Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 -r Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson Monlreal: Prof. Áskell Löve Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed »s Second Clasg Mall. Post Office Department, Ottawa. PRÓFESSOR RICHARD BECK: Ljóðabækur tveggja Akureyrarskólda Á Akureyri er skáldabekkurinn óneitanlega yel setinn. Skipar þar öndvegi. hið ástsæla þjóðskáld, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi, en út frá honum til beggja handa heill hópur annarra ljóðskálda, eldri og yngri, sem hafa að verð- leikum getið sér góðan orðstír með skáldskap sínum. Tvö af þessum Akureyrarskáldum sendu nýjar kvæðabækur frá sér á síðastliðnu hausti, þeir Bragi Sigurjónsson og Ármann Dal- mannsson, og eiga þær það báðar skilið, að þeirra sé að nokkru getið hér vestan hafs eigi síður en austan. I. v Bragi Sigurjónsson er fjarri því að vera neinn nýgræð- ingur í skáldmenntinni, því að þessi nýja kvæðabók hans Bragi Sigurjónsson er fjarri því að vera neinn nýgræð- ingur í skáldmenntinni, því að þessi nýja kvæðabók hans, A veðramólum, er fjórða ljóðabók hans. Hann yrkir áreiðan- lega af innri þörf, kvæðaefnin sækja svo fast á, að þau verða að finna sér framrás í búningi hins bundna orðs, enda bera þessi kvæði í heild sinni ríkan vott íhygli höfundar, sam- hliða næmleik tilfinninga hans og vaxandi rímleikni. Mörg af þessum kvæðum eru þá einnig þannig vaxin, að þau vekja lesandann til umhugsunar jafnframt því og þau tala til feg- urðarkenndar hans og gefa hugarflugi hans byr undir vængi. í þessari nýju bók Braga eru mörg mjög athyglisverð og fögur kvæði, en hvað vænzt þykir mér samt um sum nátt- úruljóðin, svo sem „Vor“, „Maíregn“ og „Hugleiðing í apríl“, sem eru hvert öðru fallegra, ljóðræn og myndræn í senn. Á það sérstaklega við um síðastnefnda kvæðið, þar sem mikil andríki og djúp alvara haldast ágætlega í hendur, enda er þetta kvæði, á þessu ævistigi skáldsins, uppgjör við lífið, en hann er enn á bezta skeiði, og á því vonandi mörg ár framundan og mörg ágætis kvæði óort. Annars er „Haust- tregi“ eitthvert heilsteyptasta og fegursta kvæðið í bókinni, og fara hér á eftir annað og síðasta erindi þess af fjórum alls: / Man ég ársumur, undir fögrum laufkrónum las ég mér lífdaggir úr liljum vallar. Léku silungabörn á silfurflúðum áa. Unaðsdrykkur var hvert andartak. Flognir eru nú fuglar, fellur regn á skóga, gróinn er gamburmosi yfir gömul spor. Þung og treg á fæti þramma auri borin fljót auðnarhljóða haustdali. I um hans. Glögg er andstæðan sem brugðið er upp í kvæð- inu „Torfbær og steinhús“, en gjarnan hefði sú mynd mátt vera fyllri, og um leið náð bet- ur tilgangi sínum. Hvað sem því líður, þá eru þessi upp- hafserindi kvæðisins mark- viss og raunsönn: i' i ; Norðanvindar naprir löngum næddu vöra litlu þjóð, drápu henni kal á kjúku, kreistu undan nöglum blóð. En er hríðin heljarspárnar hæst á freðnu þaki söng, bergði drótt í dimmu hreysi dýrra kvæða sólskinsföng. Þangað sótti hún hug og hreysti, hríðin engu þokað fékk, Sigurviss um sumarkomu sátu skáld um þveran bekk. Undan bóndans skör var skyggnzt um j Skuggadali og Ljósufjöll, húsfreyjan úr Hliðskjálf sinni hvessti sjón um ríki öll. Þá eru í bókinni tvö kvæði sögulegs efnis, „Þrjár niður- stöður* og „Svarthöfða mál Dufgussonar“. Fjallar hið síð- árnefnda um einhvern mesta vígamann Sturlungualdarinn- ar og önnur ættmenni hans. Er þeim glögglega lýst, af inn- sæi og skilningi, og verður sérstaklega minnisstæð lýs- ingin á Svarthöfða, er hann gerir upp reikningana við lífið og hinn víkinglundaði bardagamaður kemst að þeirri niðurstöðu, að: s Seint kaupast sígurlaun við sverðshöggum. „Þrjár niðurstöður“ er samt enn þá ágætara kvæði. Þar er endursögð úr „ívars þætti Ingimundarsonar“ harmssaga þeirra þriggja, ívars, Oddnýj- ar unnustu hans og Þorfinns bróður hans, er sveik þau bæði í tryggðum. Fagurt málfar og skáldleg túlkun efnisins eru hér prýðilega samræmd frá upphafi til enda, og lýsingin á sögupersónunum gerð af næmum samúðarríkum skiln- ingi. Að öllu samanlögðu fæ ég ekkj betur séð.en að þetta sé jafnbezta ljóðabók höfundar. I II. Þegar leiðir okkar Ármanns Dalmannssonar lágu fyrst saman á sjómennskuárum okkar á Austurlandi fyrir fjórum áratugum síðan, komst ég fljótt að raun um það, að hann var bæði maður mjög ljóðelskur og létt um stuðlað mál. Síðan hafa kvæði og vís- ur eftir hann komið í blöð- um og tímaritum, sem báru því vitni, að hann hafði ekki lagt skáldskapinn á hilluna. Kom það enn betur á daginn, þegar út kom (á vegum Bóka- forlags Odds Björnssonar á Akureyri) hin nýja kvæðabók hans, Ljóð af lausum blöðum. Hér og víðar í þessum kvæðum kemur fram djúp sárs- auka- og saknaðarkennd, sem stundum nálgast það að verða bölsýni, erhöfundur rennir sjónum yfir mannlífið með hverf- leik þess og snöggum veðrabrigðum, en sú hugarkennd á þó ekki seinasta orðið, eins og lýsir sér í kvæðinu „I hljóðri þökk“, einhverju hugþekkasta og heilskyggnasta ljóðinu í þessu safni. „Ég á mér sóldal hið innra“ er einnig sérstak- lega hugðnæmt kvæði, og má svipað segja um „Ég á mér höll“. Bragi er um annað fram skáld alvörunnar, en slær þó stundum á strengi gamansemi, og ádeilu gætir víða í kvæð- mikið safn og fjölskrúðugt að efni. I Það, sem fyrst vekur eftir- tekt lesandans, er lipurð og léttleiki þessara ljóða, hin ríka bragfimi, sem höfundurinn er gæddur. Tekur það bæði til lengri kvæða og lausavísna; honum liggur hringhendan létt á tungu, og er vísan „Nýtt ár“ gott dæmí þess: f I i Tímans bára breytist þrátt. Böl og sár hún grefur. Nýjar þrár og nýjan mátt nýja árið gefur. | I Að efni til kennir hér einn- ig margra grasa og góðra. Hér eru falleg og vel ort náttúru- ljóð, ættjarðar- og átthaga- kvæði. Hreimmikið og eggj- andi til dáða er kvæðið „Mold og menning“, og gefa eftirfar- andi vísur nokkra hugmynd um anda þess kvæðis og léttan blæ: I 1 ' Heill sé þeim, er mátt úr öllu magna, meiri fegurð sveipa kærust vé, þeim, sem láta góðum gesti fagna grænar ekrur, runna, blóm og tré. ! / Heill sé þeim, sem geisla andans gefa, góðu sæðin þekkja og að þeim hlú, , sem í nýja tímans voðir vefa vonir sínar, kærleik sinn og trú. 1 ! i Það hefir orðið hið góða hlutskipti Á r m a n n s Dal- mannssonar og þjóðnýtt ævi- starf hans að vinna að skóg- ræktarmálunum af brennandi áhuga, og hlúa með þeim hætti að nýjum gróðri. Sætir það því engri furðu, að hann yrkir falleg kvæði um þau efni, og skulu þessi talin: „Óð- ur bjarkanna“, i „Reyniviðar- hríslan“ og „Björkin“. Hann yrkir einnig dréngi- leg kvæði og hugþekk um ýmsa fqrystumenn hinnar ís- lenzku þjóðar, um bændur og búalið, og ,um sjómennina. Hestavísur yrkir hann enn fremur að gömlum og góðum íslenzkum sið, og er kvæðið „Skutulseyj arskj óni“ hressi- legt mjög, ort í hringhendum frá byrjun til loka. Það er bjart yfir kvæðum Ármanns, enda er hann og hefir alltaf verið maður vor- trúaður, hugsjónaríkur ætt- jarðarvinur. Hugsjónalega á hann áreiðanlega, eins og við fleiri jafnaldrar hans, Ung- mennafélagi Islands mikla skuld að gjaJda, enda hyllir hann þann ágæta félagsskap maklega í kvæðum sínum. Eins og vænta má um jafn þjóðrækinn mann og Ármann Dalmannsson er, þá ber hann í brjósti ríkan ræktarhug til þjóðsystkina sinna vestan hafsins. Hið snjalla kvæði hans, „Máttur ljóðs og lags“, lýsir annars ágætlega brag- fimi hans, fegurðar- og hug- sjónaást, og skal það því tekið upp í heild sinni: Lát þú tónanna mátt lyfta huganum hátt. Legg þú hörpu á kné eða fiðlu að armi. Syng þú hyldýpið blátt við sinn himin í sátt. Kveð þú harm þinn og sökn- uð að kærleikans barmi. I Hvert sem liggur þín leið, hvort sem gatan er greið, eða gerist þér örðugt um torsótta vegi, getur stuðúll í brag, fagurt ljóð eða lag gert þig léttari á fæti á nóttu sem degi. . i Lát þú söngvanna klið boða fögnuð og frið, veita flóðbylgju hljómsins um titrandi strengi, á vor fengsælu mið, um vor sólroðnu svið, á vor sígrænu tún og vor litfögru engi. I Þó að pyngjan sé full og þó gott sé þitt gull, er það gagnslaust í nesti til ódáinsheima. En í orði þess óðs og í lagi þess Ijóðs sem lifir, felst auður, er sálirnar geyma. Ver þú tungunni trúr undir skini og skúr. Tem þú skap þitt með gripum á hörpunnar strengi. Lát þú tónanna mátt lyfta huganum hátt yfir hverfullleik jarðar — og endast þér lengi. • ■ ' i Svo þakka ég fornvini mín- um hugþekk ljóðin, trúnað- inn við fagrar æskuhugsjón- ir og dýrmætan feðraarf, og tryggð, sem brúar djúp ára- tuga og hins breiða hafs. Good Reading for the Whole Family •News • Facts •Family Features Th* Chrbtlon Sclenct Monitor One Norwoy St.# Boston 15, Moss. Send your newspoper for the time checked. Enclosed find my check or money order. 1 year $20 □ • month* $10 Q 3 months $5 u Name Address City Zone State PB-**

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.