Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR 1970 Leona Gordon ÍSLANDSFRÉTTIR Laugardaginn 25. október hélt Tónlistarfélagið áttundu tónleika sína á þessu ári. Þar söng Leona Gordon, sópran- söngkona frá Bandaríkjunum, en með henni léku þeir Árni Kristjánsson, píanóleikari, og Gunnar Egilsson, klamettleik- ari. Söngskemmtun L e o n u Gordon var eins og ferskur andblær. Það er langt síðan hér hefur heyrzt góður sópr- ansöngur á konsertpalli, og skelfing var það hressandi til- breyting frá ö 11 u m þeim mezzo- og altsöngkonu söjig- skemmtunum, sem verið hafa á boðstólum tmdanfarin ár. Leona Gordon hóf söng sinn með aríu úr óperunni „Júlíus Cæsar“ eftir Handel. Það er viðkvæm og vandsungin aría, sem fáar söngkonur hefðu haft lcjark í sér til að hefja tón- leika með. Næsta viðfangsefni var a r í a Fiordiligi „Come scoglio” úr óperunni „Cosi fan tutte” eftir Mozart. 1 þessari aríu eru óvenjuleg stökk frá neðstu tónum sópransviðsins til þeirra efstu. Leona söng aríuna léttilega og af tilþrif- um, og virtist ekki eiga í n e i n u m vandræðum með raddtæknina. Mér kom í hug eftir að hún hafði sungið þessa aríu, að hvaða óperuhús sem væri gæti verið hreykið af að hafa slíka söngkonu í sinni þjónustu. Söngrödd Le- onu er lyrisk sópranrödd með öruggt miðsvið, góða hæð og raddtækni í bezta lagi. Rödd- in nýtur sín bezt í „mezzo píanósöng”. Aðall hennar sem söngkonu felst þó einkum í því, að hún vinnur viðfangs- efnin mjög vel og hugsar fyrst og fremst ‘um að koma tón- verkinu fagurlega til skila. Einnig hefur hún mjög fallega sviðsframkomu. Næst á efnisskránni var tón- verk Schuberts „Der Hirt auf- dem Felsen”. Þar lék Gunnar Egilsson með á klarinettu. Það var mjög fallega unnið af öll- um þrem, Leonu, Árna og Gunnari, og skemmtilegt að heyra þetta verk flutt hér í tónleikasal. Síðustu þrjú lög- in fyrir hlé voru eftir Strauss, „Zueignung“ „Morgen" og „Standchen". öll eru þessi lög perlur, en sópransöngkonur virðast sækjast eftir að syngja þau fremur en önnur lög eftir Strauss, svo að við liggur að manni finnist stundum of mik- ið af því góða. Þar að auki hafa lögin fengið sína „söng- hefð“, þ.e.a.s. öndun, radd- myndun og túlkun er orðin svo einskorðuð, að maður veit nákvæmlega hvernig lögin eru meðfarin ef góð söngkona á í hlut. Leona söng lögin í hefð- bundnum stíl og þau nutu sín vel. Átti hinn 'frábæri píanó- leikur Árna Kristjánssonar ekki hvað sízt þátt í því. Ætla mætti, að eftir slíkan fyrri hluta söngskrár myndi eitthvað auðveldara fylgja á eftir, en svo var í rauninni ekki. Síðari hluti efnisskrár- innar var mjög nýstárlegur og sjaldheyrður. „Gimsteinaaría“ Marguerite úr óperunni ,,Faust“ eftir Gounod var fyrsta viðfangsefnið eftir hlé. Þessi aría er mjög fögur, en ef til vill verður maður að þekkja söguna og textann til að njóta hennar til fulls. Le- ona söng aríuna á frönsku, og hefði bæði píanó og söngur mátt vera meira sannfærandi, einkum til að imdirstrika and- stæðuna í upphafi aríunnar, sem hefst á látlausu þjóðlagi, og seinni hlutans, þar sem Marguerite hefur hlaðið sig gimsteinum og frá sér numin af hrifningu syngur um sína eigin fegurð! Næst söng Leona „fimm söngva og dansa frá Auvergne“, sem franska tón- skáldið Canteloube hefur upp- haflega útsett fyrir hljómsveit og einsöng. Gunnar Egilsson lék á klarinettuna með píanó- leiknum og nutu lögin sín mjög vel í þeim búningi. Þessi þjóðlög söng Leona yndislega, hún sameinaði angurværa blíðu og leikandi gletni. Arían „Ain’t it a Pretty Night“ úr söngleiknum „Sus- annah“ eftir Floyd var há- mark tónleikanna. Þar naut söngrödd, tækni og túlkun Leonu sín til hins ýtrasta, og það má segja að slíkur söngur beinlínis skapi tónverkið. Að lokum voru tvö lög úr „Porgy og Bess“ eftir Gershwin, og einnig þar átti Leona heima og það svo, að hið margþvælda Iag „Summertime“ v a r ð ó- gleymanlegt í þeirri látlausu og mildu meðferð, sem Leona gaf því. Leonu var óspart klappað verðskuldað lof í lófa, og söng hún „Draumalandið“ e f t i r Sigfús Einarsson sem aukalag. Það lag söng hún á þann máta, að áheyrendur skildu og fundu, að ísland var hennar „Draumaland“! En, eins og kunnugt er, er Leona íslenzk í báðar ættir, en fædd og uppalin í Banda- ríkjunum. Að lokum söng hún sem aukalag hina frægu aríu „Un bel di vedremo“ úr óper- unni „Madarne Butterfly" eft- ir Puccini. Og geri aðrar söng- konur betur eftir annað eins prógram! Hafi Leona Gordon hjartans þökk fyrir komuna, og Tónlistarfélagið fyrir að gefa okkur tækifæri til að hlusta á hana. Einnig þakka ég Árna Kristjánssyni og Gunnari Egilssyni fyrir mjög fallega hlutdeild í þessum á- nægjulegu tónleikum. Þuríður Pálsdóttir. Mgbl. 21. nóv. STRAUMSVÍKURHÖFN TEKUR ALLT AÐ 50.000 LESTA SKIP Hafnarstjórn Hafnarfjarðar var í gær afhent Straumsvík- urhöfn, sem er nú nær full- gerð. Fulltrúi danska verk- takafyrirtækisins Christiani & Nielsen, A. H. Lund, yfirverk- fræðingur, afhenti vita- og hafnamálastjóra Aðalsteini Júlíussyni mannvirkið, en hann afhenti aftur Gunnari H. Ágústssyni hafnarstjóra í Hafnarfirði mannvirkin til fullra afnota og varðveizlu. Viðstaddir athöfnina — fund í hafnarstjóminni — voru m.a. Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, Brynj- álfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri, bæjarstjóri Hafnar- fjarð Kristinn Ó. Guðmunds- son og Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Gunnar H. Ágústsson, hafn- arstjóri sagði í viðtali við blaðamenn, að saga Straums- víkur sem hafnar væri æði gömul, því að fyrr á öldum s e 11 u s t þýzkir Hansakaup- menn að í Straumsvík og kepptu þeir við enska kaup- menn, sem áttu sér samastað í Hafnarfirði. Árið 1473 réðust Þjóðverjamir síðan á Eng- lendingana og fluttu þá sarf- semi sína eftir harða viður- eign inn til’ Hafnarfjarð- ar. Enn má sjá minjar um höfn Hansakaupmannanna í Straumsvík. Hinn 30. nóvember 1966 hófst framkvæmd við hina nýju hafnargerð, sem er nú nær lokið. Eftir er þó að steypa hluta af dekki á hafn- argarðinum, r e i s a hafnar- varðahús, kaffistofu fyrir hafn arverkamenn, salerni og sitt- hvað fleira. Hefur hafnar- stjórnin því tekið við mann- virkjum með fyrirvara um að lokið verði við þessar fram- kvæmdir. Áætlað er að um 250 þús- und tonn af súráli og fullunn- um álafurðum álversins fari um hina nýju höfn, er náð hefur verið hámarksafköstum 66 þ ú s u n d tonna ársfram- leiðslu. Til samanburðar má geta þess að um Hafnarfjarð- arhöfn fara nú 130 til 160 þús- und tonn á ári. Afkastageta Straumsvíkurhafnarinnar er þó mun meiri en þetta og ger- ir hafnarstjórn sér vonir um að unnt verði að nýta hana, m. a. með ti 1 k o m u olíu- hreinsunarstöðvar, sjóefna- verksmiðju og við fleiri teg- undir útflutnings. ISAL á krana og annan útbúnað, sem er á uppfyllingunni, en unnt verður að fá þau tæki leigð. Frumteikningar voru gerð- ar á Vita- og hafnamálaskrif- stofunni, en síðan tók danska fyrirtækið Christiani & Niel- sen við hönnun hafnarinnar. Daglegt eftirlit með fram- kvæmdum annaðist íslenzka verktakafyrirtækið Fjarhitun og var Pétur Guðmundsson sérlegur fulltrúi þess á staðn- um. Aðalverktaki var Hoch- tief-Véltækni. Fyrsti áfangi var gerð veg- ar frá Reykjanesbraut út að hafnarstæðinu. Áætlað er nú að sá vegur verði malbikaður. S í ð a n var bryggjan gerð. Brimvarnargarður var hlað- inn og landmegin við hann er viðlegustaður skipanna. Geta allt að 50 þúsund lesta skip athafnað sig þar. Viðlegustað- urinn er 225 metra langur og dýpi við hann er 215 metrar eða hið dýpsta hér við land ef frá er talin bryggja NATO í Hvalfirði. Hafnargarðurinn sjálfur er 400 metra langur og 50 metra breiður. Undirstöður bryggjunnar eru steinsteypt ker, sem hvert vegur um 850 tonn og eru á hæð við 7 til 8 hæða hús. Til þessa hafa alls komið 5 súrálsskip til Straums víkur, hið stærsta 20 þúsund lestir. í höfnina hafa farið 12500 rúmmetrar af steypu, 70 þús- und rúmmetrar hafa verið grafnir upp og 300 þúsund rúmmetrar notaðir í uppfyll- ingu. Hafnarfjarðarbær hefur alls greit ttil framkvæmdanna 270 milljónir króna og er þá allt meðtalið, einnig landa- kaup, vegagerð og hönnun. Uppraunalegur samningur við Hochtief var 155 milljónir króna en nú hafa verið greidd- ar rúmlega 200 millj. króna. Mismunurinn stafar af gengis- breytingum. Á 1 v e r i ð mim endurgreiða Hafnarfjarðarbæ byggingarkostnað hafnarinnar á umsömdum tíma. Hafnarstjórinn Gunnar H. Ágústsson setti hafnarstjóm- arfun í gær á hafnarsvæðinu í Straumsvík. Fyrstur tók til máls á fundinum H. A. Lund fulltrúi Christiani og Nielsen. Afhenti hann mannvirkin og þakkáði verktökunum sam- vinnuha. Fulltrúi verktakanna H. Ramn — yfirmaður þeirra á hafnarsvæðinu s a g ð i og nokkur orð og þakkaði sömu- leiðis. Því næst afhenti H. A. Lund, yfirverkfræðingur, Að- alsteini Júlíussyni vita- og hafnamálastjóra mannvirkin, en hann aftur Gunnari H. Ágústssyni, hafnarstjóra, sem þakkaði og kvaðst vonast til þess að höfnin yrði Hafnfirð- ingum, íslendingum og öllum og ÍSAL til gæfu. Bað hann þess að gæfa fylgdi öllum, er við höfnina myndu vinna. Þess má geta að Hafnar- fjarðarhöfn hefur fengið nýj- an hafnsögubát, sem m. a. verður notaður til þess að að- stoða hin miklu flutningaskop, sem koma til Straumsvíkur. Mgbl. 8. nóv. BÓNDI VARÐ ÚTI í SKAGAFIRÐI Undanfarna sólarhringa hef- ur versta veður gengið yfir norðanverðan Skagafjörð — með Loftleiðum Spyrjisl fyrir. Þér munið komast að því, að lægslu far- gjöldin til íslands eru enn með Loflleiðum-flugfélag- inu, sem hefir haft til boða lægstu flugfargjöldin í 25 ár. Og þið finnið hið góða íslenzka andrúmslofl um leið og þið farið um borð. Faxgjaldið báðar leiðir frá New York er venjulega aðeins $232.00, og aðeins $320.00 um hásumarið. Og aðeins $200.00 (innifalið $70.00 í íslenzkum vörum og þjónustu), ef þú ert í 15 manna hóp. Ef þú ællar til meginlandsins bjóða Loft- leiðir þér betri kjör en nokkurt annað flugfélag. *aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS. SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICELANDIE AmuNEf m^wLsawm 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San Francisco Miami Fáið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinhi á ferða- skrifstcrfu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.