Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 08.01.1970, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA; FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Það er aldrei að hún sé merkileg í svörum og þið öll,“ sagði Siggi og fór út, en sneri við í dyrunum og sagði: „En bíðið bara þangað til ég býð ykkur mína þjónustu.“ Svo slengdi hann aftur hurðinni á hæla sér, án þess að kveðja heimilisfólkið. „Hvað er hann eiginlega að þvæla um?“ spurði húsbóndinn undrandi. Kristín sagði honum í fáum orðum hvað fyrir hefði komið meðan hann var fjarverandi. „Alltaf eru einhver höppin, sem fylgja honum, þessum strákgepli. Það er víst alveg óþarfi að vera hæna hann hér að heimilinu með kaffigóð- gerðum,“ sagði hann. „Hann bara bað um kaffi og vildi fá hér gist- ingu líka. Þvílík þó bölvuð frekja. Ellegar að sjá, hvemig gólfið lítur út eftir hann, þennan bölv- aðan sóðalim,“ sagði Kristín allt annað en blíðlega. 6. Jónanna vaknaði ekki fyrr en farið var að að skíðloga í vélarkríli, sem var inni í stofunni og orðið vel hlýtt inni. „Hvernig hefur veðrið verið?“ kallaði hún fram fyrir, því að hún heyrði þar til Kristínar. „Það má heita gott. Og Páll er kominn út í búð.“ „Er það mögulegt?“ sagði Jónanna alveg hissa. „En hvað það er gott að heyra. Hvar er hann í fæði?“ bætti hún við. „Hjá Guðfinnu saumakonu. En hún vill nú helzt losna við hann, vegna þess hvað hún hefur orðið mikið að gera. En hér vill enginn selja fæði nema hún.“ Bogi, en svo hét húsbóndinn á þessu heimili, hafði farið út strax um morguninn að hugsa um kindur, sem hann átti. Þær settust því tvær að morgunkaffinu, ólíkt hressari en þær voru um háttatíma kvöldið áður. Þá kom Páll inn og bauð góðan daginn. Hann var með bólgið nef og hruflað andlit. „Þú ert talsvert djarfur að fara út í kuldann svona útlítandi,“ sagði Jónanna. „Það er víst ekki hættulegt, í frostlausu veðri. Það má ekki leggjast í leti núna, þegar allir þurfa að fá úttékt,“ sagði hann. Svo bætti hann við: „Ég þakka ykkur báðum fyrir góða aðhlynningu.“ „Þú drekkur líklega kaffi með okkur, fyrst þú ert kominn,“ sagði húsmóðirin. Hann þakkaði boðið og settist. „Var það ekki meiningin að þú værir að hugsa um að fá einhverja úttekt í gær?“ Það var Jónanna, sem hann talaði til. Hún játti því. „Þá væri það heppilegast að þú kæmir út núna, meðan enginn er í búðinni.“ Að kaffinu loknu fylgdust þau út í búðina. Þegar þau voru komin þangað inn, spurði hún: „Hratt hann þér virkilega út úr búðinni í gær?“ „Já, það gerði hann. Hann reynir að gera mér allt til ills, sem hann mögulega getur, sá argi þrjótur. Hann klagaði mig í haust fyrir verzlun- areigandanum. Sagði að ég hefði búðina læsta hálfan daginn og stæði við slátt upp um alla Hlíð. Því var ekki anzað. Svo ætlaði hann að spilla því, að ég yrði tekinn fyrir kennara í hreppnum. Eh þess þurfti hann ekki, því að ég sótti ekki um það. Ég er að hugsa mér að flytja héðan í vor, svo að hann þurfi ekki að vera á hælunum á þér eins og grimmur hundur. Heldurðu að þú getir -ekki losað þig við ljósmóðurstörfin og komið með mér, væna mín. Ég býst við að þér þyki það leið- inlegt, engu síður en mér, að hafa hann stöðugt á hælunum.“ „Hvað ætti ég að gera þar sem þú sezt að?“ spurði hún. „Það er enginn tími til þess að hafa langan formála að bónorði, en okkur hefur þótt vænt hvoru um annað frá því við bjuggum í Sellandi. Er ekki svo? Það er náttúrlega ekki heppilegt að vera að fara á fjönur við kvenfólk eins og ég lít út núna.“ „Við getum verið ágætir kunningjar þó að við séum ekki trúlofuð. Hvað útlitið snertir, þá veit ég að skrámurnar á andliti þínu gróa áður en þú giftir þig. 1 hjónabandið langair mig ekkert. Við skulum láta þetta alveg eiga sig, enda er ein- hver sveitamaður að koma þarna.“ „Það er ekki íriður til neins í þessari búðar- holu, ekki einu sinni að bera upp bónorð,“ sagði hann. Kristínu fannst Jónanna nokkuð rjóð á vang- ann, þegar hún kom inni í eldhúsið með marga böggla af varningi, sem hún ætlaði til jólanna. „Ég get sagt þér góðar fréttir. Ég get fengið að sitja á sleða, ef ég doka við fram til klukkan tvö svo að ég tók vel út, fyrst ég þarf ekki að bera það. Svo að þetta varð eftir allt saman mesti happatúr.“ „Hvaða höpp fleiri?“ spurði Kristín og brosti. Þá roðnaði Jónanna enn meira. „Ja, það er auðvitað sleðaferðin," sagði Jón- anna. „Og svo þetta lán, að ég náði hingað í gær, áður en hríðan skall yfir. Og þess vegna gat ég stumrað yfir Páli mínum, þó að ég viti, að þú hefðir gert það líka.“ „Ekki eins vel og þú, með þínar lærðu ljós- móðurhendur,“ sagði Kristín. „Ef hann hefði ekki litið svona hræðilega út í andlitinu, hefði mér dottið í hug að hann hefði þakkað þér fyrir með kossi. Þú leizt svo ánægjulega út, þegar þú komst frá honum.“ „Nei, hann er nú ekki svoleðis maður, að hann sé með kossaflens,“ sagði Jónanna. Svo bauð hún Kristínu að baða litlu telpuna og dáðist að því hvað hún væri stór og falleg. Þá var barið að dyrum og Kristín varð að fara fram og opna fyrir gestinum. Jónanna þekkti þegar málróm gestsins. Það var Ráða. Hún heyrði að hún var að spyrja eftir Páli. Nú hefur Siggi sent hana til þess að grenslast um, hvort hann væri alvarlega veikur. Var náttúrlega smeykur um, að hann yrði kærður fyrir óþokkaháttinn og þyrfti að fara fyrir rétt. Sök bítur sekan, hugs- aði Jónanna. Ráða var nú komin inn í eldhús og rausaði um, hvað þar væri notalegt. „Og þarna stendur kaffikannan á vélinni. Ekki er það lakara,“ sagði hún brosleit. „Er Jónanna annars hérna? Hún hefur þó líklega ekki farið heim í gærkvöldi í hríðinni, sem þá skall á? Svo hefur hún auðvitað þurft að vaka yfir Páli vesalingnum.“ „Það þurfti víst enginn að vaka yfir honum. En hún svaf hérna í nótt og er nú að baða dóttur mína héma inni.“ „Sigurður hefði sjálfsagt fylgt henni, ef hún hefði getað þegið það,“ sagði Ráða. „Veðrið hefði víst ekki batnað neitt, þó að hún hefði fylgzt með honum,“ sagði Kristín. Jónanna kom nú fram með barnið á hand- leggnum og heilsaði Ráðu brosandi. „En hvað þú ert glöð og móðurleg yfir barn- inu. Náttúrlega fyrirboði þess að þú farir að verða mamma sjálf,“ sagði Ráða. „Ég er nú búin að eignast nokkur ljósbömin og hef gaman af að sjá þau stækka og fríkka, blessaða kroppana. Ég veit ekki hvort ég yrði nokkuð ánægðari, þó að ég hefði fætt þau sjálf,“ sagði unga ljósmóðirin. „Ég hef nú bara ekki séð þig svona glaðlega, síðan í Sellandi forðum. Við gleymum nú varla vikunum þeim,“ sagði Ráða og virti Jónönnu fyrir sér. „Það er ólíklegt,“ var það eina sem Jónanna sagði. Kristín var búin að skerpa á könnunni. „Þú ert víst sannarlega í þörf fyrir góðan kaffi- sopa, Ráða mín, að vera búin að þramma ofan frá Háaleiti í þessari líka ófærð, og komin alla leið hingað svona eldsnemma,“ sagði Kristín. „Ég er orðin óvön því að sofa allt of lengi fram á morguninn þessar vikur, sem liðnar eru af þess- um leiðindavetri. Og þær eru þó nokkrar vatns- föturnar, sem ég verð að kjagast með á degi hverjum í lömbin og beljuna. Eiginlega er það, karlmannsverk en ekki konu, þó að mér sé boðið upp á það,“ sagði Ráða. „Líklega ber hann þó vaitnið handa skepnun- um, þegar hann er úr frá,“ sagði Kristín. „Það gerir hann ekki. Hann lítur áreiðanlega á þessar skepnur eins og honum komi þær ekkert við,“ sagði Ráða og stundi mæðulega. „Hvað svo geta þeir þrír fullorðnir karlmenn- irnir haft að gera þarna fram frá? Er svona margt féð hjá þeim?“ spurði Kristín. „Það er nú líklega eitt af því, sem fáir geta svarað, hvað þeir hafa margt á fóðrum. Svo bara drífa þeir á mig tututgu lömb til að hirða. Held- urðu að ég fái að vita af því,“ sagði Ráða. Svo bætti hún við: „Eiginlega kom ég hingað til þess að reka erindi Sigurðar. Harm sagðist ekki nenna ofan eftir, sagðist hafa verið búin að híma hér nógu lengi í gærdag, og ekki svo mikið að hann fengi úttekt, heldur kom allslaus heim. Mér heyrð- ist hann segja, að Pétur oddviti hefði kennt sér um að Páll hrasaði til og meiddi sig. Hvernig líður honum annars, vesalingnum? Ég held bara að Sigurður hafi sama sem ekkert sofið í nótt út af þessu,“ rausaði Ráða. „Það hefur þá sannazt þar, að sök bítur sekan,“ sagði Jónanna. Ráða horfði á hana hissa. „Hann bauðst til að ná í meðul eða lækni, ef þess þyrfti með,“ sagði Ráða. Þær Kristín og Jónanna litu kímileitar hvor á aðra. „Sjáum til hvað hann er artarlegur, þegar mest á ríður,“ sagði Kristín. „En honum er alveg óhætt að lúra rólegum. Páll er úti í búð eins og hann er vanur og þarf vonandi hvorki lækni eða meðal í*þetta sinn, enda hefði Siggi á Barði áreiðanlega orðið sá síðasti, sem beðinn hefði verið að fara þá sendiför," sagði Jónanna. Hann hefur þá líklega gert heldur mikið úr meiðslum Páls eins og fleiru. Bölvaður ýkjumar í honum! Ég hefði svo sem átt að þekkja það,“ sagði Ráða. „Hann sagði að Páll hefði legið eins og dauð skepna fyrir utan búðardyrnar, og allur blóðugur, þegar hann hefði verið borinn inn,“ bætti hún við. „Það var náttúrlega satt,“ sagði Kristín. „En við gerðum allt sem við gátum til þess að koma honum aftur til meðvitundar. Og það tókst eins og flest, sem tvær konur vilja. Okkur þykir báð- um jafn vænt um hann og honum einnig um okkur.“ Ráða horfði hálfvandræðalega á þær til skiptis og vissi ekki hvað hún átti að segja við þessari hreinskilnislegu játningu Kristínar. Svo kom það. „Jæja, ég get þá glatt hann með því, að Páll sé orðinn svo hress að hann sé farinn að afgreiða í búðinni. En mikill bölvaður asni er þessi maður. Ég ætti að þekkja hann frá fornu fari, að látast vera meðvitundarlaus. Og svo kominn í búðina eftir nokkrar klukkustundir. Þakka þér svo fyrir kaffið, K-ristín mín. Það var notalegt að renna því niður. Verið þið svo blessaðar báðar.“ „Þú skalt segja Sigga það, að við höfum báðar sofið hjá Páli í nótt og strokið honum og vermt hann, þangað til hann varð albata. Hann hefur áreiðanlega meiri konuhylli en Siggi á Barði,“ kallaði Kristín á eftir henni og skellhló. ' „Sú gerir svei mér mat úr þessu,“ sagði Jón- anna og hristi höfuðið. i

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.