Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR 1970 Lögberg-Heimskringla PublSshed •▼•ry Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALL.INGFORD PRESS LTD 303 K«nn*dy Sireei, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON Prcsident, Jokob F. Kristjansson; Vice-President S. Aleck Thororinson; Secretory, Dr. L. Slowréeon; Treoeurer, K. Wllhelm Johonnson EDITORIAL BOARD Wlnnipeo: Prof. Haroldur Beaeoson, choirmon, Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Voldimor J. Eylondt, Coroline Gunnorseon, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M. Peturuon. VoMceover: Gudloug Johannetson, Bogi Bjarnoson. Minneepolie: Hon. Voldimor Bjorneon. VktorUi, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelond: Birgir Thor- lociut, Steindor Stelndorteon, Rev. Robort Jock Subscription $6.00 p«r ye«r — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Barnablaðið /#Æskan/# 70 óra RICHARD BECK: * Mörgum okkar vestan hafs, sem alin erum upp á Islandi, mun Barnablaðið Æskan á- reiðanlega gamall vinur, er var okkur kærkominn gestur hvar, sem við áttum heim á ættjörðinni, og vonandi kem- ur hún enn á einhver vestur- íslenzk heimili. Hún átti sér nýlega að baki 70 ára útgáfuferil. í tilefni af þeim merku tímamótum í sögu hennar, kom út í október stórt og vandað afmælisblað hennar, Æskan 70 ára, og var mér það sérstaklega hugþekk sending, er mér barst blaðið fyrir stuttu síðan. Við íslend- ingar vestan hafs höfum einn- ig öðrum fremur ástæðu til þess að hugsa hlýtt til Æsk- unnar á þessu afmæli hennar, þar sem einn af stofnendum hennar og fyrsti ritstjórinn var mannvinurinn og skáldið S i g u r ð u r Júl. Jóhannesson læknir, og kunnur er og kær íslendingum hér í álfu. Saga Æskunnar er annars skil- merkilega rakin í megindrátt- um á eftirfarandi hátt í af- mælisblaðinu: „Það voru merkileg tíma- mót, þegar Æskan hóf göngu sína 5. október 1897. Með út- gáfu hennar var fyrir alvöru farið að viðurkenna hér á landi þá þörf, að börn og ungl- ingar fengju lestrarefni við sitt hæfi. Tildrög að útgáfu hennar voru þau, að Þorvarði Þorvarðssyni, stórgæzlumanni ungtemplara, h ö f ð u borizt óskir frá ýmsum Góðtempl- arastúkum um að stórstúkan gæfi út barnablaðið „til efl- ingar bindindi, góðu siðferði, framförum og menntun ungl- inga y f i r höfuð.“ Stórstúk- an veitti til fyrirtækisins 150 krónur og Æskan hljóp af stokkunum u n d i r ritstjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Ritstjórinn var vinsælt skáld, einkum meðal æskulýðsins, og í för með sér valdi hann fræga rithöfunda af Norðurlöndum, svö sem H. C. Andersen, ævin- týraskáldið danska, og Zahar- ius Topelius, hið finnska skáld. En sögur og ævintýri þessara skálda urðu mjög vinsæl hér á landi eins og annars staðar. Það var því auðséð, að Æskan mundi ná vexti, hún dafnaði ár frá ári. Þó urðu ýmsir örðugleikar á vegi hennar, svo að hún svaf Þyrnirósarsvefni í tvö ár, árið 1909 og 1920, vegna pappírsskorts. Hún er í raun og veru 72 ára, en þessi ár, sem hún svaf, telur hún ekki í ævi sinni og heldur því 70 ára afmæli sitt á þessu hausti.“ Þvínæst eru ritstjórar taldir í aldursröð að starfsárum, og koma þar við sögu márgir mætir menn og kunnir, auk Sigurðar læknis, svo sem séra Friðrik Friðriksson dr. theol., að konunum tveim ógleymd- um, sem skipað hafa ritstjórn- arsessinn, en það eru þær Ó 1 a f í a Jóhannesdóttir og Margrét Jónsdóttir, skáld- kona, sem var ritstjóri á ann- an áratug. Síðustu tíu árin hefir Grímur Engilberts verið ritstjóri einn. Jóhann Ögm. Oddson, árum saman ritari stórstúku Góð- templarareglunnar á Islandi, var afgreiðslumaður Æskunn- ar í 34 ár, og allan þann tíma fnamkvæmdastjóri hennar, og rak bæði mikla bókaútgáfu og bókaverzlun á vegum blaðs- ins. Kristján Guðmundsson hefir verið framkvæmdastjóri blaðsins og bókaverzlunarinn- ar síðan 1962. Skylt er að geta þess, að hann er nú einnig umboðsmaður Lögbergs- Heimskringlu á Islandi. Þetta myndarlega afmælis- blað, sem er rúmar 70 bls. að stærð, er um allt sæmandi h i n u m merku tímamótum, sem það er helgað, fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt að inmihaldi, og klætt í fagran ytri búning. Það nær, í fáum orðum sagt, ágætlega tilgangi sínum. Það er prýtt mörgum manna myndum, og skipar þar öndvegi stór mynd af fyrsta ritstjóranum, Sigurði Júl. Jóhannessyni. Einnig eru í b 1 a ð i n u fjöldi annarra mynda, margar þeirra í litum. Á forsíðu kápunnar er birt (í litum) mjög falleg mynd eftir Jón Engilberts málara, er hann nefnir „Ísland, far- sælda frón“, og er hún eitt af þeim listaverkum, sem Jón Engilberts gerði fyrir hátíða- útgáfuna á verkum Jónasar Hallgrímssonar, er bókaútgáf- an Helgafell gaf út 1945. Ennfremur eru í blaðinu margar afmæliskveðjur, og skipar þar að verðugu heið- ursrúm eftirfarandi kveðja frá Forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn: „Margar hugljúfar bemsku- minningar eru tengdar Bama- blaðinu Æskunni. Hún var góður gestur á sveitaheimil- inu, þar sem ég ólst upp fyrir fjómm til fimm tugum ára, og góður gestur er hún enn á þúsumdum heimila, þar sem yngstu lesendumir bíða henn- ar með eftirvæntingu. Æskan hefur nú verið á vegferð sinni um l'andið í sjötíu ár. Það er langur tími og virðulegur aldur, en sízt em á henni elli- mörk. Hún er glaðleg og frjáls leg og leikur á marga strengi við hæfi lesenda sinna og læt- ur ekkert leiðinlegt slæðast inn fyrir sínar dyr. Gott eitt er erindi hennar. Ég óska Æskunni til ham- ingju með merkisafmælið og þakka langt og gott starf hennar fyrir börnin í land- inu.“ Á sama streng slá ritstjórar margra dagblaðanna í Reykja- vík og annlarra blaða landsins og rithöfundar í faguryrtum kveðjum sínum í garð Æsk- unnar. Eininig er í afmælis- blaðinu vitnað til fjölda um- mæla íslenzkra blaða um hana, sem öll eru hin lofsam- legustu, og hlýtur núverandi ritstjóri Æskunnar, Grímur Engilberts, þar maklegt hrós fyrir það, hve ágætlega hon- um hefir farið ritstjómin úr hendi undanfarin áratug. En hróður Æskunnar nær út fyr- ir strendur íslands. Reidar Lund, fréttastjóri stórblaðsins Aflenposlen í Osló, farast þannig orð um hana: „Þakka fyrir hið fallega og skemmtilega blað. Ég er mjög hrifinn af öllum frágangi og útliti blaðsins, og slíkt blað sem Æskan finnst ekki hér hjá okkur í Noregi, og ég held ekki heldur á hinum Norður- löndunum." Það yrði of langt mál, ef telja ætti upp hið fjölþætta efni þessa afmælisblaðs Æsk- unnar. Minna má á framhalds- söguna „Lóa litla landnemi“, sem gerist í Nýja-íslandi, og er eftir Þóru M. Stefánsdótt- ur, ^sem lesendum Lögb- Heimskr. er að góðu kunn. Vel samih og athyglisverð er greinin „Æskan og framtíðin" eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal. Hugleiðing Ingi- bjargar Þorbergs „Tal og tón- ar“ er skemmtileg og hittir vel í mark, en inn í hana flétt- ar hún eitt af hinum léttstígu og vinsælu ljóðum Margrétar J ónsdóttur, skáldkonu: „Skólabörn syngja." Prýðilega ort og gullfallegt er kvæði Matthíasar Jóhann- essen, ritstjóra og skálds. „Island í draumi þínum,“, sem ort er sérstaklega „til ungra lesenda Æskunniar á 70 ára af- mæli hennar.“ Trúi ég ekki öðru, en að það finni hæman hljómgrunn í hugum hinna ungu lesenda, og er þá vel. Ásamt kvæðinu er prentað lag við það eftir Ingibjörgu Þorbergs. Ég óska minni gömlu vin- konu, Æskunni, hjartanlega til hamingju með 70 ára áfang- ann og velfamaðar um sem flest ókomin ár, um leið og Komin er út hjá Almenna bókafélaginu ævisaga Svein- björns Sveinbjörnssonar tón- skálds, sem á þúsund ára há- tíðinni 1874 sendi ungur að árum löndum sínum þá tón- smíð, sem síðar varð sjálf- krafa þjóðsöngur íslendinga. Bókina samdi Jón Þórarinsson tónskáld, og hefur hann leyst þar af hendi mikið og vanda- samt verk af alúð og snilli. Sveinbjörn Sveinbjörnsson lifði m e g i n sinnar löngu starfsævi erlendis og fór því að voinum, að almenningur hér heima þekkti lítið til hans, nema af tónsmíðum einum. Enn eru þeir þó margir úr hópi roskinna manna og eldri, sem muna hann gjörla frá því að hann dvaldi hér á árunum 1922—24, og þeir, sem þá kynntust honum persónulega, eiga þaðan mjög glaðar og góðar minningar um þennan ljúflynda listamann og grand seigneur. Og vafalaust munu þeir aðrir, sem nú fyrst kynn- ast ævi Sveinbjörns Svein- björnssonar furða sig á því, að saga þessa hugþekka snill- ings skuli ekki fyrir löngu hafa verið samin og gefin út. Sveinbjörn var fæddur að Nesi við Seltjörn 28. júní 1847, en ólst upp í Reykjavík. Voru foreldrar hans Þórður Svein- björnsson dómstjóri Landsyf- irréttar og kona hans Kristine, F. Knudsen, s y s t i r Krist- jönu sem Jónas Hallgrims- son unni ungur og kunnust er af einu fegursta kvæði hans Söknuði (Man ég þig, mey). Sveinbjörn varð stúdent 1866, en gekk því næst í Prestaskól- ann og útskrifaðist þaðan með 1. einkunn 21 árs gamall, 1868. Flutti hann prófpredikun sína í dómkirkjunni, og hefur það sennilega orðið hans fyrsta og síðasta „prestsverk". Fór hann upp frá því utam til tónlistar- náms, og bjó síðan lengst æv- innar í Edinborg, en einnig um skeið bæði vestan hafs og í Kaupmannahöfn. Naut hann hvarvetna mesta álits og vin- sælda. Að sjálfsögðu gerir Jón Þór- arinsson tónsmíðum Svein- bjarnar góð skil í bókinni, en hún er samt fyrst og fremst ævisaga hans. Þannig fjallar nærfellt helmingur bókarinn- ar um uppvöxt Sveinbjarnar, fram til þess að hann fer utan. Er þar brugðið upp lifandi svipmyndum frá heimilishátt- um og bæjarbrag, sagt ýtar- lega frá lífinu í Latínuskólan- um, kynnum við ýmsa merka ég þakka henni fræðsluna og skemmtunina í liðinni tíð, og votta þeim, sem staðið hafa og standa að útgáfu hennar, þökk mína og virðingu. Ég er þess fullviss, að margir Vestur- Islendingar taka sama huga undir þær kveðjur og óskir. menn, og einnig frá Kvöldfé- laginu, hinum merka leynifé- lagsskap reykvískra mennta- manna, og þannig mætti lengi telja. Höfundur segir í formála, að Sveinbjörn Sveinbjörnsson hafi orðið sér því kærari sem hann hafi starfað lengur að þessu verki, og öll frásögn hans ber það glögglega með sér. Auk annars hefur hann safnað saman ótrúlega miklu af bráðskemmtilegum fróð- leik, sem varpar ekki aðeins skýru ljósi á þann, sem um er ritað, heldur hrífur lesandann með sér á vit aldar og um- hverfis, sem í raun er ekki ýkjalangt undan, en virðist samt horfið svo óralangt inn í rökkur fortíðarinnar. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ævisaga, eins og bókin nefn- ist, er 261 bls. í stóru broti, og veglega útgefin sem vera ber. Hún hefur að geyma yfiir 40 myndir, sem fæstar hafa áður birzt, og ennfremur ýtarlega skrá um öll tónverk Svein- bjarnar. Tekur hún ein yfir 12 síður, tveggja dálka. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f., en Torfi Jónsson teiknaði band og kápu. Verð bókarinnar til félags- manna er kr. 685.00. Mgbl. 23. nóv. STÓRBRUNI í ÓLAFSVÍK Eldur kom upp í beitinga- skúrum, svokölluðu Freyju- húsi hér í þorpinu í kvöld. Húsið, sem er eign Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur, er járnklætt timburhús — a 11 m i k i ð að stærð. 1 húsinu höfðu aðstöðu 3 bátar til beitinga og er veið- arfæratjón bátanna mikið — skiptir líklega milljónum. Slökkvilið staðarsins kom strax á vettvang. Stillt veður var og 4 til 5 stiga frost. Eng- inn maður var í skúrnum, er eldurinn kom upp, en nýlokið var við að beita bjóð eins bátsins. Skúrinn var olíu- kynntur. Húsið hefur verið notað til saltfiskgeymslu að hluta. Enn er ekki ljóst, hve mikið tjónið er, því að slökkvistarf stendur enn og eldur er uppi á tíunda tímanum í kvöld. Mgbl. 14 nóv. Sveinbjörn Sveinbjörnsson

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.