Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Side 1
Högberg - ® eímskringla Stofnað 14. jan.. 1888 Slofnuð 9. sepl., 1886 74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1960 NÚMER 36 Fréttir í stuttu máli Congo-sveiium S.Þ. fjölgað Samanlagður fjöldi her- manna Sameinuðu þjóðanna í Congo verður nú aukinn úr 15.700 upp í 17.000 eða rúm- lega það. Hér eftir leggja 13 riki fram liðsafla til gæzlu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Eins og stendur eru í Congo rúmlega 15.000 manns frá 11 ríkjum, og skiptast þeir þannig: Marokkó 3.220 manns Túnis 2.640 — . Eþíópía 2.560 — Ghana 2.390 — Irland 1.370 — Guinea 740 — Svíþjóð 580 — Malí 570 — Arabiska sambandslýðv. 510 — Súdan 390 — Líbería 220 — Von er á liðsauka frá Guineu og enn fremur á 1.090 tftanna herdeild frá Indónesíu °g 120 manna liði frá Malaja. Við þetta bætast svo sér- stakar liðsveitir frá öðrum ríkjum en þeim, sem nefnd voru hér að framan, meðal annars frá Danmörku, Noregi, Kanada og Indlandi. ☆ F’immtán ríki sóltu um uppiöku í S.Þ. Öryggisráðið hefir fjallað um umsóknir 15 nýrra ríkja, sem sótt hafa um upptöku í Sameinuðu þjóðirnar. Ráðið rnælti með umsóknunum, og Voru þær teknar til endan- legrar meðferðar af Allsherj- arþinginu, sem kom saman í New York 20. september. Átta hinna nýju ríkja eru JTieðlimir franska samveldis- ins. Þau eru Dahomey, Níger, Efri Volta, Fílabeinsströndin, Tchad, Congo (áður Franska Congo), Gabon og Lýðveldi Mið-Afríku. Þar við bætist Kýpur, sem nýlega hlaut sjálfstæði sitt. Auk þeirra sóttu um upp- töku: Togo, Cameroun, Mala- gasy, Somilia, Mali og Congo (fyrrum Belgiska Congo). — Ákvörðun um upptöku hinna fVeggja síðastnefndu í .S.Þ var frestað, þar til innbyrðis deilur þeirra koma til umræðu seinna á þinginu. Allar þessar þjóðir utan Kýpur eru frá Afríku. ☆ Afmæli Rt. Hon. John G. Diefen- baker átti 65 ára afmæli sunnudaginn; hann var fædd- ur í Grey County, Ontario, 18. september 1895. ☆ Alvinnuleysi er nú meira í Kanada og Bandaríkjunum en nokkru sinni síðan á kreppu- árunum — 5 prósent verka- fólks í Kanada og 6 prósent í 'Bandaríkjunum var atvinnu- laust yfir sumarmánuðina. Þetta þykir alvarlegt ástand, vegna þess að á því tímabili ársins er jafnan mest um at- vinnu, en atvinnuleysi versn- ar eftir því sem líður á vetur- inn. T. d. voru 9 prósent verka- fólks í Kanada atvinnulaust í marz síðastl. Atvinnuleysis gætir ekki í Evrópulöndun- um; á\ Bretlandi er lítið sem ekkert atvinnuleysi og í Vest- ur-Þýzkalandi er hörgull á verkafólki. ☆ Allt í grænum sjó í Congo Lið S.Þ. var sent inn í Con- go með þeim skilyrðum, að það'- skyldi skipta sér sem minnst af innbyrðis stjórnar- deilum, en reyna þó að koma skipulagi á. Sovétríkin hafa spillt mjög fyrir viðleitni S.Þ. með því að senda Lumuba vopn og aðra aðstoð án sam- þykkis S.Þ. — Congo-menn sjálfir virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð; það er eins og börnum hafi verið fengin völdin í hendurnar. Lumuba, forsætisráðherrann, er eitt í dag og annað á morgun; hann bað um aðstoð S.Þ., sfðan leit- aði hann um styrk til Sovét- ríkjanna og vildi reka lið S.Þ. úr landi; baðst svo verndar S.Þ., þegar óvinir hans ætluðu að þjarma að honum. Loks rak Kasavubu forseti Lum- umba frá völdum og skipaði annan í hans stað. Nokkru síðar tilkynnti herforingi Con- go liðsins, Mobutu að nafni, að hann tæki völdin í sínar hendur þar til Lurfiumba og Kasavubu gætu komið sér saman um stjórn landsins og hann rak sendilið Sovétríkj- anna úr landi. Nokkru síðar hvarf Lumumba og var hald- ið að hann væri dauður, en hann birtist aftur á sunnudag- inn og sagðist vera búinn að semja við Kasavubu um að mynduð yrði fylkjastjórn í Congo og að Congo skyldi 'ekki styrk þiggja frá erlend- um þjóðum nema undir um- sjón S.Þ. Talsmaður Kasavubu kvað þá enga samninga hafa gert. Lumumba vill nú óður kom- ast á þing S.Þ. í New York. Hammarskjöld vottað traust Aukaþing Sameinuðu þjóð- anna var kallað saman á laug- ardaginn, eftir að Sovétríkin höfðu fellt tillögu Asíu- og Afríkufulltrúanna í Öryggis- ráðinu um að lýsa yfir á ný fullkomnu trausti á meðferð Dags Hammarskjölds á mál- um Congo-manna og veita honum heimild til að stofna sjóð til framkvæmda í Congo. Fulltrúi Sovétríkjanna veitt- ist hart að Hammarskjöld og sagði hann vera hliðhollan vesturveldunum. Hammar- skjöld kvaðst sætta sig við að leggja það undir dóm Afríku- manna, hvort hann yrði sak- aður um hlutdrægni. Á sunnudagskvöldið báru 17 Afríku- og Asíuþjóðir fram tillögu um fullkomið tiltraust til Dags Hammarskjölds og lofuðu um leið alla framgöngu hans af hálfu S.Þ. í Congo. Enn fremur fólst í tillögu þeirra, að engin þjóð mætti senda vopn eða herlið til Congo nema samkvæmt beiðni S.Þ., meðan S.Þ. eru að reyna að hjálpa Congo. Traustsyfirlýsingin á Dag Hammarskjöld hlaut 70 at- kvæði, en 11 þjóðir greiddu ekki atkvæði, en það voru Sovétríkin og leppríki þeirra, Frakkland og Suður-Afríka: Hins vegar hlaut ákvæðið um, að enginn þjóð sendi vopn eða herlið inn í Congo án leyfis S.Þ. hér um bil einróma samþykki. Var þetta mikill sigur fyrir Hammarskjöld og vottur um það tiltraust og þá virðingu, er hann nýtur; að sama skapi biðu Sovétríkin mikinn ósig- ur, því þau hafa þessar síðustu vikur haldið uppi stöðugum rógi um Hammarskjöld og störf hans fyrir S.Þ. í Congo. ☆ Kvenforsælisráðherrann Meðal hinna mörgu þjóð- höfðingja, er sækja þing S.Þ., sem sett var á þriðjudaginn, er eini kvenforsætisráðherr- ann í heiminum, en það er frú Sirimaro, ekkja Bandara- naika fyrrv. forsætisráðherra á Ceylon. Vakti val hennar fyrir nokkrum mánuðum at- hygli um heim allan, og er athyglisverðara, þegar þess er gætt, að á Ceylon vantar enn mikið á að konur njóti jafn- réttis á við karlmenn. Frú Sirimaro Bandaranaika er 46 ára gömul og á 11 ára gamlan son. Hún hefir nýlega verið gagnrýnd í heimsblöð- unum fyrir að skerða prent- frelsi í landi sínu. Fimmtánda þing S.Þ. Ambassador Frederick A. Boland frá Irlandi var kosinn forseti Allsherjarþingsins með 46 atkvæðum; frambjóðandí kommúnista, Jiri Nosek frá Tékkóslóvakíu fékk 24 atkv. og ambassador Thor Thors 9 atkvæði. Fráfarandi forseti var Belaunde frá Perú. Fjórtán Afríkuþjóðir ásamt Kýpur fengu upptöku í S.Þ., svo nú eru þær orðnar 96. Var þeim fagnað með ræðuhöld- um, er 20 fulltrúar þjóðanna tóku þátt í. Á þingið er kom- inn fjöldi æðstu manna þjóð- anna — um 20 þjóðhöfðingj- ar, og er það talið einsdæmi í sögunni. Allir ;munu þeir halda ræður. Eisenhower for- seti flytur ræðu á fimmtudag- inn, en Krushchef á föstu- daginn. Nú eru MacMillan forsætisráðherra Breta, Dief- enbaker og Mensies frá Kan- ada og Ástralíu að ráðgast um að sækja þingið. Mikla athygli vakti það á þingi, hve Krushchef og Castro föðmuðust innilega. Lögreglan í New York á fullt í fangi með að vernda þá, einkanlega hefir Castro með sínu 50 manna liði verið örð- ugur. ☆ Guðmundur Jónsson söng við glæsiviðtökur Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng á sviði Schwarz- enberghallarinnar í Vín laug- ardaginn 6. ágúst við húsfylli og forkunnar viðtökur og hlaut hina ágætustu dóma gagnrýnenda, en þetta eru einmitt tónleikarnir, sem Guð- mundur gat um, að væru í vændum, þegar blaðið átti samtal við hann við heim- komuna á listhátíð Þjóðleik- hússins í vor, þegar hann kom heim til að syngja sitt fræga hlutverk í Rigoletto. Þá lét Guðmundur þess ein- mitt getið, að prófessorinn, leiðbeinandi hans hefði und- irbúið tónleika, þar sem Guð- mundur kæmi fram og söng- konan Steindler, sem einnig naut kennslu prófessorsins. — Guðmundur söng að þessu sinni eingöngu óperuaríur. Gagnrýni þriggja blaða hafa borizt hingað og segja þau meðal annars á þessa leið: Neues Öslerreich segir: íslenzki söngvarinn Guð- mundur Jónsson hefir feiki- legt raddmagn með glæsirödd háa og djúpa. Öndunaraðferð hans er til fyrirmyndar. „Hon- um tekst öðrum fremur að greina sundur og byggja upp ítölsku aríurnar. Maður hefir á tilfinningunni, að hinn þrótt- mikli söngvari, sem í ýmsu minnir á glæsitímabil Edel- manns, viti nákvæmlega hvað hann sé að gera, jafnvel þar Frh. bls. 8. Báran — Vikið við úr ensku — Ein silfurlit bára á bláleitri unn, ein bylgja af hundruðum vesæl og þunn, í hafrótsins faðmi sig hjúfraði smá og horfði til strandar með dragandi þrá. I Ein sindrandi bára með sí-kvikan feld, er silfrast við mánaljóss blá-hvíta eld, um forlög sín dreymir og fagnandi hlær, er færist hún smátt og smátt ströndinni nær. Og áfangann styttir hver stund sem að fer, er stöðugt í áttina hrannirnar ber. En vonglaða báran sig teygir á tám og tilsýndar eygir loks ströndu með trjám. Af óró og gleði hún ýfist og rær er athvarfið lang-þreyða færzt hefir nær. Að vitund berst ómur af sæfugla söng, er sannar, að biðin ei verða mun löng. Með kátínu báran sér kastar á land og kann sér ei læti, þótt úr verði strand; því ævinnar sigur við örlögin ströng nú endar við mávsins og hrannanna söng. Ein silfur-krýnd bára, svo brothætt og smá, af barningi hrakin á djúpinu lá. Hún gjörvallri ævinni eyddi á sjó, en elskaði landið svo heitt að hún dó. P.B.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.