Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 7 Rannsóknastöð komið upp á tunglinu á næsta mannsaldri sýndar og sýna þær mjög greinilega bakhlið tunglsins. Rússneski stjörnufræðipró- fessorinn Mikhaliov skýrði frá því, að myndirnar hefðu verið 200 mínútur á leiðinni frá tunglinu. Hann sagði enn fremur, að myndirnar hefðu ekki verið sérlega skýrar, þegar þær komu til jarðar, en þegar þær höfðu fengið með- ferð í þremur mismunandi rannsóknarstofum, hefði mik- ill fjöldi smáatriða komið fram og þær einnig orðið miklu skýrari. Vísir, 22. ágúst Fréttir frá S.Þ. Á geimvísindaráðstefnunni, sem þessa dagana er haldin í Stokkhólmi, hafa vísindamenn frá 33 löndum gefið öllum heiminum mikið og gott for- dæmi. Þeir hafa sem sagt sett á laggirnar alþjóðlega nefnd, sem á að vinnað að því að koma upp rannsóknastöð á tunglinu. Til þess að sjá um þetta mikla verkefni, hefir verið kosin nefnd, og er franskur maður, Dr. F. J. Malina að nafni, formaður hennar. Þess er þó getið, að þessi áætlun, sem ber nafnið „Al- þjóðlega tunglrannsóknastof- an“, komi ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir 15—20 ár, en þó mun í nánustu fram- tíð gengið frá áætlunum um þrjá aðalþætti framkvæmdar- innar, sem sé, í fyrsta lagi allt, sem snertir tækniútbúnað og útreikninga, í öðru lagi tækni- lega örðugleika á byggingu rannsóknarstofunnar og í þriðja lagi þau vandamál, sem lúta að dvöl manna á tungl- inu. Varaformaður nefndarinnar var kosinn Lovell, sem er for- stöðumaður fyrir stjörnurann- sóknastöðinni í Jordell Bank í Englandi, en meðal annarra meðlima nefndarinnar, en þeir eru 45, má nefna Rússann Sedov, sem er formaður sam- taka geimvísindamanna. — Nefndinni mun verða skipt í þrjár deildir, geimvísinda- deild, tæknideild og líffræði- deild. Aðsetur hennar verður í París. Það setti mikinn svip á einn fund ráðstefnunnar, að Wernher Von Braun, fremsti geimvísindamaður Bandaríkj- anna, skýrði frá því, að Banda- ríkjamenn hefðu í hyggju að framleiða eldflaug, sem flutt gæti menn til tunglsins eða Mars og heim aftur, án þess að þá sakaði. Von Braun skýrði frá því, að eldflaugin mundi verða byggð samkvæmt svokallaðri Satúrnusaráætlun, sem Braun er nú að ljúka við. Satúrnus- areldflaugin á að verða þriggja þrepa, en mannflutn- ingaeldflaugin á að vera fjögurra þrepa. Það kom frhm í tölu Von Brauns, að ætlunin er að senda fyrst eldflaugar með eldsneyti á braut umhverfis jörðu og senda síðan eldflaug- ina þá hina stóru á svipaða braut, þar fær stóra flaugin eldsneyti frá „tankflaugun- um“. Eldflaugin verður eins há og meðal skýjakljúfur og á að geta framleitt 1,5 milljón kílóa þrýsting. Á ráðstefunni sýndu rúss- neskir vísindamenn mjög at- hyglisverðar myndir, sem teknar voru af Lunik III. í október 1959, myndirnar eru miklu skýrari heldur en þær myndir, sem áður hafa verið Jarðarbúum fjölgar um 48 milljónir árlega Samkvæmt „Demographic Yearbook 1959“, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa nýlega sent á markaðinn, er heildar- tala jarðarbúa nú kringum 2.900 milljónir. Yfirlitið í bókinni tekur til allra landa og byggðra svæða. Fjölmenriasta ríki heims, Kína, er talið hafa 699 millj. íbúa. Þar næst kemur Ind- land með 403 milljónir, Sovét- ríkin með 209 milljónir og Bandaríkin (að meðtöldum hinum nýju fylkjum, Alaska og Hawaii) 178 milljónir. Þessi fjögur ríki hafa alls um hálfan annan milljarð íbúa, og er það rúmur helmingur allra jarðarbúa. Næst í röðinni er Japan með 92 milljónir íbúa, en síðan kom Pakistan, Indónesía, Brasilía, Vestur-Þýzkaland og Bretland, hvert með yfir 50 milljónir íbúa. „Demographic Y e a r book 1959“ er 719 blaðsíður og hef- ir að geyma geysimikið magn af upplýsingum og töflum um stærð landa og landsvæða, íbúatölu, fæðingar, dauðsföll, giftingar, skilnaði og fólks- flutninga frá einu landi til annars. 1 fyrst sinn síðan 1954 er gefið sundurliðað yfirlit yfir fæðingar um heim allan. Ábrókin er samin af hagfræði- deild Sameinðu þjóðanna. Yfirlii yfir faeðingar og dauðsföll Hlutfallsleg fólksfjölgun í heiminum árið 1958 var hin sama og á undangengnum sjö árum, það er að segja 1,7 af hundraði eða 48 milljónir manna á ári. Þetta merkir, að á hverju ári bætist við tölu jarðarbúa mannfjöldi, sem svarar til íbúatölu Italíu. Þessi tala fæst með því að draga tölu dauðsfalla (sem er 18 af þúsundi eða rúmlega 51 milljón á ári) frá tölu fæð- inga (sem er 35 af þúsundi eða kringum 100 milljónir ár- lega). Fólksaukningin verður þá rúmlega 48 milljónir á ári. Það merkir að á hverri klukkustund fæðast rúmlega 5,000 manns og á hverri mín- útu kringum 85 manns. R ú m u r heliningur allra jarðarbúa býr í Asíu, og árið 2000 verður hlutfallstala Asíu- búa í heiminum eftir öllu að dæma orðin 60 af hundraði. Eins og stendur búa aðeins 14 af hundraði jarðarbúa í Ev- rópu, og með svipaðri þróun og verið hefir verður sú tala komin niður í 10 af hundraði um næstu aldamót. Evrópa er þéítbýlasta álfan Sé hins vegar litið á þétt- býlið hefir Evrópa vinning- inn. Sé gerður samanburður á heimsálfum að því er þétt- býlið snertir, kemur Evrópa fyrst með að meðaltali 85 íbúa á hvern ferkílómetra. Sé litið á Mið-Evrópu út af fyrir sig (136 millj. íbúar), er þéttbýl- ið enn meira eða 134 á fer- kílómetra. Hún er þannig meira en tvöfalt þéttbýlli en Norður- og Vestur-Evrópa (alls 140 millj. íbúar) þar sem meðaltalið á hvern ferkíló- metra er „aðeins“ 62. Asía, tekin sem heild, er næstþéttbýlasta álfan með að meðaltali 59 manns á ferkíló- metra. í sunnanverðri Mið- Asíu er þéttbýlið mun meira eða 105 manns á ferkílómera. Hagfræðingar S.Þ. hafa líka reiknað það út, að á sama tíma og íbúum Asíu fjölgar um 1,8 af hundraði árlega, er fólks- fjölgunin í Evrópu aðeins 0,7 af hundraði. Við það bætist, að þéttbílið í Asíu mun auk- ast, en í Evrópu stendur það nokurn veginn í stað. ☆ „Sólarofnar" og eiming saltvatns í mörgum löndum heims er nú verið að gera tilraunir með nýtingu sólarhitans til að framleiða mikið hitamagn í málmiðnaðinum, til að eima saltvatn, til að hita hús og elda mat, segir í sérstakri skýrslu frá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). í skýrslunni segir, að til matseldar hafi einkum verið gerðar tilraunir með tvær tegundir „sólarofna", sem draga til sín geisla sólarinnar og framleiða hátt hitastig. En það verður að stilla þá á hálf- tíma fresti, svo þeir snúi rétt við sólu. FAO hefir látið gera tilraunir með þessa ofna á aðalstöðum sínum í Róm, og jafnframt hefir það stutt til- raunir, sem gerðar hafa verið í sólríkum löndum Mið-Amer- íku, Asíu og Afríku. I skýrslunni er lögð áherzla á, að raunhæf nýting sólar- hitans í þessu skyni sé enn ýmsum erfiðleikum bundin. Að sjálfsögðu er hægt að framleiða „sólarofna" án mjög mikils kostnaðar, en þeir verða altént dýrari en hin einföldu eldstæði, sem al- mennt eru notuð í vanþróuð- um löndum, en þar er þörfin fyrir slíka ofna mest. Þá þurfa þeir mikils eftirlits og geta verið hættulegir fyrir börn. Hins vegar segir í skýrslu FAO að það mikilvægasta sé, að nú séu merin komnir það langt, að þeir séu farnir að nota sólarofna til matseldar. Nú velti mest á því að halda tilraununum áfram. 1 skýrslunni er enn fremur vikið að því, að í Florida sé nú verið að gera tilraunir með að eima vatn með sólar- hita. Þannig ér nú hægt að breyta saltvatni í drykkjar- vatn, og kostnaðurinn er und- ir einum dollar á hverja 4000 lítra. Á eyðimerkursvæðum, þar sem greitt er mikið fé fyrir ferskt vatn, og á litlu eyjunum í Kyrrahafinp, þar sem íbúarnir verða að nota regnvatn til drykkjar, mundi slík eiming sjávarvatns hafa í för með sér miklar framfarir. Að Brailahlíð . . . Frá bls. 3. árin. Manntötrið hörfaði und- an áhlaupinu-niður í flæðar- mál og stökk þar út á stein, eins og hann hyggðist verjast þaðan. Þetta var smiður ^veit- arinnar, og sögðu menn, sem síðar náðu tali af honum, að hann vissi þau ein deili á Eiríki rauða, að hann byggi í Brattahlíð og væri Fredrik- sen. Hér hófu Grænlendingar búskap fyrir rúmum fjórðungi aldar og skírðu fyrsta svein- barn, sem fæddist í sveitinni, nafni fyrsta Ameríkanans og upphafsmanns skrumauglýs- inganna. Harðbali Við naustin eru margar búðarústir, og héfir þar verið vei-zlunar- eða þingstaður; þar suður af gengur flatlendi eða slétta upp að hlíðinni, verzl- unarhús stendur á sjávar- bakkanum, en bæir spölkorn norðar. Hér var enginn skóg- ur, ekki einu sinni kjarr, nær engin tún og hálfgerður harð- bali. Jarðvegur virðist grunn- ur á Grænlandi, og jarðvegs- myndun er þar auðsæftega seinni en heima á Fróni. Forn- grýti Grænlands molnar seint og illa'; jafnvel Stokkanesá er ekki jafnleðjuþrungin og ís- lenzku jökulárnar, systur hennar, og aurar hennar eru stórgrýttari og geyma minni sand og ’leir. Ég er enginn jarðvegsfræðingur, en get ekki varizt að draga þá álykt- un, að sennilega eigum við Is- lendingar einhverja frjóustu sanda í heimi. íslenzka basalt- ið er næmt fyrir veðrun og vatnsaga, og eldfjallaaskan eykur jarðvegsmyndun. Ei- ríksfjörður er hyldjúpur, graf- inn fram af skriðjöklum eins og Hvalfjörður, en hér skort- ir bæði Kjós og Skilmanna- hrepp. Hér eru engar mýrar, engar slægjur; Bratthlíðingar hafa varla náð jafnlangt í jarðrækt og Njáll á Bergþórs- hvoli, sem ók skarni á hóla. Hafliða Guðmundssyni í Búð í Þykkvabæ leizt lítt á lands- kosti og saknaði Safamýrar. Hálffallnir grjótgarðar og gerði bera vitni um forna jarðrækt, en sums staðar eru hálfber klapparholt innan gerðisins. Hvað hefir gerzt? Hér hefir mikil eyðing átt sér stað, en við erum ekki menn til þess að svara því, hvenær og með hvaða hætti hún hefir orðið. Hér hefir land eflaust verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, þegar landnemarnir fornu settust hér að. Nú er hér nær samfellt gróðurlendi, en hve mikla örtröð þolir þetta land? Á uppblástur og ofbeit að einhverju leyti sök á eyð- ingu Grænlandsbyggðar? Ég kann engin svör við slíkum spurningum, en þær eru á- leitnar á þessum stað. Mörgum þótti Eiríkur rauði seinheppinn í bústaðavali, þegar þeir höfðu séð Garða við Einarsfjörð. En hér er sjálfsagt mikið og gott fjall- lendi til beitar, þótt okkur Hafliða litist lítt á landið til búskapar. Bændur kváðust eiga um 10 þús. fjár á fjalli að löinbum meðtöldum, en fjárhús eru engin. Síðasti mikli fellisvetur var 1948— ’49, þá sögðust þeir hafa fellt tvö til þrjú þúsund. Annars voru allar tölur um fjáreign dálítið óákveðnar, og léleg dönskukunnátta olli því, að mér varð ekki ljóst, hvort sauðfé er sameign þeirra eða hver bóndi á sína hjörð. Einn- ig skildu þeir mig ekki, þegar ég spurði þá um mörk. Við naustin voru nokkrir ungling- ar á hestbaki, þar á meðal mál- aðar blómarósir, aðrir ráku íýr á brokki heim við bæi eða þeystu um grundir; enginn hélt hesti til gangs og allir riðu berbakt. í Grænlandi sáum við ekkert reiðver nema strigapoka. Þjóðv., 20. ágúst Sjaldan eru deilur hávær- ari en þegar stjórnmál eða skáldskap ber á góma. Tveir menn rifust nýlega harkalega um nýútkomið skáldverk og var annar þeirra sjálfur rit- höfundur. Þegar hann hafði gefizt upp á að hamra á rök- um sínum, sagði hann: — Þú hefir ekkert vit á þessu. Þú hefir aldrei skrifað bók. — Nei, það hef ég aldrei gert, svaraði hinn. — Ég hef heldur aldrei verpt eggi, en tel -mig þó hafa betur vit á steiktum eggjum en nokkur hæna hér á landi! Alþýðubl. Aldrei augu leyna, ef ann kona manni. ☆ Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. ☆ Augað er spegill sálarinnar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.