Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 1
Högberg - ^eimstmngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 NÚMER 37 Áttræður Séra Kristinn K, Ólafsson, | sonar biskups, „Ævi Jesú“, á sem nú er búsettur í Man- chester, Iowa, á áttræðisaf- mæli á fimmtudaginn kemur, þann 28. sept. Hinn 26. júní s. 1. hafði hann verið prestur í 56 ár, og þjónaði hann þá enn prestakalli sínu að Rock City, 111. Hann sat á kirkjuþingi í Argylebyggð s. 1. vor, og flutti þar langan og fróðlegan fyrir- lestur, sem brátt mun birtast á prenti, samkvæmt ráðstöf- un þingsins. Annars er séra ensku, er þar um mikið bók- menntalegt afrek að ræða. Þótt séra Kristinn hafi yfir- leitt verið lánsmaður um langa ævi, hefir hann einnig mætt þungum raunum. Hann hefir misst tvær eiginkonur og tvö börn sín uppkomin. Lögberg-Heimskringla ósk- ar afmælisbarninu til ham- ingju og þakkar honum í nafni Vestur - fslendinga fyrir vel unnin störf. Flutti magnaða ræðu Séra Krislinn K. Ólafsson Kristinn löngu þjóðkunnur uieð Islendingum sem kirkju- legur leiðtogi, snjall ræðu- *naður, og á allan hátt merk- ur prestur. Hann var forseti felenzka-lúterska kirkjufélags- ins í tuttugu ár, og þótti mik- ið sópa að honum í því emb- ætti. Foreldrar hans voru Kristinn Ólafsson bóndi í Uarðarbyggð í Norður-Dakota og kona hans, Katrín Ólafs- dóttir (Guðmundssonar). Á ís- landi áttu þau síðast heima að Víðigerði í Eyjafirði, og komu þaðan vestur um haf árið 1873, en til Garðar fluttust þau árið 1880; er séra Kristinn fæddur og uppalinn þar. Fimm ára gamall lærði hann að lesa íslenzkd í foreldrahúsum, og fítnm eða sex íslenzka stíla skrifaði hann, og var sóknar- Presturinn fenginn til að leið- rétta þá. Aðra tilsögn fékk hann ekki í íslenzku. Þó er það alkunnugt, að hann hefir uianna bezt vald á íslenzku rnáli, bæði í ræðu og riti. Svo haldgóð var íslenzka alþýðu- menntunin í þá daga, en í þessu tilfelli var nemandinn líka óvenjulega bráðgjör og skarpur til náms. Var allur námsferill hans glæsilegur. Auk prestsembætta á ýmsum stöðum, hefir hann starfað sem kennari við prestaskóla og skrifað mikið um guðfræði- leg efni. Hann hefir nú nýlega lokið við að þýða hina merku hók Ásmundar Guðmunds- Á mánudagskvöldið flutti forsætisráðherra K a n a d a , John Diefenbaker, ræðu á þingi S.Þ., sem lengi verður minnzt sem einnar hinnar hreinskilnustu og skorinorð- ustu ræðu, sem flutt hefir ver- ið á þeim vettvangi. Þegar það varð kunnugt, að Nikíta Krushchef væri vænt- anlegur á 15. þing S.Þ., kveikti það vonir á ný um að aftur yrðu tilraunir gerðar til að tryggja frið í heiminum. Þessu vildu menn trúa, þrátt fyrir það þótt Krushchef hefði sprengt upp Parísarfundinn í maí og léti síðan fulltrúa sína á tíu þjóða afvopunarráð- stefnunni í Geneva ganga af fundi í júní, áður en Banda- ríkin gátu lagt fram sínar til- lögur. Fyrsta meginræðan á þing- inu var flutt af Dwight Eisen- hower á fimmtudaginn og bar ræða hans vott um sáttfýsi, vilja til að veita Sameinuðu þjóðunum og framkvæmdar- stjóra þeirra aðstoð á allan hátt í starfinu og vilja til að hefja á ný tilraunir í þá átt að tryggja friðinn. Á föstudaginn flutti Nikíta Krushchef yfir tveggja klst. ræðu og var mikill hluti hennar áróður um nýlendu- ríkin svokölluðu og Bandarík- in. Svo veittist hann harka- lega að Hammarskjöld fram- kvæmdarstjóra S.Þ. og vildi afnema embætti hans og láta þriggja manna framkvæmdar- stjórn koma í staðinn: einn frá kommúnistum, annan frá Ri. Hon. John Diefenbaker vestrænum þjóðum og hinn þriðja frá hinum svokölluðu óhlutdrægu Asíu- og Afríku- þjóðum. Auðskilið var, fyrst hann gat ekki náð S.Þ. á sitt Ragnar Stefánsson Bróðir kær, mér sæmir lítt að sitja, og segja ei neitt þá stirðnuð er þín hönd. Því óbætta þú vildir ekki vita, þá vini er snert þín höfðu tryggðabönd. Er gyðja vorsins leysti lón og engi, úr læðing vetrar þíddi sunnuhlíð. Þú mundir alltaf unga smaladrengi, sem áttu samleið stutta bernskutíð. Þú dáðir þá, sem dýpst og fegurst sungu og dreymdu um þroskað líf í mannsins sál. Því ljóðadísin lagði þér á tungu þá list að skilja þeirra huliðsmál. Þú föðurlandi og frelsishetjum unnir, og fýsti að skilja lífsins dularþrár. Að hræsna fyrir öðrum ei þú kunnir, en oft er sannleikurinn vinafár. Hvíldu rótt við faðminn fósturjárðar, fegurð lands og þýðan lækjanið. Inn til dals og út til Húnafjarðar útsýn blasi sjónum þínum við. G. St. band, þá ætlaði hann sér að reyna að koma þessari friðar- stofnun fyrir kattarnef. Á mánudagsmorgun mælti Mr. Hammarskjöld nokkur orð til fulltrúa og sagði þeim, að það væri ekki vegna sinnar eigin framtíðar, heldur vegna framtíðar S.Þ., að hann vildi benda þeim á, að ef þeir sam- þykktu tillögu Krushchefs, myndi það sennilega marka endalok S.Þ. sem virkrar stofnunar. Allflestir fulltrú- anna hylltu Mr. Hammar- skjöld með miklu lófataki ut- an Krushchef og hans fylgilið, þeir börðu hnefunum svo fast á borðin, að allt lék á reiði- skjálfi, svo aldrei hefir annað eins sézt þar á þingi. Hinn prúði og hægláti Nehru, for- sætisráðherra Indlands, sem nýkominn var á þing, sneri sér við og horfði undrandi og agndofa á þessi ólæti á þess- um virðulega stað. Þann morgun kom og röðin að Mr. Diefenbaker, og var hann fyrstur af vestrænuní fulltrúum til að svara árásar- ræðu Krushchefs. Hann benti honum meðal annars á, að síð- an á stríðsárunum hefðu Frakkland og Bretland 'veitt yfir 30 af fyrrverandi nýlend um sínum fullkomið sjálf- stæði og skilið þannig við þær, að þær hefðu ekki ein- ungis verið viðbúnar að taka við sjálfstjórn, heldur halda áfram vinsamlegu sambandi sem fyrr við Bretland og Frakkland. Hins vegar hefðu Sovétríkin á sama tímabili svipt margar þjóðir sjálfstjórn og innlimað þær í ríki sitt, og taldi hann upp' þessar þjóðir: Pólland, Tékkóslóvakíu, Rú- meníu, Albaníu, Búlgaríu, Latvíu, Estoníu og margar fleiri ;og minntist hann sér- staklega á hvernig Krushchef bældi niður frelsisuppreisn Ungverja með vopnavaldi 1956. Skoraði hann á Krush- chef að leysa þessar þjóðir úr ánauð. Mr. Diefenbaker kvað til lögu Mr. Krushchefs um þriggja manna framkvæmdar stjórn S.Þ. heimskulega og í þeim tilgangi gerða að gera stofnunina óvirka, því ólík- legt væri að þeir gætu oi'ðið sammála um nokkrar fram kvæmdir, eftir því að dæma hve oft Sovétríkin hefðu not- fært sér neitunarvald sitt Öryggisráðinu. Margt fleira sagði Mr. Dief- enbaker Mr. Krushchef, sem mál var til komið, að hann fengi að heyra, og er ólíklegt að Mr. Diefenbaker verði boð- ið til Moskvu fyrst um sinn, íslenzkur prestur í Selkirk Séra Wallace M. Bergman, sem þjónað hefir lútérska söfnuðinum í Minneota síðan 1958, hefir nýlega gerzt prest- ur íslenzka lúterska safnaðar- ins í Selkirk og verður form- lega settur í það embætti af forseta íslenzka lút. kirkjufé- lagsins, séra Eric Sigmar, sunnudaginn 2. október. Séra Wallace er sonur Mr. og Mrs. G. F. Bergman, sem fyrrum áttu heima á Gimli og í Winnipeg, en eru nú búsett Victoria, British Columbia. Séra Wallace er fæddur í Ár- borg, en ólst upp á Gimli og naut þar miðskólanáms. Árið 1955 lauk hann Bachelor of Arts prófi við Manitobahá- skólann og stundaði síðan nám við Northwestern Lu- theran Theological Seminary og útskrifaðist þaðan 1958. Hann er kvæntur Helen M. Cairns frá Riverton (íslenzk í móðurætt). Þau eiga tveggja ára dóttur, Karen Diane. Níræður Skúli Sigfússon Næstkomandi laugardag, 1. október, verður Skúli Sigfús- son, fyrrverandi þingmaður, níræður. Vinir hans og aðdá- endur í kjördæmi hans hafa ákveðið að halda þessum aldna merkismanni samsæti í tilefni þessara tímamóta. Af- mælishófið verður haldið í samkomuhúsinu á Lundar sunnudaginn 2. október, kl. 1.30 e. h. Allir þeir, sem taka vilja þátt í þessu samsæti, eru velkomnir. Umsögn um þenn- an ágæta Vestur-íslending og fregnir af samsætinu verða birtar síðar. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Slyrkið það, Kaupið það

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.