Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1966 Lögberg-Heimskringla Published eveiy Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Board of Direeton' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessoson, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnorsson, Dr. Thorvoldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaua Johonnesson, Bogi Bjornason. Los Angeies: Skuli G. Biarnason. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlocius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WR 3-9931 Authorlzed a* second clo»* mall by the Post Office Deportment, Ottowa, and for payment of Postage in cash. PAUL BJARNASON: Litið um öxl Fyrir nærfelt 45 árum síðan kom Einar Benediktsson með konu sinni til Wynyard, þar sem ég þá átti heima, og flutti hann þar fyrirlestur um íslenzka tungu á einhverju byggðarmóti þar. Og einhvers vegna varð það hlutskipti mitt að flytja þau hjónin í bíl til nærlægs Indíánahverfis og þótti Einari mikil nýjung, því hann hafði aldrei fyrr séð hreinblóðaðan Indíána. Með bendingum og ýmsu móti ræddi hann talsvert við Indíána-höfðingjann og hafði mikla nautn af. Og á leiðinni heim sagðist hann þurfa að koma þessu atviki í ljóð. En úr því varð víst samt aldrei og sakna ég þess mikið, því víst hefði hann getað gert því máli góð skil. En á leiðinni heim spurði ég hann hvort hann vildi ekki þýða The Chambered Naulilus, sem ég hafði mikið dálæti á, og reyndar hafði sjálfur þýtt árið áður, en þorði varla að láta meðferð mína sjást, því kvæðið er afar-þrungið og listsamlega af hendi leyst í sínum enska búning. „Jú“, sagði Einar. „Ég skal gera það í kvöld.“ „Þess ætlast ég ekki til,“ sagði ég, „en ef þú sendir mér þýðinguna eftir þrjá mánuði verð ég ánægður." Og gaf ég honum svo kvæðið til yfirlits og athugunar. Og nákvæmlega þrem mánuðum seinna sendi hann mér þýðinguna með þessum ummælum: „Kæri vinur, — þú sagðir við mig í vagninum, á leiðinni frá Indíánabyggðinni; „I give you 3 months“, og þegar ég leit á kvæðið sá ég strax að engin tök voru á því að snar- þýða þessa merkilegu orðasmíð. Nú sendi ég þér íslenzkuna sem litla minning um þá rógleymanlegu daga sem ég dvaldi hjá ykkur. Hvenær skyldi ég komast til þess að yrkja um gamla höfðingjann? Það má hamingjan vita.“ Einnig hafði ég beðið St. G. að þýða þetta kvæði og hafa víst flestir séð það í kvæðasafni hans. En færri, máske, hafa séð þýðingu Einars og kemur mér því til hugar að láta hana fylgja hérmeð, eftir handriti hans sjálfs frá 19. okt. 1921. KÚFUNGUR Hann er það perluskip, sem skáldin sjá. — Án skugga er djúpsins gljá. Það sækir sólskinshöf, Með sumarilmsins blæ við skarlatströf; Á töfravogum vakir kóralnöf. Við sævarseiðsins ljóð, Þar sóla kalda lokka hafsins fljóð. Nú hefst ei meir að húni’ á perlugnoð Hin heimaofna voð. Hvern kúfungsklefa’ og rúm Sem kringdist upp af skurnsins undnu brúm Með skeljarbúans iðn, við eilíft húm, Þér sýnir fjöruflak, Alt fallið, rökkvagöng og marareldað þak — í hljóði, ár af ári’ hann vann og vóf Og vinding fáðan hóf; En jafnframt, sveig af sveig, Úr síðsta’ árs búð hann vék í nýjan smeig. í boðagangsins glampa mjúkt hann steig. Lét aftur aflögð dyr, Reis upp í nýju rúmi og þekti ei hvað var fyr — Þú himins boð oss ber og gjörir kunn. Þökk barn af hafsins unn. Þér varpað var ó sand, En vörum dauðum kallar þú á land. Upp yfir Trótóns horn með blómaband: Með eyru að þeim hljóm 1 úðar djúpi’ ég heyri mælt, í kvæðaróm: „Þú átt að hýsa hærra, sála mín, Jafnhratt sem lífið dvín. Lát rýmt þitt gamla rann; Lát reist að nýju hof fyrir’ æðri mann. Ný voldug hvelfing skilji himna’ og hann. Unz loks við lífshaf frjáls Þú leggur þessa skel — ei meir við vöxt þín sjálfs.“ Einar Benediktsson. Kvæði þetta er birt í ljóðabókinni Hvammar, sem kom út á íslandi árið 1930. — I. J. Séra Guðmundur P Það er ganjan að verða áttræður, þetta datt mér í hug fyrir stuttu síðan þegar svo margir kepptust við að heiðra mig á áttatíu ára af- mælinu mínu. Það var Sunnudaginn 24. apríl, að við hjónin fórum til messu í Messiah Lutersku kirkjunni hér í Bremerton eins og við erum vön, því þeirri kirkju heyrum við til, hún er ein af þeim kirkjum sem tilheyra LCA, og meðlim- ur af „Pacific Northwest Synod" sem og líka bæði Blaine Lutheran og Calvary Lutheran í Seattle heyra til, þetta munu flestir íslending- ar vita því fjöldi af þeim til- heyra þessum söfnuðum. Þennan sunnudag 24. apríl, vissi ég ekki að neitt sérstakt stæði til 1 sambandi við mig, en strax eftir predikun þá lýsti prestur safnaðarins, Rev. John M. Recker, því yfir að það væri einn af vinum vor- um og meðlimur þessa safn- aðar, séra Guðmundur P. Johnson, áður þjónandi prest- ur í Blaine og fleiri stöðum, ætti nú bráðlega áttatíu ára afmæli, svo í tilefni af þess- um tímamótum í lífi séra Guðmundar, þá væru allir kirkjugestir boðnir niður í samkomusal kirkjunnar til þess að samgleðjast séra Guð- mundi P. Johnson og drekka kaffi og þiggja veitingar hon- um til heiðurs. Eftir messu hópaðist fólkið niðuy í samkomusalinn og prestur setti þennan mann- fögnuð með því að flytja bæn, og bað svo alla að syngja afmælis sönginn, „Happy Birthday to you“. Því næst voru frambornar rausnarlegar veitingar, þar var stórt borð háborð, hlaðið blómum ásamt tveimur stór- um afmælis kökum og mörgu fleira góðgæti. Önnur afmæl- iskakan var mjög fallega skreitt með nafni og fæðingar- degi afmælisbarnsins, 26. apríl 1886. Eftir alllangar skemmtilegar og glaðværar samræður, þá var mér boðið orðið, ég reyndi að þakka þessu blessaða fólki eins vel og ég best hafði vit á. Þar var samankomið nokkuð á annað hundrað manns, þar á meðal vinafólk okkar frá Blaine og Mariswilla, Mrs. G. Gudjón- son, og Mr. og Mrs. Ory Christine Belter. Strax eftir að ég hafði þakkað fyrir mig, komu allir . Johnson, óttræður bæði eldri og yngri til þess að taka'í hendina á mér og óska til lukku með hlýjum og vin- samlegum orðum og strax þennan áminsta sunnudag, byrjuðu afmæliskortin að koma til mín, fjöldi frá ís- landi og svo líka vinum í Vesturheimi, þessi indælu heillaóska kort héldu áfram að koma á hverjum degi þar til 30. apríl. Á þriðjudaginn sem var minn rétti fæðingardagur, 26. apríl, þá hafði elsku konan mín Margaret, heimboð mér til heiðurs fyrir nánustu vini, mjög skemmtilegt og ánægju- legt í alla staði. Margar elskulegar afmælisgjaíir Ég get ekki látið vera að nefna nokkrar þeirra, svo sem dýrindis Víkingaskip, haglega tilbúið allt skreytt með gilt- um súlum, með háum stöfn- um og orustu lyftingu. Skipið er 15 tommur milli stafna, alveg dásamlegt, þetta fallega skip var mér gefið af fjöl- skyldu minni hér í Bremerton, ásamt mörgum fleiri elskuleg- um gjöfum. Frá íslandi Stórmerkileg mynd af Þing- eyri á Dýrafirði. Myndin er tekin úr loftinu, og stærð hennar er 16x24 tommur. Á myndinni sést hvert einasta hús í öllu kauptúninu, þar er ennþá mikill hluti af þeim húsum sem ég man eftir frá æskuárum mínum, og þar sé ég húsið, sem ég dvaldi í þeg- ar ég gekk á barnaskólan á Þingeyri, í því húsi átti ég margar ánægjulegar stundir, því fólkið þar var gott og fult af lífsgleði, þetta er því mynd sem hver og einn sannur Dýr- firðingur mun hafa ánægju af að eiga. Ánægjulegar bækur Nýjasta útgáfa af Passíu- sálmum Hallgríms Pétursson- ar, stór elskuleg bók, gefin út árið 1961, bókin er í skraut- legu bandi og mjög vandaður frágangur í öllum greinum, bókin er bókaprýði. Svo fékk ég aðra nýja bók frá Reykja- vík, „HORFT Á REYKJA- V1K“, eftir hinn fræga rit- höfund Árna Óla. Bókin er í vönduðu bandi og allur frá- gangur hinn bezti, var gefin út 1963. Svo fékk ég líka nokkur fallega stíluð bréf og þar á meðal peninga, og eitt hundrað krónu seðill. Er ekki allt þetta dásamlegur vinar- hugur. Það var því gaman að verða áttræður, eins og ég sagði í upphafi þessarar grein- ar. Með innilegri vinsemd og þakklæti í huga til allra minna vina, bæði nær og fjær. Skrifað í maí 1966 að 1350 North Callow Ave., Bremerton, Washington, Guðmundur P. Johnson. Geslirnir lenda flugvél sinni við hóteldyrnar hjá LOFTLEIÐUM Um helgina komu gestir í nærri 60 af herbergjunum í hinu nýja hóteli Loftleiða. — Þar er allt að komast í fullan gang og eðlilegt horf, að því er Þorvaldur Guðmundsson, hótelstjóri tjáði blaðinu. Allir hafa komizt inn á réttum tíma og allt gengið snurðu- laust, sagði hann. Auðvitað eru byrjunarörðugleikar, þeg- ar allt er nýtt og fólkið óvant, en þeir eru yfirstíganlegir. Margir af þeim gestum, sem komnir eru, höfðu pantað fyr- irfram, en fram í september- mánuð hafa þegar verið pant- aðar 9000 gistinætur á hótel- inu. En margir komu líka óvænt þessa fyrstu helgi. T. d. lenti fjögUrra hreyfla flugvél fyrir framan hótelið með 11 hótelgesti. Það voru menn frá flugmálastjórn Bandaríkj- anna, komnir til að yfirfara öryggistæki á flugvöllum hér. Mbl. spurðist fyrir um er- indi þeirra hjá flugmálastjóra, Agnari Kofoed Hansen. Hann sagði að samkvæmt samkomu- lagi við flugmálastjóra Banda- ríkjanna, kæmu þessir menn tvisvar á ári til að kanna leið- sögutæki, siglingatæki, — radíóvita, radar og annað á flugvöllum hér, meðan við höfum ekki aðstöðu til að gera það sjálfir. Þeir hafa flugvél- ar til umráða, svo sem þotur. í þetta sinn komu þeir á DC-4 og flugu í gær norður til að athuga flugvelli þar. Þeir búa á Loftleiðahótelinu og geta lent svo að segja við hótel- dyrnar á kvöldin. Mbl. 3. maí. SPAKMÆLI DAGSINS Mennirnir eyða tímanum í að brjóta heilann um fortíð- ina, kvarta um nútíðina og skjálfa fyrir framtíðinni.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.