Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1960 Frá Vancouver Þann 29. ágúst síðastliðinn komu íslendingar hér í Van- couver saman í neðri sal kirkj- unnar kl. 8 að kvöldi til að kveðja hinn unga og vinsæla listamann Árna Arinbjarnar- son, sem var á förum daginn eftir til Reykjavíkur á ís- landi eftir þriggja mánaða dvöl hér. Árni er fæddur í Hafnar- firði og mun vera 26 ára gam- all. Móðir hans er Margrét Karlsdóttir, og voru Bardals- bræðurnir Páll, Halldór og A. S. í Winnipeg, Man. föður- bræður hennar, og mun hún á æskuárum hafa dvalið hjá frændum sínum í nokkur ár. Faðir Árna er Arinbjörn Árnason og býr hann ásamt konu sinni í Reykjavík. Ung- ur að aldri fór Árni í Tónlist- arskólann og lagði þá aðallega fyrir sig að læra að spila á fíólín og stóðst próf með ágætis einkunn. Þegar hann lauk námi við Tónlistarskól- ann fékk hann „British Coun- cil Scholarship" og fór þá til London, þar sem hann svo tók framhaldsnám á fíólín og orgel. En kennslu á orgelið fékk hann hjá meistaranum Páli Isólfssyni og lauk prófi sem organisti 1959 með ágætis einkunn. Einnig hefir Árni lagt fyrir sig að æfa og stjórna söngkórum. í Reykjavík stjórnar hann Fíladelfíukórn- um — 40 manns — tilheyr- andi Hvítsunnusöfnuðinum. Hingað kom Árni í heim- sókn til Grettis Björnssonar, bróður síns og fjölskyldu hans. Skömmu síðar var hann beðinn að þjálfa og æfa karlakórinn „Ströndin“ hér í Vancouver, og gjörði hann það með góðum árangri. Hann lék einnig á orgelið við messur, þegar á lá, og var unun á að hlýða. Framkoma þessa glæsilega unga manns var svo látlaus, en um leið hlý og innileg, og eignaðist hann hér marga vini. Þetta kveðjusamsæti fór vel fram og margt fólk saman- komið. Mr. Nói Bergman var forseti kvöldsins. Með söng skemmtu þær Mrs. Anna Mc- Leod og Denise Lyngholt. Erickson systkinin spiluðu á saxophone og píanó, og Carl Sigurdson á lúður. Það var gaman að hlusta á þessa ung- linga um fermingaraldur, sem leystu hlutverk sín ágætlega af hendi. Þá kom Mr. Torfi Leóson fram fyrir hönd karla- kórsins og þakkaði Árna hjálpina og afhenti honum „Desk set“ með áfastri gull- plötu, sem var tilhlýðilega áletrað til Árna frá karla- kórnum. Því næst talaði séra E. S. Brynjólfsson hlýlega til heiðursgestsins og þakkaði honum sérstaklega hina fögru tóna á kirkjuorgelið. Aðrir, sem ávörpuðu Árna, voru Grettir Björnsson, Stefán Ey- mundsson og Steve Sölvason. Karlakórinn söng nokkur lög öllum til ánægju. Að endingu voru kaffiveitingar fyrir alla. Guðlaug Jóhannesson Rætt við Vestur-fslendmginn John Bearnson, Mormónobiskup „Engin þjóð er jafnfróð um uppruna sinn og íslendingar, og því ætti ég að geta sagt eitthvað um það, hvaðan ég er upprunninn. Enda þótt ég sé fæddur í Ameríku, hef ég ætíð freistast til að líta á Is- land sem mitt annan heima- land, þó að ég hafi ekki kom- ið hingað fyrr en nú.“ Á þessa leið mælti John Bearnson frá Springfield í Utah, sem fréttamaður Vísis hitti að máli í gærmorgun á heimili Jónasar B. Jónssonar fræðslustjóra, þar sem hann dvelst þessa dagana ásamt konu sinni Birdellu. Þau hjón eru nú á heimleið til Bandaríkjanna eftir langa úti- vist, eru búin að heimsækja 12 þjóðlönd í sumar áður en þau komu hingað, heimsóttu m. a. Landið helga, enn frem- ur Grikkland, ítalíu og Júgó- slavíu, svo sem flest lönd Vestur-Evrópu. „Þetta er fyrsta utanferð okkar, en við heimsóttum per- sónulega vini í hverju þessara landa,“ sagði frú Birdella, því^að John hefir árum sam- Bókafregnir Bókaútgáfa menningarsjóðs hefir þegar ákveðið flestar út- gáfubækur sínar á árinu. Þar má nefna Ritsafn Theodóru Thoroddsen, áður prentuð ljóð, þulur og smásögur, og endurminningar skáldkonunn- ar, sem ekki hafa áður birzt. Sigurður Nordal prófessor sér um útgáfuna og ritar ýtarlega ritgerð um Theodóru Thor- oddsen og skáldskap hennar. Væntanlegt er ljóðasafn eftir Jakob Jóh. Smárá, og er það endurprentun á eldri ljóða- bókum skáldsins. Kalda- vermsl, Handan storms og strauma og Undir sól að sjá. Ný skáldsaga kemur út hjá forlaginu eftir Stefán Jóns- son rithöfund, og skáldsaga eftir Franz Kafka í þýðingu Hannesar Péturssonar skálds. I Smábókaflokki Menningar- sjóðs kemur út úrval ljóða eftir Bjarna Grímsson og fleiri 17. aldar skáld í útgáfu Jóns M. Samsonarsonar. Með- al fræðirila er Menningarsjóð- ur gefur úí verður rit efiir Finnboga Guðmundsson pró- fessor um þýðingar Svein- bjarnar Egilssonar, og er þella doklorsriigerð, sem Finnbogi hyggsi verja við Háskóla ís- lands í hausl eða á veíri kom- anda. Enn fremur ritgerð eftir Bjarna Einarsson, fyrrum lek- tor við Kaupmannahafnarhá- skóla, er fjallar um skáldskap í nokkrum íslendingasögum, einkum Hallfreðssögu, Kor- mákssögu, Gunnlaugssögu Ormstungu og Björns Hít- dælakappa. Ritgerð þessa sendi Bjarni Háskóla íslands í fyrra til doktorsvarnar, en Háskólinn vísaði henni frá. Loks er að geta um íslenzk mannanöfn, eftir Þorstein Þorstginsson fyrrv. hagstofu- stjóra, og bókar um íslenzkan jarðveg eftir dr. Björn Jó- hannesson. / CajhAUA NÝ-INNFLYTJENDUR NEMIÐ MAL YÐAR NÝJU VINA Algengasta málið í byggðinni, sem þér búið í eða starfið í, enska eða franska. Þekking á þeim málum er yður mikilsverðari en nokkuð annað. Þér getið lært málið á skóla nálega hvar sem er. AÐ ÞVÍ ER YÐUR HINN MESTI HAGUR Þegnskyldur Þekking á ensku eða frönsku er krafist til að geta orðið kanadískur þegn. Aivinna Með kunnáttu í málinu er miklu auðveldara að ná í atvinnu og halda henni. Það eykur og mjög tækifærin að fá betri at- vinnu og betur launaða vinnu. Byggðarlífið Það gerir yður mögulegt að eignast vini skjótara á meðal þeirra, sem þú vinnur með og nábúanna. Það verður miklu skjótara en annars að verða einn byggðarbúinn. Persónulegi Það verður yður miklu auðveldara að eiga skipti við fólk í búðum eða á skrifstofum. Það gerir yður auðvelt að útskýra þarfir yðar hjá húseigendum, læknum, lögmönn- um, viðgerðarmönnum, vagnstjórum, stjórn- arþjónum og öðrum. Fræðsla og skemmiun Það gerir yður auðvelt að lesa kanadísk blöð, rit og bækur. Aukin skemmtun er og útvarp og sjónvarp, hlusta á fyrirlestra með myndum og fara í leikhús. Þetta glæðir þekk- ingu ótrúlega á háttum og venjum þjóð- félagsins í Kanada. Hugsið um þessi auknu iækifæri — og SINNIÐ ÞEIM HIÐ BRÁÐASTA! Innritizt í bekk, er málin kennir! Ef þér getið ekki sinnt skólasókn, lærið heima. Fáið fríar bækur. Byggðarskóli yðar eða næsta innflutningsskrifstofa, eða Canadian Citizenship Branch í Ottawa, veitir með ánægju allar nauðsynlegar upplýsingar. Ellen L. Fairclough Minister of Citizenship and Immigration Eimreiðin

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.