Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1970 Lögberg-Heimskringla PubUahcd •▼•ry Thuxsday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD 303 K*nn«dy Sireet, Winnipeg 2, Man Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jokob F. Kristjonsson; Vice-President S. Aleck Thorormson; Secretory, ; Dr. L. Slgurdson; Treoeur«r, K. Wllholm Johonnson. KDITORIAL BOARD WinRipaf; Prof. Horoldur Besaoson, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Voldlmor J. Eylonds, Coroline Gunnaruon, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M. Peturseon. Voocouver: Gudloug Johonnesson, Boai Bjornason. Minneapolis: Hon. Voldímor Biornaon. Vktorlo, B.C.: Dr. Richord Beck lcolaiMl: Birgir Thor- loclus Staindor Staindorsoon, Rov. Robart Jack Subscription $6.00 por year — payable in advance. TELEPHONE 943-993’ "Sacond class moil registration number 1667". Sextugasti aratugur tuttugustu aldarinnar Enginn áratugur í mannkynssögunni mun eins viðburða- ríkur, eins og sá, sem nú er nýliðinn í aldanaskaut. Breyt- mgarnar á öllum sviðum svo miklar, að fólk fær ekki áttað sig á þeim í fljótu bragði. Þegar maður lítur til baka finnst rnanni lífið hafa verið afar einfalt fram að sextugasta tug- :num. Jafnvel fertugasti' tugurinn gerðu menn ekki eins íinglaði því þá beittu allir sér að einu marki — að sigra í heimsstyrjöldinni. Fimmtugasti tugurinn var allfriðsæll, þá var Dwight Eisenhower lengst af forseti Bandaríkjanna og byrjaði em- bættisferil sinn með því að semja frið í Koreu. Ekki bar þá á neinni sérstakri óánægju hinnar uppvaxandi kynslóðar. En keppni og togstreita var þá hafin milli stærstu stórveldanna, Sovietríkjanna og Bandaríkjanna. Þegar Rússar skutu geimhnettinum Sputnik á loft í lok ársins 1957, varð Bandaríkjunum heldur en ekki hverft við. Við minnumst fremur barnalegra orða Eisenhowers, er hann kom fram í sjónvarpinu. „Halda þeir, að þeir séu komnir á undan okkur?“ Hann brýndi þá fyrir þjóðinni, að nauðsynlegt væri að ser.da sem flest ungmenni á æðri skóla, ekki sízt til að leggja stund á raunvísindi. Síðan hefir aðsókn að háskól- um farið mjög vaxandi víða um heim. í byrjun sextugasta tugsins kom hinn ungi glæsilegi forseti, John F. Kennedy til valda í Bandaríkjunum. Til að byrja með varð honum á sú skyssa að reyna að leggja Cuba á ný undir Bandaríkin, en misheppnaðist algerlega. En hann bætti fyrir það þegar honum tókst að neiða Nikita Kruschef til að fjarlægja sprengjur, sem Rússar höfðu komið fyrir á Cuba til að ógna Bandaríkjunum. Kennedy gerði það og að markmiði þjóðarinnar að hún yrði fremst allra í geimvísindum, og áður en sextugasta tuginum lauk, höfðu Bandaríkjamenn flogið til tunglsins og stígið þar fæti og þótti það geysimikið afrek, þótt skiptar skoðanir séu um það, hvort slíkt komi mannkyninu að miklu gagni. Kennedy var myrtur tæpum þrem árum eftir að hann kom til valda og vakti það sorg um alla heimsbyggðina. Margir frammámenn hafa verið myrtir á þessum áratug; Vervoerd forsætisráðherra Suður Afríku; Trujillo, einræðis- herrann Dominica, Martin Luther King forustumaður blökkumanna og Robert Kennedy, sem sennilega hefði orðið íorseti Bandaríkjanna. Kynþáttaóeirðir hafa keyrt fram úr öllu hófi í Banda- ríkjunum. Fyrst á þessum áratug gengu margir hvítir menn í lið með blökkum'önnunum til þess að berjast fyrir réttind- um þeirra og mikilvægasta jafnréttinda löggjöf blökkumanna kom fyrir þingið að frumkvæði Lyndon B. Johnson sem tók við forsetaembætti af J. F. Kennedy. En nú vilja blökku- menn ekki lengur þiggja liðsinni hvítra manna; þykjast geta náð réttindum sínum á eigin spítur; mynda þeir ýms félög, er nefnast „Black Panthers“ og fleiri slíkum nöfnum, og er nú allmikið um óeirðir í Bandaríkjunum út af þessum málum. En þó er það stríðið í Viet Nam sem verst hefir farið með Bandarísku þjóðina á þessum áratug. Þjóðin hefir all- lengi verið haldin einhverjum sjúklegum ótta við kommún- istakenningar, og Kennedy forseti lofaði Suður Viet Nam aðstoð gegn Norður Viet Nam vegna þess að sá hluti þjóð- arinnar var talinn kommúnisma sinnaður. Þessi aðstoð jókst með ári hverju, ekki sízt í tíð Johnson fo.rseta og nú er svo komið að um 40,000 Ameríkanar hafa fallið í þessari styrjöld og stjórnarvöldin hafa varið eitt hundrað billjón dollurum í þessa styrjöld, en höfðu þá aldrei sagt neinum stríð á Lendur. Sjónvarpið færir þjóðinni myndir af þessum heildarleik daglega og er hún nú að snúast gegn þessum manndrápum og þeirri spillingu, sem þau hafa á hina ungu menn. Núver- andi forseti, Nixon, hefir nú lofast til að draga Bandaríkja- herinn smámsaman heim. í þessum línum hefir aðallega verið minnst á viðburði í Bandaríkjunum, en sú þjóð er nágrannaþjóð okkar Can- adamanna. Hún er 20 sinnum stærri en okkar þjóð og hlýtur því að hafa mikil áhrif á hugsanalíf, venjur og viðburði hér. Það er satt, sem Pierre Elliot Trudeau forsætisráðherra í Canada sagði á fundi blaðamanna þar syðra, „að liggja næst við Bandaríkin er eins og fyrir mann að hvílast við hliðina á fíl; hver smákippur fílsins raskar ró mannsins.“ Mörgum þykja, að Bandaríkjamenn hafi náð fullmiklu eignarhaldi á auðlindum og landssvæðum hér nyrðra, og Canadamönnum var um og ó, þegar hið stóra olíuflutninga- skip, Manhattan, ruddi sér gegn um íshafið til Alaska, en þó með aðstoð Canadíska ísbrjótsins, John A. McDonald. Og nú er hátt á baugi hjá Canada að koma í veg fyrir frek- ari spillingu á vötnum, ám og jarðvegi í landinu, en ekki geta þeir hreinsað stórvötnin eystra og ár sem renna frá Bandaríkjunum inn í Canada án samvinnu við Bandaríkin. En samvinna um þessi mál ætti að verða auðveld, því Banda- ríkin hafa einnig áhuga á þessum málum. Uppreisn æskunnar (Teenagers) er nú mörgum mikið sorgar- og áhyggjuefni. Hvaðan sú alda er upprunnin veit enginn. Helzt er talið að vísirinn hafi verið fjórmenningarnir frá Liverpool, hinir svo nefndu, Beatles, þeir voru með langt hár, sérstaka búninga og sömdu og spiluðu sín eigin lög, hávær og einkennileg eins og þeir sjálfir. Unga fólkið virtist verða örvita þegar það hlýddi á þá. Á síðustu árum hefur fjöldi hngs fólks hætt skólagöngu eða vinnu og ferðast um löndin í hópum, og er það nefnt beatniks eða hippies. Piltarnir láta sér vaxa skegg og langt hár, og þessi ungmenni klæðast furðulegum búningum í alls- konar litum, og bera allavega lita hálsfestir o. s. fr. Margt þetta unga fólk hefir tekið upp á því að neyta eiturlyfja eins og marjuana og fl. Annars hefir fatatízka almennings verið nokkuð furðuleg á þessum árum einkanleg kvenpilsin, sem eru orðin stýttri en góðu hófi gegnir. Hið mikla undratæki þessa sextugasta áratugs er sjón- varpið. Það er spursmál hvort það hefir orðið heiminum til góðs eða ills. í Bandaríkjunum er þetta tæki í þriggja auð- félaga höndum og er undravert að þeim skuli leyft að birta allar þær siðspillandi myndir, sem þeim sýnist: glæpamanna, kynferðis spillingar myndir. Með hinum nýju satellite hnött- um er hægt að varpa þessum myndum um allan heiminn á svipstundu. Margt fleira mætti minnast á, svo sem margar uppfinn- ingar sem hafa orðið til ills eða góðs. Thalidomite lyfið, sem þungaðar konur neyttu pg varð þess valdandi að börn þeirra fæddust handleggja- eða fótastutt. Hjartaflutning úr dánum manni í lifandi mann. Allskonar gerfiefni, t. d. DDT og gerfisápan sem nú eru talin stórhættuleg náttúrunni. „Pillan“ svonefnda, sem kemur í veg fyrir barneignir. Og að lokum computer uppfinningin, reikningavél, sem nefnd er, að ég held Tölva á íslenzku. Er spáð að fjöldi raunvísindamanna muni margfaldast á næstu árum og þeir finna upp tæki sem létta vinnu af fólkinu en Tölvan verði mikilvægust þeirra tækja. — I. J. Hvers vegna eldist fólk? Barn sem fæðist í ár kann vel að verða á lífi árið 2090. Vísindamönnum hefur tekizt að lengja ævi dýra um allt að því þriðjung, og ekkert virð- ist mæla á móti því að manns- ævin verði lengd að sama skapi. Én enn eru rannsóknir skammt komnar á því, hvað raunverulega gerist þegar fólk eldist; enn vita vísindamenn ekki til neinnar hlítar, hvað aldur er. Einstakir líkamshlutar og eiginleikar manna eldast mjög misfljótt. Líkamsafli og vöðvasamstillingu byrjar að hraka eftir 25 ára aldur, og hæfileikinn til að greina háar nótur fer að dvína strax við 11 ára aldur. Kynorka karla minnkar frá þeirri stundu að þeir ná fullum kynþroska, og sá tími sem sár þurfa til að gróa lengist stöðugt allt frá fæðingu. Þessar breytingar og marg- ar fleiri er hægt að mæla, og það er hægt að segja fyrir um bæði þær og margar aðrar breytingar. Líkurnar á því að hárið gráni eða hverfi, ef um karlmann er að ræða, aukast eftir því sem lengra á ævina líður, og með tímanum þykkn- ar og skorpnar húð bæði karla og kvenna. Vísindamenn hafa á síðari árum veitt þessum breyting- um öllum sívaxandi athygli, og þeir hafa í því sambandi varpað fram ýmsum spurning- um, sem engan veginn hefir enn verið svarað til fullnustu. Þetta eru spurningar eins og sú, hvort um samband sé að ræða milli þessara breytinga og dauðans. Þatð liggur ljóst fyrir að líkumar á dauða auk- ast með hækkuðum aldri. En er maðurinn eins og vél, að jví leyti að hann stöðvist þeg- ar margir hlutar hans gefast upp í einu. Ef svo er, ætti að vera hægt að lengja lífið í það óendanlega með því að skipta um líffæri, alveg eins og gert er við aldamótabíla, sem enn eru í gangi. Eða að öðrum kosti, eru lifandi verur með einskonar innri klukku, sem , stjórnar öllum þessum breyt- ingum, og ef svo er, geta menn þá lært að stjórna þess- ari klukku með einhverju móti? Þessar spumingar standa að sjálfsögðu í sambandi við þá grundvallarspurningu, hvort í raun og veru sé til eitthvað, sem heiti eðlileg ævilengd. Það er engan veginn víst að svo sé, einfaldlega af því að hingað til hafa fæstir lifað nógu lengi til þess að ná eðli- legri ævilengd, ef hún er fyr- ir hendi. Sjúkdómar og slys hafa orðið fólki að fjörtjóni áður. Þessu h a f a nútíma læknavísindi breytt. Það getur bent til þess að til sé eðlileg ævilengd, að þrátt .fyrir aukið langlífi ná ekkert vemlega fleiri mjög háum aldri nú en áður. Hins vegar er mjög erfitt fyrir vísindamenn að komast að hve háum aldri fólk eigi1 að getá náð. Rannsókn á þessu tæki jafnlangan tíma og mað- urinn getur lifað, þ. e. alla ævi vísindamannsins og ef til vill lengri tíma. Þama yrðu því margar kynslóðir vísinda- manna að vinna að sama verk- efninu. Og það eru vissir örð- ugleikar því samfara að fá vísindamenn til þess að taka upp slík rannsóknarverkefni. Það kærir sig enginn um að hefja rannsókn, sem ekki get- ur skilað árangri fyrr en í hárri elli rannsakandans eða jafnvel ekki fyrr en eftir að hann væri dauður. En það er athugavert í þessu sambandi, að enginn deyr af því einu að hafa náð háum aldri. Gamalt fólk deyr úr ýmsum meinum, sem hægt væri að lækna eða læknuðust af sjálfu sér hjá yngra fólki. Þetta gæti bent til þess að um einhvers konar innri klukku, væri að ræða. í sömu átt benda einnig rannsóknir, sem farið hafa fram á dýrum, en- við þær rannsóknir koma enn sömu erfiðleikarnir. Það er mjög erfitt að komast að því hver eðlileg ævilengd dýra er,- Villt dýr verða mjög auðveld- lega öðrum dýrum að bráð, þau deyja úr sjúkdómum og af slysförum eða svelta í hel, þegar illa árar. Dýr í dýra- görðum eru hins vegar hægt að rannsaka, en þar er þó sá hængur á að dýr breytast tals- vert við fangavist, og oft get- ur verið erfitt að vita hvað af Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.