Lögberg-Heimskringla - 12.02.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 12.02.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1970 < 1 --------------------------------——— Lögberg-Heimskringla Publlshed erery Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD 303 Kennedy Streei, Winnipeg 2, Man Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jokob F. Kristjansson; Vice-President S. Aleck Thororinson; Secretary, j Dr. L. Slourfllion; Tr«o*ur«r, K. Wllh«kn Johonn»on. EDITORIAL BOARD Wlniti|»*f. Prof. Horaldur Be««o«on, choirmon; Dr. P. H. T. Thorlok.«on, Dr. Voldimor J. Eytonds, Coroline Gunr»or»son( Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M. Peturseon V«Mour«r: Gudlouo Johonnesson, Boai Biornason, Minneapolis: Hon. Voldlmor Bjorneon. Vlctorla, B.C.: Dr. Richord Beck. Iceland: Birgir Thor- loclus Stalndor Stalndorseon, Rev Robert Jack Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-993’ "Second class moil registration number 1667". Dr. RICHARD BECK: Fögur útgófa merkiskvæðasafns Einar Páll Jónsson: Sólheimar. Önnur útgáfa, aukinn. Reykjavík 1969. Aðalumboð: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 240 bls. Þessi fagra og vandaða, og stórum aukna, útgáfa af kvæðasafni Einars Páls Jónssonar, Sólheimum, er mér sér- staiklega kærkomið, bæði vegna hinna ágætu kvæða, sem hún hefir að geyma, og vegna skáldsins, sem þar tjáir sínar innstu og dýpstu tilfinningar, jákvætt viðhorf sitt til lífs- ins, djúpstæða ættjarðar- og hugsjónaást sína, á myndauð- ugu og kjarnmiklu íslenzku máli. Ég veit, að þeir eru einnig margir heima á ættjörðinn, sem fagna útkomu þessa kvæða- safns, enda hefir það þegar hlotið mjög lofsamlega dóma þióðkunnra rithöfunda þeim megin hafsins. En engir hafa ríkari ástæðu til þess að taka útgáfu þessa kvæðasafns fagn- andi hendi heldur en vér íslendingar vestan hafs. Hér orti Einar Páll Jónsson meginhluta þessara kvæða sinna, enda bera þau þess mörg merki, og hér voru flest þeirra birt upprunalega. Með þeim auðgaði hann drjúgum andlegt líf vort og íslenzkar bókmenntir beggja megin hafsins; með kvæðum sínum lagði hann einnig ómældan og áhrifaríkan skerf til varðveizlu íslenzkrar tungu, íslenzkra bókmennta og annarra íslenzkra menningarerfða, í fáum orðum sagt, til viðhalds íslenzks anda, hér í álfu. Tekur það vitanlega einnig til ritstjómarstarfs hans og annarrar menningarstarfsemi, þótt eigi verði það nánar rakið að þessu sinni. Frú Ingibjörg Jónsson, eftirhfandi kona Einars Páls, og ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu síðan hann féll frá, hefir safnað efninu í þessa nýju og auknu útgáfu kvæða manns síns og búið hana undir prentun, og leyst það verk af hendi af frábærri nærfærni. Fylgir hún kvæðasafninu úr hlaði með gagnorðum og smekklegum forQiála, þar sem hún gerir grein fyir tildrögum útgáfu bókarinnar og innihaldi hennar, en í henni eru öll ljóðin, sem birt voru í Sólheimum 1944, auk fjörutíu kvæða, sem Einar orti á árunum 1943-1957 og birtust í Lögbergi og Tímariti Þjóðræknisfélagsins. í lok formálans farast frú Ingibjörgu þannig orð: „Ég tjái vinum mínum, sem veitt hafa mér drengilega aðstoð við undirbúning þessarar ljóðabókar, innilegar þakkir, þeim Flaraldi prófessor Bessasyni fyrir að rita æviminnj^iguna, dr. Finnboga Guðmundssyni og séra Benjamín Kristjánssyni fyrir leiðbeiningar og prófarkalestur, Ágústi Guðmundssyni prentsmiðjustjóra fyrir að annast frágang og útlit bókarinn- ar og Atla Má fyrir að teikna kápuna.“ Hafi þeir allir heilir að verki verið, sem stutt hafa að tímabærri útgáfu þessa efnismikla og merka kvæðasafns. En engum mun gert rangt til, þótt sagt sé, að Ágúst prent- Smiðjustjóri eigi sérstakar þakkir skilið fyrir það mikla verk, sem hann hefir auðsjáanlega lagt í það, að gera bókina sem bezt úr garði, með þeim árangri, að hún er óvenjulega falleg og að sama skapi vönduð að ölium ytri búningi, og má því um hana með sanni segja, að þar hæfi umgerðin innihaldinu. Á kápumynd Atla Más sinn þátt í því; hún fellur vel að efninu og er veruleg bókarprýði. Framan við bókina er einniig ágæt mynd af skáldinu, hreinum á svip, hlýjum og glaðlegum, eins og við vinir hans minnumst hans frá ótal ánægjulegum samverustundum í kunningjahópi og á mannamótum. Þá var það ágætlega ráðið að birta sem inngangsritgerð að þessu nýja kvæðasafni Einars Páls prýðilega æviminn- ingu Haralds prófessors Bessasonar um skáldið, er rituð var skömmu eftir andlát hans. Þar er, af staðgóðri þekkingu og samúðarríkum skilningi, brugðið upp glöggum myndum af m^ginþáttum í ævi- og starfsferli skáldsins, athygli dregin að höfuðeinkennum skáldskapar hans, og lýst manninum sjálfum, svipmiklum og sérstæðum persónuleika hans. í stuttu máli: — Þetta nýja safn ljóða skáldsins er hon- um og útgefanda þess til hins mesta sóma. Og víst er um það, að ekki hefði frú Ingibjörg Jónsson með öðrum hætti getað reist manni sínum ákjósanlegri eða varanlegri minnis- varða, en með þessari fögru og um allt vönduðu útgáfu kvæða hans. Þar á íslenzkur almenningur beggja megin hafsins í fyrsta sinni greiðan aðgang að kvæðum hans í heild sinni, og' ég er þess fullviss, að mörgum muni við lestur kvæðasafnsins opnast augu fyrir því, hve mikilhæft og merkilegt ljóðskáld Einar Páll Jónsson var, og verða það ljóst, hvern heiðurssess hann skipar í hópi höfuðskálda vor íslendinga vestan hafs, og jafnframt fastan sess í hópi ís- lenzkra skálda sinnar tíðar beggja megin hafsins. Þeim um- mælum til staðfestingar skal nú horfið að kvæðunum sjálf- um, en rúmsiins vegna einungis vikið að nokkrum þeirra sérstaklega, því að þar er úr svo miklu og góðu að velja. Flokkun kvæðanna er gerð af smekkvísi og einkar skipu- leg. Hin fagra og hjartaheita tileinkun Einars Páls til konu sinnar, „Vísur Ingibjargar“, er hann birti fremst í fyrri út- gáfunni af Sólheimum. skipar hliðstætt heiðursrúm í þessari nýju útgáfu, eins og vera bar. Öndvegið í meginmáli bókarinnar skipa því næst „Ættjarðarljóð“ skáldsins, og sæmir það ágætlega, jafn mik- ill grundvallarþáttur og þau eru í ljóðum hans, ber þar hátt og setja svip sinn á þau. Þessi ættjarðarkvæði hans eru hvert öðru fegurra og snjallara, og auðfundið, hve djúpar rætur þau áttu í hug og hjarta skáldsins. Þau eru heit og einlæg ástarjátning sonar til móður. I þeim rís ÍSland úr sævi í allri tign sinni og náttúrufegurð, og jafnframt bera þau vitni djúp- um og heilbrigðum skilningi skáldsins á nánu sambandi manns og moldar. Það er sama þeim ummælum til sönnun- ar, hvar gripið er niður í þessum ættjarðarljóðum, en sem dæmi má minna á snilldarkvæði eins og „Hugsað til íslands“ (1926), „Móðir í Austri“ (1937), „Norræn móðir“ (17. júní 1944, í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýðveldis) og „Hin bjarta nótt“ (1957), en það er síðasta kvæðið, sem Einar Páll orti. Skal það því tekið hér upp í heild sinmi, enda er það gull- fallegt kvæði að hugsun, málfari og ljóðformi, og má segja, að þar sameinist, líkt og geislar í brennigleri, kjarninn í ættjarðarkvæðum skáldsins, djúpstæð ættjarðar- og átthaga- ást hans, skilningurinn á því að eiga sér slíka ættjörð og ísland er, og hver gæfa það er að vera hluthafi í auðugum íslenzkum menningarerfðum. Kvæðið „Hin bjarta nótt“ er á þessa leið: Um ljósa nótt við dimmblátt draumahaf les dagsins guðspjall okkar tigna móðir; hún mælist vel við margfalt stærri þjóðir að mikilleik, sem drottinn henni gaf; um víða jörð, er drótt í syndum svaf, hún sótti vökuþrótt á nýjar slóðir. Vor stolta drottning brosir fríð og frjáls gegn framtíð, sem að giftudísir skapa, og ber ei lengur danskan hlekk um háls né heljarfjötur stórra eigin glapa. Við strengjablak vors sterka móðurmáls hún man það eitt, að hafa gleymt — að tapa. Og heiðin mín er heiðbjört þessa nótt, í hennar faðm ég leita æsku minnar; mig hafa þangað draumadísir sótt með drifhvít brjóst og fagurrjóðar kinnar. Minn bær í eyði, allt svo undurhljótt og angurværð í djúpi sálarinnar. Að eiga í vitund frjálsa fósturjörð, þó fjarlæg sé, er langrar ævi gróði, þar djarfir synir halda heiðursvörð um heiða nótt í söngvum jafnt og ljóði, sem glaðir flytja guði þakkargjörð og geyma frelsiseld í merg og blóði. Næsti kafli bókarinnar nefnist „Vestrið11, og er það vel valið heiti, því að þau kvæði, sem þar eru flokkuð saman, fjalla um íslendinga hér vestan hafs, og hefst kaflinn á hinu snjalla kvæði „Rödd úr Vestri“, sem flutt var yfir milli- landaútvarp frá Canada til Islands 1. desember 1938, á tutt- ugu ára afmæli hins íslenzka fullveldis. Hér eru einnig, meðal annara landnemaljóða og kvæða flutt við ýms sögu- leg tækifæri, hin fögru og áhrifamiklu „Landnemaljóð“, flutt að Gimli 5. ágúst 1935 í tilefni af 60 ára afmæli íslenzka landnámsins í Nýja íslandi, en Eimar Páll kunni flestum betur að meta baráttu og sigursögu íslenzkra landnema vestan hafs. Framhald á bls. 5. HETJULEGT FLUG ÍSLENDINGA Fréttir hafa borizt hingað af hetjulegu flugi þriggja ís- lendinga til flugvallar skammt frá Uli-flugvellinum í Biafra. ísendingarnir eru Þorsteinn Jónsson flugstjóri, Einar Guðlaugsson aðstoðar- flugmaður og Runólfur Sig- urðsson flugvélstjóri. Flugu þeir í nótt frá Sao Tome til Biafra með um tvær lestir af skreið auk lyfja, sem áttu að fara til sveltandi fólks í Biafra. Þorsteini tókst að lenda flugvél sinni á smáflugbraut- arspotta, Uka, sem hann vissi af skammt frá Uli flugvelli. í NTB-frétt segir að flugvöll- ur þessi sé í 25 km. fjarlægð frá Uli. Þar var vélin afhlað- in en 45 manms áttu að fara með vélinni aftur. Strax eft- ir að flugvélin lenti, hófst skothríð á hana og var henni stanzlaust haldið áfram. Þrátt fyrir það tókst fólkinu öllu að komast um borð, en þó særð- ust tíu manns áður en vélin komst á loft aftur. Nígeríumönnum tó k s t að eyðileggja tvo af fjórum hreyflum flugvélarinnar áður en hún komst undan, en hér var um að ræða DC6-b flug- vél frá Hjálparstofnun kirkj- unnar. Eins og fyrr segir særðust tíu manns, en ekki hefur enn frétzt af því, hversu alvarlega þetta fólk særðist. Hins vegar er vitað, að enginn íslendinganna var fyrir skot- um Nígeríumannanna. í fyrrinótt gerðu fimm flug- vélar tilraun til þess að kom- ast til Biafra með vistir og lyf. Aðeins tveim flugvélum tókst þó að lenda á UGA- flugvelli. Önnur þessara véla var íslenzk. Komust þær aftur heilu og höldnu til Sao Tome. Þorsteinn Jónsson, sem er búinn að vera í Biafra-flugi síðan í október 1968 hefur nú farið þangað í 400 flugferðir eða þar um bil. Alls hafa nú verið fluttar um 60 þúsund lestir af mat- vælum og lyfjum til Biafra og eru þar af um 25 þúsund frá kirkjufélögunum á Norð- urlöndum. Tíminn 14. janúar. * :|í * SLYS TAFÐI REYNSLUFÖRINA Hekla — nýja strandferða- skipið fór í reynsluför sína í morgun, samkvæmt áætlun, en kom aftur fyrr, en búist hafði verið við, vegna þess, að yfirverkstjóri Slippstöðvar- innar Þorsteinn Þorsteinsson, varð fyrir slysi um borð. Þeg- ar hann var kominn undir læknishendi, hélt Hekla ’á- fram siglingunni. Öll tæki og vélar reyndust í ágætu lagi. Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.