Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1970 5 Híjómkyiða nóttúrunnar (La Symphonie Pasiorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdóiiir þýddi 12. marz. Ég hafði lagt mér þá skyldu | á herðar að verja nokkrum tíma daglega til að vera með Gertrude, stundum voru það aðeins nokkrar mínútur, í önnur skifti fáeinar klukku- stundir, allt eftir hvernig starfi mínu var hagað þann daginn. Daginn eftir samtal okkar Amelie hafði ég lítið að gera, veðrið var mjög freist- andi, og ég fór með Gertrude í gegnum skóginn og upp á hæð í Jurafjöllunum. Þegar skyggni er gott, lítur maður yfir skógarbreiðuna, sem er geysilegt landflæmi, og sér snævi þakkta Alpana í allri sinni dýrð rísa upp úr léttu mistri. Sólin var að lækka á lofti, þegar við komum á stað- inn, þar sem við vorum vön að setjast. í brekkunni við fætur okkar var hagi með þéttu grasi, en í fjarska voru nokkrar kýr á beit. Öll fjalla- hjörðin hafði bjöllu um háls- inn. „Þær 1 ý s a landslaginu,“ sagði Gertrude, þegar hún hlustaði á bjölluhljóminn. Hún bað mig um að lýsa um- hverfinu, þar sem við námum staðar, eins og hún gerir alltaf á skemmtigöngum okkar. „En þú ert orðin kunnug héma,“ sagði ég, „Þetta er skógarjaðarinn, þaðan sem við sjáum Alpana.“ — „Sjást þeir vel í dag?“ — „Já, maður sér þá í allri sinni dýrð.“„ — „Þér hafið sagt, að í hvert sinn séu þeir dálítið ó- l'íkir.“ — „Við hvað get ég líkt þeim í dag? Við þorsta sum- ardagsins. Áður en kvöldar munu þeir hafa sundrast upp í loftinu.“ — „Mig langar til, að þér segið mér, hvort það séu liljur á þessari stóru gresju, sem blasir við okkur.“ — „Nei, Gertrude, þær vaxa ekki svona hátt uppi, nema einstaka sjaldgæfar tegund- ir.“ — „Ekki þær, sem heita lilj- ur vallarins?” — „Það eru engar liljur á völlunum.“ — „Jafnvel ekki á völlun- um nálægt Neuchatel?“ — „Það eru engar liljur á völlunum.“ Jæja, en hversvegna segir Drottinn: „H o r f i ð á liljur vallarins?“ „Það hafa sjálfsagt verið einlhverjar á hans tíma, fyrst hann segir það, en þær hafa horfið sjónum manns, þegar hann fór að nota plóginn.“ — Ég minnist þess, að þér hafið oft sagt mér, að það, sem þessi jörð þarfnaðist mest, væri traust og kærleikur. Haldið þér ekki, að ef menn hefðu svolítið meiri tiltrú, þá mundi maðurinn aftur sjá þær? Þegar ég hlusta á orð hans, get ég fullvissað yður um, að ég sé þær. Á ég að lýsa þeim fyrir yður? Þær minna á logamdi bjöllur, stór- ar himinbláar bjöllur fullar af ilmi ástarinnar, og þær sveifl- ast í kvöldgolunni. Hvers vegna segið þér mér, að það séu engar þarna fyrir framan okkur? Ég finn., að þær eru þarna! Ég sé, að engið er alveg fullt af liljum.“ — „Þær eru ekki fallegri, en þú sérð þær, Gertrude mín.“ — „Segið mér, að þær séu ekki síðux fallegar.“ — „Þær eru eins fallegar og þú sérð þær.“ „Og ég segi yður í sann- leika, að jafnvel Salomon í allri sinni dýrð var ekki klæddur eins og ein þeirra,“ sagði hún og vitnaði til orða Krists, og rödd hennar var svo hljómfögur, að mér fannst ég hlusta á þessi orð í fyrsta sinn. „í allri sinni dýrð“ end- urtók hún hugsandi og var þögul um stund. „Ég hefi sagt þér Gertrude; sagði ég: „Þeir, sem hafa sjón- ina, sjá ekki.“ Og bæn reis frá hjarta mínu: „Ég þakka þér Drottinn fyrir að opinbera fyrir hinum smáu, það sem þú felur fyrir vitringunum!“ „Ef þér vissuð, hvað ég á létt með að ímynda mér þetta allt,‘ sagði hún frá sér numin af hrifningu.“ „Viljið þér, að ég lýsi landslaginu fyrir yð- ur-? . . . Bak við okkur, fyrir ofan okkur og allt í kringum okkur, eru stór furutré, sem ilma af viðarkvoðu, stofnar þeirra eru rauðleitir og grein- amar langar, dökkar og lá- réttar, og þær kveina, þegar stormurinn reynir að beygja þær. Við fætur okkar er eins og opin bók í fjallshlíðinni, hin víðáttumikla, græna, lit- auðga gresja, sem blánar í skugganum og er gyllt í sól- skininu, og orð hennar eru greinilega b 1 ó m i n , maríu- vendir, sóleyjar og hinar f ö g r u liljur Salomons — kýmar koma og stafa orðin með bjöllrun sínum og engl- arnir lesa þau, fyrst þér segið, að augu mannanna séu lokuð. Fyrir neðan bókina sé ég stórt mjólkurfljót hulið mistri, það felur í sér hyldýpi af leyndar- dómum. Þetta geysilega fljót hefur ekki annan árbakka lengst í fjarlægð, en hin fögru og tígulegu Alpafjöll . . . Það er þangað, sem Jacques ætlar að fara. Segið mér: „Er það satt, að hann sé að fara á morgun?“ „Hann á að fara á morgun. Sagði hann þér það ekki?“ — „Hann sagði mér það ekki, en ég skildi það þannig. Verður hann lengi í burtu?“ — 1 mánuð . .'. Gertrude, mig langar að spyrja þig að dálitlu . . . „Hvers vegna sagð- irðu mer ekki, að hann kæmi og hitti þig í kirkjunni?“ — „Hann kom þangað til að hitta mig tvisvar. Ó! Ég vil ekki leyna yður nokkm! en ég var hrædd um, að þér tækjuð yður þetta nærri.“ — „Ég mundi gera það, ef þú segðir mér ekki frá því.“ Hún leitaði eftir hendi minni. — „Hann var hryggur yfir að fara.“ — „Segðu mér Gertrude . . . sagði hann þér, að hann elsk- aði þig?“ — Hann sagði mér það ekki, en ég finn það, það þarf ekki að segja það. Hann elskar mig ekki jafn mikið og þér. — „En þú Gertrude, tekur þú þér nærri, að hann fari?“ — „Ég held að það sé betra, að hann fari. Ég gæti ekki svarað honum.“ — „En segðu mér: Þú ert sjálf óhamingjusöm yfir, að hann er að fara?“ — „Þér vitið það vel, að það eruð þér, sem ég elska, prestur . . . Ó, hversvegna dragið þér að yður höndina? Ég mundi ekki tala svona við yður, nema vegna þess, að þér , viljandi ein ægilegasta afleið- eruð giftur. En enginn kvæn- ist blindri stúlku. En hvers- vegna getum við þá ekki elsk- íngin. Nú stendur norska þjóðin einna mest í sviðsljósinu, af að hvort annað? Segið mér | því að þeir hafa ekki ennþá prestur, finnst yður eitthvað! orðið eins undir í baráttunni Ijótt í því, finnst yður það vera rangt?“ — „Það er aldrei neitt illt í ástinni.“ — „Mér finnst ekkert vera nema gott í hjarta mínu. Ég vil ekki að Jacques líði. Ég vildi ekki láta nokkurn mann líða . . . Ég vildi bara geta gefið hamingju.“ — „Jacques var að hugsa um að biðja þín.“ — Lofið mér að tala við hann áður en hann fer á morgun? Ég vil láta hann skilja, að hann verður að hætta að elska mig. Prestur, þér skiljið það, að ég get ekki gift mig. Þér lofið mér að tala við hann, er það ekki?“ — „í kvöld.“ — „Nei, á morgun, rétt áð- ur en hann fer . . .“ — Sólin var að setjast í hátignarlegri fegurð. Það var hiti í lofti. Við höfðum risið á fætur, og meðan við vorum að tala saman, héldum við heim á leið eftir hinum dimma stíg. Framhald. Eiturlyfjahæt'tan og unga fólkið EFTIR SR. ÁRELÍUS NÍELSSON Þau eru mörg vandamálin sem við er að kljást í vel- ferðarríkjum heimsins. Hjól- ið snýst hratt og erfitt er að átta sig á því, hvað flutt get- ur gæfu eða ógæfu. Fólkið er fullt eirðarleysis og heimtu- frekju. Fáir virðast ánægðir og friðleysið tætir sundur til- finningar og truflar hugsun og réttar ályktanir, ruglar öll rök. Lengi hefur verið flúið til flöskunnar í slíku ástandi og vissulega er svo enn hjá mörgum, og varla hefur voði og böl áfengisneyslunnar ógn- að meira en einmitt nú. En til viðbótar er nú kom- in eiturlyfjahættan eða fíkni- lyfin og dópið, sem sumir nefna svo. Ef til vill eru hashis og heróin amfetamin og ópíum ekki hættulegri en alkohol sé miðað við, hve mjög þau ræna viti og kröftum, sjálfstrausti og vilja. En að fá þau til viðbótar öllu hinu sem þegar er orðið að eymd og plágum með heimskuna í hásæti er næst- um þjóðhagslegt og siðferði- legt sjálfsmorð fyrir þjóðir, sem annars ættu beina braut til farsældar á vegum tækni og vísinda. Síðustu árin hafa nágramna- þjóðir beðið einn ósigurinn á fætur öðrum í baráttunni við ásókn einkum unga fólks- ins í þennan ósóma. En sú ár- átta nálgast hreint brjálæði, þegar á það er litið, að flestir vita fyrirfram að hér er mik- il vá fyrir dyrum, ef byrjað er að neyta ólyfjanar þessar- ar. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa nágrannar okkar á Norð- urlöndum staðið líkt og agn- dofa eða í herfjötri og horft á það næstum heillaðir og að- gerðalausir, hvernig eitur- hefur hertekið niður í barna- lyfjaneyzlan æskuna, allt skóla. Og er þá fyrst farið að spyma við ’ fótum og hefja baráttu til verndar og varnar, þegar allt virðist um seiman. Heilir klúbbar, flokkar og skemmtistaðir þar sem hash reykingar eru uppistaðan tómstundaiðju hafa vaxið upp eins og gorkúlur á haugi. Þar ganga unglingar eða öllu heldur staulast um meira og minna stjarfir og magnvana eða geta bókstaflega ekki hreyft sig, heldur hafa hafn- að í hinum ólíklegustu og af káralegustu stellingum og telja sig orðna allt annað en þeir eru t. d. myndastyttu, dýr eða hlut og svífa milli vits og vitleysu og geta gert hvað sem er með köldu blóði. Inn í löndin er smyglað meira og meira magni og selt á svörtum markaði fyrir ó- trúlegustu upphæðir. Og menn svífast einskis að því er virðist til að slökkva þorst- ann eftir eitrinu, þegar þeir hafa ánetjazt því. En af þessu leiðir smygl, svindl, gripdeildir, fjárkúgan- ir, slys og morð, en þó munu sjálfsimorð bæði viljandi og ó' og hinar þjóðirnar og talið sig örugga. En lítið hefur orð- ið úr því öryggi og daglega berast nú fréttir um srnygl og aukið böl af eiturlyfjum margra tegunda. Hér á landi hefur enn ver- ið allt með kyrrum kjörum að heita má, en þó sigið smátt og smátt á ógæfuhlið, einkum síðastliðið ár. En auðvitað standa þessi fáu þúsund á skerinu í Atl- antshafi óvarin og berskjöld- uð enn gegn eiturlyfjahætt- unni. Við höfum víst ekki einu sinni svo mikið sem reglur um sölubann við slíkri vöru, ekki lög um refsingu eða nokkrar hindranir, sem heitið geti á þessari leið og gegn þessum voða. En andvaraleysið kemur þó enn ver fram í barnalegu af- skiptaleysi og næstum gælum við púka og drísildjöfla þess- ara lyfja, sem sjálfsagt eru að einhverju leyti ósýnilegir ennþá. Það er talað næstum með andakt um einhverja stúlku, sem hafi komið með eiturlyf í sumar. Það er talað og skrif- að um þetta sem „saklaust fikt“, og eitt blaðið eftir ann- að gengur fram á sinn ritvöll og hrósar upp í hástert og tel- ur til fyrirmyndar ungu fólki einhverja unglingahljómsveit sem uppvís varð að eiturlyfja- kaupum og eiturlyfjanautn í sumar. Henni er sungið sér- stakt lof. Vitanlega eru slíkir hópar á stöðum þar sem mikið ber á, hættulegri en tígrisdýr, sem sleppt væri lausum. Það segir bara ekki fyrri en seinna frá tannaförunum og sundurtæt- ingunni af þeirra völdum . Nei, hér þarf að vakna, og vaka á verðinum héðan af. Hér er ekkert fikt á ferðum, ekkert gaman, sem ekki mun hefna sín grimmilega síðar. Hér þarf löggjöf, eftirlit, rannsókn og umfram allt al- menningsálit sem ekki bfosir við slíkum börnum og blind- ingjum, hvort sem það eru hljómsnillingar eða popmeyj- ar. Löggjafinn og æskulýðs- samtökin verða að taka hönd- um saman, læra af sárbiturri reynslu bæði einstaklinga og þjóða, sem þarna hafa fallið í gildrur og velja síðan til vemdar og vamar það sem helzt mætti til vamar verða vorum sóma. Hér duga engin vettlinga- tök, engir silkihanzkar. Hér er ekkert fikt leyfilegt eða ætti ekki að vera það. Hér er voði á ferðum. Og málið þolir enga bið. Takið strax til starfa í varnarmálun- um. Reykjavík 22. janúar 1970. Árelíus Níelsson.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.