Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1967 Lögberg-Heimskringla Published evei-y Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor and Businesa Managers INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executivo Committoo Presidcnt, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnlpeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaua Johannesson, Bogi Bjarnoson. Los Angeles: Skuli G. Biarnoson. Minneopotis: Hon. Voldimar Bjorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlocius, Steindor Steirv- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottowa, and for payment of Postoge in cosh. Á ferð um Quebec-fylki v MANIC 5 Eins og lesendum mun kunnugt, var það eitt af fyrstu verkum Lesage stjórnarinnar, þegar hún náði völdum í Que- becfylki 1960, að þjóðnýta raforkufélögin — greiddi þeim vitaskuld sanngjarnt verð fyrir eignir þeirra. Þetta höfðu önnur fylki landsins gert, t. d. Manitoba og Ontario, fyrir mörgum áratugum. — Nú vaknaði mikill áhugi í Quebec fyrir allsherjar rafvæðingu í fylkinu. — Þriðjudaginn 18. október átti að sýna okkur stærstu stífluna, sem unnið var að um þessar mundir, Manic 5. • Við vorum vakin í býtið um morguninn — klukkan sex— og eftir að við höfðum neytt morgunverðar í flýti, sögðum við skilið við Queen’s hotel, sem í fyrndinni var talið fínasta hótel borgarinnar, en augsýnilega lítið verið lappað upp á það á síðari árum. Svo var ekið með okkur fyrstu 15 mílurnar til hinnar stóru Dorval flugstöðvar. Þar beið okkar Nordair flugvél, sem stjórnardeildin Citizenship og Immigration hafði leigt til að fljúga með okkur og hina fjóra leiðsögumenn okkar hingað og þangað um fylkið næstu dagana. Flogið var um 500 mílur norðaustur í óbyggðir. Eftir skamma stund voru byggðirnar meðfram ánum horfnar, og eins langt og augað eygði voru þéttvaxnir greniskógar, og í gegnum þá glytti hér og þar í ár og vötn. Eftir rúmar tvær klukkustundir var lækkajS flugið og við sáum allstórt ber- svæði og virtist eins og skógurinn hefði verið skafinn af því sumstaðar alveg niður í klöpp, og þar var hin mikla stífla, Manic 5, sem er talin stærsta Concrete stífla í heiminum. Við svifum niður á lítinn flugvöll, sem gerður hafði verið alllangan spöl frá stíflunni. Þar tóku á móti okkur formenn stífluversins og óku með okkur til tveggja svefnskála, er stóðu skammt frá stíflunni. Þeir voru þrifalegir en ómálaðir og svo var með önnur hús á staðnum. Þau verða rifin að verkinu loknu og efnið numið burt. Eftir skamma stund var okkur boðið í annan skála. Þar var okkur sýnt stórt upphleypt kort af stíflunni og umhverf- inu, einnig filmur, og þessi stórvirkjun útskýrð vendilega. Unnið er að því að beizla tvær ár, Manicouagan og Outardes, sem eiga upptök sín í allstóru vatni norður af staðnum þar sem við vorum stödd og renna þær báðar niður í St. Lawrence fljótið. Sjö orkuver verða gerð í þessum ám, fjögur í hinni fyrrnefndu og er Manic 5 nyrzt og langstærst og verður verkinu þar ekki lokið fyrr en árið 1972. Þegar þetta raforku- kerfi verður fullbyggt, mun það geta framleitt 5,503,200 kilo- watts af raforku. Eftir hádegi var okkur boðið að fara að sjá þessa geysi- miklu stíflu, sem mun verða um 900 fet á hæð og 4,310 fet á lengd og mun mynda fyrir norðan 5,000 billion cubic feta vatnsgeymir, 800 þvermílur að flatarmáli. Ég hafði þegar eygt þetta mikla mannvirki úr lofti og frá skálanum og þóttist lítið meira geta lært með því að klöngrast umhverfis hana, auk þess var ég orðin svefnþurfi eftir hinn óvenjulega fótaferðartíma um morguninn. Mér flaug í hug frásögn Halldórs Laxness um heimsókn hans til Rússlands 1932. Gestgjafar hans í Moskvu sendu hann ásamt nokkrum öðrum Rússlandsvinum suður til Ukra- níu til að kynna þeim iðnvæðingu þjóðarinnar. Gestunum og leiðsögumönnum þeirra var fenginn járnbrautarvagn til um- ráða, sem var kræktur aftan í hinar og aðrar lestir og hring- sóluðust þeir þannig um sléttuna í marga daga og skoðuðu járnbræðslu, iðjuver og fleira þvílíkt. En þá fyrst þótti Lax- ness gamanið fara af, þegar átti að fara með hann ofan í kolanámu. Samferðamenn hans fóru, en Laxness sagði, að sjö villtir hestar fengju ekki dregið sig ofan í kolanámu! Um leið og ég rifjaði þetta upp og fleira skringilegt, er Laxness segir af þessu ferðalagi sínu, hafði ég dregizt ósjálf- rátt aftur úr hópnum og sneri nú við þegjandi og hljóðalaust, gekk skyndilega til svefnskála okkar og inn í rúm, breiddi feld yfir höfuð og sofnaði á svipstundu. Um kveldið var okkur haldin meiriháttar kveldverðar- veizla, og var hún eins viðhafnarmikil þarna á nyrztu slóð- um sem værum við á fínasta hóteli í stórborg. Borðin með hvítum damask dúkum og kertaljósum. Aðalrétturinn ostrur, bakaðar í skeljunum, og beztu rauðvín framreidd með mál- tíðinni; ungir piltar gengu um beina. Að ræðuhöldum lokn- um var hinn listfengi matreiðslumaður hylltur af gestunum. — Seinna um kveldið tók formaður Manic 5 virkjunarinnar, Mr. Rene Leavasseur, á móti okkur á hinu fallega heimili sínu og skemmtu allir sér konunglega. Um morguninn, 19. október, kvöddum við þennan stað, sem ber svo ljóst vitni um stórhug Quebecbúa, í þá átt að færa sér í nyt vatnsafl þessa fylkis. Við flugum aftur í kring- um þetta mikla mannvirki, Manic 5, eins og til að leggja blessun okkar yfir það og tókum svo stefnuna suðaustur til Rimouski. Eftir klukkustundar flug yfir frumskógana fór að bera á mannabyggðum, — smáþorpum í dölum með áberandi kirkjuturnum. Loks eygðum við aftur Lawrencefljótið, þessa lífæð og prýði fylkisins, sem þarna er orðið víðfemt og vatns- mikið, flugum yfir það og svifum niður á flugvöll á suður- strönd þess. RIMOUSKI Þarna var Rimouski, aðalbær Gaspe-skagans, sem er um 115 mílur á lengd og 70—90 mílur á breidd. Þótt á þessu svæði séu gamlar byggðir, stofnaðar á sautjándu öld, er talið að ekki hafi orðið hér eins miklar efnalegar framfarir eins og í öðrum byggðum fylkisins, og stafar það aðallega af því, að jarðvegurinn er ófrjósamur og fiskafli í fljótinu hefir farið minnkandi, en þetta eru aðalatvinnugreinarnar. Okkur var sagt í Montreal, að Sambandsstjórnin eða „Arda“ myndi veita íbúum þessa svæðis aðstoð við að skipuleggja landbúnaðinn í samræmi við nútíma tækni og stofna nýja atvinnuvegi. Á flugvellinum var til staðar móttökunefnd, er ók með okkur til hins nýja og fallega bæjarráðshúss. Þar var okkur fagnað af Maurice Tessier borgarstjóra og bæjarráði hans og okkur boðið að rita nöfn okkar í gestabók þeirra. Síðan nutum við lystugs miðdegisverðar með þeim í hinu snyrtilega Hotel de Ville. Að ræðuhöldum loknum fórum við aftur í bæjar- ráðshúsið og hlýddum á ungan blaðamann, sem skýrði okkur frá þeim umbótum, sem fyrirhugaðar væru. Hann sagði, að nú væri talað svo mikið um rafvæðingu, að rafmagn væri farið að streyma út um eyrun á manni, en rafvæðingin ein væri ekki bót allra meina! Hann sagði, að fólkið sjálft yrði að mynda nefndir í sínum byggðum og skipuleggja með aðstoð sérfræðinga atvinnuvegi með ný- tízku sniði. Hinn skógivaxni Gaspe-skagi með hinum mörgu fiskisælu vötnum og ám væri tilvalinn skemmtistaður fyrir ferðafólk; með nýjustu aðferðum væri hægt að færa sér skóginn, námurnar og jarðveginn betur í nyt. Að lokum voru okkur sýndar myndir af ýmsum stöðum á Gaspe-skaganum, og hefir hann óneitanlega mikla náttúru- fegurð til að bera. Nú var farið að líða að kveldi; við kvöddum þetta gest- risna fólk og flugum af stað um loftin blá vestur til Quebec- borgar. — I. J. Framhald. Dr. RICHARD BECK: Hið íslenzka Bókmenntafélag 150 óra Hið íslenzka Bókmenntafé- lag átti 150 ára afmæli 30. marz s. 1., og var þeirra tíma- móta í sögu þessa gagnmerka félagsskapar, eins og vera bar, minnzt með hátíðarhaldi í Reykjavík; og sérstaklega með því, að haldin var opinber sýning á öllum þeim ritum, sem út hafa komið á vegum félagsins frá því að það hóf göngu sína. Var eigi með öðr- um hætti unnt að draga eftir- minnilegar athygli almenn- ings að hinu merkilega starfi félagsins og þá um leið að þeirri þakkarskuld, sem ís- íslenzka þjóðin á félaginu að gjalda fyrir bókmenntalega og menningarlega starfsemi þess. Tekur það einnig til vor Is- lendinga vestan hafs, og þá um annað fram hvað snertir frumherja vora og fyrstu kyn- slóðina hér í álfu, er bergði drjúgum af brunni þeirra þjóð legu og fræðandi rita, sem Bókmenntafélagið gaf út, og var áratugum saman að finna í íslenzku lestrarfélögunum víðsvegar í Vesturheimi. Er það því í alla staði sæmandi, að 150 ára afmælis félagsins sé einnig þakklátlega minnzt af hálfu vor Vestur-lslend- inga. En þegar minnzt er stofnun- ar Bókmenntafélagsins, ber þar tvo menn hæst við sögunn- ar himinn, þá Rasmus Kristján Rask, hinn mikla danska mál- fræðing og íslandsvin, er átti frumkvæðið að stofnun félags- ins, og séra Árna Helgason, síðar biskup, „sem var Rasks önnur hönd við félagsstofnun- ina hér á landi,“ eins og dr. Björn M. ólsen, þáverandi forseti féflagsins, orðar það maklega í hinni merku ræðu sinni á aldarafmæli félagsins 1916. Rask, sem snemma hafði tekið ástfóstri við ísland og íslenzka tungu, dvaldi á ís- landi 1813—1815 við íslenzku- nám og rannsókn tungu vorr- ar, og var löngum að vetrin- um til þau árin hjá séra Árna, er þá var prestur á Reynivöll- um í Kjós. En frá tildrögum stofnunar félagsins segir þannig í Minningarritinu í til- efni af aldarafmæli þess (Reykjavík, 1916): „Þennan vetur (1813—1814), er Rask dvaldist á Reynivöll- um, barst það í tal með þeim síra Árna að bindast samtök- um um að koma á fót félagi til þess að efla og styðja íslenzk- ar bókmenntir og tungu. Réðst þetta með þeim. Síðan ferðað- ist Rask um sumarið um land- ið og átti tal við marga um stofnun félagsins og hét á menn að styrkja það; varð honum vel ágengt, og hétu margir tillögum til félagsins. Næsta vetur sat Rask enn hiá síra Árna, en ferðaðist um sumarið vestur um land og hélt enn uppteknum hætti, eggjaði menn til þess að styrkja félagið og varð enn vel ágengt. Eftir þetta varð það að ráði með þeim Rask og síra Árna, að tvær félagsdeildir skyldu stofnaðar, önnur í Reykjavík, hin í Kaupmannahöfn, og skyldi Reykjavíkurdeildin vera aðaldeildin. Fyrir til- mæli Rasks tók síra Árni að sér forstöðu fyrir hinni fyrir- huguðu félagsdeild í Reykja- vík, en með honum settust í stjórnina þeir bræður, Sigurð- ur Thorgrímsen, landfógeti, og Halldór Thorgrímsen, sýslu- maður, stjúpsynir Geirs bysk- ups Vídalíns, sem einnig var hlynntur stofnun félagsins og studdi það á margan hátt. Kennarar við Béssastaðaskóla voru og í ráðum um félags- stofnunina, og flesta merka menn á landinu hafði Rask dregið til fylgis við félagið, þá er menntamenn töldust.“ Stuttu eftir að hann kom til Kaupmannahafnar haustið 1815, efndi Rask þá, sem var orðinn háskólabókavörður þar, til fundar þ. 30. marz 1816, er 33 menn sóttu, og var þar sam- þykkt að stofna félagsdeild í Kaupmannahöfn. Voru þessir kosnir embættismenn deildar- innar: Rask, forseti; Grímur Jónsson, síðar amtmaður, fé- hirðir; og Finnur Magnússon, skrifari. Eftir að séra Árna barst fréttin um stofnun fé- lagsdeildarinnar í Kaupmanna höfn, var þess eigi langt að bíða, að hann og aðrir áhuga- menn um málið, kölluðu fund í Reykjavík, er haldinn var þ. 1. ágúst 1816. Var Reykja- víkurdeildin stofnuð á þeim Framhald á bls. S.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.