Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1970 y^'vV'r »>^ -¦^rS^r^Wr" V *r' v*t "r' V-^r1'-^**'^ '¦»'¦¦»*'» ¦^r^'3*' V^Kfr&SW; GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMALASKIN Skáldsaga „Það er nú bara eins og hver önnur lygi, að ég nái í kol til Páls. Hann er svipaður þvætting- urinn í þér og hefur verið," sagði gamla konan og hvarf út um dyrnar án þess að kveðja tengda- dótturina. „Svona, það má nú kannski ekki anda á hana, þessa drottningu," tautaði Strúna. Nokkru seinna kom Strúna upp að Holti og kallaði framan úr bæjardyrunum: „Komdu með poka undir móinn, minna má það ekki vera. Steini er búinn að fá lánaðan sleða. Það eru engin vandræði að aka, þó að sumarið sé komið. Þvílíkt vor hafa víst fáir lifað." En enginn gegndi. Þá opnaði hún hurðina í hálfa gátt og skimaði um eftir tengdamóður sinni. Það var þá hin kerlingin, sem sat við eldavélina. „Já, ég er ein hérna núna," sagði Bergljót. „Hvar er Þórveig gamla?" spurði gesturinn. „Hún lagði af stað með poka til að ná í mó. Við erum svo illa staddar með eldivið núna. Það má ekki brenna taðinu einu saman. Hún sagðist ekkert vera óvön að bera pokaskjatta heim, þó að hún hafi ekki gert það í vetur," sagði Bergljót. „Já, sei-sei. Ætli Þorsteinn sonur hennar hafi ekki mest og bezt hugsað um að hún hefði eitt- hvað í eldinn. En hvar er Jónanna?" „Hún var sótt lengst framan úr sveit í morg- un, svo að það eru ekki góðar ástæður á þessu heimili núna. Ég er þó orðin sú manneskja að geta haldið eldinum lifandi," sagði gamla konan. „Hafið þið ekki alltaf nóg kol frá Páli Bergs- syni? Maður hefur svo sem heyrt því fleygt, að svo væri. Það er líka sagt að þær séu farnar að minnka kolabirgðirnar hjá honum," rausaði Strúna. „Þær hafa ekki lækkað við það, sem við höf- um brennt. Það hefur komið fyrir eitthvað tvisv- ar sinnum að hún Jónanna mín hefur komið með kol heim," sagði Bergljót. „Eru þau trúlofuð, þessar manneskjur, eða hvað?" spurði Strúna. „Þú hefur víst spurt mig að því fyrr, en ég er jafnfróð og ég var þá. En ég væri vel ánægð með það, ef svo væri, því að mér þykir vænt um þau bæði," sagði gamla konan og brosti ánægju- lega. „Það er minnsta kosti verið að stinga saman nefjum um það. En ætli það geti ekki skeð að það verði eitthvað endingarlítið eins og fyrri trú- lofun hennar," sagði Strúna og skellti aftur hurð- inni og þaut út. Það leið ekki langur tími, þangað til gamla húsmóðirin kom með troðinn mópoka á bakinu. Bergljót sagði henni frá heimsókn tengdadóttur hennar. „Ég mætti Steina mínum. Hann var með sömu dylgjurnar og hún, svo að ég gat ekki verið að tefja hann neitt, en hélt áfram mína leið með pokann, meðan hann lét í pokana handa sér. Nátt- úrlega hefði ég átt að hjálpa honum til við það. En ég hélt kannski að þú gætir ekki haldið eld- inum lifandi, og þá hefði þér orðið kalt. Ég tek það sjálfsagt ekki mjög nærri mér, þó að þau séu með fýlu. Þau öfunda mig af hlýindunum, sem ég hef haft hérna í vetur, bæði af vélinni og ykk- ur. Það hefur líka verið dásamlegur tími, sem ég á líklega ekki eftir að lifa aftur." Jónanna kom heim eftir fimm daga. Það fyrsta, sem hún spurði um var, hvort nokkur eldiviður hefði komið frá Svelgsá. „Nei, þaðan hefur enginn komið," sagði Berg- ljót. „En húsmóðirin sótti sjálf i poka, og svo kom sonur hennar með tvo poka til viðbótar, svo að það hafði verið nóg til í eldinn. Og Páll okkar kom með tvo kassa, sem Þórveig braut í sundur. Það var nógur blessaður ylurinn. Hann hefur víst annað haft að gera þessa dagana, hann Níels okk- ar á Svelgsá, en að flytja eldivið til okkar hérna. Ég heyrði sagt að hann hefði verið að flytja> þetta vetursetulið, sem þar hefur verið, svo að nú fer að rýmkast í kofunum þar. Við getum sennilega farið að flytja þangað bráðum." „Þetta eru góðar fréttir," sagði Jónanna. „Það verður tómlegt hérna, þegar þið eruð farnar. Ég er viss um að ég fæ óyndi, þegar ég er orðin ein í kofunum mínum," sagði Þórveig. „Þetta hefur verið svo skemmtilegur tími." „Þú hefur verið svo lengi róleg í einbýlinu, Þórveig mín, og jafnar þig sjálfsagt fljótlega," sagði Jónanna. „Okkur hefur liðið vel hjá þér. En heimili okkar er á Svelgsá. Þar á ég líka þó nokk- uð margar skepnur, sem ég þarf að hugsa um. Aumingja gamli maðurinn hefur orðið að hirða þær í vetur að öllu leyti. Ég gat þó hjálpað hon- um dálítið í fyrra og þá voru þær heldur færri." Þegar Þórveig var farin fram, sagði Jónanna við gömlu konuna: „Hefur Páll komið oft þessa daga, sem ég hef verið að heiman?" „Aðeins einu sinni, þegar hann kom með kass- ana í eldinn. Það er víst farið að tala um þetta samkrull okkar hérna, fólkið á Mölinni. Hún glós- aði um það við mig, þessi tengdadóttir hennar Þórveigar, að það væru farnar að minnka kola^ birgðirnar hjá Páli. Og hún spurði mig líka að því, hvort þið væruð trúlofuð. Þvílík frekja." „Það fer sjálfsagt að styttast, sem hún þarf að brjóta heilann um okkur og kolin," sagði Jón- anna. „Ég fer upp að Svelgsá í kvöld. Og svo flytjum við svo fljótt sem hægt er. En fyrst verð ég að hvíla mig svolítið." 15. Jónanna tiplaði léttfætt upp gaddfreðnar mýr- arnar, þó að nú væri komið fram í maímánuð. Þvílíkt vor þóttist enginn muna. Það var eins og að koma að eyðibýli, að koma að Svelgsá í kvöldkulinu. Enginn reykur sast, hvorki upp úr rörinú eða eldhússtrompinum. Skyldi bærinn vera mannlaus? Móri gamli kom þó fram úr eldhúsdyrunum, geispaði og teygði úr sér, en datt ekki í hug að reka upp bofs, þeg- ar hann sá hver gesturinn var. Jónanna klappaði á stóran loðinn koll hans og gekk til baðstofu. Þar var engin manneskja, en auðir rúmbálkarnir gáfu til kynna að farið væri að fækka þar heim- ilisfólkinu. Hún leit inn í húsið. Þar svaf Níels þungum svefni. Hún vakti hann með því að klappa honum á vangann. Hann losaði svefninn og leit upp þreytulega. „Svo þú ert þá komin, Jónanna mín. Það er nú orðið heldur fámennt í kotinu eins og þú sérð. Ekki get ég sagt að ég sjái eftir því, þó að mér sé málið skylt. Ég hef verið að flytja það út eftir tvo undanfarna daga. Hef gefið öllu fénu inni, svo að ekki þyrfti að smala því, þegar heim kæmi. Það hafa verið erfiðir dagar. Hún hefur reynt að hjálpa mér við það, stelpugreyið, borið vatnið í fjósið og látið féð út til að brynna því og hugsað alveg um fjósverkin. Hún hefur ekki haft það léttara en ég". „Þetta er alveg til skammar að geta ekki hjálp- að þér neitt," sagði Jónanna. „Ég vona að þau verði búin að koma sér fyrir áður en sauðburð-' urinn hefst fyrir alvöru. Er Ingunn að hjálpa dóttur sinni til að koma sér fyrir?" „Já, hún er að því. Hún hefur oft verið þreytt í vetur, stráið. Náttúrlega verið það allt sitt líf, nema þessi ár, síðan þú tókst við starfi hennar og komst hingað til okkar. Hún hlakkar til þess að fá ykkur aftur." „Ég kem svo fljótt sem ég get fengið einhvern til þess að flytja Bergljótu á sleða, því að öðru- vísi kemst hún ekki," sagði Jónanna. „Ég get ekki hjálpað þér á morgun, en næsta dag get ég það," sagði Níels. „Það er hreint ekki gerlegt að fara að láta þig stússa í flutningum fyrir okkur. Ef þú gætir að- eins lánað mér hestinn og sleðam, gæti ég ekið sjálf. Þú hefur svo mikið að gera," sagði Jónanna. „Ég held ég kunni nú ekki við að láta þig stússa eina við það," sagði hann. „Jæja, við sjáum hvað setur," sagði Jónanna. Hún fór út í fjósið og hjálpaði Ellu að ljúka við fjósverkin. Önnur kýrin var nýlega borin 6g blómlegur búskapur eins og fyrri á bænum þeim. Hún skildi mjólkina og bjó síðan um gamla mann- inum áður en hún fór. Svo kom hún við í fjós- hlöðunni hjá Ellu og hjálpaði henni að leysa í morgungjöfina handa kúnum. Þegar hún hélt úr hlaði, sá hún einhvern mann á ferð úti á mýrunum. Líklega var það einhver að ná í mópoka. En hann stanzaði ekkert við móhlaðana, heldur kom beina leið á móti henni. Það var Páll. Hún fann til hjartsláttar eins og oft áður í návist þessa manns. Það var að verða henni kval- ræði að umgangast hann. Hún ásetti sér að láta eins og hún tæki ekki eftir honum, lagði tals- verða lykkju á leið sína. En hann var snar í snún- ingum og gerði slíkt hið sama. Eftir stutta stund mættust þau og hann bauð henni gott kvöld bros- andi um leið og hann sagði: „Hér hittumst við þá, tveir einstaklingar, sem eru að taka sér kvöldgöngu, eða kannski heldur næturrölt eftir langan og leiðinlegan dag." „Mér hefur ekki fundizt þessi dagur neitt sér- lega leiðinlegur," sagði hún. „Jú, víst hefur þér fundizt það. Annars hefð- irðu ekki verið að rangla hér ein uppi á mýrun- um. Ég minnist þess nú að ég var búinn að frétta, að þú hefðir farið upp að Svelgsá, væna. Hvernig hafa þau það, blessuð gömlu hjónin?" „Ég verð að reyna að flytja upp eftir svo fljótt sem ég get til þess að hjálpa þeim um sauðburð- inn. Þau eru nú loksins fafin, Arnbjörg og henn- ar fjölskylda." „Þá verður nú ekki dregið í spil í Holti leng- ur," sagði hann dauflega. „Það fer nú líka að verða nokkuð bjart til að sitja við spil," sagði hún. „Ég er hræddur um að ég sakni ykkar. En svo fer kannski að styttast í minni veru líka. Óli fer að koma heim. Konan hans er víst að hressast, svo að hann tekur bráðlega við verzluninni, enda er mér ekki fast í hendi með hana. Þetta er tals- vert erfitt fyrir einn mann," sagði hann. En svo bætti hann við í öðrura tón: „En hvernig held- urðu að við skiljum, væna mín?" „Við? — — Við skiljum náttúrlega eins og góðir kunningjar. Það verðum við alltaf," sagði hún. „Ekki meira en kunningjar?" spurði hann. „Er það ekki nægilegt?" spurði hún og forð- aðist að líta framan í hann. Það varð dálítil þögn. Svo sagði hann: „Þú vilt með öðrum orðum ekki verða sam- ferða?" „Ég hef valið mér lífsstarf, sem bindur mig við þessa sveit. Svo á ég bágt með að yfirgefa gömlu hjónin á Svelgsá. Þau hafa alltaf reynzt mér svo vel.'" Hún tíndi út úr sér orðin eins og hún væri lafmóð. „Það ætti ekki að gera strik í reikninginn, því að ég hef ekkert á móti því að verða kaupa- maður á Svelgsá í sumar," sagði hann lágt og hlýlega. Nú lá beinast við að segja: Þá höfum við það svoleiðis. Níels kemur ofan eftir á morgun og sækir hafurtaskið okkar. En hún kom ekki upp orði og gékk þegjandi við hlið hans. Þau voru komin heim á hlaðið í Holti. Þá greip hann allt í einu hönd hennar eins og hann ætlaði að kveðja hana með handabandi, dró vettlinginn af henni og lagði hana í lófa sinn. Honum var hálfkalt. „Þetta er hlý og mjúk hönd," sagði hann brosandi. „Þér er bara kalt, áttu enga vettlinga?" spurði hún. „Jú, þið hafið séð fyrir því, þú og Bergljót, að ég á nóg af hlýjum og mjúkum skjólfötum," sagði hann og brosið hvarf af vörum hans. „En má ég leggja fyrir þig samvizkuspurningu, án þess að særa þig?" bætti hann við. „Ég skal reyna að þjóta ekki upp eins og varg- ur," sagði hún og þóttist viss um hver sú spurn- ing mundi verða.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.