Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 2
I LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 Útþenslustefna Kínverja 2 Ef teknir eri* til meðferðar stórvirðburðir á sviði heims- stjórnarmálanna það sem af er þessu ári, hefir efalaust eng- inn vakið meiri athygli en Parísarfundur leiðtoga fjór- veldanna, sem fór útum þúf- ur þegar í upphafi, sem kunn- ugt er. Ástæðan til þess, að svo illa fór, var rakin til þess atbu,rðar, er bandarísk njósna- flugvél var skotin niður eða neydd til að nauðlenda í ná- grenni borgarinnar Sverd- lovsk í Sovétríkjunum. Krafð- ist rússneski þjóðarleiðtoginn, Nikíta Krúséff, aðmjúkrar af- sökunarbeiðni Eisenhowers Bandaríkjaforseta vegna þessa atburðar, en fékk neitun. Gekk Krúséff þá af fundi í mikilli reiði og flaug heim við svo búið. Þessi úrslit urðu stríðs- hræddum og friðelskandi jarð- arbúum mikil vonbrigði, og þótti ekki örgrannt um, að drottnarar heims hefðu sýnt fullmikla léttúð í máli, sem vel gat varðað líf eða dauða heillar heimsbyggðar. Er og lítt skiljanlegt, að leiðtoga Sovétríkjanna skyldi verða svo mikið um, er hin banda- ríska njósnaflugvél steyptist niður í ríki hans utan úr ljós- vakanum. Það er löngu opin- bert leyndarmál, að flest ríki heims njósna eftir beztu getu um hag hvers annars, eftir öllum þeim leiðum, sem færar þykja, og hafa engir sýnt meiri hugkvæmni og dugnað á því sviði en einmitt Rússar. Er því töluvert hæpið að taka þá alvarlega, er þeir hneyksl- ast á atferli BandaHkjamanna. Margir hafa því orðið til að leita annarrar ástæðu til hins skyndilega brotthlaups Krú- séffs af Parísarfundinum. 1 því sambandi er ekki úr vegi að renna augum í austurátt, til fimmta stórveldisins, sem átti engan fulltrúa átti á um- ræddum fundi. Síðan kommúnistar náðu völdum í Kína, hefir sam- komulag Kínverja og Rússa verið með ágætum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hins veg- ar bendir margt til að ýmis- legt beri á milli undimiðri. Utanríkissfefna Kínverja hef- ir á síðustu árum verið stór- um herskárri en Rússa. Talið er, að þeim geðjist lítt að þeirri viðleitni til samkomu- lags við Vesturveldin, er Rúss- ar undanfarið hafa sýnt, og áhrifum þeirra hafi því verið um að kenna, að svo 'fór sem fór í París. Framkoma Krú- séffs hefði verið ráð Rússa til að blíðka bandamenn sína, en njósnaflugvélin notuð sem átylla. Nágrannar Kínverja í suðri hafa mjög fengið að kenna á hinni ófriðvænlegu utanríkis- stefnu þeirra. Á síðustu árum, einkum þó undanfarna mán- uði, hafa þeir hvað eftir ann- að vaðið með ófriði suður yfir landamæri Indlands, Nepals og Burma, barið á landamæra- vörðum og lagt undir sig heil héruð, búizt þar um og jafn- vel byggt vegi og flugvelli. Nágrannarnir hafa mótmælt, en ekki aðhafzt annað, sökum ótta við hinn gífurlega hern- aðarmátt andstæðingsins. Margir hafa undrazt mjög, að einmitt Indverjar skuli verða fyrir sííkum ónáðum, þar sem þeir hafa ástundað fyllsta hlutleysi í deilum aust- urs og vesturs, en þess háttar framkomu eru kommúnistar vanir að telja mjög loflega. Ólíklegt er líka, að Rússum geðjist vel að þessum aðför- um bandamanna sinna, þar sem þeir hafa einmitt mikið lagt á sig til að öðlast hylli Indverja og annarra Suður- Asíuþjóða. Hvað liggur þá hér að baki? Til að öðlast viðhlítandi svar, verðum við að líta á sögu Kínverja, sem er lengri og samfelldari en flestra annarra þjóða. Þegar fyrst fara af þeim sögur, bjuggu þeir á til- tölulega litlu svæði í Gulár- dalnum í Norður Kína. Nú drottna þeir yfir landflæmi, sem nær frá Amúrfljóti suður að Tonkinflóa, frá Kóreu til Kasmír. Þær þjóðir, er áður byggðu þetta svæði, eru ým- ist þegar útdauðar eða á hverf- anda hveli. Fyrir fáeinum árum komst kunnur íslenzkur mennta- maður svo að orði í útvarps- ræðú, að Kínverjar hefðu aldrei hafið árásarstríð • á hendur nokkurri þjóð. Naum- ast getur snöfurlegri öfug- mæla. Þótt ágengni þjóða og einstaklinga á hendur öðrum minnimáttar sé jafngömul mannkynssögunni, og hver þjóð hafi þar gengið fram í samræmi við orku sína og að- stöðu, er ólíklegt, að nein hafi staðið hinum gulu sonum austursins á sporði í skefja- lausri og óaflátanlegri ágengni á hendur nábúum sínum. Þegar Evrópumenn lögðu undir sig lönd, sigldu þeir gjarnan yfir úthöfin til ann- arra heimsálfa. Kínverjar lögðu ekki út í slík ævintýri. Þeir slógust upp á næstu ná- grannaþjóðina, slátruðu henni að mestu og gerðu leifar henn- ar sér undirgefnar. Voru slík- ar „skrælingjaútrýmingar" t a 1 d a r guðsþakkarverðar, enda hafa Kínverjar sízt verið eftirbátar annarra í þjóðern- ishroka. Útþenslan var að vísu hæg, því Kínverjinn er hagsýnn og teflir ógjarnan á tvær hættur. En þeir höfðu tímann fyrir sér og notuðu hann, öld eftir öld, árþúsund eftir árþúsund. Á þeim tíma urðu margar þjóðir, er byggðu Suður- og Mið-Kína, tortímingunni að bráð. Aðrar létu óðul sín og flýðu suður á bóginn, svo sem Thailendingar og Annams- menn, er nú byggja Austur- Indland. Þess má geta, að margar þeirra þjóða, er harð- ast urðu fyrir barðinu á Han- þjóðinni (heiti á Kínverjum), voru henni all-skyldar að tungu, ætterni og menningu. Óáreittir fengu Kínverjar þó ekki að stunda þessa út- breiðslustarfsemi sína. Norð- an við landamæri þeirra í Mansjúríu, Mongólíu og Sin- kiang, bjuggu norður-mong- ólskar og tyrkneskar þjóðir, sem í hermennsku báru eins mikið af Kínverjum og þeir sjálfir af frændum sínurn- í Suður-Kína. Oft tókst tiltölu- lega fámennum hirðingjaþjóð- flokkum að undiroka stærri eða smærri hluta hins mikla milljónaveldis um lengri eða skemmri tíma. Hina síðustu og frægustu þessara innrása að norðan gerðu Mansjúar á miðri 17. öld og sat keisara- ætt þeirra að völdum í Kína allt fram til 1912. Þá tóku og evrópsku stórveldin, ásamt Bandaríkjamönnum og Jap- önum, að leita á Kína, og höfðu þar í flestu tögl og hagldir á síðari hluta nítjándu aldar og framan af þeirri tuttugustu. Meðan Kínverjar voru þannig fótaþurrku^ erlendra „djöfla“, gafst þeim eðlilega lítið tóm til áleitni við ná- búa sína. Mátti segja, að það ástand héldist, unz hersveitir Maós flæmdu rytjurnar af liði Sjangs út á Formósu. Því verður ekki neitað, að síðan hefir Kínaveldi sótt fram á við með risaskrefum. Stórfelldum framkvæmdum hefir verið hleypt af stað til eflingar landbúnaðinum, og enn stórfelldari aðgerðir eru um hönd hafðar til að koma fótum undir stóriðnað í land- inu. Herinn hefir verið efldur og látinn fylgjast vel með tízkunni í vopnabúnaði. Og — síðast en ekki sízt — hin mörg- þúsundáragamla útþenslu- stefna hefir verið endurvakin á nýjan leik, með lítt breytt- um aðferðum, nema hvað nú eru vélbyssur og sprengjur notaðar í stað spjóts og boga. Semi dæmi frá síðustu árum má nefna örlög Kasakka og Tíbetbúa. Kasakkar eru tyrkneskur þjóðflokkur, ef einkum býr á gresjunum í suðurhluta Rúss- lands, þar sem sovétlýðveldið Kasakstan ber nafn þeirra, en einnig hafa þeir frá fornu fari búið í Sinkiang. Þeir eru hirð- ingjar, hraustir menn og frjálshuga, og líkjast íbúum Evrópu og Vestur-Asíu í flestu meir en Kínverjum. Eftir að kommúnistar náðu völdum í Kína, lentu þeir fljótlega í deilum við Kasakka, er lauk með því, að hinir síð- arnefndu voru þúsundum saman brytjaðir niður með skriðdrekum og stórskotaliði eða flæmdir upp á tíbetsku hásléttuna, þar sem þeir fór- ust hrönnum saman úr hungri og kulda. 1 stað þeirra flytjast svo inn kínverskir bændur. Þá er nú kunnugt orðið af frásögnum flóttamanna og skýrslum alþjóðlegra rann- sóknarnefnda, að markvisst er unnið að útrýmingu Tíbet- búa. Er vart ástæða til að ætla annað en þessi merka og sér- stæða menningarþjóð verði horfin af yfirborði jarðar eft- ir tiltölulega fá ár. I sambandi við þessar aðgerðír hafa svo. Kínverjar tekið að færa sig upp á skaftið gagnvart ná- grönnum sínum sunnan Hima- laja. Ef litið er til framtíðarinn- ar, verður ekki sagt, að hún gefi glæstar vonir í þessu efni. Kínverska þjóðin telur nú um 650 milljónir, og fólks- fjölgunin er gífurleg, senni- lega allt að 12—15 milljónum á ári. Á aðeins'þremur árum bætir Kína þannig við sig jafnmörgu fólki og öllum íbú- um Frakklands. Beztu hlutar íandsins eru þegar of þéttbýl- ir, og því nær óhugsandi er, að framleiðsluaukning mat- væla geti haldizt í hendur við hina öru fjölgun þeirra munna, sem þarf að metta. Kínverjar eiga því naumast um nema tvennt að velja: Að takmarka fjölda barnsfæðinga að dæmi Indverja, eða fara að dæmi nazistanna þýzku — og sinna eigin forfeðra — og afla sér meira „lífsrýmis“. Og er ekki annað sýnna en þeir hallist að síðari kostinum. Þegar haft er í huga, að bæði sunnan og norðan landamæra Kínaveldis eru tiltölulega strjálbýl og mjög auðug lönd, verða horfurnar enn óálit- legri. En hví skyldu Kínverjar vera 1 fjandsamlegir vinsam- legri sambúð Rússa og Banda- ríkjamanna? Svör munu finn- ast við þeirri spurningu, ef vel er leitað. Ef þessar tvær voldugustu þjóðir heims stæðu saman sem ein, hlyti framvinda heimsmálanna nær algerlega að vera í höndum þeirra. Þá yrði kínverski drekinn að draga að sér klærnar. Meðan hin „hvítu“ stórveldi eyða kröftum sínum með innbyrðis deil- um, sér hann sér hins vegar leik á borði. Því verður að teljast áríðandi, að leiðtogar Rússa og Bandaríkjamanna geri sér sem fyrst ljóst, hve gífurleg ógnun ,gula hættan“ er í dag fyrir frið og öryggi í heiminum, og breyti sam- kvæmt því. Dagur Þorleifsson (Samvinnan) Listmálari, s e m hvorki hafði hlotið viðurkenningu listfræðinga né almennings, veiktist og var læknir sóttur til hans. Læknirinn, sem var háðfugl hinn mesti, sinnti sjúklingi sínum, en fór síðan að svipast um í herberginu. Málverk héngu þar í hólf og gólf og lækninum varð að orði: — Eru þetta mistök yðar, sem hanga hér á veggjunum? Listmálarinn svaraði um hæl: — Já. Þar hafið þið lækn- arnir dálítið fram yfir okkur málarana. Þið getið grafið ykkar mistök! ☆ Aldrei skyldi seinn maður flýta sér. ☆ Auðþekktur er asninn a eyrunum. ☆ Allir hafa eitthvað til síns ágætis. SVO AÐ SJÚKT FÓLK — — gefri nóð heilsu! í stuttu máli, aðaltilgangur M.H.S.P., sem þér sem Manitobabúi tilheyrið, er að gera sjúku fólki mögulegt að ná heilsu. — Bætið svo við þessum orðum: „við þær aðsiæður, að þér þurfið engar áhyggjur að hafa vegna spílalakoslnaðar, hversu löng sem spífalalega yðar kann að verða." Þetta er ekki ölmusa, því það er ekki ókeypis. Þér takið þátt í að greiða fyrir þetta með iðgjöldum yðar — en fyrir lítið af því sem það myndi kosta yður ef þér væruð ekki í M.H.S.P., vegna þess skerfs, sem stjórnir Kanada og Manitoba leggja í þetta Plan. Þannig, ef þér eða einhver í fjölskyldu þinni þarf að fara á spítala, getið þér án áhyggja einbeitt huganum að því að ná heilsubót. M.H.S.P. mun greiða spítalakostnað, sem greiddur er í hinni almennu spítaladeild. HON. G. JOHNSON, M.D. Miniíter of Health , & Public Welfare G. I. PICKERING Commi*iioner of Hospi tolization MANITOBA HOSPITAL SERVICES P L A N 60-2

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.