Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 19.02.1970, Blaðsíða 6
(i LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR 1970 GUÐRÚN FRA LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Geturðu ekki sagt mér eitthvað af Páli? Hef- ur hann ekki verið gestur þinn í kvöld?“ spurði hún. „Jú, hann hefur verið að spila við okkur, en er nú farinn fyrir stundu síðan.“ Hún þorði ekki að segja Kristínu, að hann hefði farið að fylgja Sæju fram á mýrar. Það gæti orðið dálaglegt söguefni í kofunum á Möl- inni. „Hvert skyldi hann hafa ranglað?“ spurði hús- 'bóndinn. „Það hefur vanalega mátt ganga að hon- um vísum í Holti, síðan þú fluttir þangað.“ „Ég er alltaf svo hrædd um að hann velti útaf sofandi, þegar hann er að rangla þetta hálffullur," sagði Kristín. „Þú þarft ekki að óttast það núna. Hann var vel ferðafær,“ 9agði Jónanna. „Kannski hann hafi komið inn, meðan ég fór út í fjósið áðan. En mér þykir ólíklegt að ég heyrði hann ekki hósta. Þvílík ósköp hvernig maðurinn fer með heilsuma. Þama á hann ekki nokkra skjólflík utan yfir sig, nema frakkann, og svo er hann helkaldur allan daginn og sefur ekki hálfan svefn á nætumar. Og þetta er maður, sem búinn er að vera berklasjúklingur í marga mán- uði.“ „Berklaveikur?" sagði Jónanna. Henni fannst eins og kaldri vatnsgusu hefði verið skvett yfir sig. „Hver hefur sagt þér það?“ „O, það var einhver maður, sem sagði það eftir einhverjum Sunnlendingi,“ sagði Kristín. „Þetta er líka ekki nokkurt útlit á manninum.“ Jónanma hafði ekki lyst nema á hálfum bolla af kaffinu, svo mikið hafði henni orðið um þessa frétt. Hún leit sem snöggvast inn til litlu systr- anna eins og til að láta það líta svo út sem hún hefði komið af eintómri umhyggju fyrir heilsu þeirra. Svo kvaddi hún og fór greitt heimleiðis. Þegar hún kom upp á holtið, sá hún til ferða Páls sunnan melana. Hann var bara þó nokkuð röskur í spori. Skyldi það geta átt sér stað að eitthvað væri hæft í því, að hann hefði verið berklasjúklingur? Mikið gat maður verið fáfróð- ur um fortíð sumra samtíðarmannanna. Hún var þó búin að vera þessum manni kunnug það lengi. En hann var einn af þeim mönnum, sem aldrei minntust á liðin ár ævi sinnar. Þó hefði Bergljót gamla oft verið að reyna að grafast eftir ein- hverju um fortíð hans. Það fylgir gamla fólkinu að vera talsvert forvitið. Hún gekk á móti honum og mætti honum rétt fyrir neðan holtið. „Mér þykir þú hafa verið fljótur í ferðum, Páll minn,“ sagði hún glaðlega. „Þú ættir að geta minnzt þess, að ég er eng- inn silakeppur, sem dreg á eftir mér fætuma. Ég fylgdi henni heim að túngarðinum. Hún vildi helzt að ég kæmi heim og svæfi í nótt frammi í stofunni í gamla og góða rúminu mínu. En ég bjóst við að Hrólfi bónda þætti ekki mikil upp- hefð að því, að sjá mig koma slompaðan heim með dóttur hans. Og svo er heldur ekki útilokað að undrazt hefði verið um mig þama sem ég sef. Og kannski — — kannski að þér hefði heldur ekki staðið á sama,“ sagði hann. „Það er nú einmitt þess vegna, sem ég er á flakki. Ég var óánægð yfir því að Sæja skyldi hafa þig upp í það að fylgja sér,“ sagði Jónanna. „Vildir þú heldur leiða mig fram mýrarnar,“ sagði hann glettinn. „Nei, langt frá því. Mér fannst þú bara ekki nógu stöðugur á fótunum. Hélt að þú dyttir kannski og gætir ekki staðið upp aftur. Slíkt er ekki heppilegt,“ sagði hún. „Það er víst engin hætta á því að ég fari að halla mér úti á víðavangi, þegar ég er ekki verr á mig kominn en ég er núna. Ég fylgdi henni heim að túngarðinum, eins og ég er búinn að segja þér, og horfði á eftir henni, þangað til hún var búin að loka bænum. Var það ekki vel gert? Ekki gat ég gert að því, þó að hún vefði hand- leggjunum utan um hálsinn á mér og smellkyssti mig að skilnaði. Það vom hlýir og mjúkir kossar, þó að þeir væru ekki eins og---------“ Hann fékk ekki endað setninguna, því að Jón- anna greip fram í fyrir honum: „Þú segir þetta ekki satt, Páll. Hún hefur ekki gert þetta.“ „Það er alveg satt. En ég segi það ekki nokkr- um, nema þér. Ég hefi auðvitað ekki átt að gera það, en töluð orð verða ekki aftur tekin. Kannski það verði til þess að þú viljir ekki verða sam- ferða í löngu ferðina, sem ég er alltaf að vona að liggi fyrir okkur.“ „Þú hefur þá líklega vissan förunaut, þar sem Sæja er,“ sagði hún. „Farðu svo að hafa þig í bólið. Góða nótt.“ Svo hljóp hún í einum spretti heim að Holti. Hún dokaði úti við nokkra stund, meðan hjartað var að hægja sláttinn. Gömlu konumar voru sofn- aðar, þegar hún kom inn. En hún átti eftir að vaka lengi. 14. Veturinn sat lengur að völdum en hann var vanur. Um krossmessu var snjór yfir alla sveit- ina. Jónanna þráði grænu grösin og gróðurilm úr jörðu. Bráðum færi sauðburðurinn að byrja. Þá yrði Níels á Svelgsá einn við sauðburðinn með vinnukonunni. Það yrði erfitt fyrir hann. Það gekk seint að koma upp bænum á Eyrar- landi. Enginn átti eins erfið kjör og bóndinn þar, tengdasonur Níelsar. Hann þurfti að ná töðunni heim til sín handa kúnum, hvernig sem viðraði. Hann mætti víst þrá vorið, engu síður en hún. Svo var konan hans köld og hryssingsleg við hann. Skyldi þessi hjónasambúð alls staðar vera svona erfið. Þá væri víst betra að vera einsetu- kerling alla ævina. Heima á Bakka gekk allt sinn vanagang. Hrólfur bóndi fór sjaldan í kaupstaðinn þennan vetur og Friðgerður húsfreyja var við svipaða heilsu og áður. Hún annaðist sjálf bæjarverkin síðan Bergljót fór. Loks var það fólkið á Barði, þetta margum- rædda fólk samsveitunganna. Ragnheiður var eins og fyrr, stórlynd og tannhvöss við bónda sinn. Svoleiðis hefði hún orðið, ef þau Siggi hefðu farið að búa saman. Þá var það næsta íhugunarefnið. Hvemig myndi þeim Páli ganga að búa saman, ef þau yrðu einhvern tíma hjón? Um dagfarsprýði hans þurfti ekki að efast. En þá þurfti þessi hræðilegi löstur að fylgja honum, drykkjuskapurinn. Hún hafði komið fram sem gjöful og góð vin- kona eftir að Kristín var búin að segja henni frá hóstanum í honum og að hann hefði eitt sinn ver- ið tæringarveikur. Hún hafði setzt niður strax daginn eftir og tekið fram rokk og drifhvítan lopa úr þeli og farið að spinna í nærföt handa Páli. Gömlu konurnar reyndu að flýta fyrir henni eftir mætti, þegar þær heyrðu um kuldann og hóstann í Páli. Þetta var alveg yfirgengilegt, að henni skyldi ekki hafa dottið þetta fyrr í hug. Hún hefði þó átt að sjá hvað hann leit illa út, áður en henni var bent á það af grannkonunni. Bergljót gamla bað guð fyrir sér, þegair hún heyrði þessi tíðindi. „Á hann enga móður, blessaður pilturinn,“ sagði hún. En það vissi enginn. Næst þegar Páll kom og settist við hlið gömlu konunnar, var hún fljót að spyrja hann, hvort hann ætti ekki lifandi móður. „Það er nú eitt af því, sem ég get ekki svarað,“ sagði hann. „Hún fór til Vesturheims áður en ég sá hana. Karlinn faðir minn þurfti endilega að taka framhjá með einni vinnukonunni, og það var ég sem út af því kom. Svo það er nú ekki hærra en þetta, að ég er hórkrakki.“ „Aumingja pilturinn, varstu svo alinn upp a hrakningi?" „Nei, nei, ég var alinn upp með hinum krökk- unum. Og ég held hún hafi bara ekkert munað eftir því hún stjúpmóðir mín, að ég væri hálf- bróðir barnanna hennar. Það var aldrei talað um það. Mér var bara sagt það, þegar ég var kom- inn á fermingaraldur. Hún var ekki lakari við mig en sína eigin krakka, enda var ég mikið þægari við hana en þau.“ „Og þú hefur aldrei séð þessa móður þína?“ „Nei, og mig langar ekkert til þess.“ sagði hann. „Hún thefur misst mikils að geta ekki búið með eins elskulegum syni og þér,“ sagði gamla konan. „Þú heldur það, Bergljót mín“. Svo gáfu þær honum nærfötin, sem Bergljót hafði að mestu prjónað og saumað saman. Harm kyssti gömlu konuna fyrir. „Þetta bætir mér nú hóstann algerlega,“ sagði Páll. En svo var haldið áfram að spinna, því að það þurfti að koma upp öðrum nærfötum handa hon- um. Og þar næst var það peysa. Jónanna var ákaflega áriægð, þegar þessu var lokið. Hún sá að Páll fór að líta miklu betur út en áður. Nú var Sæja hennar eina áhyggjuefni. Hún var sífellt að koma í heimsókn og tefja fyrir þeim með masi og spilamennsku, en aldrei hafði hún Pál til þess að fylgja sér heimleiðis. Það gerði Jónanna alltaf, ef hún var heima. Einn kaldan morgun hljóp Jónanna ofan í búð. Hana vantaði kaffibæti. Búðin var full af sveita- bændum, þó að árla dags væri. Þeir töluðu um harðindi og heyleysi og erfiðleika í búskapnum- Hrólfur á Bakka var þeirra á meðal, sem staddir voru í búðinni í þetta sinn. Þegar Jónanna kom í dyrnar, kom hún straX auga á hann. Þú sneri hún við á þröskuldinum- Heldur skyldi hún fá lánað á könnuna en troðast gegnum þessi þrengsli. Þegar hún kom heim aftur, sá hún að tveir hestar voru á hlaðinu. Nú væri sennilega einhver kominn að sækja hana. Það var líka svo. Það var bóndi fremst framan úr sveit. En nú stóð hreint ekki vel á hjá þeim í Holti, því að nú var orðið eldiviðarlítið. Þórveig bað hana að hafa ekki áhyggjur af þvn „Ég á nógan mó uppi á mýrum. Ég skrepp til Steina míns. Hann hefur haft góðan frið fyrú kvabbinu úr mér í vetur. Ég skal láta Bergljótu líða vel. Þú þarft ekki að.vera óróleg þess vegna,“ sagði hún. Þegar Jónanna var farin, skrapp Þórveig heim til sonar sínt. Tengdadóttirin var þá í háarifrild' við krakkana yfir því að þau kæmust aldrei á fætur eins og önnur börn. Samt heyrði hún til Þórveigar, þegar hún heilsaði henni í annað sinm „Nú, það er bara rétt svona að maður þekkit þig, Þórveig mín. Þú ert orðin svo verukær þarna í hlýindunum heima hjá þér,“ sagði Strúna. „Ójá, það hefur verið notalegt heimili hjá xnér í vetur. En nú er ég í hálfgerðum vandræðum- Ég er að verða eldiviðarlaus og ætlaði að vita- hvort hann Steini minn gæti ekki hjálpað mér að ná í mó innan að. Hann hefur haft frið fyr*f kvabbinu í mér í vetur. Það er allt að þakka þvl’ að Jónanna mín flutti til mín,“ sagði Þórveig- „Þú hefur nú verið lánsöm, það má nú segja- sagði Strúna. „En er nú Jónanna orðin uppgef'0 að snýkja í eldinn handa þér?“ bætti hún við. „,Það er aldrei að það fari illa á þér reiðingu1-" inn í dag. En ég býst ekki við að hún hafi snýkt oftar eldivið en þú þessar vikur, sem hún er búi° að vera í Holti, svo nokkrar snýkjuföturnar hefnr þú komið með tímann þann. Segðu mér svo hvar Steini er, ef hann yrði þá eitthvað skárri en þu> sagði Þórveig. „Hann situr líklega í einhverjum kofanum> masandi eins og vanalega. Hann hugsar líkleg3 ekki mikið um það, hvort nokkuð sé til að bit® og brenna héma heima. Ég var einmitt að nauða á honum að ná í mó. Þú gætir þá farið með hoU' um og látið í pokana með honum, annars væri viS, ekki meira að ná í kol til Páls í dag en aðra daga>

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.