Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAl 1966 Snillingurinn og fróðlciksmaðurinn Árni S. Mýrdal (1872 — 1966) Það fer að vonum, að óðum þyhnist fylking hinna elztu Sigríði og Árna lifa, auk nautn, sem ég get ekki látið á íslendinga vestan hafs, þeirra, er tóku þátt í stríði og striti erfiðra og örlagaríkra land- námsáranna. 1 þeim hópi var Árni S. Mýrdal, að Point Roberts, Washington, sem lézt á Elliheimilinu „Stafholti" í Blaine, Washington, 25. marz 1966, á nítugasta og fjórða aldursári. Jarðarför hans fór fram frá Lútersku kirkjunni á Point Roberts 2. apríl, 1966. Lúterski presturinn í Blaine, séra Philip Ramstad jarðsöng. — Fjöldi ættingja, sveitunga og vina var viðstaddur virðulega kveðjuathöfnina í kirkjunni, enda naut Árni víðtækrar virðingar og vinsælda innan sveitar sinnar og utan, bæði landa sinna og annarra þjóða fólks, sem einnig kunni vel að meta sjaldgæft atgervi þessa sjálfmenntaða Islendings til anda og handar. Árni var lagður til hinztu hvíldar nálægt legstað Sigríðar konu sinnar og Gústafs fóstursonar þeirra í grafreitnum við Lútersku kirkjuna á Point Roberts, þar sem fjöldi annara íslenzkra frumherja & þeim slóðum hvíla í mold. Arni Sigurðsson Mýrdal, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Giljum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu 18. okt. 1872, en þar höfðu for- feður hans búið mann fram af manni. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson Mýrdal og kona hans Valgerður Jóns- dóttir; en Árni tjáði þeim, er þetta ritar, að nokkuru áður en hann lagði af stað til Vest- urheims hefði Sigurður faðir hans tilkynnt það í Þjóðólfi, að hann hefði ákveðið að taka sér ættarnafnið Mýrdal. Sumarið 1876 fluttizt Arni með foreldrum sínum vestur um haf til Nýja íslands í Manitoba. Voru fyrstu árin þar foreldrum hans og sjálf- um honum mikil hörmungaár, því að þrjár systur hans dóu þar úr farsóttum, bólusýki og skarlatssótt, á árunum 1876— 1878. Hefir Árni lýst þeim atburðum á átakanlegan og eftirminnilegan hátt í endur- minningum sínum; en þær komu fyrst á ensku í Heims- kringlu (23. og 30. des. 1953 og 6. jan. 1954) og á íslenzku í Lögbergi-Heimskringlu haust- ið 1961. Eru þessar endur- minningar, eins og annað, sem frá hendi Arna kom, vel í letur færðar, greinagóðar og fróðlegar, og bregða birtu bæði á þau æviár sjálfs hans, er þar um ræðir, og einnig á landnámslíf og baráttu íslend- inga vestan hafs. Vorið 1880 fór Árni með foreldrum sínum suður til Pembina í Norður Dakota og dvaldist þar, og víðar á þeim slóðum, þangað til hann flutt- izt með þeim vestur að Kyrra- hafi, til Victoríuborgar á Vancouvereyjunni í British Columbia fylki í Canada, í aprílmánuði 1887. Eftir sjö ára dvöl þar, lá leið hans til Point Roberts, og átti hann þar síðan heima. Var hann, ásamt Sigurði föður sínum, í hópi þeirra fimm íslendinga frá Victoríu, er fóru í landskoðun til Point Roberts vorið 1894, og leizt svo vel á sig þar, að þeir festu sér þar land og fluttu þangað búferlum stuttu síðar. Ekki voru þeir þó fyrstu íslenzku landnámsmennirnir á þeim slóðum, því að fjórir Islend- ingar frá Bellingham, Wash- ington, fluttust þangað árið áður. (Um landnám Islend- inga á Point Roberts geta menn lesið í hinni skilmerki- legu og fróðlegu frásögn Mar- grétar J. Benedictsson, „Is- lendingar á Kyrrahafsströnd- inni", Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar 1925). í þeirri ritgerð Margrétar er einnig að finna prýðisgóða og glögga lýsingu á Roberts tanga, þessari farsælu byggð íslendinga, þar sem saman fara veðursæld og tilbreyt- ingarík náttúrufegður, svip- mikil útsýn til hafs og fjalla. Haustið 1894 giftist Arni Sigríði Sigurðardóttur skip- stjóra Símonarsonar frá Dynj- anda í Arnarfirði í ísafjarðar- sýslu, mikilli myndar- og dugnaðarkonu, er hann kunni vel að meta, enda var sambúð þeirra, að sögn kunnugra, með ágætum. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en þau tóku til fósturs þrjú bróðurbörn Sigríðar, Gustaf Adolph (er dó ungur og fósturfaðir hans harmaði mjög), Kristínu Sig- ríði og Elínu. Gengu þau þessum fósturbörnum sínum algerlega í foreldra stað. En móðir umræddra barna dó frá þeim ungum, og faðir þeirra fáum árum síðar. Þau Sigríður og Árni ólu einnig upp að miklu leyti elztu dótt- ur Elínar, Árníu Sigríði Lilli- an, nú Mrs. Robert E. Barnes í Blaine, Wash. framantaldra fósturdætra þeirra, fjöldi barna hinha síð- arnefndu og barnabarna. Ennfremur lifa Árna þrjú systkini hans: Jón á Elliheim- ilinu "Stafholti" í Blaine; Val- gerður (Mrs. Miller) í Victoria, B.C.; og Margrét (Mrs. Gower) í Duncan, B.C., að ótöldum fjölda systkina- barna hans, barna þeirra og barnabarna. Árni Mýrdal var myndar- maður í sjón og hinn geðþekk- asti. 1 grein um hann í tíma- ritinu Fróða í Winnipeg, sem séra Magnús J. Skaptason gaf út (jan. 1912), er honum lýst á þessa Ieið: „Arni er góður meðalmaður á hæð, en allur þrekinn og samsvarar sér ágætlega. Hann er hvatlegur mjög og fjörlegur, en vöðvar allir sem gerðir væru af stál- fjöðrum einum. Hann er hraustur maður og vasklegri , til fylgdar, en flestir 2 eða 3 aðrir. Ræðinn er hann og skemmtinn mjög. Bókasafn hans er eitthvert hið vandað- asta sem ég hefi séð hjá ein- um manni og yfirgripsmesta. Enda er Arni víðar heima, en margir aðrir, sem menntaðir kallast". Þannig kom hann mér einn- ig fyrir sjónir, þegar fundum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum 30 árum. Hann hélt einnig líkamlegum kröftum sínum merkilega vel fram á seinustu ár, og þá ekki síður andlegum kröftum sínum, eins og blaðagreinar hans um ýmis efni í Lögbergi-Heims- kringlu bera órækastan vott- inn. Var þetta okkur hjónum einnig adáunarefni, er við komum heim til hans á Point Roberts í júlílok síðastliðið sumar. Ekki bar seinasta bréf hans til mín, skrifað um jóla- leytið í vetur, heldur nein merki andlegrar hrörnunar. í framannefndri grein um Árna í Fróða er þess getið, að hann hafi gengið á alþýðu- skóla í tvö sumur og einn vetur, þegar hann var í Pem- bina í Norður Dakota. Er það því auðsætt, að skólaganga hans var af mjög skornum skammti. En snemma brann honum fróðleiksþorsti í brjósti, og bætti hann sér því upp skortinn á skólagöngu með frábæru sjálfsnámi, óvenjulega víðtækum lestri ævilangt. í bréfi frá Árna, sem Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eimreið- arinnar, vitnar til í prýðilegri grein um hann, „Vestur-ís- lenzkur fróðleiksmaður" — (apríl-júní 1939), farast Árna þannig orð: „Ég hef lesið meira en fjögur þúsund bindi bóka og sum þeirra allstór, og aldrei hefur mig iðrað þess að hafa varið tímanum í þann lestur. Flestir félaga minna kusu heldur að verja frístund- um sínum í spil og samkvæmi. Ég kaus bækurnar og braut heilann um það, sem í þeim stóð. Þetta er orðin mér móti mér." Meir en aldarfjórðungur er liðinn síðan þetta bréf var skrifað, og má óhætt fullyrða, að Árni hafi drjúgum bætt við þekkingarforða sinn með víð- tækum lestri blaða, tímarita og bóka, á seinustu 25 árum ævi sinnar, því að hann var sílesandi. Hann var þessvegna maður sjálfmenntaður, í fyllstu og sönnustu merkingu þess orðs. Stærðfræðin var honum sér- staklega hugstæð, eins og hann segir í öðru bréfi (dags. 27. apríl 1939), sem Sveinn ritstjóri vitnar einnig til í um- ræddri ritgerð sinni: „Stærð- fræðin var ein þeirra náms- greina, sem ég lagði mikla stund á í ungdæmi mínu, en allt var það tilsagnarlaust." En tilefni ritgerðar Sveins var einmitt bréf, sem Árni hafði sent honum um stærð- fræðilegt efni, merkileg sönn- un á setningu í flatarmáls- fræði. Með lestri valinna bóka lagði Árni einnig stund á dýrafræði, grasafræði, efna- fræði, líffræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Um sjálfsnám sitt fer hann annars þessum orðum í grein séra Magnúsar um hann í Fróða: „Nú var ég orðinn 18 vetra gamall. Þá fyrst varð ég þess vís, að ég kunni lítið sem ekkert í móðurmáli mínu — gat ekki, sem sagt, sett fram óbrjálaða hugsun á íslenzku máli, og þekkti ekkert til bókmennta okkar. Svo nú fór ég að reyna að stafa mig fram úr fornsögunum. En illa gekk mér að skilja kvæðin, því al þýðuútgáfan með skýringum var þá ekki til. En mér kom þá að liði, sem og stundum síðar, að ég gafst ekki upp þó ekki gengi allt sem bezt í byrjun. Samhliða þessum lestri, fór ég að leggja stund á verkfræðisrit hinna beztu sérfræðinga í rafmagnsfræði, vélfræði, úrsmíði, málm- þynnusmíði og mörgu öðru, er að verkfræði laut." Mun óhætt mega segja, að vélfræðin og önnur tæknileg fræði hafi um annað fram heillað huga hans. Hafði hann einnig um mörg ár aðalum- sjón með vélunum í niður- suðuverksmiðju Alaska Pack- ers Association á Semiamo- tanga gagnvart Blaine, en var seinna árum saman umsjón- armaður á fiskistöð þess félags á Point Roberts. Sam- hliða stundaði hann búskap, en Sigríður kona hans var ágæt búkona. Hjá Árna fór saman sjald- gæft atgervi anda og handar. Hann var í senn mikill hug- vitsmaður og völundur í hönd- unum. Vann hann fram eftir árum að húsgagna- og húsa- smíðum, og alla ævi að marg- víslegum smíðum. Lagði hann sérstaka stund á rokkasmíði, og urðu þeir að lokum nærri 50 talsins rokkarnir, sem hann hafði smíðað, og eru þeir allir með miklu snilldar hand- bragði. Get ég um það borið af eigin reynd, því að Mar- grét kona mín á einn af rokk- um Árna, sem við teljum hinn mesta kjörgrip. Smíðatól sín og vélar hafði hann einnig smíðað af sínu eigin hyggju- viti. Segja má því, að vinnu- stofa hans niðri í kjallaranum á heimili hans væri hið mesta völundarhús, og báru vélarn- ar mörgu, sem þar bar fyrir sjónir, og hann hafði sjálfur smíðað, órækan vitnisburð hugkvæmni hans og snilld í höndum. Enginn skyldi þó halda, að áhugaefni Árna hafi eingöngu verið bundin við vísindaleg og tæknileg efni. Þau voru hon- um að vísu hugstæð mjög, en hann hafði einnig kynnt sér vel ritverk helztu enskra og íslenzkra ljóðskálda og aðrar bókmenntir erlendar og ís- lenzkar, veraldarsögu og þjóð- menningarsögu. Þegar þess er gætt, að hann var með öllu sjálfmenntaður í íslehzkri tungu og bók- menntum, saatir það furðu, hve miklu valdi hann náði á íslenzku ritmáli. En hinar fjölmörgu ritgerðir, oft um stærðfræðileg og tæknileg efni, sem hann birti í vestur- íslenzku vikublöðunum, bera því fagurt vitni, hve langt hann hafði náð í meðferð móðurmálsins. Þær eru einnig talandi vottur fróðleikshneigð- ar hans og menningarlegs áhuga, og eigi síður fúsleika hans til þess að miðla öðrum af margþættum fróðleik sín- um. Skulda lesendur vestur- íslenzku vikublaðanna honum ómælda þökk fyrir það mikla og góða framlag hans til les- máls þeirra áratugum saman. Árni Mýrdal var, í fáum orðum sagt, óvenjulega fjöl- hæfur snillingur og að sama skapi fágætur fræðaunnandi og fróðleiksmaður. Hann var einnig mjög sérstæður persónuleiki, er minnisstæður verður öllum þeim, sem kynntust honum. Hann Var ágætur Bandaríkjaþegn, en jafnframt sannur og tryggur sonur ættjarðar sinnar, þó að hann færi þaðan barn að aldri, og trúr hinu bezta í íslenzkum menningararfi sínum. Hann var, með öðrum orðum, kjarnakvistur sprottinn úr íslenzkri mold, sem mótast hafði í vestrænu umhverfi, og þroskað anda sinn við vizkubrunn íslenzkra og er- lendra bókmennta og fræði- rita á mörgum sviðum. Arni Mýrdal var glæsilegur fulltrúi íslenzkrar alþýðu- menningar. Hann skipar heið- urssess í hópi þeirra íslend- inga vestan hafsins, sem borið hafa merki íslenzks atgervis fram til aukinnar virðingar og viðurkenningar á alþjóða skeiðvellinum þeim megin hafsins. — Richard Beck,

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.