Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR 1970 Fögur útgáfa merkiskvæðasafns Framhald af bls. 4. Vegna kvæðanna sjálfra, og einnig í þakkar skyni fyrir það Sem Einar Páll var okkur Vestur-íslendingum sem skáld og stjóri, °S sem þjóðræknis og menningarfrömuður. Það er "reint ekki orðum aukið, er Haraldur prófessor Bessason egir um hann í lok æviminningar sinnar: „Einars Páls Jónssonar mun ávallt minnzt sem eins af nelztu forvígismónnum íslenzkrar menningar í Vesturheimi." >,Og í vöggunnar landi skal varðinn standa," segir Einar •Benediktsson í hinu mikla Væringjakvæði sínu, og hafði rétt að mæla. Einar Páll Jónsson var alltaf Islendingur inn í "jartarætur, og nú hefir honum, með útgáfu ljóða hans, verið reistur hinn fegursti og varanlegasti minnisvarði „í vögg- Unar landi", landinu hans fagra og ástkæra. En ekki væri rettri mynd brugðið upp af Einari Páli Jónssyni, ef þess va?ri eigi getið, að jafnframt því að hann var alltaf rótgró- mn íslendingur, var hann einnig ágætur og heilhuga Canada- "naður, eins og kvæði hans, ritstjórnargreinar og félagsleg stórf sýna deginum ljósar. Hann var, með öðrum orðum, nógu vitur og viðsýnn maður til þess að skilja það til fulln- Ustu, að maður getur bæði elskað móður sína af djúpum og neitum huga, og einnig borið sterkan og einlægan ræktar- nug til fósiru sinnar. Skal nú að málslokum horfið aftur að seinasta ljóðinu 1 þessu kvæðasafni Einars Páls Jónssonar „Bæn fyrir íslandi" '* stjörnudýrð yfir Keflavíkurflugvelli á leið í vestur 22. SePtember 1946). Sú sonarlega og hjartaheita bæn talar sínu eigin máli, og það væru blátt áfram helgispjöll af minni halfu að bæta þar nokkru við: Blessa þú, Drottinn, landið ljósra nátta, leiddu hvert barn til hugargöfgi og sátta. Verði hver öld þín átak stórt og friður — alþjóðir tóni: Drottinn sé með yður. Sérhver þín ljóðfórn lýsi vítt um heima — landið er heilagt, því má enginn gleyma. Hljómsveitin verði himinsvanalíki. Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki. Hljómkviða náttúrunnar (La Symphonie Pastorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdótíir þýddi 10. marz. það Húsið okkar er svo lítið, að eru mestu þrengsli hjá °kkur. Það er mjög erfitt Vegna starfs míns. Þó hefi ég ! herbergi uppi á lofti, þar setn eS get verið í næði og ^kið á móti fólki. En það er epstaklega óþægilegt, þegar s vil tala við einhvern af J° skyldu minni einslega, án & að hvíli einhver hátíð" ^1 yfir því eins og mundi era> ef samtalið væri í litlu . ^l^stofunni, sem börnin mín , ^.la í gamni „helgistaðinn" ^Vl þeim er bannað að koma ^angað inn. En morguninn, bem Jaeques fór til Neuchatel, ^ar Sern hann ætlaði að kaupa ^gustígvél fyrir fjallgöng- jnar og Veðrið var mjög gott> trud börnin ut með Ger- Þan ^ •e f * * r hádegismatinn. „ llta eftir henni, og hún **tlr þeirra líka. (Mér er á- iottSJa að,geta bess> að Char" viAe er sérstaklega hugulsöm ° ^ana.) Við Amelie vorum ið l bara tvö ein um kaffileyt- °g við drekkum alltaf í mitt J°funni. Þetta var ein- því - ' sem mi'S langaði til, lie Jg Varð að tala við Ame- SeUmK Gr SV° sJaldan að við bara tvö saman svo ég var ekki laus við feimni. Mál- efnið, sem ég ætlaði að tala um við hana, var það mikil- vægt, að ég var allur í upp- námi, eins og það væri játn- ing mín en ekki Jacque's, sem um var að ræða. Ég fann einn- ig áður en ég fór að tala við hana, hvernig hjón, sem unn- ast og sem lifa raunverulega sama lífi, geta hætt að skilja hvort annað eins og' þau byggju sitt hvoru megin við ókleifan múr . . . „Jacques talaði við mig í gærkvöldi og í morgun", byrj- aði ég, meðan hún hellti í bollana og rödd mín skalf jafnmikið og hans hafði verið róleg. Hainn sagði mér, að hann elskaði Gertrude." — Það var alveg rétt af honum að segja þér frá því," sagði hún án þess að horfa á mig og hélt áfram að sinna sínum húsmóðurstörfum eins og ekkert væri- eða eins og ég hefði ekkert sagt henni, sem henni væri ekki kunnugt um áður. Hann sagði mér, að hann vildi giftast henni — og hann er ákveðinn að . . ." Maður gat búist við því," hvíslaði hún og yppti örlítið öxlum. — „Grunaði þig þetta"? spurði ég dálítið afundinn. — Maður sá að hverju stefndi fyrir löngu síðan. En karlmenn taka ekki eftir slíku." Það vrar þýðingarlaust að mæla á móti því, ef til vill leyndist líka sannleikskorn í því, svo að ég sagði: „Fyrst svo var, hefðir þú getað var- að mig við". Hún brosti svo- lítið út í annað munnvikið eins og hún gerir stundum, þegar hún vill dylja þögn sína, og hún hristi höfuðið og sagði: „Ja, ef ég ætti að vara þig við öllu, sem þú tekur ekki eftir." Hvað meinti hún með þess- um dylgjum? Ég vissi það ekki, og ég kærði mig ekki um að vita það, og ég hélt áfram: „Jæja, mig langar til að heyra álit þitt á þessu." Hún andvarpaði. . . . „Þú veizt, vinur minn, að ég var alltaf á móti því, að þetta barn væri hjá okkur". Ég átti erfitt með að reiðast ekki, þegar hún var alltaf að rifja upp það liðna. „Við erum ekki að deila um það, að Gertrude er hjá okk- ur," sagði ég, en Amelie hélt áfram: „Mér hefur alltaf fundist að það yrði okkur til ógæfu." Mig langaði mikið til að sættist og ég greip þessa setn- ingu á lofti: „Nú, þú álítur að þessi gift- ing verði til ógæfu. Gott. Það er einmitt það, sem mig lang- aði til að heyra þig segja. Ég er glaður yfir, að við erum þar sammála." Ég bætti við, að Jacques hefði látið auð- sveiplega unda'n þeim rökum, sem ég kom með, svo hún þyrfti ekki að vera áhyggju- full: að það hefði verið sam- þykkt, að hann færi á morgun í ferðalagið og yrði fjarver- andi í mánuð. „Þareð ég kæri mig ekki um, frekar en þú, að hann hitti Gertrude hérna, þegar hann kemur, sagði ég að lok- um. „Þá held ég að bezt væri að biðja Mlle de la M. . . fyrir hana og ég gæti haldið áfram að sjá hana þar. Mér er það ljóst, að ég ber algjörlega á- byrgð á henni. Og á þann hátt losnar þú við nærveru henn- ar, sem þér fellur illa. Louise de la M . . . mun annast Ger- trude, hún er mjög glöð yfir þessu fyrirkomulagi. Hún er meira að segja farin að hlakka til að kenna henni á orgel." Amelie virtist ákveðin að halda áfram að vera þögul, svo ég sagði: „Þar sem við viljum ekki að Jacques hitti Gertrude þarna, þá held ég að bezt væri að láta Mlle de la M . . . vita hvernig landið liggur, heldurðu það ekki?" Ég vonaði, að Amelie mundi svara þessari spurningu, en hún klemmdi saman varirnar eins og hún hefði svarið þess dýran eið að segja ekki orð. Og ég hélt áfram, ekki vegna þess að ég hefði neinu við að bæta, heldur af því að ég þoldi ekki lengur þessa þögn hennar: „Og þegar Jacques kemur aftur verður hann kannski læknaður af ást sinni. Á hans aldri veit maður tæplega hvers maður óskar." — Og jafnvel seinna veit maður það ekki alltaf," sagði hún svo einkennilega. Þessi dularfulli og hátíðlegi rómur hennar reitti mig til reiði, því ég er að eðlisfari of hreinskil- inn til að láta mér lynda alls- konar dulspeki. Ég sneri mér að henni og bað hana að út- skýra það sem hún gaf í skyn. „Ekkert, vinur minn," svar- aði hún hrygg. „Ég var aðeins að hugsa um að rétt áðan varstu að óska að verða var- aður við því sem þú tækir ekki eftir." — Nú, jæja? — Ég hugsaði með sjálfri mér, að það væri ekki alltaf auðvelt að vara fólk við." Ég hefi sagt, að mig hryllir við öllu dularfullu og megin- regla mín er að skifta mér aldrei af neinum dylgjum. „Þegar þú vilt að ég skilji þig skaltu reyna að tala dálít- ið skýrar," svaraði ég rudda- lega, og ég sá strax eftir því, því ég sá að varir hennar titr- uðu. Hún leit til hliðar, reis á fætur og gékk nokkur hik- andi skref í stofunni. „En Amelie," hrópaði ég hversvegna ertu svona óham- ingjusöm núna, þegar allt er að lagast?" Ég sá, að hún þoldi ekki augnaráð mitt, og ég sneri við henni bakinu, setti olnbogann á borðið og hvíldi höfuð mitt í höndunum og sagði við hana: „Ég talaði harkalega við þig áðan. Fyrirgefðu." Þá heyrði ég, að hún kom til mín, og hún lagði fingurna blíðlega á höfuð -mitt og sagði með grátstaf í röddinni: „Vesalings vinur minn." Og svo flýtti hún sér út úr her- berginu. Það, sem Amelie sagði við mig og mér fannst svo dularfullt, skýrðist fljótt fyrir mér eftir þettá . . . Ég hefi skýrt frá þessu eins og það kom mér fyrir sjónir, og á þeim degi skildi ég, að tími var kominn til að Gertrude færi. CAROLINE GUNNARSSON: ÖLLU FER AFTUR Hann vinur minn sagði um daginn, að bláberin sem vaxa á sléttunum vestur í landi og kallast saskatoon, hafi verið alveg risavaxin þegar hann var krakki. „Ég segi það satt, þau voru á stærð við sveskjur. Þú hlýt- ur að muna eftir þeim," sagði hann. „Ég gleymi þeim nú aldrei," svaraði ég, „en þau voru ekki það stór þegar ég gekk á skóla þar- í byggðinni." „Hver nefndi skólagöngu? Þá strauk maður berin af trjánum beint uppí sig. Mað- ur var nú ekki að gefa sér tíma til að rannsaka það, sem maður tíndi, enda ekki ílát við hendina til að mæla það í. „Mér er mest í minni misl- ingafríið sæla, þegar maður hafði ekkert að starfa allan sólbjartan sumardaginn ann- að en tína ber, og ég segji það erai einu sinni að saskatoon berin voru á stærð við sveskj- ur, eða vel það. Nú eru þau áláka stór og vesælar rúsínur, svo maður nefni nú ekki kúrínur." Ég vildi náttúrlega fá að vita hverju hann kenndi þessa afturför. Hann sagðist helzt gruna þessa óeðlilegu vetrar- blíðu í veðrinu sem farin væri að tíðkast allt um of nú á dögum. Allir þyrftu að hafa grimmd og hörku til að stríða við, ef eitthvað ætti að verða úr þeim — aðrir ávextir jarð- ar ekkert síður en mennirnir. „Þessir nútíma vetrar á sléttunum eru bara ættlerar fyrirrennara sinna," s a g ð i hann. „Þegar ég var að vaxa upp úr sléttufönninni komst frostið iðulega sextíu gráður niður fyrir Zero, og þá reyndi nú á karlmennskuna. Ekki var maður að kvarta eða að blása í kaun." „Varaðu þig nú," skaut ég inní. „Þú ert að komast á ald- ur við hann afa þinn sáluga, væri hann enn að kafa snjó ofanjarðar. Ég man aldrei til að frostið kæmist nema þrjá- tíu fyrir neðan, og það fannst manni nóg." „Ja, þú hefir þá skundað norður fyrir bæjarvegg til að gá á mælirinn, í staðinn fyrir að taka málið beint á nefið. Það hefði aldrei átt að hengja upp þá andskotans mæli á sléttunum. Þeir hafa logið af manni meiri fræknisorðstýr en nokkuð annað hefir gert í vélmenning nútímans. Þeir bara sprungu þegar frost- magnið varð þeim ofvaxið. Svo eru ekki orð málsmitandi manna tekin til greina þegar farið er að skrásetja þetta að, þannig hefir stór merkilegur þáttur í hetjusögu sléttunnar gengið forgörðum. „Já, þetta fer mér nú að skiljast, sagði «g. „Það er verst með berin." „Nefndu ekki blessuð berin. Það hafa ekki farið nema svona tuttugu til tuttugu og fimm bláber í meðal pæ á þeim dögum." „Hvað stakstu mörgum uppí þig í einu þegar þú varst í mislingafríinu?" „Svona einu til tveim hand- fyllum, sjaldan meiru. Ég var, sko, lystugur krakki." Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.