Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1967 JÓNAS JÓNSSON: íslandssaga Önundarbrenna. Guðmundur hét maður og var nefndur hinn dýri. Hann bjó á Bakka í Öxnadal, hálfa dagleið í vestur frá Akureyri. Guðmundur var ríkur goð- orðsmaður. Skammt frá hon- um bjó annar höfðingi, Ön- undur Þorkelsson; sonur hans hét Þorfinnur. Hann lagði hug á Ingibjörgu dóttur Guðmund- ar, en þau voru nokkuð skyld, og meira en svo, að þau mættu giftast eftir kirkjulögum. — Synjaði því Guðmundur ráðs- ins, en varð þó undan að láta síðar, því að þeir feðgar komu með marga menn heim að Bakka og neyddi Guðmund til að samþykkja ráðahaginn og ákveða brúðkaupsdag og heim anmund. Lét þá Önundur þau hafa óðalsjörð sína, en flutti að Lönguhlíð. Sá bær var þar allskammt frá. Fór önundur þar eigi að lögum, því að hann átti engan rétt á jörðinni, en rak bónd- ann burtu nauðugan og tók bæ og bú, sem væri það hans eign. Margt fleira gerðist til sundur þykkis þeim Guð- mundi og Önundi. Það var eitt, að ómerkingur nokkur hafði orðið fyrir óvild Guðmundar dýra, en leitað sætta með því að gefa honum stóðhross góð. En síðan gaf hann Önundi sömu hrossin og stal þeim úr högum á Bakka. Guðmundur lét sem hann vissi eigi, en menn Önundar gerðu gys að; kölluðu þeir að Guð- mundur sæti á friðarstóli upp í Öxnadal og kváðust mundu hlaða vegg fyrir ofan og neð- an, en tyrfa yfir og kasa svo metorð Guðmundar. Þá líktu þeir honum við á kollótta, sem fallin væri af ullin. Þar kemur, að Guðmundi þykir eigi lengur við unandi; safnar hann þá að sér níutíu mönnum með mikilli leynd og heldur flokknum í Lönguhlíð. Önundur var heima með fimmtíu manna. Vildu þá flestir verjast úti, en Önund- ur kvað oft illa sækjast, er menn voru sóttir inn í hús, og það varð úr, að þeir gengu allir inn. Aðkomumennirnir skipuðu sér um bæinn. Önundur spyr úr dyrum, hver fyrir ráði. — Guðmundur svarar: „Lítil er forustan. Hér er nú komin æíin sú hin kollótta, gengin úr dal ofan og mjög af ullin. En þó ætlar hún nú annaðhvort að láta reyfið allt eða ganga með fullu r'eyfi heim." Þá lét hann sækja eld á aðra bæi, bera hey að veggjum og á þök og kveikja í. Logaði nú mjög bærinn. Þá var konum leyfð útganga, og þeim, sem eigi voru hafðir fyrir sökum. Þorfinnur mælti við Guð- mund: „Það er illa, að Ingibjörg dóttir þín er ekki hér." Guðmundur svarar: „Það er vel, að hún er eigi inni. En þó mundi það fyrir engu standa." Margir hlupu nú út úr eld- inum, er þeir voru að dauða komnir, en brennumenn felldu þá hvern af öðrum. Einn af þeim var Þorfinnur, en faðir hans brann inni. Þessir atburðir gerðust vor- ið 1197. Jón Loftsson kom á sættum og gerði þungar fé- sektir á hendur brennumönn- um. En þeim dómi var eigi hlítt, enda var Jón þá kominn að fótum fram og andaðist litlu síðar. Kirkjudeilur. Nokkru fyrir Önundar- brennu byrjuðu í landinu kirkjudeilur þær, sem síðar urðu til mestu óheilla. Þá var biskup í Skálholti Þorlákur, er seinna var nefndur hinn helgi. Hann var að nokkru leyti alinn upp í Odda og hafði fengið þar prestsmenntun, en síðan dvalið mörg ár í Eng- landi og framst þar vel. Þegar Þorlákur var tekinn við biskupstign, lá honum mjög á hjarta að efla sem mest hag og veldi kirkjunnar. Lifði hann sjálfur stranglega eftir reglum hennar og lagði á sig miklar föstur og bæna- hald. „Sæll er sá þræll, er drott- inn finnur vakandi, þá er hann kemur að vitja hans," var orð- tæki biskups. Er Þorlákur hafði skamma stund setið á biskupsstóli, gerði hann þá kröfu á hendur kirkjueigendum í Skálholts- biskupsdæmi, að þeir létu af hendi jarðir þær, sem kirkjur stóðu á. Skyldu allir þeir, sem bjuggu á kirkjujörðum, fram- vegis gjalda kirkjunni land- skuld eins og þeir væru leigu- liðar. Þetta þótti bændum harðir kostir. Þóttust þeir hafa lagt ærið í kostnað við að reisa kirkjurnar og gefið til þeirra mikið fé, þó að eigi væru þeir þess vegna sviptir eignarrétti á fornum óðalsbýlum sínum; en biskup kvað þetta vera er- lendan sið, er kominn væri á í Noregi. „Er það og eigi rétt eða þol- anlegt," mælti hann, „að þetta hið fátæka land standi eigi undír einum lögum og þar." Kom hann svo sínum for- tölum, að margir kirkjueig- endur þorðu eigi annað en láta af hendi jarðirnar við hann. Gengur svo þar til biskup kemur á kirkjustað einn, sem Jón Loftsson átti, og skyldi þar vígja kirkju nýreista. Hef- ir biskup nú sömu orðræðu sem fyrr. Jón vildi í engu vægja og mælti: „Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu, og eigi hygg ég, að hann vilji betur né viti en mínir foreldrar, Sæ- mundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði banni, en Jón kvaðst aldrei láta erfð sína undir kirkjuna. Sá þá biskup sitt óvænna, því að bændur stóðu fast með Jóni. Vígði hann kirkjuna, þó að jörðin væri í eigu Jóns, en vænti að geta rétt hluta sinn síðar, með stuðningi erkibisk- ups í Niðarósi. En það varð eigi, því að erkibiskup var þá flæmdur af stóli. Nú fetuðu aðrir kirkjubændur í fótspor Jóns Loftssonar, og féllu þess- ar kröfur niður eftir þetta, meðan Þorlákur biskup lifði Nælurvaka Framhald af bls. 2. aði hún og hrökk við. „Nei, hann var það ekki," sagði sjóliðinn. „Ég hef aldrei séð hann fyrr á ævi minni." „En hvers vegna sögðuð þér þá ekkert, þegar ég fór með yður að rúminu hans?" „Ég sá óðara í hendi minni að um misgrip væri að ræða, en ég vissi líka að hann þráði son sinn, og að sonur hans væri víðs fjarri. Þegar ég komst að raun um að hann var of veikur til að gera sér nokkra grein fyrir því, hvort ég væri sonur hans eða ekki, þá sló ég því föstu, að hann þyrfti á xnér að halda, svo að ég hélt kyrru fyrir." Að svo mæltu sneri sjólið- inn sér á hæl og hvarf út úr sjúkrahúsinu. Tveimur dögum síðar barst tilkynning um það frá setuliðsstöðvunum í Norð- ur-Karólínu, að hinn rétti son- ur væri á leiðinni til New York til þess að vera við jarðarför föður síns. Það kom upp úr kafinu, að tveir sjóliðar með sama nafni og líkri einkennistölu voru þarna samtímis í setubúðun- um. Einhver í upplýsinga- deildinni hafði ruglast á þeim. En hinn skakki sjóliði hafði reynzt hinn rétti sonur á rétt- um tíma. Og sannað á óvenju- lega mannlegan hátt, að þeir eru til, sem láta sig náunga sinn miklu skipta. G. Á. þýddi. Kirkjuritið. SKRÍTLA „Þér eruð versti slarkarinn á Öllu Englandi," sagði Karl konungur II. eitt sinn við Shaftesbury lávarð. „Það kann að vera, yðar há- tign," svaraði lávarðurinn og hneigði sig djúpt, „ef þér eig- ið aðeins við þegnana." GUNNAR 0. EGGERTSON Barrister, Solicitor and Notary 500 Power Building Winnipeg 1, Man. Phone WH 2-3149 at Municipal Office, Riverton 12.00 Noon to 3.00 p.m. at Credit Union Office, Gimli 4.00 p.m. to 6.00 p.m. First and Third Tuesdays — Business and Professional Cards — Þ JÓÐRÆKNISFÉLAQ ISLENDINGA 1 VESTUBHEIMX Forsetii SÍRA PHTLTP M. P6TURS80H 681 Banning Street, Wmnipeg 10, Monltobo BtyrkiS f élagiS meS pYÍ a8 gerasi meSllmii. Xrsgjald $2.00 — Timaril félagsins friö Sendist til tjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY. 185 Llndsay Street, Wlnnipeg 9, Monltobo Phono WHiteholl 3-8072 Building Mechanic's Ltd. Paintlng • Decoratlng - Consfructloe Renovating - Reol E>tot* K. W. (BILL) JOHANNSON Manoger 371 McDermot Ave., Winnipeg 2 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Sfreet Selur lflckistur oe annast um útfarir. Allur utbúnaður . aá beztl. StofnaB 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenlngi ond Holldoyt SPruce 4-7853 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Asphalt Shlngles, Roof repolrs, Install ventt, olumlnum wlndowi, doorv J. Inglmundson. SPruea 4-7855 612 Slmcoe St., Winnlp.g J, Mon. Thorvaldson, Eggerison, Sannders & Manro Borristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portoge ond Gorrv St. WHltehell 2-8291 S. A. Thorarinson Barrlster t Sollcltor 2nd Floor, Crown Trust Bldð. 364 MAIN STREET, ðffica WHiteholl 2-7051 Residence HU 9-6488 The Business Clinic Oscar HJÖrlelfson Offlce at 194 Cathedrol Ave. Phone 589-5309 Bookkeeping — Income Tax Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenuo GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORt Resldentlol ond Commercksl E. BENJAMINSON, Monoger Off. SP 2-V509—SP 2-9500 Res. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell's Flower Shop 700 NOTRI DAMI Weddlng Bouquets • Cut Flowers Fun.rol Deslgns • Corsoge. Beddlng Plants S. L. Stefonson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN H. J. LAWRIE LUDLOW Borriiter ond Sollcltor 2nd Floor, Crown Trutt Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1, MANITOBA Ph. WH 2-4153 At Glmll Hofel every Frldoy 7:30 to 12:30 Lennett Motor Service Operoted by MICKKY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrove ft BeauetyiM WINNIPEfl 2, MAN. PHONI WHrteheM S-B1B7 G. F. Jonosson, PnM. ond Mon. Dtr. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesole Dlstrfcutom of FRESH ANO FROZEN FISH 16 Mortho Sf. WHttehalt 2-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Monoglng Dlrector Wholesale Dlsfrlbutors of Fresh ond Frozen Flsh Sll CHAMBERS STRBBT Offlcei BUS.I SPruce 5-04S1 SPruM 2-1917 FRÁ VINI Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock SmiHi Manager, Wlnnlpeg Reglon 280 Broodwoy Ave. WH 3-0361 Halldór SlgarSsson & SON LTD. Confrocfor •> Builder Offlce ond Woreheuse 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. 2-1272 TALUN, KRISTJANSSON, PARKER, MARTIN ft MERCURY Barrlster* * Sollcrror* 210 Osborae Streef Nortb WTNNIPEa 1. MAIOTOBA The Western Paint Co. Ud. S21 HARORAVI ST„ WINNIPM 'THE PAINTERS SUPPLY HOUSE" "SINCE 1908" WH 3-7393 J. SHIMNOWSKI, PreskJee* A. H. COTB, Treenurw Capital Lumber Co.f Ltd. 81 Higgins Arenue Boord, Celllng Tlle, Flnlshlng Moterlols. Everythlng In Lurnber, Plywood. Woll Insulotlon ond Hardware J. REIMER, Manoger WH 3-1435 Phone WH 3-143S Minnist BETEL í erfðaskróm yðor

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.