Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y. Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorired »« Second Claw Mall, Poat Offlce Department, Ottawa. I Dr. Þorkell Jóhannesson, rektor Hóskóla íslands, lótinn Dr. phil. Þorkell Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, lézt hinn 31. nóvember síðastliðinn. Banamein hans var hjartabilun. Dr. Þorkell var fæddur á Syðra-Fjalli í Aðal- dal 6. desember 1895. Foreldrar hans voru þau frú Svafa Jónasdóttir og Jóhannes Þorkelsson, er bjuggu að Syðra- Fjalli. Dr. Þorkell lauk stúdentsprófi 1922, en meistaraprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands árið 1927. Hann var skólastjóri við Samvinnuskólann í Reykjavík 1927-1931, en þá var hann skipaður bókavörður við Landsbókasafn Islands, en því starfi gegndi hann til 1944, er hann var skipaður pró- fessor við Háskóla Islands. Haustið 1954 var hann kjörinn rektor Háskólans og endurkjörinn til þess starfs 1957 og aftur síðastliðið haust. Dr. Þorkell var með afkastamestu fræðimönnum. Helztu ritstörf hans eru: Frjálst verkafólk á íslandi (doktorsritgjörð, varin 1933 við Hafnarháskóla), Aldarminning Búnaðaxfélags Islands, örnefni í Vestmannaeyjum, hluti af VI. bindi og allt VII. bindi, Saga íslendinga (um árin 1750-1770 og 1770- 1830), Landbúnaður á íslandi (í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1943). Þá hafði dr. Þorkell ritað og gefið út fyrsta bindið af ævisögu Tryggva Gunnarssonar. Átti sú ævisaga að verða þrjú bindi. Einnig sá hann um útgáfu á ævisagnasafninu Merkir Islendingar, en sex bindi komu út af því verki. Bréf og ritgerðir Stefáns G. Stephanssonar gaf hann út í fjórum bindum og sá einnig um síðustu útgáfu á ljóðasafni Stefáns, Andvökum. í meira en 20 ár var dr. Þorkell rit- stjóri Andvara og Almanaks Þjóðvinafélagsins. Hann átti sæti í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins og var kjörinn formaður ráðsins síðastliðið vor. Þá var hann forseti Hins íslenzka þjóðvinafélags og í útgáfustjórn Nordisk Kultur- leksikon. Af þessu má sjá, hvílíkur afkastamaður dr. Þorkell Jóhannesson var, er honum tókst að sinna svo mörgum störfum auk aðalstarfa, sem voru skólastjórn, bókavarzla, prófessorsstaða og stjórn æðstu menntastofnunar Islendinga, Háskóla Islands. H. B. Afmæliskveðja Þann 12. október síðastliðinn átti dr. Sveinn Björnsson læknir 75 ára afmæli. Daginn eftir, þann 13. október, átti kona dr. Sveins, frú Marja Björnsson einnig afmæli. Þessi stutta afmæliskveðja til þeirra hjóna kemur því með seinni skipunum. Hvorki stafar það seinlæti þó af ræktar- eða minn- isleysi, heldur má að nokkru leyti saka afmælisbörnin sjálf. Þau hafa skirrzt við að klæðast ellibelgnum, og því er erfitt að átta sig á því, að þau séu ekki áratugum yngri en kirkju- bækur herma. Ung að árum fluttust þau frú Marja og dr. Sveinn af Islandi til Vesturheims, og ung að árum gengu þau í heilagt hjónaband og reistu sér bú. Æviatriði þeirra verður að finna í safnritinu Vestur-íslenzkar æviskrár, og vísast þangað um fyllri upplýsingar. Dr. Sveinn lagði, ein^ og kunnugt er, stund á læknis- fræði og lauk embættisprófi í þeirri grein við háskólann í Winnipeg. Um áratuga skeið var hann læknir Vestur-ís- lendinga og annarra og starfaði víðs vegar um byggðir. Fjöldi fólks hefir þá sögu að segja, að dr. Sveinn Björnsson hafi leitt síg inn í dagsins ljós, og enn fleiri eru þeir, sem hann hjálpaði til heilsu'. Læknisvitjanir voru erfiðar í Nýja íslandi fyrr á dögum og vegir allir ógreiðir. Mun dr. Sveinn eiga fjölbreytilegar minningar um svaðilfarir í því landi. Fáir eru kunnugri Nýja íslandi en hann. Þar hefir hann komið á hvern bæ margsinnis og orðið þáttur í sögu hér- aðsins. Skurðhnífar og lyf eru • miklir læknisdómar. Skurð- hnífurinn nemur brott meinsemdir, og lyfin vinna bug á kvillum ýmis konar. Þó held ég, að persónuleiki sjálfs læknisins skipti meira máli en þetta hvort tveggja. Sum- um læknum er sú náðargáfa gefin að bera lækningarmátt hið innra með sér, og einn af þessum læknum er dr. Sveinn Björnsson. Ég myndi telja þann mann alvarlega sjúkan, sem ekki fengi nokkra bót í návist þessa manns. Svo and- lega heilbrigður er hann. Hann er manna elskulegastur, laus við yfirborðsmennsku hvers konar, og kurteisi hans er runnin frá hjartanu. I ná- vist slíkra manna er gott að vera. Þau læknishjónin hafa alla tíð verið óvenju samhent í hverju máli, og ekki verður annars svo minnzt, að hins sé ekki getið. Frú Marja hefir um tugi ára látið félagsmál mjög til sín taka og staðið þar í fremstu víglínu. Auk þess reisti hún með manni sín- um skála um þjóðbraut þvera, þar sem gestir og gangandi áttu athvarf öllum stundum. Mikið starf hefir hún unnið sem forseti kvenfélags Únit- ara í Winnipeg, og bæði hafa þau hjónin látið sig miklu skipta störf Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, en frú Marja á nú sæti í stjórn- arnefnd þess félags. Snemma tók dr. Sveinn að gefa sig að yrkingum. Ævi- starf hans varð með þeim hætti, að fáar stundir og stop- ular gáfust til ljóðagerðar, en engu að síður liggur eftir hann mikið safn Ijóða. Árið 1945 gaf hann út ljóðabókina „Á heiðarbrún“. Er þar margt vel gerðra kvæða, þýðinga og lausavísna. Eitt af eðlisein- kennum skáldsins er skemmti- legur „humor“ með miklu létt- ari blæ en oft tíðkast meðal íslendinga. Auk ljóðabókar- innar hefir dr. Sveinn látið prenta fjölda kvæða í blöð- um. Með aldrinum hefir hon- um gefizt betra tóm til ljóða- gerðar en áður var, enda yrkir hann nú jafnbetur en nokkru sinni fyrr. I ljóðum sínum fylgir dr. Sveinn hefðbundnu formi íslenzku, enda ekki undarlegt, því hann er mikill unnandi íslenzkrar ljóðlistar. Hefi ég aldrei kynnzt manni, sem hefir haft slíkt"safn ljóða á hraðbergi, og þessi ljóð eru partur af sjálfum honum. Dr. Sveinn var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir allmörgum árum. Var hann maklegur þess heiðurs, því að segja má um þau hjón, að þau hafi aldrei látið neitt íslenzkt framhjá sér fara. Áður er get- ið félagsmálastarfsemi þeirra og gestrisni. í sambandi við hið síðarnefnda má minna á, að varla hefir nokkur sá ís- lendingur lagt leið sína til Manitoba síðari áratugina, þannig að sá hinn sami hafi ekki notið gistivináttu lækn- ishjónanna. Þau eru eins kon- ar -fósturforeldrar fjölda Is- Guðmundur Björgvin Magnússon 1887— 1960 Guðmundur B. Magnússon Æviminning manna eins og Guðmundar B. Magnúsar verður ekki sögð í fáum orð- um, svo vel sé frá henni geng- ið. Og af því ekki er rúm í L-H fyrir langa sögu, verður að nægja að stikla á steinum. Mundi, eins og hann var nefndur af þeim, er hann þekktu bezt, kom hingað til Vesturheims stuttu eftir alda- mótin og fór þá strax til Gimli, þar sem hann átti heima ávallt eftir það. Stund- aði hann þar fiskirí með ým- islegum árangri, en seldi út- gerðina fyrir nokkrum árum og stundaði þá smíðar eftir það, á meðan heilsan entist. Hann var ókvæntur og hafði stpðugt heimili hjá þeim mætu hjónum Jóni og önnu Jósephson, þar sem hann fann þá hlýju hugarfarsins, sem átti bezt við lund hans og skapferli. Þar átti hann heima og þar lézt hann snögglega þann 23. júní 1960. En þó dauða hans bæri að höndum þannig, þá kom það vinum hans ekki svo mjög á óvart, því hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða á síðari árum. En fregnin um andlát hans vakti’ þó mikinn söknuð hjá öllum þeim, er höfðu átt langa samleið með honum og þekktu hann bezt. Hann hafði ekki tækifæri á að eyða ár- unum í skólagöngu. Var þó bókhneigður og hafði gott lendinga. Undirritaður er í hópi þeirra, sem fóstrið hafa hlotið, og flytur hér þakkir fyrir sína deild. Þau frú Marja og dr. Sveinn dveljast nú í British Colum- bia. Afmælisósk mín til þeirra er sú, að Kyrrahafsloftslagið og Klettafjöllin megi verða þeim til yndis. Árni Pálsson prófessor nefndi eitt sinn vesturströnd Kanada „ísland með viðbót“. Ekki veit ég, hver viðbótin átti að vera. Það er þó víst, að gott fólk er mikil viðbót góðu umhverfi, og hygg ég, að nágrannar frú Marju og dr. Sveins þar vestra taki undir þau orð. Haraldur Bessason minni. Tryggð, var honum í blóð borin og góðvilji hans var öllum kunnur. Hann var ávallt glaður í viðmóti og var því glaður með glöðum. Hann var meðlimur Unítarasafnað- ar og óft forseti safnaðarins á Gimli. Hann var í Betel- nefnd og vann mikið í þarfir þeirrar stofnunar. Hann var í grafreitsnefnd og lét sér annt um að prýða Gimli graf- reit, og hefir því verið mynd- aður sjóður, sem ber hans nafn og skal sjóðnum varið til áframhaldandi umbóta í grafreitnum. Og þess ber að geta hér, að þó ekki væri af miklu að taka, þá hjálpaði hann mörgum unglingum til mennta peningalega, og gaf jafnharðan vinnulaun sín þangað, sem honum fannst mest þörfin fyrir þau. Hann innritaðist í 223. herdeild í fyrra stríðinu og fylgdist með henni til vígvallarins, en hversu lengi hann þjónaði þar er mér ekki kunnugt um, né veit ég hvort hann hlaut þar viðurkenni’ngu eða eftir- laun. En ég held að hernaður hafi ekki verið honum geð- felldur. Hugur hans var á öðrum sviðum og átti ekki samleið með brjálæði aldar- farsins. En að því leyti sem lífið sjálft er stríð, vildi hann heyja það í því augnamiði að láta gott af sér leiða. Hann var Islendingur í húð og hár og vann vel og dyggilega í Is- lendingadagsnefndinni, nærri því frá byrjun, og var í henni, þegar hann lézt, eins og getið var um í nokkrum minningar- orðum í bæklingi nefndarinn- ar í sumar sem leið. Þessa fá- orðu minningargrein er mér ljúft og skylt að leysa af hendi. Hann var mætur maður og drengur góður og „orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getur“. Guðmundur Björgvin Magn- ússon var fæddur 6. júní 1887 á örnólfsstöðum á Jökul- dal í Norður-Múlasýslu á ís- landi. Foreldrar hans voru Magnús Jóhannesson og Ragn- hildur Guðmundsdóttir. Ein alsystir hans er Elín Krist- jánsson á Gimli og tvö hálf- systkini, Jóhann Magnússon og Sigurlín Dixon. S. E. Björnson 1317 Lee St., White Rock, B.C. Ný bók kom í verzlanir nú í vikunni, Sókn á sæ og storð, sem er æviminningar Þórar- ins Olgeirssonar skipstjóra, skráðar eftir frásögn hans af Sveini Sigurðssyni. Þetta er 304 bls. bók, prýdd 94 mynd- um. Útgefandi er Bókastöð Eimreiðarinnar. Hún er prent uð í Isaföldarprentsmiðju h.f- — (Mbl. 30. okt.) Betri er fullur magi en fag- ur kyrtill.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.