Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 15.01.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga 7. Ráða kjagaði heimleiðis með talsverðan böggul undir hendinni. Þegar heim kom, stóð Siggi bí- sperrtur úti á hlaði. Hann hefði víst alveg eins getað farið þessa erfiðu morgungöngu eins og hún. „Þú hefur svei mér verið fljót í ferðum, ef þú hefur þá ekki svikizt um að fara alla leið. En líklega hefurðu ekki svikizt um það, fyrst þú ert með þennan böggul meðferðis,“ sagði Siggi, þegar Ráða kom í hlaðið. „Víst fór ég alla leið. Það er ekki svo langt hérna ofan á Mölina að maður þurfi að vera marga klukkutíma. En ég hef nú aldrei haft þann sið, að híma hálfa dagana 1 búðinni, og allra sízt núna, þegar dagsbirtan er ekki nema tveir eða þrír klukkutímar,“ svaraði hún. „Nú, nú, hverslags bölvaður grassúr er þetta í þér, bikkjan þín. Hvernig hefur hann Páll okk- ar það. Er hann tórandi ennþá?“ „Ég get nú bara Sagt þér það að hann er í búð- inni eins og ekkert hafi í skorizt og alveg eins og hann er vanur. En það er náttúrlega ósköp að sjá trýnið á honum, garminum,“ sagði Ráða. „Ég skauzt inn til Stínu Boga. Þær voru svo sælar og glaðar, Jónanna og hún. Stína bað mig að segja þér, að þær hefðu báðar sofið hjá Páli í nótt og strokið hann og vermt, þangað til hann komst til meðvitundar. Svo flissaði hún eins og hún væri vitlaus. Þvílík kæti í manneskjunni! Ég vissi bara ekki hvemig ég átti að taka þessu. Svo heyrði ég að Bogi og einhver annar voru að blaðra um það utan við búðardyrnar, að oddvitinn væri búinn að skrifa kæru á þig, svo að þú fengir að koma á kontórinn eftir nýárið, skinnið.“ „Já, sei sei, mér þykir þú 'gera talsvert úr fréttunum. En hvernig leit hún Jónanna mín elskuleg út? Var hún jafn kát og hin gálan? Það er nú vissa en ekki vafi, að þau halda hvort við annað, enda hæg heimatökin hjá þeim,“ sagði hann. » „Hún sagði bara að þú gætir sofið rólegur. Páll þyrfti hvorki meðul né lækni, enda myndir þú seinastur allra verða beðinn að fara eftir þeim. Mér finnst þú ekki vera neitt sérstakt eftirlætis- barn sveitunganna, enda víst aldrei verið það,“ sagði Ráða. „Fari þeir allir norður og niður. Ég reyni sjálf- sagt að hafa mig burtu, áður en þessi bölvuð kæra verður lögð fram. Svo þætti mér vænt um að fá eitthvað að éta áður en ég legg af stað heimleiðis.“ „Þú hefur þó líklega gefið lömbunum morgun- gjöfina, fyrst ég þurfti endilega að þvælast þetta fyrir þig, ekki til neins gagns,“ sagði hún. „Ég er búinn að fá mína morgungjöf vel út látna hjá húsmóðurinni, ágætt kaffi. Um aðra varðar mig ekki. Þú hefur víst allan daginn til þess að hugsa um þessar fáu skepnur, sem eru hér,“ sagði hann. „Það er fullgott handa mér, slituppgefinni, að fara að stússa í því. Hefurðu þá ekki gefið kúnni heldur?“ „Dauðuppgefin af að skreppa héma ofan á Mölina. Þetta er þá allur dugnaðurinn, sem þú ert að monta af?“ Valdísi húsfreyju leizt ekkert á samlyndið úti á hlaðinu. Hún flýtti sér að segja Ráðu, að hún væri búin að gefa kúnni og mjólka hana, og lík- lega hefði Þorkell gefið lömbunum. en þá gæti ég hugsað að ekki yrði fallegur svipur- inn á gaimla bóndanum á Barði, ef þér ferst það skammarlega “ „Hvenær skyldi svipurinn á honum vera öðru vísi en á illum tarfi,“ sagði hún, „og hvaða manna- siðir eru það, að láta kvenfólk hirða fé. Það gera engir nema einhverjir grautarhausar eins og karl- inn á Barði og hans niðjar.“ . „Það varzt þú, sem vildir þetta. Þóttist vera alvön að hirða,“ sagði hann. „Ég bjóst við að þú yrðir hérna hjá mér. Ann- ars hefði ég ekki tekið það í mál. En nú heyrist mér þú vera staðráðinn í að fara suður frá öllu saman," sagði hún. „Hvað skyldi ég hafa haft að gera hér yfir þessum fáu skepnum?“ sagði hann. „Ég gæti nú samt vel trúað því að ég hlypi frá þessu öllu saman einhvern daginn eins og Veiga greyið frá krakkanum. Þú hefur líklega verið hlýlegri við hana fyrstu vikurnar eins og mig,“ sagði Ráða. „Þið eruð allar eins, bölvaðar svikagæsir. Ég sæi áreiðanlega ekki eftir þér, frekar en henni.“ „En þú getur alltaf gónt á eftir Jónönnu, hvar sem þú sérð hana, þó að hún hafi víst ekki reynzt þér mikið betur en hinar,“ sagði Ráða. „Hún er sú eina, sem var nokkur manneskja. Þið hinar eruð bara eins og hverjar aðrar dræsur, sem enginn maður getur verið ánœgður með. 8. Jónönnu fannst heimkoman heldu daufleg. Bergljót gamla hafði víst lítið hreyft sig úr rúm- inu þá dagana, sem hún hafði verið fjarverandi. Hún sagði að það hefði verið svo kalt inni. Það hefði ekki nennt að leggja í vélarangann, svo að sér hefði verið svo kalt. Húsmóðirin sagði, að sér fyndist þetta engin meining hjá henni að vera að basla með kerlingar- angann. Það væru foreldrar hennar á Bakka, sem hún tilheyrði. En hún gæti ekki ætlað vandalausu fólki að hugsa um hana, þegar hún sjálf væri ekki heima, Jónanna fann að það var eitthvað hæft í þessu, en fram að Bakka vildi hún sízt flytja hana. Það yrði víst eitthvað svipað þar, talið eftir að rétta henni hjálparhönd. Það var hræðilegt að vera aumingi og þurfa að þiggja alla hjálp frá öðrum. Hún flýtti sér að ná í eldivið og leggja í vél- ina. Hún sá að húsbændumir litu það homauga. „Ætlarðu að fara að leggja í vélina svona seint?“ spurði konan undrandi. „Já, mér þykir ónotalegt inni hjá gömlu kon- unni. Henni er þungt fyrir brjóstinu,“ sagði Jón- anna og reyndi að láta ekki bera á gremjunni, sem niðri fyrir gerði vart við sig. Þessi kona hafði lofað að huga um gömlu konuna, meðan hún sjálf væri að heiman. En svona ætlaði skjólið að reynast. Konan sagði hafa verið að þvo í allan dag og engan tíma haft til að hugsa um kerlingarstráið, enda hefði hún sofið mestan hluta dagsins. Jónanna hitaði kaffi og bauð húsmóðurinni með sér. Hún þáði það, en gamla konan hafði enga lyst á kaffi. Það var ekki góðs viti, fannst Jónönnu. Samtal kvennanna yfir kaffibollunum var heldur stirt og vantaði alla einlægni. Um nóttina vaknaði gamla konan með taki og hita. Jónanna var því komin á fætur og búin að hita upp baðstofuna, þegar húsmóðirin kom á fætur. Hún var dálítið höst í máli yfir þessum ljósagangi „Ertu kannski að leggja upp í annan yfirsetu- túr?“ spurði hún heldur hranalega. „Nei, sem betur fer er það ekki,“ sagði Jón- anma. „En Bergljót er víst búin að fá lungna- bólgu.“ „Nú, þá geturðu hætt að rífast um það,“ sagði hann illskulega. „Reyndu svo að komast að því að láta einhvern mat á borðið, svo að ég geti farið að hafa mig af stað frá þessu bölvuðu þvargi í þér. Svo skaltu fóðra lömbin og kúna almenni- lega. Það ætti ekki að vera vandi á vel verkaðri töðu. En náttúrlega kanntu ekki að hirða skepn- ur, þó að þú þykist geta það eins og allt annað, „Þetta er nú meira næturgöltrið í þér. Ég veit ekki hvað snemrna ég vaknaði við umganginn og hurðarskellina,“ sagði húsmóðirin. „Ég fór ekki ofan fyrr en klukkan sex og reyndi að ganga svo hægt um sem ég gat,“ sagði Jónanna. „Jú, það var mikið fyrr,“ sagði húsmóðirin. „Þá hefur það verið einhver annar en ég, sem þú hefur hevrt til. En það verður að hafa hlýtt á blessaðri gömlu konunni,“ sagði Jónanna. „Það lítur út fyrir að það eigi að reyna það,“ sagði húsmóðirin örg og reigsaði fram. Jónanna stundi mæðulega og hugsaði til sinn- ar góðu frændkonu, Ingunnar á Svelgsá. Hún hafði brugðizt við, þegar mest reið á hjálp. Hún tók fram skriffæri sín og skrifaði hennar fáeinar lín- ur. Það var ekki ómögulegt að hún ætti dropa, sem gætu orðið að liði. Þegar skatturinn var borðaður, spurði hún hjónin, hvort þau gætu ekki lánað sér annan hvor’n drenginn með bréf fram að Svelgsá. Hún þurfti að bíða lengi eftir svari, að henni fannst. Konan leit ti'l manns síns og hann leit til konu sinnar. Loks kom þó svarið frá bóndanum: „Það batnar oft kvef, án þess að sótt séu meðul.“ „Ég skal fara. Ég verð ekki lengi á skíðum,“ sagði yngri sonurinn. „Þakka þér fyrir, Manni minn, en það þarf að fá leyfi pabba og mömmu,“ sagði Jónanna. „Hann má víst fara fyrir mér,“ sagði konan. „Hann er alltaf úti á þessum skíðum sínum hvort sem er.“ „En mér finnst þetta bara svo þýðingarlítið,“ sagði bóndi. „Það væri það bezta, ef hún fengi að sofna út af, án þess að farið Væri að sulla ofan í hana meðulum. En strákurinn má svo sem fara fyri'r mér. Hann nennir svo hvort sem er aldrei að líta í bók, þegar almennilegt veður er.“ „Jæja, þú skreppur þá fram eftir og verður fljótur,“ sagði Jónanna við drenginn. Svo stóð hún upp frá borðum. Hún heyrði út undan sér að þau hjónin fóru að rausa fram og aftur um þetta umstang, sem hún legði á sig fyrir kerlingargarminn. „Það er ekki ólíklegt að hreppsnefndin sé fegin að losna við að kjálka henni niður. Það yrði varla stumrað svona yfir henni á þeim stað, hvar sem hann yrði,“ sagði húsbóndinn. „Já, mér finnst nokkuð langt gengið að ætla mér að hugsa um gömlu konuna, þó að hún sé undir mínu þaki þennan tíma,“ sagði húsmóðirin. Meira heyrði hún ekki. Henni fannst tíminn lengi að líða, þar til sást til drengsins. Og það var kona í íylgd með honum. Hún efaðist ekki um að það væri frænka hennar. Henni fannst eins og létt væri af sér þungu fargi. En það var ekki hægt að sjá að það gleddi húsmóðurina eins mikið. Þó reyndi hún að sýnast gestrisin og fór út á móti gestinum. „En dugnaðurinn í þér, Ingunn mín. Þú ert meiri hetjan eins og fyrr,“ sagði hún. „Ojæja. Einhvern tíma hefur maður orðið að fara út í verra veður en þetta, aðeins fjögra stiga frost og gott skíðafæri. Ég sé ekki betur en að þú sért búin að hengja út þvott á þessum degi. Ekki er það nú hlýlegra en ganga á milli bæja vel klædd,“ sagði Ingunn. „Mér varð nú satt að segja ekki vel við, þegar ég heyrði að Bergljót mín væri veik, því það er mitt að hugsa um hana en ekki Jónönnu. Það var ég, sem tók hana að mér, þó að Jónanna færi hingað með hana, þegar hvergi var smuga handa henni á mínu heimili.“ „Nú, það vissi ég ekki,“ sagði konan. „En mér finnst það ætti helzt að vera skjól fyrir hana á Bakka, þar sem hún var búin að vera svo lengi hjá því fólki Jónanna á ekki hægt með að hafa hana á sínu snæri,“ sagði húsmóðirin. „Það er nú svona, það á Bakka gat ómögulega hugsað um hana, þess vegna tók ég hana að mér. Þð eru ekki1 margir, sem hafa löngun til þess að hafa gamalt fólk nærri sér, þegar það er orðið ósjálfbjarga. Það var heldur þægilegra að hafa hana á meðan hún var og hét til að sinna lök- ustu verkunum, en það gerði hún í mörg ár. Svona erum við flest merkileg, þegar á reynir.“ Húsmóðirin stundi yfir því hvað þetta væri skynsamlega talað af þessari fórnfúsu konu. Það var von að hún fyndi það, hvað þetta var ólíkt henni sjálfri.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.