Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 1
 THJOOMtNJASAfNIÐ, REYKJAVIK, I CELANO. 1.0 gberg - ^lemtéfmn gla Stoínað 14. jan. 1888 Siofnað 9. sepi. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1970 NÚMER 3 The First International Congress On Group Medicine Winnipeg, Maniioba. Canada — April 26 - 30, 1970 More than 1,200 delegates from 30 countries are ex- pected to attend The First International Congress on Group Medicine to be held in Winnipeg next April 26 to 30. Dr. Paul H. T. Thorlakson, President and Chairman of the Congress, announced to- day that Governor General Roland Michener had agreed to be Honorary President of the Congress and would offi- cially open it at a ceremony in the Manitoba Centennial Concert Hall at 8 p.m. on April 26. “This will be the first in- ternational congress devoted to the study of the group ap- proach to providing care for the sick in the future”, Dr. Thorlakson said. “Medical sci- ence and knowledge, besides recent advances in technology, have out-stripped our ability to use them for the benefit of all mankind.” “This Congress wiil provide a forum at which the medi- cal profession, along with allied health professions, can single out and discuss the most urgent and serious problems ^ mcing commuruúcs tnroughöut tlic vvorld. i.f govciU- ments and the medical profession are to provide more effec- tive health services, we must achieve better co-ordinated approaches. That’s what the Congress is all about.” “It will be the first of its kind, and we are proud that it will be held in Manitoba during our Centennial Year.” Dr. Thorlakson explained that the international gathering should prove especially valuable to every facet of the medi- cal profession in Canada and elsewhere besides government officials, management groups, educators, sociologists, politi- oians, and trade union representatives. “There are widespread ramifications — social, political and economic — to the provision of effective health services in all communities: rural, suburban and urban”, he said. “In this crucial period of human history, we are confronted by the unprecedented challenge to provide better care of the sick.” “Modern scientific medicine must freely cross interna- tional boundaries to bring preventive, diagnostic, curative and rehabilitative health services within the reach of all Framhald á bls. 2. Dr. Paul H. T. Thorlakson • Interior of Manitoba Centennial Concerl Hall GUÐMUNDUR G. HAGALÍN Vestan Einar Páll Jónsson: Sólhe: Reykjavík 1969. Aðalumboð Höfundur þessarar ljóða- bókar, Einar Páll, eins og vin- ir hans jafnan kölluðu hann, Einar Páll Jónsson um haf imar. Önnur úigáfa aukin. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. unz hann fór til Vesturheims, þar sem þá voru búsettir þrír hálfbræður hans, en það var árið 1913. Fjórum árum seinna varð hann meðritstjóri Lög- bergs, en árið .1927 varð hann aðalritstjóri þess blaðs og var það svo að segja til æviloka, en hann lézt vorið 1959. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Maren, dótt- ir Baldvins Baldvinssonar, rit- stjóra Heimskringlu og þing- manns, en að henni látinni kvæntist Einar Páll Ingi- björgu kennslukonu Sigur- geirsson, sem var um skeið meðritstjóri Lögbergs, en nú er ritstjóri hins sameinaða blaðs, Lögberg-Heimskringla. Er hún útgefandi þessarar annarrar útgáfu ljóða Einars Páls, en útgáfan er sérlega vönduð, bókin beinlínis falleg, yzt sem innst. Sá Ágúst Guð- mundsson prensmiðjustjóri í Alþýðuprentsmiðjunni um all- an frágang bókarinnar og teiknaði bandið, en listamað- urinn Atli Már teiknaði káp- una. Frú Ingibjörg skrifar for- mála fyrir bókinni en Harald- ur prófessor Bessason grein um höfundinn, ritstörf hans og skáldskap. Einar Páll þótti þegar at- kvæðamikill ritstjóri. Hann var yfirleitt maður hógvær- legra raka, en hins vegar harð- ur og vel vígur, ef í brýnu sló. Hann var einlægur lýðræðis- sinni — og mjög vel fylgdist hann með því, sem fram fór hér á íslandi. Gladdist hann einlæglega yfir hverju því spori, sem hér var stigið í átt framfara og aukins sjálfstæðis. Hann var sem bræður hans ötull og árvakur verndari ís- Framhald á bls. 4. var sonur fátæks heiðarbýlis-1 bónda, Jóns Benjamínssonar á Háreksstöðum í Jökuldals- j hpiði og kr*o* hans, Önnu | Jónsdóttur. Var Jón tvíkvænt- ur og átti með fyrri konu sinni fjóra sonu, sem allir urðu kunnir menn. Það voru þeir Gunnar bóndi á Fossvöllum, sem var skáld í óbundnu máli, þegar hann vildi það við hafa, Þórarinn, er var mjög hneigð- ur fyrir tónlist og samdi mörg lög, Gísli ritstjóri og ljóðskáld í Winnipeg, og ísak bygging- armeistari, eiginmaður Jakob- ínu Johnson, skáldkonu, en sjálfur var hann allvel hag- mæltur. Albróðir Einars Páls var séra Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ, maður bráðgáfað- ur, hagmæltur og mælskur. Verður því ekki annað sagt en að hinn fátæki heiðarbóndi, Jón Benjamínsson, hafi látið eftir sig óvenjumikil verð- mæti Einar Páll var fæddur árið 1880. Hann fór tuttugu og tveggja ára gamall í Mennta- skólann og settist í annan bekk. Hann sat í skólanum í þrjú ár, en hætti síðan námi. j Hann hafði mikil kynni af j ý m s u m mennta- og stjórn-! málamönnum á skólaárum j sínum og heyrði ég þá tala um hann, Stefán skáld frá Hvíta-' dal og Þórberg rithöfund Þórðarson, og skildist mér, að hann h e f ð i þótt maður skemmtinn og oft verið glatt j á hjalla, þegar hann var með vinum sínum. Hann hafði þá þegar mikið yndi af skáldskap,! og áhuga hafði hann á pólitík, I var ákafur landvarnannaður. Dvaldi liann hér í bænum, j eftir að hann lauk námi,1 65 ára giffingarafmæli Sigurður og frú Sigríður Hólm Sigurður Daníelson Hólm og kona hans Sigríður héldu hátíðlegt 65 ára giftingarafmæli sitt þann 14. desember. Þau voru bæði faidd á íslandi. Þau giftu sig 31. desember 1904 i Winnipeg og fluttu eftir tvö ár til Grunnavatns byggðar þar sem þau dvöldu þangað til þau brugðu búskap og fluttu til Lundar þar sem heimili þeirra er nú. Fjölskyldan kom saman til miðdegisverðar 14. desemb- er í Lundar Hall. Þar mættu börn, barnabörn og bama- barnabörn. Samkvæmt boðum streymdu vinir og vensla- fólk að úr byggðinni og fjarlægum héruðum eftir hádegið til að árna brúðhjónunum heilla. Heilla óskir komu frá hennar hátign Elizabeth II, frá Lieutenant Governor Richard S. Bowles, Premier Ed Schryer, Walter Weir Conservative leader, Gordon Johnston leiðtoga Liberal flokksins, og Harry Enns, MLA fyrir Lakeside, sem gaf þeim Buffalo merkið. I Mr. og Mrs. Hólm eiga 6 börn,; Adólf á Gimli, Dr. Arn- old og Mrs. C. G. (Lillian) Mann í Winnipeg, Gústaf B. Daniel og Mrs. J. S. (Helga) Sigurdson á Lundar. Einn sonur, Os- wald dó ungur. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin 10. Sigurður er 93 ára en Sigríður 84 þegar myndin var tekin. Það hittist svo á að þetta sama ár var 75 ára afma$li Sigurðar í Canada. Hann kom með foreldrum sínum, Dan/el Sigurðssyni og Kristjönu 1894. Sjá Lundar Diamond Jubilee bls. 94 og Vestur íslenzkar Æviskrár 3 b bls. 255.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.