Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 1
Stoínað 14. jan. 1888 Hetméfermgla Sloínað 9. sepí. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR 1970 NÚMER 7 Fjölmennið á ársþing og skemmtanir Þjóðræknisfélagsins Dr. Guðrún P. Helgadóitir Heiðursgestur þingsins Skúli Jóhannsson Forseti Fróns, stjórnar þingi Dr. Richard Beck Ræðumaður á Frónsmóti Þjóðræknisfélagsþingið Heimir Thorgrimsson Ræðumaður Icel. Can. Club Hið árlega þing Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vestur- heimi verður með öðru sniði en hin fimmtíu undanfarin þing. Þingfundir standa að- eins yfir í tvo daga í staðinn fyrir þrjá daga eins og tíðk- ast hafði undanfarna hálfa öld. — Fundunum verður stjórnað af varaforseta félags- ins, Skúla Jóhannssyni vegna þess að forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson hefir ver- ið skipaður menningarmála- ráðherra Manitobastjórnar og varð því að segja af sér for- ustu í öðrum félagsskap. Séra Philip leysti afarmikið starf af hendi í þágu Þjóð- r*knisfélagsins frá upphafi Vega þess. Hans mun saknað, °S til hans hugsað með þakk- **ti, en við væntum þó þess að hitta The Honourable Phil- *P Pétursson af og til sem gest a þingfundum og þeim sam- kornum, sem haldnar verða í Sambandi við ársþingið. Varaiforseti Þjóðræknisfé- lagsins, Skúli Jóhannsson. sern er jafnframt forseti r°ns mun stjórna þingfund- Urtl félagsins. Hann er sá mað- n*> sem hvað mest hefir unn- 10 að íslenzkum þjóðræknis- ¦^alum okkar nokkur undan- farin ár. Hann hefir blásið nvJu lífi í þjóðræknisdeild- ma Frón og undir hans for- _stu h e f i r stjórnarnefnd *rons íátið klæða og prýða tundarsalinn í byggingu Þjóð- r*knisfélagsins að 652 Home ötreet falle og komið þar fyrir egum. nýjum stólum og Dorðum.^ Auk þess sem bóka- afn- Fróns hefir verið skipu- oagt eins og bezt verður gert S er nú þeSsi staður um allt myndarlegur og aðlaðandi. fiann hefir styrkt Lögberg- eimskringlu með ráðum og dáð og hafi hann þökk fyrir það. S k ú 1 i Jóhannsson mun stjórna hinni ágætu saim- komu, sem Frón hefir efnt til á fimmtudagskveldið 26. febr. og auglýst er á baksíðu blaðs- ins og er hún upphafsliður þingsins. Fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélagsins Dr. Ric- hard Beek flytur aðalræðu kveldsins, auk þess verður þar margt fleira, sem einnig verður unun á að hlýða. Skemmtiskrá Icelandic Canadian Club samkomunar, sem fer fram á föstudags- kveldið ber með sér að einnig hefir verið mjög til hennar vandað. Heimir Thorgrímson flytur aðalræðuna og Gissur Elíasson stjórnar samkom- unni og verður skýrt frá henni nánar í næsta blaði. Það hefir víst aldrei komið fyrir í fimmtíu ár að aðal- ræðumaður og gestur þings- ins hafi verið kona, og hefir það vakið mikla tilhlökkun hjá fólki hér um slóðir að fá tækifæri til að kynmast þess- ari gáfuðu og fjölmenntuðu konu, Dr. Guðrúnu Helgadótt- ur, skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Próf. Haraldur Bessason minntist hennar að nokkru í blaðinu 5. febrúar og mun gera nákvæmari grein fyrir ferðum hennar og fyrir- lestrahaldi í næsta blaði. Svo sem auglýsingin á baksíðu blaðsins gefur til kynna hefir verið prýðilega vandað til þessarar samkomu. Við vænt- um þess að geta birt myndir af fólkinu sem skemmtir með söng og hljóðfæraslætti í næsta blaði. Þetta er 51sta ársþing Þjóð- ræknisfélagsins, verður eitt af skemmtilegustu og meirihátt- ar ársþingum félagsins. GULLBRÚÐKAUP Árni V. Johnson og Rose (Halldorson) kona hans áttu 50 ára hjúskaparafmæli í sumar sem leið. Þau voru gef- in saman í hjónaband 24. maí 1919 í Cavalier, en heimili þeirra er nálægt Mountain og þar efndu tengdadóttir og dóttir þeirra, Mrs. Vernon (G1 o r i a) Johnson og Mrs. Norma Kristín Nason til sam- sætis 3. ágúst 1969, þeim til heiðurs. Þrjár systur Mrs. Johnson sótu samsætið, Mrs. Chris Geir, Mountain, Mrs. Marga- ret Weber, Los Angeles, Mrs. Skafti (Greda) Gudmundson, Waukegan, 111. — Ennfremur Björgvin frá California, bróð- ir Mrs. Johnson, sem hafði staðið upp með honum fyrir 50 árum og systur hans þrjár: Mrs. Petrina Gestson, Moun- tain, Mrs. Pauline Bardarson, Oakland, California, Mrs. O. D. (Laufe'y) Forsterer, Cam- ino, California. F j ö 1 d i annara vina og vandamanna sótu samsætið víðsvegar að; frá Vancouver, Chicago, Waukegan, Victoria, Winnipeg, Tennessee, Mon- tana o. s. frv. Þau hjónin eignuðust tvö börn, fyrrnefnda dóttir, og son, Vernor Marion, sem er talinn. Barnabörnin eru sex og þessi voru viðstödd: Robert og Ray Johnson; Phyllis og Kevin Nason. Pamela John- son og Patty Nason gátu ekki komið. Við árnum Mr. og Mrs. Johnson heilla í tilefni þessa merkisdags. Mrs. Alvin Melsted. ÍSLANDSFRÉTTIR HÖRMULEGT SLYS Á STOKKSEYRI Það var ömurleg aðkoma, er blaðamenn Morgunblaðsins komu til Stokkseyrar nokkru eftir hádegi sl. sunnudag, en þá um morguninn hafði það hörmulega slys orðið, að þrír ungir skipstjórar á þremur bátum af fimm, sem þar eru gerðir út, drukknuðu í hafn- arinnsiglingunni, r é 11 fyrir innan brimgarðinn. Þeir höfðu ásamt fjórða skipstjór- anum verið á litlum árabát að ganga frá leiðarmerkjum á leiðinni milli skerja inn í höfnina, þegar ólag reið yfir bát þeirra og fyllti hann af sjó og færði í kaf. Fjórða manninum var bjargað að- framkomnum af flæðiskeri um það bil 400 metra frá þeim stað, sem slysið átti sér stað, en þangað synti hann kappklæddur. Þegar slysið átti sér stað var norðanátt og bítandi gaddur. Skipstjórarnir sem fórust, voru: Arilíus |Óskarsson, 27 ára, kvæntur og þriggja barna faðir; Geir Jónasson, 29 ára, kvæntur og átti tvö stjúp- börn, og Jósep Geir Zóphoní- asson, 33 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir. Maður- inn, er bjargaðist, heitir Tóm- as Karlsson og er 46 ára að aldri. Framhald á bls. 7. Bréf frá séra Robert Jack Tjörn, Vatnsnes, V.-Hún., Iceland, 10. febrúar, 1970. Nýlega bárust tvö blöð hingað í gegnum hríðina. I fyrra blaðinu bárust þær sorgar og saknaðar fréttir um lát S. V. Sigurðar frá River- ton og í seinna blaðinu birt- ust einnig slíkar fréttir um andlát Stefáns ritstjóra Ein- arsson. Þó ég þekkti og virti Stefán ritstjóra og hefði ætíð mikla ánægju að spjalla við hann á skrifstofu Heims- kringlu í Sargent Avenue, var það S. V. Sigurðsson sem skipaði virðulegan sess í lífi og starfi mínu á meðan ég þ j ó n a ði í Árborg-Riverton prestakalli. S. V. var ekki að- eins kirkjunnar vinur, heldur var hann mann vinur, góðvilj- aður í öllu sem hann tók að sér, drengur góður í samskipt- um við aðra, og ágætur landi og íslandsvinur. Bæði hann og bræður hans höfðu feng- ið að arf frá foreldrum sín- um dugnað og framkvæmd- ar h æ f i 1 e i k a, menn sem hafa gert garðinn frægan, langt í burtu frá gamla landinu. Það var ánægjulegt að hitta S. V., frú hans og Ólaf hérna fyrir tveimur ár- um. Það er.gott að vita að S. V. sá land forfeðra sinna áður en hann kvaddi þennan heim. Mikið skarð er höggvið í útgerðarmanna stétt í Mani- toba. Ég votta öllum ástvin- um þessa mæta manns samúð mína. Guð blessi ríkulega minningu þeirra. Ég er nýkominn hingað frá því að jarðsyngja í stórhríð, Sigurbjörn Guðmann Guð- mundsson frá Hávastöðum í Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.