Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Blaðsíða 1
THJODMINJASAFNID, RtYKJAVIK, ICElAND. llögberg^etmökrmgla Sloínað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR 1970 NÚMBER 1 One of the leading citizens of Manitoba, Sigurdur Victor Sigurdson of Riverton, passed away on Sunday, January 4, 1970. The funeral at Riverton at 2.00 o'clock, Wednesday, January 7th. Dra umunnn Ég legst til hvíldar, ljúf er friðarstund, um lágnættið ég festi væran blund. Til óskalandsins andi flýgur minn, svo yndislegur verður draumurinn. Á léttu skýi líð ég út í geim, í leiðslu draumsins skoða fagran heim. Þú alheims Guð, hve veldi þitt er vítt, og veglegt himinhvolfið, stjörnum prýtt. Nú fýsir mig að finna nýja jörð, að flytja Guði þökk og bænargjörð. Og kynnast því sem oss er ekki léð, og ekkert mannlegt auga hefir séð. Því ég vil skilja lífsins leyndardóm, leita, kanna, þetta mikla tóm. Skynja vísdóm Guðs í vitund manns, vita meira, þekkja lögmál hans. Loftsins öldur leika mér um kinn, í ljósvakanum sveimar hugurinn. í litaflóði leiftrar gullið ský, því lent það hefir regnboganum í. Mitt rjóða ský, það rennur sólu mót, v Ég ræð ei ferð þess, — sakar ekki hót, því óskin rætist, óðar er ég finn æfintýra himinhnöttinn minn. Og létta skýið tyllir sér á tind, ég töfrum bundinn horfi á þá mynd, er sólguð vorsins signir haf og land og sveipar allt í ljóssins geislaband. Hvílík fegurð — fjalls af hárri brún Fossar, lækir, skógar, iðgræn tún. Jökulglitið bjart sem brúðarlín: Ó blessuð gamla f ósturj örðin mín. í hafi speglast fjöllin fagurblá, í faðmi dala býlin stór og smá. Um breiðar merkur liðast vötnin lygn. Ó, landið mitt, ég dái þína tign. ¦:¦¦ * * Ég liðið hef um loftsins víða geim í leiðslu draumsins, komin aftur heim. Kyngi vorsins kveikir geislabál, en kyrrlát nóttin vaggar minni sál. Ég vakna endurnærð og létt í lund Með lofgjörð helga, þessa morgunstund. Við yzta sjónhring árla sólin rís. Og einnig hér má finna paradís. Loks þegar hinzti svefninn signir brá mun sólvermd jörðin mjúka hvílu ljá, Ég fel mig Guði, forsjá hans ei dvín. Ó fagnið vinir, það er óskin mín. Guðríður Guðmundsdótiir frá Hnjúki í Vatnsdal. Sólheimar eftir Einar Pál Jónsson Út er komin ljóðabókin SÓLHEIMAR, eftir Einar Pál Jónsson er var um árabil að- alritstjóri Lögbergs. 1 þessari bók eru öll kvæði Einars, er birtust í Sólheim- um er út kom 1944, auk fjöru- tíu kvæða, sem hann orti á árunum 1943—1957. Eftirlif- andi kona Einars Páls, frú Ingibjörg Jónsson ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, ritar formálsorð og hefur búið bók- ina til prentunar, sem er 240 blaðsíður að stærð, og skiptist í nokkra kafla. Prófessor Har- aldur Bessason ritar um Ein- ar Pál. Dr. Finnbogi Guð- mundsson og séra Benjamín Kristjánsson lásu prófarkir og voru til leiðbeiningar við út- gáfuna og Ágúst Guðmunds- son prentsmiðjustjóri annað- ist um frágang og útlit bókar- innar, en Atli Már teiknaði kápuna. I æviminningu Einars Páls, segir prófessor Haraldur Bessason m. a.: Þrátt fyrir næstum hálfrar aldar dvöl í fjarska við ísland, var Einar Páll fyrst og fremst íslend- ingur. Hann var óaðskiljan- legur hluti hins vestur-ís- lenzka umhverfis, og hann setti mikinn svip á þetta um- hverfi. Hann þekkti alla, og allir þekktu hann, ef svo mætti segja. Þ e g a r raddir slíkra manna þagna, er sem breyt- ing verði á náttúrulögmálinu, því að vér sjáum fyrst og fremst skarðið, sem höggvið er, og þetta skarð breytir svo miklu". Og ennfremur: „Stíll Einars Páls var mjög svo skýr, að segja má, að hver setning sverji sig í ættina. Orðaforð- inn var mikill og tíðum til hans g r i p i ð . Lýsingarorðin voru stundum allsterk, en þau voru ávallt fremur notuð til þess að fegra heldur en til þess að draga hinar dekkri línur. M á 1 f a r i ð var aldrei hversdagsegt, heldur runnið frá þeim rótum, sem dýpst ná í íslenzkum jarðvegi, fornum og nýjum. Þessi önnur útgáfa af Sól- heimum, a u k i n er prentuð í Alþýðuprentsmiðjunni, en Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur aðalumboð fyrir bókina. Alþýðublaðið Appointed Queen's Council in the New Year's Manitoba Honors List Mrs. Heather Ircland At the recent convocation at the University of Manitoba, Heather Ireland was awarded the Gold Medal for highest standing in the Licentiate music examination. Mrs. Ire- land has a Bachelor of Arts degree and is an Associate of the Royal Conservatory of Toronto. Heather is married to Wil- liam E. Ireland and they have two children, David and Signy. She is the daughter of Johannes and Bergljót Sig- urdson and grand-daughter of Guttormur J. Guttormsson, skáld. Leifur Julius Hallgrimson, St. James-Assiniboia. Born in Riverton, January 1, 1928, he graduated from University of Manitoba Law School, articled with T. M. Long, Q.C. and was called to the bar in 1953. He is now director of civil litiga- tion w i t h the Manitoba Attorney - General's Depart- ment. He is president of First Lutheran Church. Leifur is the son of Thorlei- fur Hallgrimson and his wife, the late Elinborg Hallgrimson. Bréf fró séra Robert Jack Tjörn, Vatnsnesi, V. Húnavatnssýsla, 9. des., 1969. Nú eru jólin að nálgast og úti fyrir er auð jörð, en veð- urspáin er ekki góð, og er bú- ist við vetrarríki. En hér á ís- landi er veðrið svo breytilegt, að erfitt er að spá um það langt fram í tíma. Ég skrapp til Reykjavíkur fyrir viku og fór á fund, á- 9amt Eðvald bónda á Stöpum á Vatnsnesi, þar sem samtök um æðarfuglavernd og æðar- varp voru stofnuð. Bændur víðsvegar af landinu sóttu fundinn, sem var haldinn í Hótel Sögu eða Bændahöll- inni. Aðal tilgangur samtakanna er að reyna, að verja æðar- fughnn, frá ýmsum ránfugl- um, sem drepa unganna. Æð- arvarpið hefur minnkað á ís- landi síðustu fimmtán ár. ís- lenzka Samvinnufélagið flyt- ur út árlega um 2000 kíló af æðardún, aðallega til Þýzka- lands, og hefir verðið verið t. d. í sumar 6000.00 krónur eða í kringum $70 á kílógram og er það talið nóg í eina sæng. Framhald á bls. 5. Jón Pálmason, Hvammstango f. 27. febr.. 1963 d. 17. júlí. 1969 (Þessi drengur og faðir hans drukknuðu á s. 1. sumri; frændkona hans orti kvæðið) KVEÐJA FRÁ MÖMMMU Sefur þú sonur vært, saklaus og hreinn. Augun þú ei færð bært ástkæri sveinn. Föl er og köld þín kinn, kveð ég þig hinsta sinn, Gakk þú til guðs þíns inn, glókollur minn. Fel ég þig herrans hönd, hjartkæri sveinn. Fögur í friðarlönd, fer þú ei einn, fylgir þér faðir þinn faðma vill drenginn minn leiða til ljóssins inn, ljósgeislann sinn. Vin hef ég með þér misst, mér er hann kær, andaða ykkur kisst angur mig slær. Amma og afi þinn, eins kvöddu drenginn sinn. Gangið þið góði minn í guðsríki inn. — G. B.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.