Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1967 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreet, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON $ President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, | Dr. L Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson Dr. ' Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Vancouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapolis: Hon. Voldimor Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelond: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized os second closs moil by the Post Office Deportment, Ottowo, and for payment of Postage in cash. Hennar er saknað — en væntanleg aftur Hver fyrirspurnin1 hefir rekið aðra síðastliðinn mánuð á skrifstofu L-H. Allir vilja fá fréttir af líðan Ingibjargar síðan hún gekk undir uppskurð og sumir hafa hellt yfir okkur skömmum fyrir að flytja ekki fréttir af henni. En sannleikurinn er að hún hefir hlýtt læknisráðum, farið vestur til Moose Jaw með systur sinni, reynt að skilja allar áhyggjur eftir í gWinnipeg, njóta hvíldar og ná fullum bata sem fyrst. Nú höfum við fengið bréf frá henni sem gefur góða von um að ekki verði langt þangað til hún tekur aftur við ritstjórn. Okkur er ánægja að prenta hér parta úr því: Moose Jaw, Sask. 13. september 1967. Ég þakka bréfið frá þér og svo líka bréfasyrpuna sem kom í morgun1. Ég hafði ánægju af að lesa bréfin, en ritararnir telja víst að ég sé starfandi við L-H. Þetta bið ég þig að leiðrétta í blaðinu. — Eins og komið var hefði ég ekki getað komið nálægt blaðinu þessar síðustu vikur þótt ég hefði öll verið af vilja gerð... Ég er nú farin að hressast all verulega, enda er ég bor- in hér á höndum systur minnar, barna hennar og fjölskyldna þeirra. Matarlystin eykst með degi hverjum og líkams- styrkur að sama skapi — matur er mannsins megin, eins og þar stendur. Hér er steypirigning í dag, en vætan kemur nokkuð seint því hér hefir lítið sem ekkert rignt síðan í júní, og uppskeran því fremur rýr. Moose Jaw er fallegur bær og friðsæll, laus við skarkala stórborganna og kann ég hér vel við mig, en geri nú samt ráð fyrir að koma heim í lok septembermánaðar. Með beztu kveðjum til ykkar og þeirra vina sem kunna að koma inn á skrifstofuna. Ingibjörg. Ritnefnd blaðsins árnar frú Ingibjörgu alls góðs og vænlir þess að hún komisí til fullrar heilsu sem fyrst. * * * Dr. RICHARD BECK: Ný útgáfa rita Axels Thorsteinson Axel Thorsteinson ritstjóri er löngu góðkunnur fyrir rit- störf sín, og sérstaklega fyrir smásögur sínar, sem vakið hafa verðskuldaða athygli og hlotið lofsamleg ummæli hinna dómbærustu manna. Fyrir stuttu síðan kom út ný og aukin útgáfa af sögum hans undir heitinu Horft inn í hreint hjarta og aðrar sögur frá tíma fyrri heimstyrjaldar. En hann var í her Kanada í tæpt ár, 1918-19, og segir hann nánar frá því í eftirmálan- um að þessu sögusafni sínu. Sanngjarnt er að dæma þessar sögur hans í ljósi tilgangs hans með þeim, en það marltmið sitt skilgreinir hann í eftirmála bókarinnar. Kveðst hann hafa lagt aðaláherzluna á það, að lýsa sögupersónum eins og þær komu honum fyrir sjónir, og segir ennfremur: „Ég geri engar kröfur til þess, að þessi sögukorn mín verði kölluð skáldskapur, hvað þá mikill skáldskapur, en því held ég fram, að þær séu sannar lýsingar á mér og félögum mínum og ýmsum atvikum úr lífi mínu og þeifra, þennan tíma, sem við vorum saman í hernum, og ég vona, að þær varpi nokkru ljósi á hugsanalíf okkar. Sögurnar eru allar til orðnar á kveldstundum, er ég hef setið og minnzt liðinna atvika. Eitthvert smáatvik hefir seitt fram önnur fleiri og úr orðð sögukorn. Ég hef, eins og alla tíð, frá því ég fór að skrifa sögur, lagt áherzlu á, að laga ekki stíl minn eftir öðrum eða leita fyrirmynda og fara í orðatíning í gömul rit, því að slíkar lánsfjaðrir fara alltaf illa. í mín- um augum er hið einfaldasta fegurst.“ Fæ ég eigi betur séð, en að Axel hafi yfirleitt tekizt vel að ná þeim tilgangi með sögum sínum, er að ofan er lýst, og ósjaldan ágætlega, svo að frásögnin verður allt í senn, lifandi, áhrifarík og eftirminnanleg. Fyrsta og lang lengsta sagan í safninu, „Horft inn í hreint hjarta“, og því samnefnd bókinni, er að miklu leyti ný- samin, en eins og fyrri sögur hans, sem hér eru endur- prentaðar, er hún frá fyrri heimstyrjaldar árunum. Þetta er mjög eftirtektarverð og prýðisvel sögð saga. Söguhetjunni Hlick, félaga höfundar í kanadíska hernum, sem var borinn og barnfæddur í Rúmeníu, er lýst af glöggskyggni og sam- úðarríkum skilningi, og um annað fram þeirri miklu breyt- ingu til hins betra, sem göfgandi áhrif frá Nellie, konunni, sem hann ann, hafa á hugsunarhátt hans. Kjarni sögunnar og nafngift felst í þessum orðum höfundar: „En kynnum hans við Nellie hygg ég rétt lýst með þess- um orður: Hann horfði inn í hjarta hennar og fann, að það var hreint.“ Margir fleiri koma þar við sögu heldur en Hlick, en öll- um þessum ólíku félögum sínum lýsir höfundur með sömu samúðartilfinningu, en jafnframt hispurslaust og hrein- skilningslega. Atburðalýsingar eru einnig vel gerðar og sann- færandi, og inn í frásögnina eru fléttaðar hugþekkar nátt- úrulýsirlgar, sem auka á tilbreytni hennar. Allvíða er þar einnig slegið á strengi glettni og gamansemi. Ekki eru smásögur Axels síður athyglisverðar en hin langa upphafssaga bókarinnar. í þeim er brugðið upp hjart- næmum myndum og minnisstæðum, svo sem í sögunum „Þung spor“, „Góða nótt“, og „Blóðspor“, að nokkrar séu nefndar. En allar þessar sögur höfundar frá styrjaldarár- unum svipmerkjast af nærfærni hans í persónulýsingum og djúpstæðri samúð með þeim, eins og börnunum, sem eru aumkvunarverðustu fórnardýr styrjaldanna. Og það, sem gefur þessum sögum ekki sízt gildi, er einmitt það, hve rauntrú frásögnin er. Auðséð er og auðfundið, að hér heldur á pennanum maður, sem ritar út frá eigin reynslu, og gæddur er bæði ríkri athyglis- og frásagnargáfu. „í mínum augum er hið einfaldasta fegurst,“ segir Axel í skilgreiningunni á söguritun sinni, er fyrr var vitnað til. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Stíll hans er látlaus en lipur, málið hreint og áferðarfallegt, og fellur vel að efninu. Höf- undur kann þá list, að láta atburðina sjálfa tala. Og einmitt þess vegna glöggva sögur þessar lesandanum skilning á ömurleik og hörmungum styrjalda, og glæða samtímis friðarást hans. Síðastliðið haust kom einnig út 2. prentun, aukin og breytt, af 1. árgangi tímaritsins Rökkurs, en Axel hóf út- gáfu þess í Winnipeg 1922, og gaf það síðan út um margra ára skeið í Reykjavík. Rökkur var vinsælt rit, og er það fyrir áeggjanir úr ýmsum áttum, að útgefandi hefur nú látið endurprenta fyrsta árgang ritsins. Árgangur þessi er harla fjölbreyttur að efni, Ijóð, sögur og greinir, og um allt hinn læsilegasti. Þar kynnist lesandinn ýmsum fyrstu ritverkum höfundar, er á prent komu; meðal þeirra er fyrsta smásaga hans, „Skógareldur”, skrifuð í Noregi í júlí 1914, en uppraunalega birt í Eimreiðinni (XXII. árg. 1. hefti). Þessi, og aðrar fyrstu sögur hans, eins og „Gaska“, sem á rætur sínar að rekja til dvalar hans í Danmörku haustið 1914, bera þegar gott vitni athyglis- og frásagnargáfu hans, og sverja sig í ætt við seinni smásögur hans um íburðarlaust og geðþekkt málfar. Af ritgerðum er mestur fengur að erindinu „Silfurhærur“, sonarlegri og hugljúfri endurminningu um foreldra höfundar og æskuheimili hans. Er það sannarlega mikils virði að eiga þá glöggu og skilningsríku lýsingu á þjóðskáldinu Stein- grími Thorsteinsson og frú Guðríði konu hans og heimilis- lífi þeirra. Prýðisgóð er þýðingin á hinni snjöllu smásögu, „Vita- vörðurinn11 eftir Henryk Sienkiewics. Kvæðin, sem öll eru frá yngri árum höfundar, eru lipur og ljóðræn, þrungin næmum tilfinningum; hefði hann gjarnan mátt leggja meiri rækt við Ijóðgáfu sína. Þýtt og innilegt er ljóðið „Bæn'“, enda fannst Björgvin Guðmunds- syni tóriskáldi svo mikið til þess koma, að hann samdi lag við það. „Svalan mín“ er einnig léttstígt ljóð og fagurt, en því sneri dr. Waston Kirkconnell á ensku, og kom það í þýðingarsafni hans, The Norih Amercan Book of Icelandic Verse (1930). í kvæðinu „Margt er í hömrunum“ slær höf- undur á þjóðkvæðastrenginn, og nær þeim tón vel, og ekki síður í þulunum í sögunni „Ævintýri,“ Eitt af beztu kvæðum Axels er annars erfiljóð hans um séra Matthías Jochumsson, ort er höfundi barst vestur um haf andlátsfregn þjóðskálds- ins. Eftirfarandi erindi gefur hugmynd um það, hvernig þar er í strengi gripið: Lífsins í leik lékstu á strengi svo náði þér enginn. Ódáins eik ertu í listanna skógi, þó burt sértu genginn. Þessi nýja útgáfa af ritum Axels Thorsteinson er vönd- uð og smekkleg að ytri bún- ingi, um allt hin eigulegasta frá því sjónarmiði. Sæmundur hét maður. Hann var í ríkisins þjónustu. Eitt sinn kom hann að gistihúsi í sveit og beiddist gistingar. — Ráðskona nvar ein heima. Sæ- mundur fékk hinn bezta beina og var einn með ráðskonunni í gistihúsinu um nóttina. — Morguninn eftir vaknar hann snemma og man þá, að hann er peningalaus með öllu, fer á fætur, tekur hesta sína og ríður burtu. Ráðskonan þekkti gjörla stofnun þá, sem hann vann hjá, og sendir henni þegar reikning í þrem liðum. Fyrsti liðurinn var kvöldverður, er hún reiknaði á 3 krónur, her- bergi á 4 krónur og önnur að- hlynning, er henni reiknaðist 5 krónur. Why The Christian Science Monitor recommends you read yonr local newspaper Your local newspapér keeps you in- formed of what’s happening in your area — community events, public meetings, stories about people in your vicinity. These you can’t — and shouldn't — do without. HOW THE M0NIT0R COMPLEMENTS YOUR LOCAL PAPER The Monitor specializes in analyzing and interpreting national and world news ... with exclusive dispatches from one of the largest news bu- reaus in the nation’s capital and from Monitor news experts in 40 overseas countries and all 50 states. TRY THE M0NIT0R — IT'S A PAPER THE WH0LE FAMILY WILL ENJ0Y The Christian Science Monitor One Norway Street Boston, Massachusetts, U.S.A. 02115 Please start my Monitor subscription for the period checked below. I enclose $______(U.S. funds). □ 1 YEAR $24 □ 6 months $12 □ 3 months $6 Name_ Street_ City___ State_ ZIP Code PB-17

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.