Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1970 3 . StjörnusambondsstÖð á íslandi • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Fortati: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON 681 Bonning Str««t, Winnip«g 10, Mamtobo StTrkiS fálagið mað þrí að garaci meðlimir. Ársgjald — Einstaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sandiai iil fjármálariiara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion Si., Winnipeg 3, Maniioba Pkona 783-9971 Fyrir rúmum 50 árum kom út bók eftir Dr. Helga Pjeturss sem hann nefndi Nýal. Þessi bók flutti nýjar kenningar um uppruna lífs á þessari jörð og öðrum, áframhald lífs eftir dauðann og eðli svefns og drauma. Á næstu árum komu út fleiri bækur eftir sama höf- und, þar sem aukið var við og betur útskýrt, það sem var í fyrstu bókinni. Megin atriði í kenningum Helga Pjeturss eru þessi: Að lífið á frumlífsjörðum einsog vorri jörð byrji fyrir aðsendan kraft eða lífgeislan frá orkugjafa alheims, þegar ástæður á þeirri jörð leyfi viðtöku. Þegar svo líkaminn, sem er búinn til úr efnum þeirrar jarðar ónýtist og manneskjan deyi, losni þessi kraftur eða lífgeislan, og komi fram á öðr- um hnetti þar sem lífið sé í samræmi við hugarfar hins framliðna og líkamnist þar á lífaflasvæði þess hnattar, með sama einstaklings eðli og sömu meðvitund og áður, en líkam- inn búinn til úr efnum þeirr- ar jarðar; og eigi svo eftir að fara á en aðra hnetti á þroska braut sinni til fullkomnunar. Auðvitað lifi dýrin áfram eftir dauðann og einsog menn- irnir sæki fram til fullkomn- unar. Að tilgangur lífsins sé sá að hinn skapandi kraftur nái yf- irráðum yfir öllum möguleik- um efnisins, og öllum mögu- leikum hins illa. Að stefnt sé til alheims friðar og fullkom- legrar samstillingar allra líf- myndanna og að lífið eigi að verða ein heild, en þó hver einstaklingur fullkom- lega sjálfstæður. En að lífið hafi misheppn- ast á þessari jörðu og veruleg saimstilling varla til, nema í því illa, einsog á styrjaldar- tímum, og mest fylgi og hlýðni veitt þeim mönnum sem voru og eru verstir og grimmastir. (Einsog stendur í Nýal, s. 85) „Hafa menn oft hér á jörðu magnað hina verstu menn með trausti sínu og aðdáun, bein- línis komið sér upp djöflum, sem fóru yfir löndin báli og brandi, eða lögðu þúsundir á kvalabekk, til þess að kremja þá og brenna, einsog gert var í húsi því á Spáni, sem þeir kölluðu hið heilaga (Santa Casa) og hinsvegar hafa þeir svo lamað hina beztu menn með vantrausti sínu, jafnvel þegar þeir ekki beinlínis of- sóttu þá, og lagst þannig á móti því, að vaxið væri í átt- ina til hins guðlega." En þar sem vanti samstillingu við hinn' guðlega kraft geti sá kraftur ekki að notum komið. Að tala um Guð sem refsi og slái, sé einsog að tala um, að snjóaði úr sólinni. Að það séu til hnettir þar sem það illa sé komið á hræði- lega hátt stig, þar sem hafi safwast saman þeir sem hafi verið illmenni, á frumlífsjörð- um einsog vorri, og sökum vissra lögmála komi fram eft- ir dauða sinn þar sem sam- stillingin sé öll í því illa. Þeg- ar hugarfarið breytist hjá þessum verum fari þeir að komast á framfara leið en ekki fyrr, og allt sé freynt frá góðum stöðum til að hjálpa þeim í þá átt, og fyrr eða síð- ar sé áttað sig og snúið á rétta leið. Frá svona stöðum hafi trúin á helvíti komið, og áhrif frá svona stöðum einsog flæði yfir jörðina á styrjaldar og óeirðartímum, og allt se þá reynt til að ýta undir það ílla hér. Það sem þurfi að vinna að sé að breyta stefnunni á þessari jörð og öðrum slíkum, svo að dáið sé til betri staða en ekki verri. Það sem Helgi Pjeturs hélt fram var að enginn von væri um að breyta stefnunni hér og komið væri að lokakafla mannkynssögunnar og hann af hræðilegustu tegund, ef ekki væri hægt að komast í samband við æðri verur á öðr- um hnöttum þar sem lífið stefndi rétt, og að svoleiðis verur væru alltaf að reyna að komast í samband við okkur, en sökum vissra lögmála gætu það ekki, þar sem ekki væri vitað af þeim og ekki tekið við þeim skeytum sem verið væri að reyna að senda; þar sé sama lögmálið ráðandi eins- og þegar send séu þráðlaus skeyti og viðtöku tækið ekki í lagi, þá komist ekki skeyt- in á tilsendan stað. Vanalega séu þessar verur sem eru að reyna að komast í samband við okkur, fólk sem dáið er héðan og komið á framfara leið, og sárlangi til að hjálpa okkur og sanna að það sé til. Skýring Helga Pjeturss á eðli svefns og drauma er þessi: Að í svefni komist mað- ur í samband við einhvern sem vakir, vanalegast ein- hvem á öðrum hnetti, og að draumar séu vökuástand þess- arar sambands veru, oft meira eða minna aflagaðir af manns eigin meðvitund um sjálfan sig, og fleiru. Á sama hátt skýrir hann það að miðilsá- standið og spámannsástandið sé nokkurskonar a f b r i g ð i vanalegs svefns, þar sem fáist sambönd við aðra hnetti, og þessi misskildu sambönd séu uppspretta allra trúarbragða og allrar dulrænu. Að það sé aðallega í svefni sem maður fái þá mögnun sem sé nauð- synleg til lífs, þess vegna sé það aðallega í svefni sem veik- indi batni og sár grói. Mætti líkja þ e s s a r i mögnun við hleðslu rafgeymis. Það getur líka átt sér stað líkt sambands ásfand, fyrir lengri eða styttri tíma, þó að manneskjan vaki, og þaðan sé kominn trúin á endurholdgun (reincarnation). En það sé meðvltund þessarar sambands veru um sjálfa sig, sem skapi endurminningarnar sem sumir haldi að séu úr einhverju fyrra lífi, sem þeir sjálfir hafi lifað. • Helgi Pjeturss var viður- kenndur gáfumaður og vís- indamaður, sem á vísindaleg- an hátt, eftir margra ára rann- sókn á því sem hefur komið fram á miðilsfundum, og öðru skyldu, komst að þeim niður- stöðum sem eru aðal efnið í bókunum hans, og hann var algerlega sannfærður um að megin atriði í kenningum sín- um.yrði aldrei hægt að hrekja. í Sannýal segir hann frá því að eftir veikindi og langvar- andi stríð við svefnleysi gat hann fyrir tíma sofið næstum nótt og dag, og fannst honum þá að viskan og mátturinn vaxa svo mikið að margt sem áður hafði verið óskiljanlegt til sín verða auðskilið, og fannst honum þá og oftar að hann fá hjálp frá æðri verum til að skilja betur þau við- fangsefni sem hann hafði sett sér að rannsaka. Það sem hann svo hélt fram var að fullkomnara og betra samband en áður hefði feng- ist, mætti fá við aðra hnetti, ef að mikill fjöldi manna hefði áhuga á að svo yrði, og treysti því að svo gæti orðið, og í því sambandi taldi hann nauð- syn að byggð væri stjörnu- sambamdsstöð. Nú er á íslandi búið að koma upp svoleiðis byggingu, og þyrftu sem allra flestir að hafa áhuga fyrir því að hún nái þeim tilgangi sem til er ætlast, og að það fyrir- tæki sé stutt á allan möguleg- an hátt. Þeir sem vilja fá meiri upp- lýsingar um þetta mál geta snúið sér til: Félag Nýalssinna, Pósthólf 1159, Reykjavík, Iceland. Ég vil enda þessa grein með því að taka kafla úr Nýal (s. 464). Þegar nú mannkynið fer að vilja þiggja þá byrjun sem hér er verið að gera, þá mun takast að sigra þau tak- mörk, sem hinu guðlega hef- ur verið sett í heim vorum. Og breytingin mun verða meiri heldur en ef vér hefð- um aldrei sól séð, og sæum konung dagsins rísa á himinn í fyrsta skifti. Nýalssinni í Vesturheimi. VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Importers of Wooden Shoes and Scondinavian Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. Oivinsky, Birnboim & Company Chartarod Accountontt 707 Montreal Trusí Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943-0526 Lennett Motor Service Optrattd by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrova L Bonnotyn* WINNIPEG 2, MAN Phono f41-11 97 G. F. JonaMon, Pros ond Mon. Dlr. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholoaol* Diatributora ot FRESH ond FROZEN FISH 16 Mortho St. 942-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J H. PAGE, Monoglng Dlroctor Wholosolo Diitrlbuton of FrtiK •nd Froien Flth IÍ1 CHAMBERS STRIET Oftlco: «ua.: 775-0481 772-1917 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastering Contractors H. Mel Sigurdson, Monager Office and Worehouse: 1212 St. Mary's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 ICELANDIC GENEAL0GIES Amorlcans of lcelandic origin can havo thoir lcolandic oncoatry trocod ond Irv formotion about neoreat living rolotivoa in lcoland MODIRATE FEE. PLEASE CONTACT Stofén Bjornoaon, P.O. Box 1ISS, Roykjovlk, lcolond TALLIN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicitors, 210 Osborne Street North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The Wettern Paint Co. Ltd. 521 HARQRAVI ST. WINNIRia "THE PAINTERS' SUPPLV HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7391 J. fHIMNOWSKI, Pr.iid.nl A. H. COTK, Tr.o*ur.r Minnisf BETEL í erfðaskróm yðor Banjandnson Construction Co. Ltd. 1425 Erin Slreei. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 0INIRAL CONTRACTORI L BKNJAMINSON, M.»..»> FRÁ VINI RICHARDSON & COMPANY Barnstora ond Solicitora 274 Gorry Stroot, Winnipog 1, Manitoba Telophon« 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUBAND, LLB. W. NORRIE, B.A., LL.B. G. M. KRICKSON, B.A., LL.B. J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. S. WRIGHT, fe.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.L.B E C. BEAUDIN, B.A., L.LB "GAKTH M. ERICKSON of tho firm of Richardson & Company ottenda at tho Gimli Crodit Union Office, Gimll, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on tho flrat and thlrd Wednosdov of ooch month." HlRVJRdTHQj H®ri

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.