Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1970 GUNNAR GUNNARSSON: Feðgarnir Þeir áttu heima utanvert við kauptúnið, feðgamir. Báð- ir hétu þeir Snjólfur, — Snjólfur gamli og Snjólfur litli voru þeir kallaðir í dag- legu tali. En þeir kölluðu hvor annan í ávarpi einungis Snjólf. Það var einhver vani hjá þeim, , þeim fannst það nátengja þá meir hvorn öðrum, að þeir hétu sama nafninu og kölluðu 4 hvor annan því óbreyttu. Snjólfur gamli var kominn yfir fimmtugt, en Snjólfur litli var ekki nema liðlega tólf ára að aldri. Þeir voru mjög samrýndir, gátu aldrei hvor af öðrum séð. Frá því Snjólfur litli mundi fyrst eftir, hafði það verið þannig. En Snjólfur gamli mundi lengra fram. Hann mundi, að 'fyrir þrettán árum hafði hann búið á óðalsjörð sinni klukku stundar reið frá kaupstaðnum, hafði verið giftur góðri konu og átt þrjú væn og hraust börn. En þá sneri gæfan við honum bakinu, og óhamingj an lagðist í einelti við hann. Fé hans hrundi niður úr fári og stórgripimir úr miltisbruna og öðrum kvillum. Og rétt á eftir fengu bömin hans kíg hósta og dóu oll þrjú, — og svo v a r ð skammt á milli þeirra, að þau lentu öll í eina gröf. Þar kom, að Snjólfur varð að bregða búi og selja jörðina til þess að geta staðið í skilum. Þá keypti hann nesið rétt utan við kauptúnið, byggði sér þar kofa, sem hann þiljaði sundur í tvennt, hróf- aði upp fiskhjalli, — og þegar það var búið, átti hann rétt fyrir ofurlítilli gaflkænu. •Það var fátæk og döpur ævi, sem hann og kona hans áttu þarna í kofanum. Reynd- ar voru þau bæði vön vinnu — en þau voru óvön harðrétti og stöðugum áhyggjum fyrir komandi degi. Flesta daga varð að sækja fæðuna í sjó- inn. Oft var hafið þeim harð- drægur gjafari. — Þau gengu ekki á hverju kvöldi södd ti sængur. Og til fatnaðar og þæginda var sáralítið afgangs Á sumrin vann konan að fiskþurrkun hjá kaupmannin- um. En þurrkdagamir voru svo fáir og tímalaunin lág. — Henni entist ekki aldur leng ur en rétt fram yfir fæðingu Snjólfs litla, — síðasta athöfn hennar var að ákveða nafn hans. — Upp frá þeim degi bjuggu feðgamir einir í kaf- anum. Snjólf litla rak óljóst minni til skelfilegra þrautatíða. — Þá hafði hann verið einn í kofanum, og dagamir höfðu verið óslitin lest rauna og harmkvæla, — því enginn hafði verið til að gæta hans, meðan hann var ennþá of ung- ur til, að pabbi hans gæti tek- ið hann með sér á sjóinn. Snjólfur gamli hafði orðið að binda hann við rúmstuðulinn, meðan hann var í burtu, eða setja allt laust til hliðar, svo að hann gæti ekki náð í neitt, sem hann gæti farið sér að voða með, því heima gat hann ekki setið. Hann varð að sækja >eim í soðið. Gleggra mundi Snjólfur eft- ir sælli stundum, eftir sum- arblíðum dögiun á sólglitrandi rafi. — Hann mimdi eftir, að hann sjálfur sat í stafni og horfði á Snjólf gamlía inn- byrða gljáandi veiðina. En einnig þeir tímar voru beizkju blandnir, því suma daga grét himinninn, og Snjólfur gamli varð að róa einn á gaflkæn- unni sinni. Þar kom þó, að Snjólfi litla óx svo fiskur um hrygg, að hann gat fylgt Snjólfi gamla á sjó, í hvaða veðri sem var. Og upp frá þeim degi höfðu þeir aldrei skilið hvor við ann- an. Hvorugur mátti af öðrum sjá stundinni lengur. Ef ann ar hvor þeirra rumskaðist í svefni, vaknaði hinn strax, og yrði annar hvor þeirra and vaka, gat hinn ekki með nokkru móti sofnað. Maður gæti hugsað sér, að þeir hefðu verið svo samrýnd ir, af því þeir hefðu haft svo margt að spjalla um sín á milli. En svo var ekki. Þeir þekktu hvor annan svo vel og báru svo óbilandi traust hvor til annars, að þeir þurftu ekki talsins við. — Dögum saman sögðu þeir ekki nema orð og orð á stangli. Og þá kunnu þeir hvað bezt við sig hvor hjá öðrum. Þeir þurftu ekki nemá að líta hvor á annan til þess að gera sig skiljanlega. En meðal þeirra fáu orða, sem fóru á milli þeirra, var setning, sem kom • upp aftur og aftur, — Það er að segja, það var alténd Snjólfur gamli, sem sagði hana við Snjólf litla. Og orðin voru þessi: „Maður verður bara að sjá um að standa í skilum við alla og skulda engum neitt og svo reiða sig á forsjónina“. Enda sultu þeir heldur en að kaupa nokkuð, sem þeir gátu ekki borgað út í hönd Og þeir rifuðu sér saman. föt úr gömlum strigadruslum og karbættu þau til þess að hylja nekt sína skuldlaust. Allir nágrannar þeirra skulduðu og borguðu ekki kaupmanninum nema endrum og eins — og aldrei að fullu. En feðgarnir h ö f ð u aldrei skuldað nokkrum manni eyris ígildi, svo lengi sem Snjólfur litli mundi til. En fyrir hans tíð hafði Snjólfur gamli haft reikning hjá kaupmanninum eins og allir aðrir. En það hafði Snjólfur litli enga hug' mynd um. Þeir urðu að sjá um að hafa afgang frá sumrinu tii vetrar- ins, þegar ekki gaf á sjóinn fyrir stormum og hríðum vik' unum saman. Þeir ýmist sölt- uðu niður eða hertu fiskinn til vetrarins, en sumt seldu þeir kaupmanninum til þess að vera ekki auralausir, þegar veturinn færi í hönd. En sjald- an áttu þeir neitt eftir að vor- laginu, og stundum varð þurrður í búi, þegar á vetur- inn leið. Það fór svo flest vor, að þeir fengu að kenna á sult- inum — meira eða minna. Þeir reru hvem þann dag, sem gæftir leyfðu, en k o m u oft tómhentir heiím — eða með magra lúðu á kænubotninum. En þeir börmuðu sér aldrei. Þeir skiptu aldrei skapi. Þeir b á r u þrautabyrði sína, þó >ung væri, með sama jafnað- argeðinu og hamingjuna, þá sjaldan hún brosti ofurlítið við þeim, báðir tveir, því þeir skulduðu þó enigum neitt. Og vonin um, að þótt þeir fengju ekkert að borða í dag, þá kynni guð að senda þeilm málsverð á morgun — eða hinn daginn —, var þeim alténd næg huggun. En þeg- ar á vorið leið, urðu þeir oft fölir og kinnfiskasognir, og erfiðir draumar ásóttu þá. Og langtímum saman lágu þeir andvaka.---------Og eitt af þessum raunavorum, — og það vor var meira að segja frem- ur venju kalt og hretasamt, svo varla gaf hægviðrisdag, — kom ógæfan á ný yfir Snjólf garnla. Snemma morguns lenti snjóflóð á kofanum, og urðu báðir feðgarnir undir því. En Snjólfi litla tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að grafa sig upp úr fönninni. Og þegar hann sá, að hann mundi ekki einn vera fær um að finna S n j ó 1 f gamla í skaflinum, hljóp hann allt hvað fætur t o g u ð u til kauptúnsins og vakti upp. En hjálpin kom of seint, — Snjólfur gamli var kafnaður, þeigar þeir loksins fundu hann í fönninni. Þeir lögðu líkið á stóran stein undir kletti, sem var þar rétt hjá. Seinna um daginn átti að sækja það á sleða og aka því inn í kauptúnið. Snjólfur litli stóð lengi og strauk hærukollinn á Snjólfi gamla. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, — enginn heyrði, hvað það var. En hann grét ekki. Fólki þótti hann vera undarlegur gemlingur, að hann skyldi ekki einu sinni tárfella yfir föðurmissinum, og varð hálfkalt til hans fyrir bragðið. „Að hugsa sér, að drengur á hans aldri skyldi vera svo kaldlyndur,“ sagði það sín á milli. Þess vegna fór svo, að eng- inn gaf sig neitt frekar að honum þama strax. Og hann varð einn eftir á nesinu, þeg ar fólk fór heim til að fá sér morgunbita og sækja sleða til þess að aka líkinu héim á. Kofinn hafði færzt úr stað og var allur brotinn og braml- aður. Sums staðar stóðu stoð- arendar upp úr snjónum, og hingað og þangað sást á verk- færi og áhöld. Snjólfur litli ráfaði niður í fjöruna til þess að líta eftir kænunni. Hann sagði ekki neitt, þegar hann ( sá brotin af henni skolast hingað og þangað í flæðarmál- inu, en hann varð þimgbrýnni við. Svo gekk hann aftur upp úr fjömnni og settist á steininn hjá líkinu. „Þetta voru óskemmtilegar horfur,“ hugsiaði hann með sér. Hefði kænan bara verið óbrotin, þa hefði hann getað selt hana, því einhvers staðar varð að ná í það, sem þurfti til útfararinnar. Snjólfur hafði jafnan sagt, að þegar maður dæi, þyrfti maður að eiga fyr- ir útförinni, því það væri skömm að því að láta grafa sig á kostnað sveitarinnar. En hann hafði bætt því við, að þeir gætu báðir dáið rólega, hvenær sem vera skyldi, því það fengist að minnsta kosti nægilegt í útfararkostnað fyr- ir þá báða fyrir kofan, kæn- una og nesið — á uppboðinu. En nú var allt saman eyðilagt nema nesið. Og hvernig átti hann að fara að að gjöra sér fé úr því? Hann var hræddur um, að það væri einskis virði svona alveg allslaust og eyði- lagt. . . . Og nú loksins datt honum líka í hug, að hann hefði sjálfur ekkert að borða og hlyti líklega að drepast úr sulti, — því hafði hann gleymt til þessa. Hann langaði eigin- lega mest til að hlaupa niður í fjöruna, vaða út í sjóinn og drekkja sér. En þá var það, að bæði hann og Snjólfur yrðu jarðaðir á kostnað sveitarinn- ar. Og nú f a n n s t honum ábyrgðin hvíla á sér fyrir þá báða. Og hann hafði ekki kjark í sér til að verða valdur að því, að þeir báðir hvíldu með skömm í gröfinni. Snjólfur litli var óvanur svona erfiðum heilabrotum. Hann fékk höfuðverk og var skapi næst að gefa allt upp á bátinn. Þá datt honum allt í einu í hug, að hann æ 11 i engan samastað. Og það yrði kalt að vera úti í nótt. Hann hugsaði málið fram og aftur og fór svo að draga saman stoðir og sperrubrot. Hann lagði stoðirnar skáhallt upp að klettinum yfir líkið, byrgði yfir með segldruslum og mokaði snjó upp að öllu saman til þess að gjöra hlýrra þar inni. Honum var ofurlítil huggun í því, að hann mundi fá að hafa Snjólf þarna hjá sér í nokkra daga. Það yrði þó varla meira en vikutíma. Þ e g a r hann var búinn, skreiddist hann inn í skúrinn og settist flötum beinum við hliðina á líkinu. Hann var bæði þreyttur og svangur og sársyfjaður. En þá flaug hon- um aftur í hug, hvernig í ó- sköpunum hann ætti að fara að því að borga útförina. Og allt í einu datt honum ráð í hug, — og hann mundi líka geta bjargað sjálfum sér. Og undir eins hvarf honum öll þreyta og svefnmók. Hann snaraðist út úr skúrnum og hélt áleiðis til kauptúnsins. með Loftleiðum Spyrjist íyrir. Þér munið komast a2S því, að lægslu far- gjöldin iil íslands eru enn með Lofíleiðum-flugfélag- inu, sem hefir haft til boða lægstu flugfargjöldin í 25 ár. Og þið finnið hið góða íslenzka andrúmsloft um leið og þið farið um borð. Fargjaldið báðar leiðir frá New York er venjulega aðeins $232.00, og aðeins $320 00 um hásumarið. Og aðeins $200.00 (innifalið $70.00 í íslenzkum vörum og þjónustu), ef þú ert í 15 manna hóp. Ef þú æilar lil meginlandsins bjóða Lofl- leiðir þér betri kjör en nokkurl annað flugfélag. *aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICELANDIDÁmuNEs & »1» 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 t New York Chicago San Francisco Miami Fáið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinni á ferða- skrifstofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.