Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1970 Lögberg-Heimskringla PublUhed erery Thuisday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLmGFORD PRESS LTD. 303 Kennady Street. Wtnnipeg 2. Man Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON President Jakob F. Krist|ansson; Vice-President S. Aleck Thoronnson, Secretary, Or L SlQurd»on; Treo»urer K Wllhelm Johonn»on SDITORIAL BOARD Wtnmpcf: Prof. Horoldur Bessoaon, ohoirmon; Dr P. H. T. Thorlokton, O. Voldimar J. Eylondi, Caroline Gunnors*on, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philtip M Peturston Vancouvtr: Gudlaug Johonrvesson. Bogi Bjarnoson. Minneopolti: Hon Voldimor Bjorneon Vlctorle, B.C.: Dr Rtchord Beck lcelend: Birgir Thof- 'ocdn Ste'Inít-w *>t«irvinr»son Rev Robert íoefc Subscription S6 00 per year — payable in advance TELEPHONE 943 993' "Second class moil registratton number 1667" Washington eyjan í Wisconsin Þessi litla eyja í Michigan vatni kemur allmikið við sögu Vestur-Islendinga. Það var því ánægjulegt. að blaðinu barzt bréf frá ferðamannaskrifstofu eyjar- innar í fyrri viku — Washington Island Tourist Bureau — þar sem skýrt var frá ýmissum hátíðahöldum og skemmtunum, sem fara þar fram í sumar. Dagana 18 og 19 júlí verður þess minnst, að hundrað ár eru liðin siðan fyrstu Islendingarnir námu lönd á eynni. Það voru fjórir ungir Sunnlendingar frá Eyrarbakka og telur Þorsteinn Þ. Þorsteinsson sagnfræðingur, að með för þeirra til Norður Ameríku hefjist hinar almennu vesturfarir Islendinga. Engir Islendingár höfðu farið til Útah síðan fyrir 1860 né til Brazilíu frá því 1863. En í kjölfar þessara fjórmenninga sigldu þúsundir Is- lendinga á næstu áratugum, sem settust að víðsvegar í Canada og Bandaríkjunum. Þótt undarlegt megi virðast, var það danskur mað- ur sem vakti ferðahug þessara manna, William Wick- man, sem hafði verið verzlunarþjónn hjá Guðmundi Thorgrímsen kaupmanni á Eyrarbakka og hafði farið að heimsækja skyldfólk sitt í Milwaukee; hann skrifaði fyrrv. húsbónda sínum og lofaði mjög landkosti þar og hina óþrjótandi fiskveiði í Michigan vatni. Þegar hinir ungu íslendingar fengu að lesa bréfin héldu þeim eng- in bönd en þeir voru: Jón Gíslason 23 ára, Guðmundur Guðmundsson þrítugur, Árni Guðmundsson 25 ára og Jón Einarsson rúmlega tvítugur og var Jón Gíslason foringi fararinnar Hann var sæmilega fjáður og gat lánað tveim félögum sínum fyrir fargjöld, en þau kost- uðu 94 ríkisdali fyrir hvern frá Kaupmannahöfn til Milwaukee. Þeir sigldu til Hafnar 12. maí, 1870, þaðan til Hull á Englandi og komust til Quebec 18. júní; fóru þaðan með lestum til Milwaukee, og svo til Washington eyjar um haustið. Þessi eyja er í Norðvestur enda Michiganvatns hún var þá að mestu skógi vaxin, þar voru fyrir 7 bændur, sem höfðu rutt skóg og komið sér upp bjálkahúsum; auk þeirra höfðu fiskimenn ver á eynni. Eyjan er fremur lítil, hér um bil 28 ferhyrnings- mílur, 7 mílur þar sem hún er lengst og nálægt 5 míl- ur þar sem hún er breiðust. Islendingarnir sömdu sig fljótt að háttum búenda þar; fengu sér lönd, ruddu rjóður og reistu sér bjálka- hús. Þeir lærðu fljótlega alla búskaparhætti og fiski- veiðar voru þeim í blóð bornar. Jón Gíslason rak þar lengi verzlun og varð stöndugur maður. Guðm. Guð- mundsson stundaði fiskiveiðar, Árni Guðmundsson stundaði búskap og smíðar, en Jón Guðmundsson mest fiskiveiðar. Næstu árin kom skrið á útflutninga íslendinga til Vesturheims og settust þá fleiri íslendingar að á Wash- ington eyju en aldrei var þar þó fjölmenn Islendinga- byggð. En þó munu sjást þar merki þess, að þar dvöldu Islendingar og verður þeirra veglega minnst í sumar. Munu Loftleiðir og Islendingafélagið í Chicago eiga mikinn þátt í því. Nálægt Washington eyju er smærri eyja, sem nefnist Rock Island og hefir hún nú verið gerð að skemmtistað ríkisins — state park. Þar fer fram í júní ýmislegt eftirtektavert fyrir íslendinga. Hér fylgja upplýsingar um athyglisverðustu atburði í þessum eyjum í sumar: , Rock Island June 14-20: Rock Island Workshops-History of the Vikings — Sagas, Scandinavian Arts and Crafts — Rock Island. Evenings at Community Center. University of Wís. Madison in Charge. Dr. Robert Gard Washingíon Island July 18-19: Celebration of "Centennial Icelandic Immi- gration." Festivities — Dignitaries will be guest speakers — Icelandic Art exhibits planned — in co-operation with Loftleiðir and the Icelandic Club of Chicago. Name Dedication of the new Ferry. Aug. 7-8: Scandinavian Festival: Aug. 7: Scandinavian Smörgasbord — Lutheran Church. Aug. 8: Dance Fesiival — Red Barn Theatre on outdoor stage. Icelandic Sagas. The Glory of rhe Mountain Skies In the poem Hávamál — "the sayings of the High One" — where the ancient Norse view of life is most faithfully preserved, a man alone is compared with a tree in a bar- ren place, while the joys of company are lauded with the assertion that 'Man is Man's pleasure". And indeed, the ex- perience of generations has justified this adage. He who is compelled to be alone often yearns for nothing more than to enjoy the company of his fellow men and find shelter in a crowd. But history also tells of those who have found in solitude treasures that the crowd cannot give; seeking them alone, often in the bosom of Nature, or even her barren places, like those who went out into the desert. And although history also teaches us that in bygone ages human life has frequently been marked by man's inhu- manity to man — ..homo homini lupus" — and the flight to sanctuary therefore understandable, it has never been so clear as now that man is no longer man's pleasure in the way he was to our forefathers of sparsely popul- ated coasts and valleys. In the maelstrom of the modern metropolis, with its lethal atmosphere and devastating din, where nervous tension cripples and destroys in a prison of most of whose in- mates the hope of escape is denied, — here man has long since become a wolf to his fellows. And for those who have a chance of getting away — though only for a brief instant — the pure air of the open spaces, the tran- quillity of the desert, the peace of solitude, are indul- gences most precious and de- voutly to be sought after. When we Icelanders intro- duce visitors to the features of our country which we are most anxious they should enjoy, we are only too apt to forget that what we some- times make a special point of overlooking — namely, the great empty spaces of Ice- land, its mountains, glaciers and lavafields — is precisely what many most fervently desire. For those who come here from the hot and noisy streets of great cities, it is a wonderful release to find themselves in the wilderness, breathing the pure mountain air, and stepping perhaps, where no foot has trodden since the creation of the world; to walk alone in the silence of Nature, and dis- cover themselves. After three decades, when the population of the earth has almost doubled, the con- gestion will be even more terrible, the pollution more deadly, the living-space, and elbow-room of the working day, more constricted. The dream of the desert and of peace in the bosom of Nature will then become even more insistent, its realization more precious, than at present, and Iceland's magnificent, varied, and — it is hoped — still uris- poilt scenery will be the Ice- lander's most treasured pos- session. The truth once ex- pressed by an Icelandic poet in the midst of the turmoil of a foreign ciiy will then become self-evident: We who dwell in narrow streets that have no heaven long most for the song of the brook and the laughter of summer. We who are arrows shot at a venture in the dark world of the night long most for the glory of morning and mountain skies. — S. M. Thus the poet rediscovered his country — and retumed home. Loílleiðir News Letter Fréttir frá fslandi Framhald af bls. 1. VIKUR TIL SVÍÞJÓÐAR Um þessar mundir er verið að flytja vikur til Svíþjóðar og fóru 14—15 hundrun tonn í fyrrakvöld með Selá frá Reykjavík, en alls eru farin um 3000 tonn. Það er fyrir- tækið Hekluvikur hf., sem flytur vikurinn út, en hann er tekinn í Þjórsárdal og var fluttur á bílum að Sundahöfn fyrir jól. Framkvæmdastjóri Hekluvikurs er Ásgeir Halls- son, en stjórnarformaður er Ágúst Hafberg. Mbl. leitaði upplýsinga um vikurútflutninginn hjá Ágústi í gær. Sagði hann að samn- ingar stæðu nú yfir um á- framhaldandi útflutning og væri vonazt til að línur skýrð- ust á næstunni. Vikur væri þekkt efni og markaðurinn stór, en ekki útséð um hvort hægt sé að láta enda ná sam- an varðandi óostnað. Náist markaður á svipuðu verði og fengizt hefur hingað til, þá telur Hekluvikur að hægt verði að halda áfrajn útflutn- ingi. M i k i 1 undirbúningsvinna hefur farið fram, að því er Ágúst sagði, og búið að gera mjög umfangsmiklar rann- sóknir erlendis á vikrinum og hafa þær hingað 'til sýna góða útkomu. Er miðað að því að reyna fyrst að kynna vikurinn og koma honum á markaðinn, en síðar megi vinna hann meira hér. Efnið þarf að flokka og öll þróun til bygginga í verk- smiðjur á staðnum. Seinna gæti komið upp slíkur iðnað- ur hér.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.