Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGlNN 22. JANÚAR 1970 Hljómkviða náttúrunnar Framhald af bls. 5. stóðu þarna öll í kring með opinn munn og voru forvitn- in uppmáluð. Ó, hvað þessi kveðja var fjarlæg því, sem ég hafði óskað mér. Það var aðeins hún litla Charlotte mín, sem tók danssporið og klapp- aði saman lófunum, þegar hún skildi, að eitthvað nýtt og eitt- hvað lifaindi kæmi út úr vagn- inum. En hin, sem mótuð eru í anda móður sinnar, voru ekki lengi að kæla hrifningu hennar og láta hana haga sér eins og þau. Um stund ríkti mikil ringul- reið. Þar sem hvorki kona mín né börn vissu ennþá að stúlk- an var blind, gátu þau ekki skilið hina miklu umhyggju mína fyrir hverju fótmáli hennar. Það kom líka fát á mig að heyra undarlegar stun- ur frá vesalingnum um leið og ég sleppti hendi hennar, sem ég hafði haldið í alla leiðina. I>að var ekki eins og þessi hljóð kæmu frá mann- legri veru, þau minntu á kveinstafi og væl í litlum hvolpi. í fyrsta sinn var hún nú slitin frá sínum þrönga hring, þeirri veröld, sem hún hafði skynjað. Hnén létu und- an og þegar ég ýtti stól til hennar, þá hneig hún niður á gólfið eins og hún kynni ekki að setjast. Ég studdi hana að , arineldinum, og hún róaðist dálítið, þegar hún gat hniprað sig sa'man á svipaðan hátt og þegar ég sá hana fyrst við ar- inn gömlu konunnar, þar sem hún hallaði sér upp að arin- hyllunni. I vagninum hafði hún líka sigið úr sætinu og setið alla leiðina í hnipri við fætur mína. Kona mín kom mér nú til hjálpar. Það sem henni flýgur í hug á stundinni er alltaf bezt og eðlilegast, en skynsemi hennar á í sífelldri baráttu við tilfinningarnar og ber oft hærri hlut. „Hvað hefir þú hugsað þér að gera við þetta?" spurði hún þegar stúlkan hafði komið sér fyrir. Mér rann kalt vatn milli skins og hörunds, þegar ég heyrði hana nota þetta hvoru- kynsorð og átti bágt með að dylja, hve reiður ég varð. En þareð ég var ennþá niðursokk- inn í djúpar og friðsamlegar hugleiðingar, hélt ég mér í skefjum. Ég snéri mér að þeim öllum, sem s t ó ð u þarna í hring, lagði höndina á höfuð blindu stúlkunnar og sagði eins hátíðlega og mér var unnt: „Ég er kominn aftur með týnda sauðinn." En Amelie viðurkennir ekki, að nokkuð óskynsamlegt sé í kenningu guðspjallanna. Ég sá, að hún ætlaði að hreyfa mótmælum, og þá gaf ég Söru og Jaeques merki, því þar eru vön okkar smávægilegu hjóna- 103^^8^^^^, og hafa yfirleitt lítinn áhuga á þeim (svo mér finnst' oft nóg um) og þau fóru með tvö yngstu börnin út úr herberginu. Þareð kona mín var ennþá agndofa og töluvert heiftúðug að mér fannst, vegna nærveru hins óboðna gests, sagði ég: „Þú getur talað, þó hún sé hér, vesalings bamið skilur ekkert." Þá byrjaði Amelie að lýsa því yfir, að hún hefði sannar- lega ekkert við mig að segja — það er hinn venjulegi und- anfari allra lengstu útskýring- anna —, og hún yrði bara að sætta sig við duttlunga mína eins og venjulega og þeir væru eins f j a r 1 æ g i r heilbrigðri skynsemi og hugsast gæti. Ég hefi áður minnst á, að ég hafi alls ekki verið ákveðinn, hvað ég ætti að gera við þetta barn. Ég hafði þá ekki ennþá eygt þann möguleika, eða þá mjög óljóst, að láta hana dvelja á heimili okkar. Ég get hér um bil sagt, að það hafi verið Amelie sem hafði komið með þá hugmynd þegar hún spurði mig hvort við værum ekki, „nú þegar nógu mörg í heim- ilinu". Hún lýsti því yfir, að ég ganaði alltaf áfram án þess að gefa nokkurn gaum að þreki þeirra, sem fylgdu mér. Fyrir sitt leyti áliti hún að fimm börn nægðu og eftir fæðingu Claude (sem einmitt í þessu andartaki fór að há- skæla í vöggunni, eins og hann hefði heyrt nafn sitt nefnt) hefði hún fengið nægju sína og hún vissi ekki, hvað hún ætti til bragðs að taka. Við fyrstu ásakanir hennar voru nokkur orð Krists nærri komin fram á varir mínar, en ég stillti mig, samt sem áður, því mér finnst það ósæmilegt að notfæra mér vald hinnar heilögu bókar, til að verja gerðir mínar. En, þegar hún talaði um þreytuna, þá varð ég sneyptur, því ég verð að játa að oftar en einu sinni hefi ég látið konu mína líða vegna afleiðinga af snöggri hrifningu minni og ónær- gætnu kappi. En ásökun henn- ar hafði þrátt fyrir allt upp- lýst mig um skyldu mína. Ég sárbændi Amelie, eins blíðlega og ég gat, að athuga hvort að hún mundi ekki hafa hagað sér eins í mínum sporum, og hvort henni hefði verið mögu- legt að yfirgefa slíkan vesal- ing í neyð, þegar hann átti engan að. Ég bætti við, að ég gerði mér enga tálvon um, að það bættist ekki við auka erf- iði hjá henni við að annast þennan sjúka gest og mér þætti fyrir að geta ekki oftar verið henni til aðstoðar. Á þennan hátt reyndi ég að sefa hana, sem bezt ég gat. Og ég sárbændi hana að leggja ekki fæð á saklausa stúlkuna, því ekki ætti hún það skilið. Þá benti ég henni á, að nú væri Sarah nógu gömul til að geta hjálpað henni meira framveg- is og Jacques þyrfti ekki leng- ur á hjálp hennar að halda. í stuttu máli, Drottinn lagði mér orð í munn sem þurfti til þess að hjálpa henni að fallast á það, sem ég er sannfærður um, að hún hefði tekið að sér af sjálfsdáðun, ef hún hefði fengið ráðrúm til íhugunar, og ég hefði ekki tekið fram fyrir hendur hennar og komið henni á óvart. Mér fannst áform mitt nokkurnvegin vera að komast í gegn og mín góða Amelie vera orðin vinveitt Gertrude. En allt í einu blossaði reiðin upp í henni aftur. Hún hafði tekið lampann upp og ætlaði að athuga telpuna nánar, en þá varð hún vör við að hún var morandi í lús. „Hún er lúsug, hrópaði hún. Farðu strax og burstaðu þig. Nei, ekki hérna. Burstaðu föt- in þín úti. Ó, guð minn góður. Börnin verða löðrandi af þessu. Það er ekkert til sem mér finnst eins viðurstyggi- legt og lús." (Óneitanlega var vesalingur- inn litli morandi í lús. Ég gat ekki neitað því, að mig hryllti við tilhugsunina um að ég hefði haldið henni lengi þétt upp að mér í vagninurn. Þegar ég kom inn aftur nokkrum mínútum seinna, eft- ir að hafa þvegið mér eins vel og ég gat, sá ég, að kona mín hafði hnigið niður í stól og falið höfuðið í höndum sér og grét beisklega. „Ég ætlaði sannarlega ekki að ofbjóða sálarþreki þínu á þennan hátt, sagði ég ástúð- lega við hana. En hvað sem öðru líður, það er orðið áliðið og maður sér ekki nógu vel til hérna. Ég ætla að vaká og gæta eldsins og telpan getur sofið þarna nálægt. Á morgun klippum við svo af henni hár- ið og þvoum hana rækilega. Þú þarft ekki að annast hana fyrr en þú hefir ekki lengur óbeit á henni." Og ég bað hana að minnast ekkert á þetta við börnin. Það var komið að kvöld- verði. Skjólstæðingur minn át græðgislega fullan súpudisk, sem ég rétti henni og gamla R o s a 1 i e okkar sendi henni margar reiðilegar augnagotur meðan hún bar á borðið. Það hvíldi þögn yfir borðhaldinu. Mig hefði langað til að skýra frá ævintýri mínu, tala við börnin, hræra hjörtu þeirra með því að láta þau skilja og finna hve ömurlegt það er að búa við algjöra örbirgð. Ég vildi v e k j a meðaumkvun þeirra á gestinum, sem Guð hafði boðið okkur að taka á móti. En ég var hræddur um að vekja aftur reiði Amelie. Það virtist eins og skipun hefði verið gefin um að láta eins og ekkert hefði komið fyrir og gleyma atvikinu, þó ekkert okkar hafi auðvitað getað hugsað um nokkuð ann- að. Ég var mjög hrærður, þeg- ar, rúmum klukkutíma eftir að allir voru háttaðir og Ame- lie hafði skilið mig eftir einan í stofunni, að ég sá hana Char- lotte mína litlu gægjast inn um hálfopnar dymar og læð- ast hljóðlega inn, berfætta og í náttkjólnum. Hún vafði handleggjunum um háls minn og faðmaði mig ofsalega. „Ég var ekki búin að bjóða þér almennilega góða nótt" hvíslaði hún. Þá benti hún með 1 i 11 a vísifingrinum á blindu telpuna, sem svaf ró- lega, því hún var forvitin og langaði að sjá hana áður en hún færi að sofa. „Hversvegna kyssti ég hana ekki? hvíslaði hún. — Þú kyssir hana á morg- un. Við skulum láta hana eiga sig núna. Hún sefur", sagði ég °g fylgdi henni að hurðinni. Þá settist ég aftur og vann fram undir morgun við lest- ur eða að undirbúningi næstu predikunnar minnar. Það er áreiðanlegt, hugsaði ég með sjálfum mér að Char- lotte virðist miklu ástúðlegri núna heldur en eldri börnin. Þegar þau voru á hennar aldri vöfðu þau mér öll um fingur sinn. Jafnvel Jacques, stóri drengurinn minn, sem núna er svo fjarlægur og hlédrægur . . . Maður heldur að þau séu ástúðleg, en þau bara smjaðra og kjassa mann. — Framh. BÆNDUR Á HÉRAÐI SAKNA ENN FJÁR I veðrinu, sem gerði á laug- ardaginn var, varð fé víða illa úti. í Möðrudal hafa menn leitað í allan dag og fundið nokkuð af fénu sem vantaði. Um kl. 14 í dag kom maður frá Egilsstöðum með snjósleða að Möðrudal og var þá unnt að leita miklu stærra svæði. Það fé, sem fannst í dag vax ekki í fönn, en svo brynjað að það gat enga björg sér veitt. Það hefur tófan notað sér og fundu Möðrudælingar eina kind dýrbitna í dag. Mikill ferill er á þessum slóðum eftir tófu, og óttast Möðrudælingar að fleira fé fari í varginn, enda hægt um vik fyrir hana að afla sér ný- metisins. Á Jökuldal mun eitt- hvað af fé hafa verið úti í veðrinu og bárust þær fréttir þaðan að tófan hefði drepið þrjár kindur frá einum bæ og bitið einhverjar fleiri. Hefur dýrbítur þessi sýnilega dá- læti á heitum réttum, því að hann hefur ekki snert við kiíndum, sem farnar eru að kólna, en drepið sér nýja kind í hverja máltíð. Einnig er á Jökuldalsheiði mikill tófuferill og mun eitt- hvað af tófu hafa gengið úti á þessu s v æ ð i síðastliðið sumar, en Jökuldalsheiði og Möðrudalsöræfi eru mjög víð- áttumikil og erfitt að finna bústaði lágtófu. Á efra Jókul- dal fórst eitthvað af fé í grafn- ingum og skurðum, en hættur eru þar jafnan miklar er ger- ir stórhríð í fyrstu snjóum. Eins og getið var í blaðinu í gær var ófundið um 60 fjár af þeim 200 kinda fjárhóp Möðmdælinga, sem úti var í Veðrinu. Sökum þess að leit- armenn voru mjög dreifðir og ekki náðist til þeirra allra, lágu ekki fyrir tölur um fjölda þess fjár, sem bjargað hafði verið. Þess má geta að nær ógern- ingur hefði verið að leita fjár eftir veðrið um heiðarnar eystra, ef menn hefðu ekki haft snjósleða, en heita má að ófært sé yfir afréttinn nema á snjófarartækjum. Mgbl. 15. nóv. Two-below-zero, Don Knighi, in Mission Improbable, one of many great productions in the all new edition of Ice Capades opening Thursday, January 29 ai The Winnipeg Arena for 5 * nighis and 3 maiinees lhrough Tuesday. February 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.