Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1966 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadðttirín Skáldsaga —■■■ Það hýrnaði svipurinn á Þorgeiri. „Þú færir góðar fréttir eins og við er að búast af þér, mama mín“, sagði hann. „Ég er hræddur um, að ég hafi betri lyst á kaffinu á eftir þessu. Maður er orðinn hjartveikur vegna þessarar hjátrúar með þessa á. Ég ætlaði ekki að láta hana hafa áhrif á mig, fyrst þegar ég kom hingað, en ég get ekki annað en fyllst einhverjum óhug, þegar hún tekur til, og ég taldi mér trú um, að ég kveddi Gunnhildi mína í síð- asta sinn í gærkvöld, en sem betur fer á ég eftir að bjóða henni góðan daginn á þessum morgni, hvað sem næstu dag- ar hafa í för með sér — það er okkur hulið“. „Ég vona, að hún hressist“, sagði Guðbjörg. „En hann þyrfti að fá kaffi, hann Hjálm- ar. Henni tókst ekki að vísa honum burtu frá rúminu hennar Gunnhildar eins og mér. Nei, ekki aldeilis. Hann sagðist ætla að vaka og þyrfti enga hjálp — og þar við sat“. „Hefur þá Sigurfljóð sofið í alla nótt?“ spurði Þorgeir. „Já, alveg eins og ég og all- ir aðrir“, sagði Guðbjörg gamla hálfkuldalega. Seinna um daginn fréttist lát Þorgerðar á Borgum. GISLI SEGIR ÓVIÐ- KUNNANLEGAR FRÉTTIR Næsta ferðaáætlunin var ákveðin á föstudaginn. „Hún veit, hvað spilin þýða, hún Valka“, sagði Sigurfljóð við Gunnhildi inni í suður- húsi. „Hún sagði mér, að ég færi ekki á mánudaginn, og hún sagði margt fleira, sem ekki er ólíklegt að reynist satt og rétt“. „Já, hún sér margt í þeim“, sagði Gunnhildur. Henni gekk seint að batna, en fyrr en hún væri orðin nokkurn veginn heilbrigð gat Sigurfljóð ekki hugsað sér að fara heim. Það duldist engum, að það var kviknað nýtt ljós í augum þeirrar konu, og hún átti erfitt með að ganga eins hægt og viðeigandi var um bæinn, þar sem húsmóðirin var sár- lasin. Þá var einig skipt um svip húsbóndans. Sjálfsagt stafaði það af því, að betur leit út með heilsu konu hans en áður, en það var líka eitt- hvað annað, sem gaf lífi hans enn meira gildi. En sonur hans var eins og hann var vanur — fáskiptinn og þögull og sat öllum stundum inni hjá móður sinni. Þorgeir og Sig- urfljóð voru í sífelldum sam- ræðum um búskap og fram- farir. Seinasta daginn, sem hún var á heimilinu, var Fellið smalað og féð rekið inn í stóru fjárréttina fyrir sunnan túnið. Þangað fóru allir úr bænum, nema Gunnhildur og tengda- móðir hennar og svo náttúr- lega Sólveig gamla, því að all- ir áttu þar fallegar ær og ær- efni. Sigurfljóð stóð á réttar- veggnum við hlið Völku og horfði ánægjuleg á svip yfir fjárhópinn. „Ekki er ofsögum sagt af því, að Þorgeir á Hraunhömrum sé fjármarg- ur“, sagði hún. „Og er þó ekki allt rekið til rétta“, svaraði hann hreykinn. „En svo eru nú hér í kindur, sem vinnufólkið á“. „Mér þykir leiðinlegt, ,hvað ég er fín“, sagði Sigurfljóð, „það hefði verið ólíkt skemmtilegra að fara inn í réttina og skoða rollurnar, en slíkt er ekki hægt í dragsíðu klæðispilsi. Hefði mér dottið í hug að ég yrði svona lengi á Hraunhömrum, hefði ég haft með mér einhverja kjóla. Ég sé ekki annað en að ég verði búin að gatslíta upphlutnum mínum, en það verða þá ein- hver ráð með að fá sér ann- an“. „Þú ert svo ósköp myndar- leg í upphlutnum", sagði Valka brosandi. Sigga tróðst innan um rétt- ina með karlmönnunum og sýndi Sigurfljóð ótrúlega margar bústnar og lagðsíðar ær, sem hún sagðist eiga. „Ég er nú bara 'aldeilis orð- laus út af þessari fjáreign ykkar vinnukvennanna", sagði Sigurfljóð, þegar Valka benti henni á tvær móbíldóttar ær, sem hún átti. „Ójá, það var nú ekki svo mikið um að ég ætti nokkra lifandi skepnu fyrr en ég kom hingað, og var ég þó búin að þvælast í nokkrum vistun- um“, sagði Valka. Þorgeir var svo nærstaddur, að hann heyrði samtal þeirra og gegndi fram í: „Ég hef sama búskaparlag og tengda- faðir minn hafði — geld hjú- unum kaupið í fóðrum. Hann var svoleiðis maður, að það mátti taka hann til fyrir- myndar. Og svoleiðis vona ég, að Hjálmar minn hafi það, þegar hann fer að búa á Hraunhömrum“. „Það er dálítill munur eða hjá okkur á Hálsi, okkur gengur nógu erfiðlega að ná saman heyjum handa okkar eigin skepnum, hvað þá fóðra- peningi", sagði Sigurfljóð og fannst það dálítið auðmýkj- andi að játa ,að þar stæði stór- býlið Háls að baki Hraun- hömrum. „Já, ég get vel ímyndað mér, að ég gerði minna að því að gjalda kaupið í fóðrum þar. Það eru óvíða aðrar eins kostajarðir og Hraunhamrar“, sagði Þorgeir talsvert drjúg- ur. „Nú er bara eftir að sýna mér lömbin“, sagði Sigurfljóð, þegar heim var komið og allir seztir að kaffidrykkju, sem Guðbjörg gamla hafði heitt á könnunni. „Mér er sagt, að það sért þú, Hjálmar minn, sem hirðir þau“. „Já, það er nú bara það lak- asta, að ég verð alltaf að ganga tvöfaldur um þær hús- dyr, svo að ég held að þér gangi illa að borga það“, sagði Hjálmar, „enda segir Gvend- ur, að lambhúsið muni vera orðið hundrað ára, svo að það eru engin undur, þó að það sé orðið lágreist“. „Já, það er víst orðið það“, gall í Gvendi. „En þið að vera ekki búnir að byggja góð fjárhús fyrir löngu yfir þessar fallegu skepnur ykkar. Ég hef tekið eftir þessu, að húsin eru eins og grasgrónir hólar á túninu“, sagði Sigurfljóð. „Það verður nú farið til þess“, sagði Þorgeir og gaf syni sínum hornauga. Það var ekki hægt að sjá, að hann hefði heyrt til hans og aldrei varð af því, að Sigurfljóð sæi lömbin. Næsta morgun var lagt af stað. Valka kom með fína rjómatertu með kaffinu handa hjónaefnunum, því að auðvit- að var Hjálmar sjálfkjörinn fylgdarsveinn. Þorgeir sat andspænis þeim við borðið. Nú sá hann í fyrsta sinn, — hversu brúðurin var aldursleg við hlið þessa unglingslega brúðguma. En þegar hún var komin í reiðfötin og búin að setja upp slörhattinn, fannst honum hún tilkomumikil og álitlegt tengdadótturefni. — Sigurfljóð kvaddi alla með virktum og þakkaði þeim góða viðkynningu. „Kannske kem ég nú aftur svona upp úr nýjárinu“, hvíslaði hún að Völku um leið og hún kvaddi hana. „Ekki er ómögulegt að ég skreyti á mér höndina svona að gamni mínu“. „Heldurðu kannske að ég hafi ekki séð það í spilunum?“ sagði Valka og brosti dauf- lega. „Manstu eftir hjartagosan- um og tígultíunni? Mér finnst þett allt vera þér að þakka, vegna þess að þú sagðir svo margt fallegt yfir spilunum“. „Það hafa áreiðanlega verið forlögin, sem þar komu til greina, en ekki ég“, sagði Valka. „Mikið langar mig til að reyna að leggja í að fara Hvarfdalinn“, sagði Sigur- fljóð, þegar hún stóð ferðbú- in á hlaðinu. „Það er svo langt fram á Háubungur, og svo hef ég svo sjaldan farið það“. „Þá verð ég ekki með í för- inni“, sagði Hjálmar, „þann veg fer ég ekki nema einu sinni“. Þorgeir hló: „Honum leizt ekkert á í haust, þegar ég fór með honum yfir klifið. Hann er gætinn piltur, en kemst þó það, sem hann ætlar sér. Þið komið við á Sviðningi og seg- ið honum Gísla, að ég hafi mikla löngun til að sjá hann. Tófan er farin að rífa í sig ætið, sem ‘Hannes á Borgum bar út um daginn, en hann getur ekki hugað meira um það núna — það eru erfiðar heimilisástæður hans“. Svo var kvaðzt og riðið úr hlaði. Bjössi fullyrti, að þau hefðu kvazt með fjórum koss- um, Þorgeir og Sigurfljóð. — „Sjálfsagt hefði hann trúlof- azt henni, ef Gunnhildur hefði dáið“, bætti hann við. „Eri hvað hefði þó orðið um öll þessi nýju föt, sem verið var að sauma á hana? Ekki hefði Sigurfljóð getað verið í þeim“. Valka bað hann að hætta þessu masi. Það væri allt of óviðkunnanlegt að ráðstafa eigum annarra, meðan hann væri í tölu þeirra, sem lifandi væru. Sigga flissaði: „Það voru einmitt þessi fínu föt, sem ég var líka að hugsa um, þegar Gunnhildur var sem veikust. Ég gat ekki annað en hugsað um þetta óþarfabruðl, að fara að sauma svona fínt handa henni allt í einu, ef hún ætti svo aldrei að koma í þau, aumingja manneskjan“. „Hún er nú búin að breyta talsverðu þessar vikur, sem hún hefur verið hérna á heim- ilinu, hún Sigurfljóð, og á lík- lega eftir að gera það betur“, sagði Valka. „Hún var alltaf að tala um það við mig, að ég færi að Hálsi í vor. Það væri ekki nein þörf fyrir mig hérna“, sagði Sigga. „Hálfóviðkunnanlegt er það að reyna að ná í hjúin frá vin- um sínum. Það gat nú stund- um hér áður fyrr orsakað mikinn kulda og fáþykkju“, tautaði Valka. Þorgeir kom nú að utan ánægjulegur á svip, eftir að hafa fylgt þeim með augun- um, syni sínum og tengdadótt- ur, svo langt sem séð varð til ferða þeirra. Hann mætti móður sinni í baðstofunni. — „Jæja, mamma mín, hvað syngur í þér núna? Ertu ekki orðin ánægð? Nú geturðu far- ið að hugsa um Gunnhildi að öllu leyti“, sagði, hann og klappaði henni á kinnina. — „Það er ekki lítið í það varið að eiga góðar tengdadætur", bætti hann við og hló ápægju- lega. „Já, hún er nú farin, þessi ráðríkisskjóða, sem alla vildi láta dansa eftir sinni pípu“, sagði Guðbjörg þurrlega og leit hornauga til Sólveigar gömlu, sem aldrei gat hælt Sigurfljóð nógsamlega mikið. „Ég er vel ánægð með lífið núna, því að mér sýnist Gunn- hildi hafa farið svo mikið fram í dag hvað heilsuna snertir. Það verður heldur viðkunnanlegra, þegar hún fer að klæðast, blessunin“. „Ég held nú bara, að þú sért eina manneskjan á heim- ilinu, sem ekki er hrifin af Sigurfljóð, þessari miklu myndarmanneskju“, sagði Þorgeir ekki alls kostar ánægður. Þú settir þeim stólinn fyrir dyrnar. There are reasons why you should help build your Manitoba Centennial Complex 619 MAIN ST. WINNIPEG 2, MAN. 1517 • 7

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.