Lögberg-Heimskringla - 12.02.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 12.02.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1970 Hljómkviða nóttúrunnar Framhald af bls. 5. nokkuð við það að athuga, og svo fór hann. Örh'tið seinna gékk ég hljóðlega niður stig- ann og opnaði kirkjuhurðina á þann hátt að hún héldi, að ég væri að koma. „Jæja, Gertrude. Ertu til að koma heim? Hvernig gekk með orgelleikinn? „Jú, ágætlega, sagði hún og rödd hennar var alveg eðli- leg. í diag held ég að mér hafi farið mikið fram.“ Ég varð harmi lostinn, en hvorugt okkar minntist á at- burðinn, sem ég var að segja frá. Ég var óþolinmóður eftir að vera einn með Jacques. Kona mín, Gertrude og bömin voru vön að hátta fljótlega eftir kvöldmatinn, en við feðgamir u n n u m kappsamlega fram eftir kvöldi að skriftum. Ég beið eftir þeirri stund. En áð- ur en ég ætlaði að tala við hann varð ég svo órólegur, og gat ekki hafið máls á því, sem kvaldi mig svo mjög. Og það var hann, sem allt í einu rauf þögnina og tilkynnti mér þá ákvörðun sína að verða heima hjá okkur í öllu fríinu sínu. Nú, en fyrir fáum dögum hafði hann talað við okkur um ferðalag, sem hann lang- aði til að fara upp í Há-Alp- ana, og konunni minni og mér leizt mjög vel á það. Ég vissi að T . . . vinur hans, sem hann ætlaði að ferðast með, beið eftir honum. Það var því augljóst, að þessi skyndilega breyting stóð í sambandi við atburðinn, sem kom mér svo á óvart. Ég varð hamslaus af reiði, en ég þorði ekki að missa taumhald á mér, hélt að sonur minn myndi þá missa allt traust á mér. Ég óttaðist líka að láta þau orð mér um munn fara, sem ég mundi iðrast síðar, svo að ég lagði mig allan fram um að halda mér í skefjum og sagði eins eðlilega og ég gat: „En ég hélt að T . . . reiddi sig á þig. „Nei, hann gerir það nú ekki alveg, og þar að auki verður hann ekki í neinum vandræðum um að fá annan í staðinn fyrir mig. Og ég hvíli mig alveg eins vel hérna eins og í Oberland, og ég held líka, að ég geti varið tíma mínum betur en í fjallgöng- um. — Jæja, sagði ég, er það eitthvað hér, sem þú ætlar þér að fást við?“ Hann horfði á mig. Hann hafði heyrt háðið í rödd minni, en þar sem hann grun- aði ekki ennþá ástæðuna sagði hann frjálslega: „Þér vitið, að ég hefi alltaf kosið lestur fram yfir fjall- göngur.“ — Já, vinur minn, sagði ég og starði á hann. En heldurðu ekki, að orgelkennsla hafi jafnvel enn meira aðdráttar- afl fyrir þig en lestur? Vafalaust fann hann, að hann roðnaði, því að hann bar höndina upp að enninu, eins og til að skýla augunum gegn ofbirtu. En hann jafnaði sig nærri strax og sagði með röddu, sem ég hefði óskað að hefði ekki verið jafn örugg: „Ásakið mig ekki of mik- ið, faðir minn. Það var alls ekki meiningin að halda neinu leyndu fyrir yður, en þér hafið bara orðið fyrri til að skilja það, sem ég ætlaði að játa fyrir yður.“ Hann talaði hægt eins og hann væri að lesa í bók, og lauk við setningarnar jafn ró- legur, fannst mér, og þetta kæmi honum ekkert við. Þessi frábæra sjálfsstjóm, sem hann sýndi, gerði mig frávita. Hann fann, að ég ætl- aði að grípa fram í, og lyfti upp hendinni eins og til að segja: Nei, þér getið talað á eftir, lofið mér að ljúka við að segja það sem ég þarf. En ég greip í handlegg hans og hrissti hann. „Ég kysi fremur að sjá þig aldrei aftur,“ h r ó p a ð i ég, „heldur en þú settir blett á hina hreinu sál Gertrude. Ég hlusta ekki á játningu þína. Það er viðurstyggileg rag- mennska að níðast á veikleika hennar, sakleysi og hrein- leika. Ég hefði aldrei trúað, að þú gerðir þig sekan um slíkt. Og þú talar svo við mig um þetta með köldu blóði . . . Hlustaðu nú vel á mig. Ég ber ábyrgð á Gertrude, og ég líð það ekki degi lengur, að þú talir við hana, að þú snertir hana, að þú horfir á hana.“ — „En faðir minn, sagði hann jafn rólega og áður, og það gerði mig örvita, „þér megið trúa því, að ég virði Gertrude jafnmikið og þér gerið sjálfur. Þetta er undar- legur misskilningur hjá yður, ef þér haldið, að það sé eitt- hvað ámælisvert, ég segi ekki í framkomu minni, heldur í fyrirætlunum mínum leynd- ustu tilfinningum. Ég elska Gertrude, og virði hana — skal ég segja yður — jafnmik- ið og ég elska hana. Hug- myndin að koma henni í vandræði, misnota sakleysi hennar og blindu er mér jafn- mikil viðurstyggð og yður.“ Þá sór hann og sátt við lagði, hvað hann vildi vera henni, og það var að vera stoð henn- ar, vinur og eiginmaður. Og hann hafði álitið, að hann ætti ekki að tala um þetta við mig fyrr en hann væri ákveðinn að giftast henni. Gertrude sjálf vissi ekkert um þetta ennþá, því hann hefði viljað tala við mig um þetta fyrst. „Þetta er játning mín til yðar, bætti hann við, „og þér megið trúa því, að ég hefi ekkert annað að játa.“ Þessi orð gerðu mig alveg ilamaðan. Á meðan ég hlust- aði á hann, fann ég, hvemig æðamar tútnuðu við gagn- augun á mér. Ég hafði ekki búist við öðru en ásökunum, en þar sem ég gat ekki hveykslast á n o k k r u , sem hann sagði, stóð ég uppi ber- skjaldaður og þegar hann hafði lokið máli sínu vissi ég ekkert, hvað ég ætti að segja við hann. „Við skulum fara að hátta“ sagði ég eftir langa þögn. Ég stóð á fætur og lagði höndina á öxlina á honum. „Á morg- un segi ég þér hug minn um þetta.“ — Segið mér að minnsta kosti að þér séuð ekki reiður við mig.“ — Ég verð að hugsa um þetta í nótt.“ Þegar ég sá Jacques aftur næsta dag fannst mér í raun og veru, að ég vera að horfa á hann í fyrsta sinn. Allt í einu sá ég, að sonur minn var ekki lengur bam, heldur ung- ur maður: á meðan ég leit á hann sem barn þá var þessi ást, sem ég hafði af tilviljun komist á snoðir um, kjánaleg. Alla nóttina hafði ég verið að telja sjálfum mér trú um, að þetta væri allt eðlilegt og venjulegt. En hversvegna magnaðist þá óánægja mín svona? Það skyldi ég ekki fyrr en seinna. Á meðan varð ég að tala við Jacques og láta í ljós ákvörðun mína. Bæði eðlishvöt mín og rödd sam- viskunnar vöruðu mig við, að það þyrfti að hindra þessa giftingu, hvað sem það kost- aði. Ég fór með Jacques langt inn í garðinn og þar spurði ég hann fyrst: „Hefurðu látið eitthvað í ljós við Gertrude? — Nei, sagði hann, kannske finnur hún, að ég elska hana, en ég hefi ekki játað neitt. Jæja. Þú verður að lofa mér að tala ekki um þetta við hana ennþá. — Faðir minn. Ég hefi á- kveðið að hlýða yður, en má ég ekki fá að vita um ástæð- ur yðar fyrir þessu?“ Ég hik- aði, ég var í vafa um, hvort það væri viturt af mér að segja það, sem mér kæmi fyrst í hug. í sannleika sagt var það fremur samvizka mín heldur en skynsemi, sem réð gjörðum mínum. „Gertrude er of ung, sagði ég að lokum. Hugsaðu þér hún er enn ófermd. Hún hef- ur ekki ennþá gengið til alt- aris. Þú veizt að því miður var hún ekki eins og önnur böm og hún byrjaði ekki að þroskast fyrr en mjög seint. Hún yrði vafalaust of við- kvæm og full af trausti við fyrstu ástarorðin, sem hún heyrði. Og þessvegna er það einmitt svo mikilvægt að segja þau ekki, því það er ódrengilegt að taka á sitt vald þann, sem ekki getur varið sig. Ég veit, að þú ert enginn hugleysingi. Þú segir að til- finningar þ í n a r séu ekki ámælisverðar, ég segi, að þær séu vítaverðar, því þær eru ótímabærar. Gertrude þekkir ekki ennþá varasemi svo við verðum að vera gætnir henn- ar vegna. Það er að hafa hreina samvizku. Það hefir alltaf verið mikill kostur á Jacques, að til þess að halda honum í skefjum hefur nægt að segja þessi ein- földu orð. „Ég skírskota til samvizku þinnar,“ og þetta notaði ég oft, þegar hann var bam. Samt sem áður horfði ég á hann og hugsaði, að ef Gertrude gæti séð hann núna mundi hún ekki getað annað en dáðst að þessum háa granna pilti, sem er í senn svo beinvaxinn og sveigjan- legur, þessu fallega slétta enni, h|reina augnatilliti, þessu andliti, sem er ennþá barnslegt, en sem alvöru- skuggi nú grúfði yfir. Hann var berhöfðaður og jarpt hár- ið, sem var frekar langt um þessar mundir, var örlítið VINAFÉLAG LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU Gottfred Hjaltalin, Wiinnipeg, Man. Mrs. Gyda Norman, Foam Lake, Sask. Mrs. Bothildur Johnson, Gimli, Man. Mrs. S. Eyjolfson, Seattle, Washington Sigurdur Hallgrimson, Glenboro, Man. Mrs. Sigrun Thorgrimson, Winnipeg, Man. Guðmundur Thorsteinsson, Los Angeles, Califomia Mrs. G. Magnusson, Arborg, Man. Mrs. B. Bjornson, Lundar, Man. Dr. og Mrs. Richard Beck, Victoria, B.C. Mrs. Thordis Fisher, Vancouver, B.C. Palmi Johnson, Winnipeg, Man. O. Olafson, Riverton, Man. Mrs. Lena Peterson, Gimli, Man. Mr. og Mrs. Adolf L. Holm, Gimli, Man. Prof. Hermann Palsson, Edinburg, Scotiand hrokkið upp við gagnaugað. og huldi eyrun að hálfu leytíi. „Það er annað, sem ég verð að biðja þig um“, hélt hann áfram og stóð upp af bekkn- um, þar sem við höfðum set- ið. „Þú hafðir áformað, sagð- irðu, að fara burtu eftir morg- undaginn. Ég bið þig um að breyta ekki þessari brottför. Þú áttir að vera burtu í einn mánuð. Ég bið þig um að stytta ekki þessa ferð um einn e i n a s t a dag. Samþykkirðu það?“ — Gott og vel faðir minn, ég skal hlýða yður.“ En ég sá, að hann náfölnaði, jafnvel varirnar urðu litlausar. Ég taldi mér trú um, að svo snögg undirgefni sýndi að ást hans væri ekki mjög sterk. Mér var þetta óumræðilegur léttir. Þar að auki snart auð- sveipni hans mig. „Nú þekki ég bamið, sem ég elska“, sagði ég blíðlega við hann og dró hann til mín og snart enni hans með vör- um mínum. Hann hörfaði undan en ég lézt ekki taka K. Frederickson, Vancouver, B.C. J. H. Johnson, Bakersfield, California Gestur PauLson Sr., Hecla, Man. Hon. J. T. Thorson, Ottawá, Ont. John J. Johnson, Vogar, Man. Mrs. J. S. Christopherson, Surrey, B.C. Mr. og Mrs. H. F. Danielson, Winnipeg, Man. Snorri Rognvaldsson, Lundar, Man. Oskar Johnson, Whitehorse, Yukon Terrirories H. Gudmundsson, Vancouver, B.C. Thor H. Johnson, Willowdale, Ont. Mrs. Herdis Eirikson, Gimli, Man. Mrs. Johanna Anderson, Box 188, Glenboro, Man. Mrs. Thura Nimmons, Betel Home, 212 Manchester Avenue, Selkirk, Man. Miss Jennie Johnson, 201-41 Balmoral Street, Winnipeg 1, Man. VINAFÉLAG LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU Undirritaður kaupandi L.-H. óskar hérmeð, að verða skráður í vinafélag Lögbergs-Heimskringlu og þar með að borga $3.65 til viðbótar hinu tilskylda áskriftargjaldi árlega. Nafn (Name) ................................. Address...................................... MUNIÐ VINAFÉLAG LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU eftir því. Framhald.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.