Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1967, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1967 7 Ferðasaga Framhald af bls. 5. vísa veginn, því enginn vissi hvar hús Thoru var. Löng leit varð fyrst að húsi Ellu (svo heitir frænkan) og Skapta Ólason (faðir hans, Metúsalem Ólason, var frá Út- nyrðingsstöðum á Völlum), því að skógurinn er svo mik- ill í þessu strjálbyggða þorpi, að húsin sjást varla. Þó fannst það um síðir, og þar sá ég fyrstu hestana hérlendis. Ella kom svo með okkur til Bel- lingham, en rataði ekkert, og við vorum búin að sjá mikið af borginni, þegar húsið loks fannst. Og þar í borg hefi ég séð fegurstar rósir, enn sem komið er. Mig tók sárt að sjá vinkonu mína ósjálfbjarga í stól sín- um. Ekki einasta eru hnén næstum óhreyfanleg, heldur eru hendurnar, einkum sú hægri, svo hnýttar, að mér er óskiljanlegt, hvernig hún get- ur skrifað, og það fallega hönd. Faðir hennar, Lúðvík Bjarna- son, kominn rétt yfir áttrætt, ekur henni um húsið. Kona hans, Soffía, fædd Arngrím- son, er á Rest Home. Þau feðgin sýndu mér ís- lenzku bækurnar, sem Lúðvík hafði erft eftir foreldra sína. Voru þær vel um búnar, og honum auðsjáanlega helgir dómar. Það kom í ljós, að samferðafólk mitt hafði þekkt Bjarnasons fólkið í Vatna- byggðum, svo að allir höfðu gaman af heimsókninni. Þegar Lúðvík kyssti mig að skilnaði, fannst mér hann vera að kveðja land feðra sinna, sem hann hefir aldrei séð, því að hann er fæddur í Norður- Dakota. Aftur fórum við til Óla- son’s og borðuðum þar mikinn og góðan mat. Skapti, sem er mikill hestamaður, sýndi okk- ur Jóni mikið af hestamynd- um. Þau hjón fylgdu okkur úr hlaði um kvöldið og sýndu okkur elliheimilið „Stafholt“, sem er með réttu stolt íslend- inga í Blaine. Ég vildi að við ættum slík í hverri sýslu. Það tekur 82 vistmenn og hefir sjúkradeild, svo þaðan þar:: enginn að fara fyrr en alfar- inn. Morguninn eftir vorum við þessi fjögur viðstödd útför manns, sem var mér skyldur í 4. lið. Hann hafði lengi verið í Vancouver. Þeir Jón höfðu verið herbergisfélagar, þegar Jón var í gagnfræðaskóla í Winnipeg, og nú fór Jón í gömlu hermannatreyjuna sína og setti upp húfu, og sagðist ekki láta sinn gamla vin og stríðsfélaga — þeir voru í báð- um heimsstyrjöldunum — fara fylgdarlausan héðan. — Það kom í minn hlut að vera eini ættinginn við þessa jarðarför. Auk okkar var einn maður frá klúbb fyrir fatlaða hermenn, sem hinn látni, Þorvarður Sveinbjörnson, fæddur á Akra nesi, hafði starfað í. Kistan yar sveipuð canadiska fánan- um, þeim eldri, en engin blóm voru og enginn söngur. — Á undan og eftir líkræðu, sem hafði verið ágæt, var leikið á orgel. Þorvarður var svo graf- inn í hermannagrafreit utan við borgina. Á eftir fórum við til Fúsa Anderson og Beggu (Bíldfell), og þaðan út til ferjustaðarins. Þar kvöddum við Abba Sum- arlidason’s hjónin og sigldum í fegursta veðri í átt til Van- couver Island, milli skógi vax- inna eyja, og vorum nærri tvo tíma á leiðinni. Þegar í land kom beið Mrs. Gilberte Good- manson, tengdadóttir öbbu, eftir okkur ásamt börnum sín- um, og ók okkur heim á 928 Clarke Road, með viðkomu hjá Florence, dóttur Öbbu. Feg- urðin er hér næstum ótrúleg, og hefi ég þó minnst af henni séð. Daginn eftir komu Haraldur og Unnur Pálmason, og hafði ég mjög gaman af að tala við þau. Á fimmtudaginn ók vinkona Öbbu, Mrs. Buxton, okkur til Victoria. Sá ég þar skemmti- garð einn, en veðrið var ekki gott, enda er hér rigning dag eftir dag. Mér hefir stundum verið hlátur í hug vegna þess, hve oft ég var spurð áður en ég fór: „Heldurðu að þú þolir nú hitann?“ Það eina, sem amað hefir að mér er kuldi. Hitinn er aldrei meiri en 60 stig og ekki sér til sólar dag eftir dag, með öðrum orðum, Reykjavíkur- veður. En í Winnipeg var ný- lega 88 stiga hiti. Var ekki laust við að ég öfundaði þá þar. Framhald í næsta blaðL HER ERU SANNINDIN UM HLUNNINDI TRYGGINGA A TEKJUAUKA VIÐ ELLILAUNIN Nýja tryggingin á tekjuauka nemur $30 mánaðarlega, sem bætist við núverandi $75 ellilaun, eí sá sem nýlur ellilauna heíir engar aðrar tekjur. Ef sá, sem nýtur trygginga, hefir aðrar iekjur, sem ekki ná $720 árlega ($60 á mán- uði), eignasl hann samt rétt til lægri tekjuauka. Öilum, sem njóta ellilauna, eru þannig tryggðar $105 lágmarksiekjur mánaðarlega. HJÓN, SEM NJÓTA ELLILAUNA: Ef bæði njóta ellilauna og hafa engar aðrar tekjur, eignast hvort um sig rétt á tekjuauka, er nemur $30 á mánuði, og tryggir þeim $210 lágmarkstekjur mánaðarlega. Ef samanlagðar tekjur hjóna eru lægri en $1440 árlega, án ellilauna, getur hvort um sig eignast viðaukarétt, en á lægri upphæð. UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ: Allir, sem nú njóta ellilauna, fá umsóknareyðublað og bækling, sem gefur upplýsingar um tryggingar á tekjuauka með pósti í febrúar. Lesið bæklinginn með athygli og fyllið út eyðublaðið án tafar. Hjón eru beðin að senda sérstaka umsókn fyrir hvort, en láta báðar í sama umslag. Hermannaeflirlaun, gjafir frá æftingjum og peningar, sem renna til manns frá ýmsum öðrum lindum, er ekki ialið sem tekjur. Old Age Security, Canada Pension Plan eða Income Tax skrif- stofur veita þeim, sem njóta ellilauna, hjálp við að útfylla eyðublöðin, ef þess er óskað. Þessar skrifstofur eru skráðar í bæklingnum. ÚTBORGANIR: Það mun taka minnst tvo mánuði að afgreiða umsóknir. Sumir munu fá tekjuaukann greiddan með ellilaununum í marz, en aðrir í apríl. Þeir, sem eiga rétt á tekjuauka frá janúar fá greiðslu fyrir janúarmánuð með fyrstu útborgun. ISSUED BY THE HON. ALLAN J. MacEACHEN, MINISTER, DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.