Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR 1970 Árni Sigurðsson Nokkur minningarorð efiir Davíð Björnsson Hann leysti segl og sigldi út í bláinn og sævar aldan lék um kinnunginn. — Hann skildi eftir efnið, — nakinn náinn. — Nú ertu horfinn góði vinurinn. — Það var þriðjudaginn þann 27. janúar, árið 1970, að vinur okkar Árni Sigurðsson tré- smiður, listmálari, leikari’, rit- höfundur og margt meira, lét úr höfn og flutti frá okkur út, yfir á landið handan lands- ins, hinumegin við móðuna miklu og mun bíða þar vina sinna með alúðar brosið sitt og opinn faðminn, ef sönn er sú kenning, að dauðinn, sem svo er kallaður, er á okkar margra vísu aðeins flutning- ur til annars og fegri staðar, til framhalds við endalaust starf og ferðalag til meiri þroskunar, vizku og víðsýnis inn í eilífðina. Ég hefi enga ástæðu til þess að rengja það, og vona að svo sé fyrir margra hluta sakir til ávinnings. En hvort sem heldur er, þá er Árni Sigurðsson látinn, að við segjum, og við sjáum hann hvorki né heyrum fram- ar á okkar fagra hnetti, móð- ur jörð. Ef til vill kann mörgum að finnast óþarfi af mér, að ^eggJa út í að skrifa um Árna Sigurðsson, eftir að margir gáfumenn, austan hafs og vestan hafa ritað um hann í bókum, tímaritum, skemmti- skrá íslendingadagsins, í blöð- um á íslandi og Canada, og auk þess sagt margt fallegt og stórbrotið og skemmtilegt um hann í ávarpi og ræðum á ýmissum mannamótum, og ekkert of sagt. Þetta er skilj- anlegt, sérstaklega þeim sem þekktu Árna, unnu mikið með honum og skildu hann, því Árni var að ýmissu leyti alveg sérstakur maður. Þegar ég held slíku fram, verð ég auð- vitað að lofa lesendum mín- um að vita, sjá og heyra, hvernig ég útskýri það. Ekki geri ég það af því, að mér komi til hugar, að það sé ekki vitað, heldur er það kannské meira mér sjálfum ,í vil, að mig langi til að kveðja hann Áma vin minn með nokkrum vinar orðum og þakka honum fyrir margar yndælar saim- verustundir, sem við áttum saman á ferðum milli vina og með þeim. En það var oftast á heimili þeirra hjóna, Jakobs F. Kristjánssonar og frú Steinunnar, sem fundum okk- ar bar saman. Og þar var Árni sem heima hjá sér í húsi þeirra eftir að hann missti konu sína 1937, til 1940 er hann flutti til Seven Sister Falls, og ávalt eftir það til síðustu stundar var hann tíð- ur gestur þar með hinum góðu vinum sínum og börn- um þeirra hjóna sem hann hélt mikið af og þeim þótti vænt um hann. Og þar var hann sem borinn á höndum vina sinna og þar leið honum bezt. t Árni Sigurðsson Hvar sem Árni var að verki, og þó hann væri ekki að verki, þótti það ávalt ánægju- legt að heyra hann og sjá og ræða- við hann. Ekki var það síður skemmtilegt á stundum, að heyra Árna í hróka sam- ræðum við sjálfan sig, þar sem hann var einn með verk í hendi eða bók. Þá var hann að ræða við vin sinn sem hon- um var ávalt nálægur. Var hann þá annað hvort að spyrja hann ráða um eitthvað sem Ámi hafði með höndum, eða þá að ásaka hann laus- lega fyrir að vilja ekki sam- þykkja sumt af því sem hann var að skapa, mála, byggja eða skrifa. Það var þeim Ijóst, sem þekktu Árna, að hann var allur í því sem hann var að vinna, skapa og klæða í ýmis- konar búning sem fór því bezt. Og það var ekki af hendingu að honum vannst allt vel. Fyrst og fremst var allt undirbúið í samræðum við vin hans áður en starfið var h a f i ð , og ýmiskonar breytingar voru gerðar áður en þeim kom alveg saman um hvað væri bezt. Og þó hann væri oft einn eftir almennum mælikvarða, þá var hann aldrei einn. Svo eftir fjörug- ar samræður með og móti, fór oftast svo, að vinur hans hafði á réttara að standa, og þá nans ráðum fram fylgt. Má vel vera, að listauðgi þessa góða fagmanns, hafi notið sín bezt í samræðunum sem fóru fram á meðan verið var að leysa verkið af hendi. Það oótti skrítið að hlusta á þá, og stundum dálítið fróðlegt og skemmtilegt, og þess vegna og annars, varð allt, sem Árni lagði að hug og hönd, sem lif- andi í höndum hans. hvort leldur sem hann var að smíða, mála, skrifa, lesa eða leika. Alls staðar líf og fagrir litir og meistaraleg fágun sem gaman var að líta og verða aðnjótandi. Já, þeir unnu vel saman hann Árni og vinur hans. Það var andinn hans, vinur og velunnari sem var í verki með honum í hvívetna. Og þá var aldrei þögn. Hvort heldur hann var að verki úti eða inni, var alls staðar líf og fagrir litir sameinaðir í lista- verkið. í því skini, sem ávalt hefur ríkt frá öróvi alda, skapaði Árni sín listaverk. Það gerði engan mun hverja árstíð Ámi málaði. Hann fann all staðar eitthvað fallegt. Ég held næst- um því það sé óhætt að segja að hann hafi aldrei séð neitt reglulega Ijótt, heldur mis- munandi fallegt, eitthvað ó- vanalegt til að móta og færa til lífs. Og því var það, að í helgi þess máttar sem með honum ríkti á meðan hann var að mála, þá gaf hann hinni svokölluðu dauðu nátt- úru líf með pensildráttum sínum. Það var sem væri hann í efni og anda að nota allt það bezta og fegursta sem hann sá í frummyndinni, sem væri það meistaraverk al- heims andans sem hver pens- ildráttur hafði sína ákveðnu þ ý ð i n g u til fullkomnunar verkinu. Því sú fagra hugsun var líka í verki með Árna í öllu hans starfi sem gerði honum auðveldara að nálgast fullkomleikann, én það er, að ef eitthvað er þess virði að það sé gert, þá er það þess virði að það sé gert vel. Og samtímis er hjá hverjum sem þannig hugsar og starfar, að hann flettir blaði í mannlífs bókinni miklu. Verkið víkk- ar, litirnir skýrast svo lista- verkið líkist uppruna sínum. Það var því ekki að undra hvað vel honum vannst allt sem hann lagði að hug sinn og hönd. Hann var þar óskift- ur og allur á meðan listaverk- ið var í smíðum. Þessi laus- lega lýsing mín á lista starf- semi í öllu sem Árni vann, var einskonar undiralda í öll- um athöfnum hans, sem aldrei lét sér neitt til skamm- ar verða, sökum þess, að hann unni öllu sem hann lagði sig niður við að skapa, fegra og fullkomna eftir sinni beztu vitund. Það má segja að Árni hafi komið við, að meira eða minna leyti í öllum félagsmál- um íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs. Hann var ávalt fús og fljótur til aðstoðar þegar til hans var leitað á einhverjum sviðum. Hann skrifaði í blöðin um listir, mennt og ýmis áhugamál þjóðarbrotsins, gaf leiðbein- ingar og ráð, eftir því sem honum blasti verkefnið fyrir augum. Og leiklistinni helg- aði hann starf sitt yfir langt áratímabil og fórst það svo vel, að ekki varð á betra kos- ið. Enda var leiklistin í borg og byggðum íslendinga fagur og merkilegur liður í sögu þjóðarbrotsins og kemur víða við, með Árna aðstoð, sem og margra annara. Og mörg voru leiktjöldin sem Árni málaði í sambandi við leikina sem sýndir voru í byggðum og borg. Þannig mætti lengi halda áfram, því margs fleira er að minnast, og hefur verið víða minnst af merkum mönnum og konum. En allt sem hér hefur verið sagt og áður hef- ur verið um hann ritað, næst- um því hverfur þó fyrir einnri sannri setningu, eða jafnvel aðeins einu orði sem felur í sér svo margt sem ekki er mögulegt að túlka, og það er, — a ð h a n n v a r góður maður. Welcome Delegates to the Icelandic National League Convention, February 26, 27, 28, 1970. With Compliments of . . . DR. S. MALKIN, PHYS, & SURG. DR. CHAS. MALKIN, DENTIST Greetings to the 51st convention of the ICELANDIC NATIONAL LEAGUE With Compliments of . . . PETER D. CURRY Wben this goes in hot water worries go out You’ll have all the hot water you want with a Cascade 40 automatic electric water heater. The big 40-gallon tank holds ample reserves, reheats fast when extra hot water is needed. Costs only pennies a day to run, too—yet it can kcep the whole family in hot water. And plenty of it. ■ mamúi YDRO WELCOME! Dclegates to the lcelandic National Convention Feb. 26, 27, 28

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.