Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1960 5 AtiLG/iHAL IWENNA JÓNAS JÓNSSON írá Hriflu: Þorbjörg Sveinsdottir 1828 — 6. júní 1903 Fyrir n o k k r u m vikum dvöldu hjá mér í tvo daga vin- ir frá Steveston, B.C. — frændkona mín og maður hennar, en hann er mjög bók- hneigður og hefir kynnt sér sögu íslands. Á skrifborði mínu lá bókin Aldamólamenn eftir Jónas Jónsson fyrrver- andi ráðherra. Hann fór að blaða í bókinni, og er skemmst frá því að segja, að honum fór eins og mér; hann fékk ekki skilið við bókina fyrr en hann hafði lesið hana alla. Jónas Jónsson nær föstum tökum á lesendum sínum, vegna þess hve frásögn hans er lifandi. Bókin mun því miður vera í fárra manna höndum vestan hafs og birti ég með leyfi höf- undar hinn skemmtilega þátt um kvenhetjuna Þorbjörgu Sveinsdóttur. Alls eru frá- sagnir um 12 merka íslend- inga í bókinni, og er hún gefin út 1959 af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. I. J. ☆ 1 miðri Reykjavík, á Skóla- vörðustígnum, ofanvert við garð hegningarhússins, er of- urlítið hús úr höggnum steini. Þar bjó um langa stund Þor- björg Sveinsdóttir, s y s t i r Benedikts Sveirœsonar sýslu- manns. Þau systkini voru mjög lík að svipmóti, fram- komu, skapferli, gáfum og um áhugamál. Með þeim var hin kærasta vinátta alla ævi: Benedikt gat talað við þessa bráðgáfuðu skörulegu systur um öll sín áhugamál í sinni margþættu pólitísku baráttu. Þegar hann sat á þingi, sáust þau systkinin mjög oft dag- lega ganga hlið við hlið í þing- húsgarðinum og fóru mikinn. Allir vissu að átakamál líð- andi stundar mundi vera um- ræðuefni þeirra. Skorti sízt brýningu frá Þorbjargar hálfu við bróður sinn, að halda fast á hverju máli og þoka hvergi fyrir sókn andstæðinga. Þorbjörg Sveinsdóttir var fædd að Sandfelli í Öræfum 1828. Foreldrar hennar voru Sveinn prestur Benediktsson og Kristín Jónsdóttir. Meðan hún var barn að aldri fluttust foreldrar hennar að Mýrum í Álftaveri og þar fæddist Þor- björg upp hjá foreldrum og systkinum. Sveinn faðir henn- ar þjáðist af langvarandi heilsuleysi. Brauðið var rýrt og tekjur litlar. Fjárhagur fjölskyldunnar var erfiður. Börnin voru ötul og áhuga- söm og studdu foreldra sína við öll heimilisstörf eftir beztu getu. Benedikt var ári eldri en Þorbjörg, og bústörf- in hvíldu mikið á honum. Á unglingsaldri þótti hann djarf- ur og sóknharður við alla vinnu, ekki sízt við veiði í álum jökulkvísla og lónum skammt frá prestssetrinu. Veiðivenjur þeirra systkina, Benedikts og Þorbjargar, voru þáttur í uppeldi þeirra. Áttu þau síðar á ævinni í bar- áttu um úrelta veiðilöggjöf Þorbjörg Sveinsdóllir við erlent kúgunarvald, og er af þeirri viðureign mikil saga. Benedikt Sveinsson hugði á embættisnám að sið frænda sinna og forfeðra, en hann var kominn um tvítugt, þegar hann settist á skólabekk í Reykjavík. Þorbjörg undi ekki á fullorðinsárum kyrrstæðu lífi austur í Skaftafellssýslu og leitaði eftir nýjum útveg- um til mennta og sjálfstæðrar atvinnu. Hún fór tií Dan- merkur og stundaði þar ljós- móðurnám og settist síðan að í Reykjavík, eignaðist lítinn steinbæ, sem fyrr er að vikið, og var í heilan mannsaldur hin skörulega, ástsæla og nokkuð umdeilda ljósmóðir höfuðstaðarbúa. Þegar Bene- dikt sat á þingi, bjó hann jafn- an í húsi systur sinnar, og þangað kom hann Einari syni sínum til vetrardvalar, eftir að hann gekk í latínuskólann. Húsakynnin í bæ Þorbjargar voru þröng, en hjartarúm mik- ið. Þorbjörg hafði alltaf ráð til að hýsa gest, sem að garði bar, enda bjuggu vandamenn hennar þar langdvölum. Þorbjörg Sveinsdóttir gerð- ist hinn mesti skörungur í þjóðmálum. Á æskuárum voru Ný félagsrit og ræður Jóns Sigurðssonar í Alþingis- tíðindum hugstæðast lesefni hennar og undirstaða í stjórn- málabraáttu samtíðarinnar. Eftir að Jón Sigurðsson var fallinn frá, og Benedikt bróðir hennar hafði tekið við forystu í baráttunni við Dani, studdi hún hann af alefli í hverju máli. En við hlið landsmála 'iafði Þorbjörg sem kona sitt sérstaka áhugamál, það var frelsisbarátta kvenna. Krafan um fullkomið jafnrétti konu við hlið karlmanns skyldi byrja í uppeldinu við nám og skólagöngu, þátttöku og rétt- indi í borgaralegu lífi, arfa- skipti og atvinnu. Benedikt bróðir hennar galt henni stuðning í baráttu hans um stjórnfrelsi í íslenzkum há- skóla með því að leggja henni lið í sókn kvenréttindamáls- ins. Þorbjörg taldi óafsakan- legt ranglæti, að konur skyldu ekki hafa aðgang að skólum jafnt og karlmenn, og þær skyldu vera beittar ójöfnuði um arfaskipti eftir vanda- menn sína. Hún taldi að í at- vinnumálum væri konum að- eins tvær leiðir opnar: Gift- ing og forstaða heimilis eða störf undir forræði annarra manna. Þorbjörgu Sveinsdótt- ur var ekki nóg að brjóta alla stjórnmálahlekki af þjóðinni. Hún vildi ekki láta gleyma því, að helmingur þjóðarinnar bjó við mikið réttleysi, og það ranglæti vildi Þorbjörg ekki þola, án þess að krefja úrbóta. Hún efndi til sérstakra sam- taka íslenzkra kvenna árið 1894 og stofnaði þá Kvenfélag Islands og var forseti þess til dauðadags. Þetta félag hafði það sjálfstæða hlutverk að berjast fyrir, að íslenzkar kon- ur hefðu á allan hátt fullt jafnrétti við feður, bræður og syni um skólagöngu, kosninga- rétt, kjörgengi og atvinnu. En jafnframt taldi hún, að konur þyrftu að sækja fram í dag- legu lífi til að breyta gömlum venjum, sem löngu voru úr- eltar, til að tryggja í verki jafnrétti konu og karls. Þor- björg Sveinsdóttir og Bríet Bjarnhéðinsdóttir gerðust for- göngumenn kvenréttindamál- anna og lögðu saman með stuðningi margra annarra hugsjónamanna grundvöll að nútíma jafnrétti íslenzkra kvenna. En fullur sigur í þessu máli var þó ekki unninn fyrr en eft,ir andlát Þorbjargar Sveinsdóttur. Mikið þótti kveða að Þor- björgu Sveinsdóttur í Reykja- vík. Voru fáir karlmenn henni samtímis í bænum, sem settu jafn skörulegan svip á bæjar- braginn. Hún var kona há vexti, grönn, létt í öllum hreyfingum, svipmikil og allra kvenna djarflegust í framkomu, vel máli farin, svo að af bar. Þorbjörg og Bene- dikt og Einar skáld Benedikts- son voru þjóðræknir Islend- ingar, svo að þess mun lengi minnst, en margt var í eðli þeirra og lund, sem minnti á suðrænan hita í skapgerð og athofnum. Þegar Þorbjög var í skautbúningi líktist hún frönskum hershöfðingja, sem lengi hefir stýrt mannmörg- um hersveitum í stórum her- stöðvum. Hún var skapheit og skaphörð. Fylgd hennar eg stuðningur við menn og mál- efni var óbilandi og undan- dráttarlaus. Ást hennar og óvild minnti á Brynhildi og Guðrúnu Gjúkadóttur og fleiri skörungskonur fornald- arinnar. En þegar Þorbjörg sinnti daglegum skyldustörf- um og hjálpaði sængurkon- um, var hún í senn djörf, úr- ræðamikil og mild í öllum til- tektum við að hlynna að móð- ur og barni. Hjálparlund hennar naut sín bezt, þar sem þörf var mest hjá fátæku fólki, sem hafði lítil tök á að bæta úr öllum nauðsynleg- ustu þörfum nýkomins og hjálparvana íslendings. Þegar Þorbjörg andaðist, þreytt af erfiðu dagsverki, var það mál manna, að hún væri vinsæl- asti maður í Reykjavík. Þó að Þorbjörg gætti ljós- móðurstarfsins með alúð og kostgæfni, átti hún eftir mik- ið af orku sinni til að sinna öðrum samfélagsmálum. Hún var fyrst íslenzkra kvenna á síðari öldum til að halda lang- ar og þróttmiklar ræður á op- inberum vettvangi. Frá barn- æsku hafði hún brennandi áhuga á stjórnmálum. í föður- garði las hún með áhuga rit- gerðir Jóns Sigurðssonar. For- seti átti marga vini og stuðn- ingsmenn um allt land, en fá- ir munu hafa verið heitari og ákveðnari um stuðning við málefni hans heldur en Þor- bjög Sveinsdóttir. Stjórnmála- fundir voru á þeim tímum þannig boðaðir, að þar áttu einkum að koma þeir menn, sem höfðu kosningarétt til Al- þingis. Sá réttur var mjög Frh. bls. 7. EATON'S Shops the World for You . . . . . . and the entire store is a showcase for an in- teresting array of imports from all over the world, in a colourful presentatíon continuing throughout the month of September. • Special Windows • Special Attractions • Special Displays EATON’S of CANADA

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.