Lögberg-Heimskringla - 29.01.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 29.01.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR 1970 Síung prímadonna Fram'hald af bls. 1. að kenna til klukkan ag ganga 8, og þá gát ég fyrst farið að glugga í nóturnar. Ég sá, að raddlega séð réð ég við það, og ég stóðst ekki freistinguna að hætta á þetta, enda var það gert í minningu þessara yndislegu hjóna sem ég var svo lánsöm að þekkja. En ég bað um, að ekki yrði sagt frá því í blöðunum, vegna þess að þá hefði ég orðið alltof taugaóstyrk“. ★ SÍMASTÚLKA OG SKEMMTIKRAFTUR María er annars langt frá að vera setzt í. helgan stein. Fyrst og fremst einbeitir hún kröftunum að þjálfun nem- endanna í söngskóla sínum sem hún hefur rekið um margra ára skeið. Og ekki hikar hún við að prófa nýjar leiðir inn á milli þegar tæki- færi gefst. Til dæmis vann hún í sumar við símavörzlu og fleiri störf á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Og skipulagði kvöldvökur og kórsöngva til að skemmta þakklátum gest- um, enda hlaut hún skrautrit- að heiðursskjal að launum þegar hún kvaddi í haust. „Símastúlka hafði ég aldrei fyrr verið og varla séð skipti- borð. Og svo varð ég að selja frímerki um leið og þekkti þau ekki í sundur til að byrja með — en nú er ég bara orð- in voða dugleg í þessu og hef meiripartinn í höfðinu. A fimmtudagskvöldum höfum við kvöldvökur, og þar var lesið upp og sungið og allt mögulegt, ég spilaði undir og söng með ,Grænmetiskórnum’, Framhald af bls. 1. hana, svo stór er hún og glæsi- leg. Vissulega er það einnig allt annað að vera sveitaprestur á Islandi en klerkur í Tacoma. Að minnsta tilheyrir það ekki, á neinn hátt, hlutverki prests í Washington ríki að reka kindur af túni eins og séra Haraldur sá mig einu sinni gera hér á Tjörn. Svo fengum við ágætar kveðjur frá Thor Viking og fjölskyldu hans í Seattle. Thor verður alltaf sérstaklega góð- ur landi, er af þeim norð- lenzku ættum sem breytast ekki þó að hún sé langt frá Fróni. Við áttum oft góðar og skemmtilegar stundir í Winni- peg og þegar við hjónin heim- sóttum Thor og^Ólöfu í Seattle var það, það sama. I>au tóku höfðinglega á móti okkur. Frá Minneapolis fékk ég annað kærkomið jólakort frá Bimi, vini mínum Björnssyni. Það var einnig ágæt mynd á kortinu, af fjölskyldunni sem einnig introduced Signe — Our Crowning Glory, eins og yar skrifað á því. Signe er og stundum var skorað á mig að taka lagið einsömul. Þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta var gaman. Og hvað blessað fólkið var gott við mig — ég fór' þaðan hlaðin blómum og gjöfum og hrærð í hjarta.“ ★ MEÐAN GUÐ LEYFIR . . . í vor sem leið söng María inn á segulband víðamikið prógramm á firtim tungumál- lun — „til geymslu“ eins og hún orðar það. „Pétur, sonur minn, vildi endilega drífa mig í þetta. Það var tekið upp í sal Tónlistarskólans, og Ólaf- ur Vignir Albertsson spilaði undir. Og sumt af því tel ég hafa tekizt betur en margt sem spilað er í útvarpinu með mér. Röddin var í millibils- ástandi nokkur ár — frá því að ég byrjaði að tapa mestu hæðinni, c og þar fyrir ofan — og þá hætti mér til að þvinga hana, syngja of kröft- ugt. En smám saman tókst mér að ,leggja hana um’, og nú er ég algerlega hætt að þurfa að þvinga hana, heldur kemur þetta frjálst og eðli- lega, og þá er árangurinn meira að rnínu skapi. Ég er viss um, að ég hef lært lang- mest á því að kenna öðrum. Og þó að ég hugsi mér alls ekki að fara að syngja út um hvippihn og hvappinn ef færi gefst eins og á yngri árum mínum, vil ég gjaman nota röddina svolítið meðan guð leyfir mér að halda í hana og aðrir kæra sig um að hlusta á mig“. — SSB. held ég, af sænskum ættum og giftist hún 28. nóv. 1969 Gunnari Bjömssyni, sem er sonur þeirra hjóna Björns og Birgit. Ég óska öllum til ham- ingju. Þetta eru myndarleg- ustu ung hjón, og fallegur hópur á myndinni. Eitt er víst að Björn er að yngjast upp. Hvað er leyndarmálið, Björn? Þá meðal annara fengum við Vigdís ágætt bréf og kveðjur frá vinkonum okkar í Winnipeg, Ingu Hólm. Inga og maðurinn hennar Björgvin voru nágrannar okkar í Ár- borg. En nú er Inga orðin ekkja, því það vildi svo sorg- lega til að Björgvin fórst á Lake Winnipeg. Sannarlega er það satt að þó allt gangi vel í lífinu hvílir þó sá skuggi veruleikans yfir öllum stund- um lífsins sem eiga að minna okkur á að lífið er fallvalt. En Inga á góð börn, og er dóttir hennar gift presti. Ég gef mér tíma til þegar á líður, að skrifa ykkur og öðrum. Eins og er, þakka ég ykkur kærlega fyrir. Veðrið hefur verið mjög slæmt að undanfömu og frost- ið svo slæmt að vatnspípurn- ar í fjósinu sprungu. Það heppnaðist að stoppa vatns- flóðið á kýrnar. Þá snjóaði það með stormi, að nú em háir skaflar í kringum húsið og varð Vigdís í gærmorgun, að grafa sig út úr húsinu til að komast í fjósið. Ekki kemst Anna, dóttir okkar 11 ára, á skólann, og varð að aflýsa jarðarför Gunn- laugs heitins Jóhannessonar á Bakka í Víðidal vegna óveð- urs. Gunnlaugur andaðist, á nýársdagirin 75 ára að aldri. 1 kistunni með honum liggur sveinbam sem fæddist síðast- liðinn sunnudag en dó litlu síðar. Foreldrar þess eru ung hjón frá Hrísakoti hér í Vatnsnesi. Þau eru Agnar Levy o g kona hans Hlíf Sigurðardóttir úr Reykjavík. Agnar er sonur Jóhannesar Levy, b r ó ð i r Guðmanns í Winnipeg. Agnar h e f u r á undanförnum árum verið full- trúi Islands á mörgum íþrótta- mótum í Evrópu og komu þau hjónin s. 1. vor hingað norður. Hann hefur byggt nýtt hús á Hrísakoti og ætlar sér að setj- ast hér að og búa. Það er mjög gott að fá þau hjón í sveitina. Nú fer ég innan skamms, til Reykjavíkur til að sitja ís- lenzka-skotzka h á t í ð eða „Bums Supper“ og mun for- seti íslands sýna okkur þann heiður að vera. viðstaddur þar. Með beztu kveðjum frá okk- ur öllum. Ykkar einlægur, Roberi Jack. ÖR ÞRÓUN BORGA Umfangs þéttbýlisþróunar- innar á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni, segir enn- fremur í skýrslunni. Um alda- mótin s í ð u s t u bjó nálega helmingur af borgarbúum heimsins í Evrópu. Árið 1980 er búizt við að Evrópumenn verði minna en fimmtungur af borgarbúum heimsins. T ö 1 u r skýrslunnar leiða í Ijós, að borgir verða sífellt fleiri og fjölmennari, og að þróun borga á vanþróuðum svæðum, þar sem íbúarnir bjuggu frá upphafi í fámenn- um samfélögum, hefur orðið miklu örari en annars staðar. Enn segir í skýrslunni, að stjómarstefna einstakra landa, löggjöf og skipulagsáætlanir á ýmsum sviðum geti haft á- hrif á fólksfjölgunina, skipt- ingu íbúanna og efnahags- og félagsleg viðhorf þeirra. f öllum löndum, þar sem íbúafjöldinn er yfir 100 millj- ónir, hafa opinberar stofnanir á hendi eftirlit með fólks- fjölgun og tilsögn um tak- mörkun barneigna, og árið 1969 höfðu um 30 vanþróuð lönd með nálega tvo þriðju hluta af samanlögðum íbúa- fjölda vanþróuðu landanna af- ráðið að koma á opinberu eftirliti með barneignum í því skyni að örva efnahagsþróun- ina. Þ e g a r til þeirra er leitað hjálpa Sameinuðu þjóðimar þessum löndum til að móta og framkvæma áætlanir um tak- mörkun barneigna. Síðan Manntalsnefndin kom saman síðast fyrir tveimur ár- REKSTUR VARNARLIÐS- STÖÐVARINNAR Yfirmaður vairnarliðsins, Mayo A. Hadden, aðmíráll, skýrði frá því á fundi með blaðamönnum í gær, að kostn- aður við rekstur varriarliðs- stöðvarinnar á fslandi á reikn- ingsárinu 1. júlí 1968 til 30. júní 1969 hafi numið rúmlega 6,5 milljörðum íslenzkra króna, og að greiðslur til ís- lenzkra aðila væru nærri 1,2 milljarðar ísl. króna, eða 3,1% af þjóðartekjum íslendinga, eing og reyndar hefur áður komið fram af hálfu íslenzkra yfirvalda. Hadden aðmíráll sagði, að rúmlega 680 íslendingar hefðu verið á launaskrá varnarliðs- ins á fyrrgreindu tímabili og hefðu launagreiðslur til þeirra og greiðslur í félagssjóði o. fl. numið nærri 203 millj. kr. Auk þess nefndi aðmíráll- inn, að farþegaflutningar um Keflavíkurflugvöll hefðu vax- um hafa sérfræðingar hennar um takmörkun fólksfjölgunar heimsótt Alsír, Arabískasam- bandslýðveldið, Hondúras, Ind land, Indónesíu, Kolombíu, Malajsíu, Pakistan, Vesjur- Samóa, tólf Afríkuríki, Mið- Ameríku og eyjamar á Kar- íbahafi. ið mjög undanfarin ár og ekki sízt fjöldi farþega, sem hafa einhverja viðdvöl á Islandi, t. d. má nefna að 1967 var fjöldi farþega, sem hér átti viðdvöl tæp 178 þúsund, árið 1968 um 209 þúsund, en fyrstu 10 mánuði þessa árs um 230 þús. Vamarliðið annast allt viðhald á flugvellinum og greiðir kostnað af slökkvilið- inu. Sem dæmi um nokkra kostn- aðarliði varnaliðsins hér á landi má nefna, að keypt voru matvæli fyrir 12,8 milljónir (þar af 88% fyrir mjólk), 8,5 milljónir fyrir skemmtikrafta og flutningsrétt fyrir sjónvarp og útvarp, 3,^ millj. kr. fyrir ullar og skinnavömr, 4,5 millj. kr. fyrir minjagripi, tæplega 400 þúsund voru greiddar fyr- ir að smala fé af flugbrautun- um, 2,7 milljónir voru greidd- ar fyrir sand og möl á flug- brautir, rúmlega 26 milljónir f.ru til olíukaupa og viðhalds á olíustöðvum, 1Á millj. kr. Framhald á bls. 3. Aðeins $1 16 00 með Loftleiðum Spyrjisl fyrir. Þér munið komasí aS því, aS lægsiu far- gjöldin iil fslands eru enn meS Lofileiðum-flugfélag- inu, sem hefir hafl lil boða lægsiu flugfargjöldin í 25 ár. Og þið finnið hið góða íslenzka andrúmslofl um leið og þið farið um borð. Fargjaldið báðar leiðir frá New York er venjulega aðeins $232.00, og aðeins $320.00 um hásumarið. Og aðeins $200.00 (innifalið $70.00 í íslenzkum vörum og þjónustu), ef þú eri í 15 manna hóp. Ef þú ællar lil meginlandsins bjóða Loft- leiðir þér beiri kjör en nokkurt annað flugfélag. *aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. IEELANOIC MRUNES 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San Francisco Miami Fáið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinni á ferða- skrifstofu yðar. Alþýðubl. 24. nóv. Bréf fró séra Robert Jack fSLANDSFRÉTTIR

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.