir haft í þessu máli, hér er um að MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ræða mjög merkilegan lið i starfi þess að viðhalda tengsl- um milli heimaþjóðarinnar og Islendinganna, sem búsettir eru í þessari heimsálfu. Von- andi er að sem flestir íslend- ingar við vesturströndina gefi sér tíma til að sjá þessa sýn- ingu, hún er vel þess virði. ☆ Kongó vandræðin Það er ekki auðvelt fyrir Sameinuðu þjóðirnar undir forustu Dag Hammarskjöld að koma á friði og , spekt í Kongó, því hér er um villta kynflokka að ræða, algerlega ósiðaða. Þeir eiga fáum sem engum forustumönnum á að skipa. Lumumba virðist ekki vita hvað hann vill og er eitt í dag og annað á morgun. Það gengur glæpi næst að gefa þessum lýð vopn í hendur. Þeir hafa nú í annað sinn ráð- izt á og þjarmað að Kanada- mönnum, sem sendir voru þangað á vegum S.Þ. til þess að koma þar á einhverju skipulagi. Dánarfregnir Þann 30. maí síðastliðinn andaðist á elliheimilinu Betel á Gimli, Manitoba, Kristján Jónasson. Kristján heitinn var fæddur heima á íslandi, að Syðri Neslöndum í Mývatns- sveit, S.-Þing. Hann var son- ur hjónanna Þorláks Jónas- sonar frá Grænavatni og Kristrúnar Pétursdóttur frá Reykjahlíð í sömu sveit. Þau komu til Vesturheims 1893 og settust að í Argyle-byggðinni. Kristján tók heimilisréttar- land hjá Dafoe í Saskatche- wan 1909 og bjó þar þangað til 1938. Eftir það var hann til heimilis í Winnipeg, þar til fyrir tveim árum að hann fluttist að Betel, þar sem hann dvaldi það, sem eftir var ævinnar. Kristján var ætíð ókvæntur. Hann lifa tveir af bræðrum hans, Jónas á Betel, Gimli, og Björn að Silver Bay. Kristján var jarðsunginn frá Silver Bay kirkjunni 2. júní síðastl. Séra . Jón Bjarman jarðsöng. J. B. ☆ Dýrfinna Elding, e k k j a Donalds Elding, er átti heima að Fleetwood Apts., 129 Le- nore St., Winnipeg, andaðist mánudaginn 22. ágúst. Hún var fædd 15. júní 1877 að Fróðhúsum í Borgarfirði; for- eldrar hennar voru Eggert Jónsson og Sigríður Jónsdótt- ir. Ung að aldri fluttist hún vestur um haf og átti heima í Winnipeg í 73 ár. Hún missti tvö börn sín, Theodore og Marion — Mrs. James Price. Hana lifa dóttir hennar Alma og tveir dóttursynir, Edwin J.. og Frank Price; enn fremur þrjár systur, Mrs. H. Paulson, Mrs. Paul Reykdal og Mrs. Sigurður Sigurdson. Útförin fór fram á fimmtu- daginn í síðastl. viku frá Fyrstu lútersku kirkju undir umsjón Bardals; séra Kol- beinn Simundson flutti kveðjumál. ☆ Franklin Stefán Halldórson að 307 Morris Ave., Selkirk, Man. andaðist fimmtudaginn 18. ágúst, 57 ára að aldri. Hann hafði verið í þjónustu T. Eaton - félagsins í tuttugu og eitt ár sem endurskoðandi reikninga. Hann flutti frá Winnipeg til Selkirk fyrir átta árum. Hann lifa eigin- kona hans, Madeline; einn sonur, Franklin; ein dóttir, Margaret; einn bróðir, Hall- dór og þrjár systur, Mrs. Thelma White, Mrs. Laura Shaver og Annabelle. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni í Selkirk; séra Eric H. Sigmar jarðsöng; jarðar var í Mapleton graf- reitnum. ☆ Trausli ísfeld, Husavick, Man. lézt 24. ágúst á St. Boni- face spítalanum; 53 ára. Hann lifa kona hans, Noreen; son- ur, Wayne; ein dóttir, Verna; fimm bræður, Eiríkur, Einar, Ágúst, Aurilius og Jóhannes; fjórar systur, Mrs. Guðrun Narfason, Mrs. Olive Herman- son, Mrs. Ingibjörg Johnson og Mrs. Anna Olson. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni að Husavick og jarðað í fjölskyldugraf- reitnum að Hofi. ☆ Thor Eric Sigvaldason að 818 8th Ave. N. Saskatoon lézt 16. ágúst í spítala þar í bæ. Hann átti heima í Winni- peg þar til hann fluttist til Saskatoon árið 1938 og var þar forstjóri Crane Ltd. Hann tók mikinn þátt í félagsskap svo sem Mason-reglunni, Kiwan- is, kirkjusöfnuði o. fl. Hann var 61 árs og lætur eftir sig eiginkonu, Robina; einn son, Eric; tvær dætur, Mrs. F. W. Harrington og Mrs. C. M- Bailey, enn fremur bróður sinn, Ellsworth. H E R E N OWI Toast Master MIGHTY FINE BREAD! At Your Grocers J. S. FORREST, J. WALTON, Manager Sales Mgr. Phone SUnjet 3-7144 ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— Heimsins bezta munntóbak Go by TRAIN and SAVE! September 8, 9,10 - return limit 25 days ------BARGAIN FARES------- From WINNIPEG to TORONTO OTTAWA MONTREAL IN COACHES Return Fare 49.40 57.60 62.75 20.45 21.35 23.20 *Upon paymeni of Tourist Berlh fares. *IN TOURIST SLEEPERS You Save Waich for Bargain Fares effedive Oclober 6, 7, 8 Similar low fares to certain other destinations in Ontario and Quebec. Consult your Canadian Pacific agent for details. Usual baggage checking privileges. Canaclian (/ciajfic

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.