Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1970 Alþjóða heilbrigðismólaþing í Winnipeg Mörg eru manna meinin og engri stétt manna á mannkynið eins mikið að þakka eins og læknastéttinni og öðrum vísindamönnum í heilbrigðismálum; þeim mönnum, sem reyna að finna orsök sjúkdóma, vernda fólk gegn þeim, og lækna þá sjúku. Þær hörmungar sem mannkynið átti við að búa fyrr á öldum af völdum allskonar sjúkdóma voru ægilegar. Fram á 19 öld var bólusótt einn sá skæðasti sjúkdómur, sem þjáði mannkynið. Bólan eyddi íbúum beilla borga og stórum hluta þjóða. Til dæmis geisaði bólusótt á íslandi í byrjun 18 aldar og dó 18000 manns, eða einn þriðji hluti þjóðarinnar, af völdum hennar. Það var læknirinn, Edward Jenner, sem eftir marg- víslegar tilraunir, datt í hug að bólusetja fólk úr kýr- júgri, og gera það þannig ómóttæklegt fyrir þessa drepsótt. Tilraunin heppnaðist og nú er þessi skæða drepsótt hér um bil alveg úr sögunni, en enn er það svo, að fólk verður að láta bólusetja sig áður en það ferðast erlendis. Fjöldi mæðra lét lífið fyrr á öldum vegna þess að ekki var gætt nægilegs hreinlætis af hálfu lækna og Ijósmæðra. Það fékk mjög á ungverska læknirinn Ignaz Semelveis hve margar sængurkonur dóu í hönd- um lækna á spítala hans í Vienna. Hann uppgötvaði loks, að ástæðan var sú, að það var ekki nægilegt að þeir þvæðu hendur sínar með sápu og vatni þegar þeir komu úr krufningardeildinni og tóku að sinna sængur- konunum; hann lét þá þvo hendur sínar úr chlorine og klæðast hreinum fötum til að drepa alla sýkla, sem kynnu að loða við þá, og eftir það dróg úr fjölda- dauða sængurkvenna. Þetta var árið 1844. Fréttir bárust ekki eins fljótt um heiminn þá eins og nú. Það eru ekki margir tugir ára síðan fólk óttað- ist að ganga undir uppskurð, vegna þess að fyrr á öld- um dóu margir af því að gröftur og skemmd hljóp í sárin. Það var Joseph Lister sem eftir margra ára rann- sóknir komst að sömu niðurstöðu og Semelveis, að mest var um vert að gæta mesta hreinlætis og varúðar gegn sóttkveikjum eða sýklum, og nú þekkjast varla nokkur dauðsföll sem stafa af uppskurðum við innvortismein- semdum. Hér hefir aðeins verið minnst þriggja lækna, en fjöldi lækna og vísindamanna í heilbrigðismálum hafa verið vakandi og sofandi fyrir því að rannsaka og koma í veg fyrir sjúkdóma síðan þessir læknar voru uppi. — Eins og á öðrum sviðum á þessari öld hinnar miklu tækni, hefir læknavísindum og allri tækni í sambandi við þau tekið svo miklum framförum, að flestir, ef ekki allir læknar, sérhæfa sig í þeim greinum, sem þeir hafa mestan áhuga fyrir. Þessvegna hafa á síðustu áratug- um myndast stofnanir, sem nefnast Clinics, þar sem margir sérfræðingar í hinum ýmissu læknisgreinum starfa og geta ráðfært sig hvor við aðra. Ein fyrsta og frægasta af slíkum stofnunum var Mayo Clinic í Rochester Minnesota og frægasti Clinic í Canada var stofnuð undir forustu Dr. Paul H. T. Thorlakson í Winnipeg. Svo sem greinin á bls. 1 og 2 gefur til kynna beitir hann sé nú fyrir þessu víðfeðmasta þingi sem efnt hef- ur verið til í heilbrigðismálum. Þing þetta verður sótt af læknum, heilbrigðisfræðingum, heilbrigðismálaráð- herrum og fl. frá öllum álfum heimsins og fyrirlestrar fl'uttir af hæfustu læknum og heilbrigðisfræðingum víðsvegar að. Allar nýungar í þessum málum verða ræddar og öll nýjustu lækna- og rannsóknatæki verða þa'r til sýnis. Verður þar sérstaklega rætt um hvernig Clinic stofnanir geti komið að sem mestu og beztu gagni. Þingið verður haldið í hinu glæsilega nýja sam- komuhúsi Winnipegborg, Manitoba Centennial Concert Hall sem rúmar um 2,250 manns, í fjóra daga, 26 til 30. apríl. Verður þetta þing áreiðanlega mikilvægasti atburðurinn á þess hundrað ára afmælisári Manitoba fylkis. — I. J. Vestan um haf Framhald af bls. 1. lenzkrar þjóðrækni, eftir því sem efni stóðu til, og varð honum vel ágengt hvarvétna, þar sem hann lagði hönd að verki, því að hann var maður mjög vinsæll, þótti skemmti- legur og var velviljaður í hví- vetna. Þeim frú Ingibjörgu var boðið hingað heim árið 1946, og varð það honum og raunar þeim hjónum báðum til mik- illar ánægju — og þá ekki sízt Einari Páli, sem vitjaði æsku- stöðvanna i ferðinni, en þá voru Háreksstaðir og öll önn- ur býli í Jökuldalsheiði kom- in í eyði, en landið samt við sig með sínum angangróðri Ljóðin í bókinni fylla á þriðja hundrað blaðsíður, án þess að eyður séu þar til lýta. Frú Ingibjörg hefur valið kvæðin og skipað þeim í flokka. Þar eru fyrst á einni síðu Vísur Ingibjargar, er enda þannig: Um sumar og vetur að síðustu táð í sólheimi bý ég með þér Þá eru Ættjarðarljóð, Vestr- ið, þ. e. kvæði um Kanada og sitthvað í hinum nýju heima- högum skáldsins. Síðan eru Ýmisleg kvæði og stökur, Minningarljóð, afmælis- og brúðkaupsljóð. Þýðingar — og að endingu Heimsókn til ís- lands 1946. Einar Páll orti í svipuðum anda og stíl og skáldin hér heima á þeim árum, sem hann var að alast upp, og fæ ég ekki séð, að hann hafi orðið fyrir áhrifum af nýjungum í b r e z k u m eða amerískum skáldskap, og þó að hann hefði búið í hálfan fimmta áratug vestan hafs, þegar hann orti seinasta ljóð sitt, sést hvorki þar né annars staðar blettur eða hrukka á móðurmálinu. Þá er og óhætt að fullyrða, að hann var sérlega smekkvís á orðaval, rímið lipurt og oft- ast kliðmjúkt og formið stund- um skemmtilega myndrænt. Yfir ljóðum hans er yfirleitt mildur blær fágaðra hugsana og heiðríks hugarfars og þau' sem yljuð innri glóð. Oft er líka sem þau ilmi af ást til íslands, átthaganna, íslenzkr- ar tungu og þjóðernis. í síð- asta kvæðinu, sem hann orti, þá 77 ára gamall til íslands, segir svo. Vor stolta drottning brosir fríð og frjáls gegn framtíð, sem að giftudísir skapa. og ber ei lengur da-nskan hlekk um háls né heljarfjötur stórra eigin glapa. Við strengjablak vors sterka móðurmáls hún man það eitt að hafa gleymt — að tapa. Og heiðin mín er heiðbjört þessa nótt, í hennar faðm ég leita æsku minnar, mig hafa þangað draumadísir sótt með drifhvít brjóst og og fagurrjóðar kinnar. Minn bær í eyði, allt svo undurhljótt og angurværð í djúpi sálarinnar. Að eiga í vitund fagra fósturjörð þó fjarlæg sé, er langrar ævi gróði, þar djarfir synir halda heiðursvörð um heiða nótt í söngvum jafnt og ljóði, sem glaðir flytja guði þakkargjörð og geyma frelsiseld í merg og blóði. Kvæðið heitir Hin bjarta nótt, og svo tær og heiðrík er yfirleitt hugsun skáldsins, þegar hugurinn hvarflar heim . . . En þó getur þess dæmi í þessum ljóðum, að fyrir bregði oftast dulinni beizkju út af þeim örlögum að lifa lengst sinnar ævi í framandi landi og að lokum hníga þar að hinzta beði. Kvæðinu um Stínu þvottakonu lýkur þann- ig: Og hún, sem elskaði ísland mest á ensku var síðast kvödd. Og hver veit? Ef til vill hef- ur skáldinu oftar en einu sinni sýnzt eins og segir í fer- skeytlu, sem heitir aðeins Úr bréfi: Þyngst var mér um þennan óð, þú ert horfin sínum. Æskudrauma dauðablóð drýpur úr penna mínum. Ég hefði gjarnan viljað fjalla frekar um þessa bók og líf og starfs slfíks Islendings sem höfundur hennar var, en ég verð að láta við svo búið standa. Að lokum votta ég frú Ingibjörgu Jónsson virðingu mína og þökk. Hún hefur vilj- að með þessari fallegu útgáfu minnast Einars Páls látins á þann hátt, að samboðið væri minningunni um samvistir þeirra og samstarf í þeim „Sólheimum“ sem hún bjó honum. Morgunbl. 20. des, 1969. MÓTMÆLI BERAST UTAN ÚR HEIMI VEGNA VIRKJUNARFRAM- KVÆMDA VIÐ ÞJÓRSÁRVER Náttúruverndarsamtökin „The World Wildlife Fund“ hafa sent forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, bréf, undirrit- að af forseta samtakanná, hans hátign prinsinum af Nið- urlöndum. í bréfinu lýsa þessi merku samtök, áhyggjum sín- um vegna hugsanlegra virkj- unarframkvæmda v i ð Þjórs- árver — einum fegursta stað á hálendi íslands, og aðal- heimkynnum heiðargæsinnar í Evrópu. Þá hafa fleiri nátt- úruverndarsamtök í Evrópu sent mótmæli til ríkisstjórn- arinnar v e g n a hugsanlegra virkjunarframkvæmda.. Náttúruverndar samtökin „The World Wildlife Fund“ minna á, að þau hafi fyrir nokkrum árum haft úrslitaá- hrif á að Skaftafell í Öræfum var gert að þjóðgarði, og fara þess á leit við ríkisstjórnina, að náttúruverndarsjónarmið verði gætt til hins ýtrasta, í sambandi v i ð fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir, og sérstaklega nú þegar evrópsk- ir náttúruverndarár stendur fyrir dyrum á næsta almanaks ári. Náttúruverndar samtökin „The World Wildlife Fund“ sendu frá sér fréttatilkynn- ingu um mótmælin til ísl. ríkisstjói'narinnar í dag, en eins og áður segir, þá er hans hátign prinsinn af Niðurlönd- um, forseti samtakanna, en formaður er Peter Scott sá heimsfrægi náttúruvemdar- maður og fuglafræðingur. Að- setur samtakanna eru í Sviss. Þá segir í bréfi frá Kristján Smeenk, fuglafræðingi í nátt- úrugripasafninu í Leiden í Hollandi, að eftirtaldir aðilar hafi sent ríkisstjóminni1 mót- mæli: Aðalstjórn alþjóða fuglaverndunarráðsins, Stjóm armenn m a r g r a landdeilda sama ráðs, Aðalstjórn alþjóða náttúruverndarráðsins, og Að- alstjórn a 1 þ j ó ð a sundfugla- rannsóknárráðsins. — Kristj- án segir í bréfi sínu, að fylgzt sé af miklum áhuga með þessu máli og umhyggju erlendis. Það sé von hollenzku fugla- fræðing að ísl. náttúrufræð- ingar nota tímann vel til þess að rannsaka Þjórsárver full- komlega, einkum kröfur heið- argæsarinnar, að því er snert- ir fæði og varpstöðvar þeirra, og ríkisstjórnin veiti aðstoð í þessum rannsóknum. Þessar rannsóknir séu undirstaða enn harðari mótmæla við skerð- ingu svæðisins. Tíminn

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.