Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 1
Högberg - Jjetmskringla Stofnað 14. jin., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1960 NÚMER 43 Jón K. Laxdal sextugur Jón K. Laxdal Jón K. Laxdal, skólastjóri við Kennaraháskólann í Man- itoba, varð sextugur 6. októ- ber síðastliðinn. Jón er þekkt- ur maður meðal Vestur-Is- lendinga, fyrst og fremst vegna starfs síns í þágu menntamálp. Hann er vina- margur og vinsæll með af- brigðum. Starfsamur er Jón, svo að af ber. Hann hefir lif- að í samræmi við þá reglu að fresta ei verkum til morguns. í fjölda ára hefir hann verið ritari íslendingadagsnefndar og unnið þar sem víkingur. Hér verður ei orðlengt frek- ar, enda flytur Lögberg- Heimskringla þessu sinni af- mæliskvæði til Jóns. Vinir hans árna honum allra heilla. H. B. í því innræti var auður í sæti milljónum meiri, — svo mæla fleiri — frjáls, hreinn og hár sem himinn blár, lýsir lífs á vegi, að lokadegi. Var ei vegur hans með vopnaglans, þar sem ýfist öld um auð og völd. Slunginn ættararfi, hans ævistarfi, um fegurð lífs og fræða var hans fjallræða. Sit þú heill sára sextíu ára. Lifi menning, mál, merk, göfug sál: á ástmeyjar örmum oíar hörmum. Blessi barnalán. Böls far þú án. í gær var Háskólahátíðin 1960 haldin í hátíðasal Há- skólans . . . Tvö hundruð og t\u nýir stúdentar hafa skráð sig til náms, en alls eru þá skráðir 784 nemendur. .— (Mbl. 23. okt.) ☆ Orkusvæði Sogsvirkjunar- innar hefir enn stækkað að mun á þessu hausti, en þá var rafmagn leitt inn á flestöll bændabýli í Gnúpverjahreppi. — (Mbl. 23. okt.) ☆ Það er á allra vitorði, að þótt hundahald sé bannað hér Árnað heilla Dr. S. E. Björnsson (Sjá ritstjórnarsíðu.) í Reykjavík, eiga ýmsir borg- arar hunda, og virðist þeim fremur hafa fjölgað síðustu ár. Fáir virðast þó halda ís- lenzka hunda, heldur alls konar útlenda kynblendinga, suma hina furðulegustu út- lits í augum þeirra, sem alizt hafa upp í sveit hér á landi. Réttlætanlegt má telja að leyfa ekki hunda hér, því að hundar eru ekki borgardýr og valda auk þess argasta sóðaskap á götum úti ... Lög- reglan í Reykjavík hefir að sjálfsögðu gengið fram í því að uppræta hundahald hér, og í sumar fór hún herferð gegn hundum, sem henni var kunnugt um í bænum. — (Morgunbl. 23. okt.) ☆ Geðverndardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur hefir nýlega tekið tií starfa. Morgunblaðið hafði af því til- efni tal af hinum unga for- stöðumanni deildarinnar, Sig- urjóni Björnssyni sálfræðingi. (Ein af spurningum blaða- manns): Heldur þú, að mikið sé um geðræn vandkvæði meðal barna hér, miðað við önnur lönd? (Svar Sigurjóns): Ef dæma má eftir aðsókn- inni, sem þegar er orðin, myndi ég telja, að svo væri, og að þörfin fyrir þessa stofn- un hafi verið orðin mikil. (Önnur spurning blaðam.): Hvort telur þú, að foreldrar eigi að banna börnum eða ekki, eftir reynsul þinni í þessum efnum? (Svar): Mér er vel ljóst, að í þessum efnum hefir verið talsverður ruglingur meðal foreldra. Margir hafa skilið nútíma uppeldsifræði þannig, að alls ekki ætti að bannað börnum, heldur láta þau að mestu sjálfráð. Þetta er reginmis- skilningur. Til þess að börn geti þroskazt eðlilega, þarfn- ast þau fastrar umgerðar um tilveru sína, — ákveðinna hegðunarreglna. Þau þurfa að vita, hvað þau mega, og hvað þau mega ekki, og foreldrar þurfa að vera þess umkomnir Fréttir frá fslandi S. E. BJÖRNSSON: Jón Kristinn Laxdal 60 ára 6. október 1960 Vekur mál minni, mörg gömul kynni: fundir fyrri daga og framhaldssaga. Varst á leið vestur. Velkominn gestur æskustöðvum af, um Atlantshafs. Var þitt vegnesti vegleiðir bezti, traust trú í stafni, í tólf ára safni; þín dagbók dáð, og dag hvern skráð, um viðburði var og veðurfar. Var hún vorbarni vizkukjarni; andans orkuljóð: eldur í hlóð. Vilji vordaga von lífs og saga, þróttur ættararfs, iðju og starfs. Nýtf- húsnæði fyrir #,Höfn#/ fyrirhugað Hinn 13. október síðastlið- ir.n komu íslendingar hér í Vancouver saman á fund í neðri sal kirkjunnar, til þess að ræða um fyrirhugaða bygg- ing á nýju elliheimili fyrir ís* lendinga hér. I nefnd þeirri, sem boðaði þennan fund, eru sjö manns, fprseti, Mr. J. S. Johnson; varaforseti, Mr. Ósk- ar Howardson; skrifari, Mrs. Leo Sigurdson; féhirðir, Mrs. Emily Thorson; og þeir Stefán Eymundson, Gunnl. Gíslason og Connie Eyford. I fjarveru forseta stjórnaði Mr. O. Howardson fundinum. Skýrði hann frá því, að nefnd- in væri búin að festa kaup á landi á S. E. Marine Dr. og Victoria Dr. Hér að ofan gef- ur að líta uppdrátt • af hinu nýja heimili. Það pr gjört ráð fyrir, að það verði pláss fyrir 51 manns og 8 starfsfólk; í 21 herbergi (double) og 9 her- bergjum (single). Einnig verða þar setustofa, borðstofa, lestr- arstofa, vinnu- og skemmtana- stofa (recreation), eldhús og þvottahús, o. s. frv. Ráðgjört er að heimilið muni kosta um $270,000.00 fyrir land, hús og innanhúsmuni (furnishings). Fylkisstjórnin leggur fram $90,000.00 til fyrirtækisins. Svo verður gamla húsið selt og nokkuð af peningum er í sjóði. Vitanlega þarf að safna miklu fé til þess að draumur þessi megi rætast, eins og von- ast er til. Fólkið, sem búið hef- ir á „Höfn“ hefir liðið þar vel, þó margt sé þar óhentugt og plássleysi. En vonandi verður nú bætt úr því. Nefndin vill vinsamlega mælast til þess, að vinir okk- ar, hvar sem þeir eru niður- komnir, finni hjá sér hvöt, ef efni leyfa, til þess að styrkja þetta göfuga fyrirtæki og hjálpa okkur þannig til að eignast fallegt og þægilegt heimili, þar sem blessað gamla fólkið geti eytt ævikvöldinu í ró, við öldunið Kyrrahafs- ins, þar sem sólin hverfur á bak við fjöllin að kvöldi dags. Þeir, sem vilja senda pen- ingaávísun, gjöri svo vel og sendi þær til „The Icelandic Old Folks Home Society“, Mrs. Emily Thorson, Ste. 103, 1065 W. llth Ave., Vancouver, B.C. að fylgja sannfæringu sinni eftir af festu. Þar með er ekki sagt að ég mæli með líkam- legum refsingum. Þeirra er held ég sjaldnast þörf. En leggja ber áherzlu á, að allt formleysi í uppeldi og um- gengnisvenjum er börnum mjög skaðlegt. Það er í þess- um efnum, sem við syndgum hvað mest upp á náðina í þjóðfélagi okkar. Þetta form- leysi sést t. d. glöggt í því, að við vitum eiginlega aldrei nú orðið, hvort við eigum að þéra eða þúa. — (Mbl. 23. okt.) ☆ Blaðinu hefir í dag borizt frá Helgafellsútgáfunni ann- að bindi ævisögu Halldórs Laxness í þýðingu Björns Th. Björnssonar . . . í þessu nýja bindi er lýst þeim árum, sem mestu umróti ollu í lífi skálds- ins, árunum er fyrsta stóra skáldverkið, Vefarinn mikli frá Kasmír var í gerjun og fullsköpun. — (Mbl. 26. okt.) (H. B. tók saman) Hlýtur nómsstyrk Miss Gailya Grímólfson Þessi efnilega ungaf stúlka hefir börið af í námi og íþrótt- um við miðskólann í Prince Rupert, B.C. Hún hefir verið forseti íþróttafélags skólans, fulltrúi stúlknanna í efsta bekk í House Council. Hún hefir tekið þátt í öllum þeim íþróttum, er skólinn hefir að bjóða, einkanlega í körfubolta. Var talin „most valuable player“ í.þeim leik og lék í „All-Star team of the North- western B.C. Basketball tour- nament“. Þegar hún brautskráðist úr 12. bekk, hlaut hún $400.00 verðlaun til að hefja kenn- aranám við British Columbia háskólann og leggur sérstaka stund á physical education. Gailya er dóttir Ruby og Skapta Grímólfson að 543 llth Ave. E., Prince Rupert, en þau eru ættuð frá Hecla, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.