Lögberg-Heimskringla - 29.01.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 29.01.1970, Blaðsíða 1
thjoominjasaFnio, í.EYKJAVIK, ICELANO. Ixisberg^Hetmökrmsla Siofnað 14. jan. 1888 Sioínað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR 1970 9 NÚMER 4 Magnus Vignir Magnússon, ambassodor íslands í Vesturheimi Ambassador Magnús Vignir Magnússon, Anna Guðrún Sveinsdóllir kona hans og dætur þeirra, Elín 18 ára og Anna Guðrún 17 ára. Svo sem skýrt var frá í haust lét Pétur Thorsteinsson af embætti sem ambassador íslands hér vestan hafs, eftir í'jögra ára starf, við miklar vinsældir. Nú hefir Magnús Vignir Magnússon verið skipaður ambassador fslands í Wash- ington og 19. janúar 1970 alhenti hann landstjóra Canada trúnaðarbréf sitt, sem ambassdor Isíands í Canada. Magnús Vignir Magnússon er fæddur 10. október 1910 í Reykjavík, sonur hinna mikilhæfu hjóna, Magnúsar Sig- urðssonar bankastjóra og Ástríðar Magnúsdóttur landshöfð- ingja Stephensen. — Frú Anna Guðrún er dóttir Sveins bók- ara Þórðarsonar á Akureyri Sendiherrann, sem er lögfræðingur að menntun á lang- an starfsferil að baki í utanríkisþjónustu íslands. Hann starf- aði í sendiráðum íslands í London og Washington, var ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins 1951-1956; hefir verið sendiherra íslands í Svíþjóð, á Finnlandi, Iran, ísrael, Japan, Vestur-Þýzkalandi, Swiss og á Grikklandi og 1. október 1969 var hann skipaður í hið umfangsmikla sendiherra embætti í Vesturheimi; hann er ambassador íslands til Bandaríkj- anna, Canada, Mexico, Brasilíu, Argentínu og Kúba. Við bjóðum ambassadör Magnús Vignir Magnússon og fjölskyldu hans velkomin á okkar slóðir og árnum þeim ailra heilla í hinu mikilvæga starfi þeirra. — I. J. Bréf frá séra Robcrt Jack Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., Iceland. 12. janúar 1970. Þetta er fyrsta bréf mitt á þessu ári og þess vegna, vona ég, að nýja árið taki vel á móti ykkur og að ykkur öll- um mundi líða vel, allar vik- ur og mánuðir sem eftir eru af árinu. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá öll jólakortin að Vestan. Það var vissulega gamain að fá kveðjur frá ykk- ur. Myndin af séra Haraldi Sigmar og fjölskyldu hans var stórfín. Mér >finnst, ég veit ekki um Vigdísi, að síðast þeg- ar ég sá börnin þeirra voru þau ekki nema smábórn. Nú á myndinni eru þau flest full- orðin og Wally giftur maður. Vissulega líður tíminn fljótt. Ég, og við Vigdís minnumst Ethel, Haraldar og barna þeirra með mikilli hlýju, bæði hér á Islandi og í Canada og í Washington ríki. Gaman væri, að minnsta kosti, fyrir okkur að koma saman*og rifja upp gamlar og góðar endurminningar. Eftir stærð kirkju þeirra að dæma í Tacoma gætu allar kirkjur mínar fjórar komist vel í Framhald á bls. 2. Síung prímadonna María Markan söng við minningaralhöfnina um frú Eleanor Sveinbjörnsson „Heldurðu nú, elskan mín, að gamla konan sé orðin vit- laus?" segir María og hlær sínum glaða og hljómmikla hlátri. Nei, ekki var það ástæðan til heimsóknarinnar, en óneit- anlega hlýtur það að teljast til fréttaviðburða þegar fræg prímadonna kemur fram á sjónarsviðið öllum á óvart eft- ir meira en áratugs hlé og byrjar aftur að syngja opin- berlega sextíu og fjögurra ára að aldri. í útlöndum er slíkt fyrirtæki kallað ,,sensational comeback" ef vel gengur. Raunar ber ekki að skilja þetta svo, að María Markan hafi í huga að hefja sam- keppni við yngri kollega sína. En hún tekur því ekki fjarri, að hún myndi kannski láta til- leiðast stöku sinnum ef hún fengi verkefni sem henni litist á og hún teldi sig ráða við. • „GUD OG £G SJÁLF." Það var við minningarat- höfnina um frú Eleanor Svein- björnsson í Dómkirkjunni, að María lagði út í þá eldraun að standa enn á ný frammi fyrir áheyrendum sem söng- kona og leyfa þeim að njóta listar sinnar. Og þó að það eitt hafi að sjálfsögðu verið mikið átak eftir svona langt hlé, er það ekki nema hálf sagan. Tónverkið sem hún söng, „Glataði sonurinn" eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, hefur nefnilega aldrei verið gefið út á prenti, heldur fannst handritið á Skjalasafn- inu alveg nýlega, og María leit það í fyrsta sinn augum tæplega tveimur dögum áður en athöfnin fór fram! „Hver kenndi þér það? var ég spurð", segir hún, „og ég svaraði: ,Guð og ég sjálf'. Og satt að segja fannst mér eins og einhver stæði á bak við mig og mér væri raunveru- lega hjálpað. Ég held, að það hafi verið Jón Þórarinsson sem fann handritið, og á þriðjudag hringdi Birgir Thor- lacius til mín og bað mig að syngja verkið. ,Treystið þið mér til þess?' sagði ég. ,Já, fullkomlega', svaraði hann. Og kl. 5 á þriðjudaginn fékk ég ljósritið sent til mín. Ég var Framhald á bls. 2. Fréttir í stuttu máli 1.3 milljón gesta frá Bandaríkjunum k o m u til Marutoba 1969 og gerðu hér kaup upp í 120 miUjónir doll- ara. Væntanlega munu mörg- um sinnum fleiri gesta heim- sækja Manitobafylki á þessu aldarafmæli þess 1970. * * * Nú er ekki eins mikil eftir- sókn eftir minkaskinnum eins og áður var, vegna þess að tízka yfirhöfn kvenna hefur verið að breytast upp á síð- kastið og kemur þetta hart niður á eigendur minkabúa; fimm slík bú hafa nú verið lögð niður í St. Pierre, Mani- toba. * * * George Davidson, forstjóri CBC — canadíska útvarpsins hefir n; skýrt frá því, að þessi stjórnarstofnun hafi greitt $350,000 fyrir herbergi á hótelum í Montreal fyrir fólk frá þeirri stofnun, sem ætlað var að myndi sækja Expo '67, en hér um bil helm- ingur þeirra herbergja var aldrei notaður þ.e.a.s., $148,000 var greitt fyrir herbergi, sem stóðu auð. Mr. Davidson seg- ir, að þannig hafi verið með fleiri stjórnardeildir og stofn- anir. Það er ekki horft í pen- ingana þegar um fé almenn- ings er að ræða. * * * Engelberl Humperdinck nefnist pop-söngvari, sem nú nýtur mikilla vinsælda í út- varpi og sjónvarpi. Hann heitir nú raunar hinu algenga nafni George Dorsey en það var ekki fyrr en hann tók upp þetta fágæta nafn, að, hann náði a t h y g 1 i almennings. Hann er af brezkum ættum en þessu nýja nafni hnuppl- aði hann frá þýzka tónskáld- inu, sem samdi Hansel og Gretel tónleikinn og er sagt að afkomendur tónskáldsins muni lögsækja pop-söngvar- ann fyrir stuldinn. * * * Ed Shreyer forsæiisráð- herra Maniíoba fær nú mikil ámæli meðal almennings fyr- ir að bjóða John Lennon og Yoko Ono konu hans að sækja aldarafmælishátíð Manitoba- fylkis en John Lennon er einn af Beatles fjórmenning- unum, þékjir hann með sitt langa hár og skegg líkjast mjög hippies, og myndirnar af þeim hjónum, sem biret hafa af þeim í sjónvarpi vera óviðkunnanlegar. Ekki mun h e i m s ó k n þeirra, ef þau koma, kosta fylkið eitt cent segir forsætisráðherrann. * * * Manitobastjórn hefir skipað fyrsta umboðsmann (ombuds- man) í Manitoba, George Maltby, 55 ára, fyrrum lög- reglustjóri í St. James. Fær hann $22,000 í kaup. Þeim sem finnst þeir ekki geta náð réttindum sínum hjá stjórnar- völdum og öðrum opinberum aðilum mega leita til hans og reynir hann að greiða úr vandanum. * * * Mr. David Cass-Beggs, fyrr- um f o r s t j ó r i Sask. Power Corp. hefur nú verið skipað- ur forstjóri Manitoba Hydro. Verður hann nú að greiða úr Southern Indian Lake vanda- málinu. Hann mun geta beitt huganum að því, því ekki mun búksorg valda honum á- hyggjum. Hann mun fá $175. 00 á dag. Lausavísur Káinn kvað þessa vísu um biblíukunningja okkar. Saló- mon, og er honum vel til karlsins, sem vænta má: Salómon var sómakarl, sínum föður líkjast vann, kenndur mjög við kvenna brall, kenni ég oft í brjósti um hann. • Eftirfarandi vísa er líka eft- ir Þorstein Erlingsson, af mælisósk til stúlku: Beri þér þetta blessað ár biðla hópum saman; þó það verði ei þeim til fjár, þá er það alltaf gaman. * Þá eru hér tvær heilræða vísur fyrir þá sem í slíku þurfa að halda, kveðnar af Sveinbirni Egilssyni: Þegar hugann harmur sker og hverfur sálar dugur, borða og drekka bezt þá er; batnar við það hugur. Eins og þegar á söltum sjá sjósótt kvelur rekka, ekkert ráð er annað þá, en að éta og drekka. Að síðustu birtum við hina gömlu og góðu sólarlagsvísu, sem reyndar er til í ýmsum myndum: Senn er komið sólarlag^, sezt á norðurfjöllum. Líður á þennan dýrðardag: drottinn hjálpi oss öllum. Vísnaþáttur í umsjá Gesis Guðfinnssonar, Alþýðublaðið.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.