Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Qupperneq 1
 thjocminjasafnid REYKJAVIK, ICELANO . f i Hö gberg - ^etmöfer íngla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 NÚMER 9 Kveðjur fró íslandi til Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi FRÁ FORSETA ÍSLANDS Við hjónin biðjum þig að senda þingi Þjóðræknis- félags fslendinga í Vesturheimi beztu kveðjur og óskir um gott gengi í heillaríku starfi félagsins. Kristján Eldjárn. FRÁ BISKUPI ÍSLANDS Sendi 51. Ársþingi Þjóðræknisfélagsins alúðar- kveðjur og blessunaróskir. Votta Þjóðræknisfélaginu virðingu og þakkir fyrir mikilvæg störf. Sigurbjörn Einarsson. FRÁ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Fyrir hönd fslendinga austan ála sendir Ríkis- stjórn íslands yður beztu kveðjur vina og frænda með þeirri ósk, að böndin treystist og bræðraþelið vaxi þannig, að hvorki ryð né sinnuleysi fái grandað þeim ómetanlegu verðmætum, sem skapazt hafa af hlýju hjartaþeli einlægrar þjóðrækni. Ríkisstjórn íslands, Bjarni Benediktsson Emil Jónsson Jóhann Hafstein Ingólfur Jónsson Gylfi Þ. Gíslason Magnús Jónsson Eggert G. Þorsteinsson. FRÁ IÐNAÐARMÁLARÁÐHERRA ÍSLANDS OG FRÚ Við hjónin minnumst með gleði og þökk þeirra ógleymanlegu kynna, sem við urðum aðnjótandi við heimsóknina til ykkar á gullaldar afmælinu. Þeim get- um við ekki lýst, aðeins munað þau og lifað í endur- minningu. Við vitum að margháttaður heiður okkur auðsýndur var ekki verðskuldaður, en okkur þykir engu að síður vænt um hugarþelið og vináttu ykkar. Ragnheiður og Jóhann Hafstein. FRÁ FYRRVERANDI AMBASSADOR ÍSLANDS OG FRÚ Sendum Þjóðræknisfélaginu beztu kveðjur og ein- lægrar óskir um bjarta framtíð. Oddný og Pétur Thorsteinsson. Kveðjur V i ð þökkum ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Heill og haminigja fylgi störfum á 51. ársþinginu. Sendum öllum þingfulltrúum innilegar kveðjur og blessunaróskir. Þjóðræknisfélag íslendinga í Reykjavík Sigurður Sigurgeirsson, formaður. Ennþá eru okkur í fersku minni og ofarlega í huga hin- ar dásamlegu móttökur sem við urðum aðnjótandi ykkar á meðal í ágústmánuði 1968. Stjórn félagsins, þingfull- trúum svo og öllum vinum sendum við innilegar þakkar- kveðjur og ámaðaróskir. Pálína Guðmundsdóttir Sigurður Sigurgeirsson. Kæru vinir: Þegar sú stund nálgast er ég veit að mínir góðu vinir innan Þjóðræknisfélags ís- lendinga koma saman til funda og mannfagnaðar, verð- ur mér æfinlega hugsað til ykkar og þeirra gleði- og á- nægjulegu samverustunda er ég átti með ykkur síðari hluta febrúarmánaðar og fyrri hluta marz 1966. Þótt liðin séu fjögur ár síð- an þetta var hefi ég engu Fimmtugasta og fyrsta ársþing Þjóðræknisfélagsins gleymt frá þeim ljúfu mót- tökum og elskulega viðmóti sem hvarvetna mætti mér, og mun heldur aldrei gleymast. Því langar mig nú til, í sambandi við þinghald ykkar nú, að senda ykkur öllum mínar hjartanlegustu kveðjur og óskir um bjarta og gleði- ríka framtíð í ykkar mikils- verða þjóðræknisstarfi. Guð blessi Þjóðræknisfélag- ið og ykkur öll, sem fyrir það vinna til heilla og’hamingju fyrir Islendinga vestan hafs og austan. Virðingarfyllsí: Brynjólfur Jóhannesson leikari. Við samfögmun ykkur í dag og dveljum í huganum meðal góðra vina alla þingdagana — eins og svo oft endranær. Þökkum fórnfúst og giftu- drjúgt starf í þágu íslenzkra menningarerfða. „Glatið eigi göfgi málsins, góðar konur, vaskir menn. þó að liggi leið á brattann, langt er fram til nætur enn.“ — E. P. J. Nokkur undanfarin ár hófst hið árlega þing Þjóðræknis- félagsins með guðsþjónustu sunnudagskveldið á ð u r en þingið tók til starfa, en vegna breytingar á þingdögunum, var það ekki hægt í þetta skipti og munu ýmissir hafa saknað þess, en bænastund hefir ávalt farið fram við þingsetningu og flutti séra PhiHp M. Pétursson, menn- ingarmálaráðherra fylkisins fallegt ávarp á föstudagsmorg- uninn, sem birt er á ritstjórn- arsíðu þessa blaðs. Sálmar eru sungnir við þessar guðræknis athafnir, og í fjöldamörg ár hefir verið sunginn sálmur séra Matthí- asar, Faðir andanna, yndis- legur sálmur, en ég hefi aldrei fellt mig við niðurlagsorðin, „Vertu oss fáum, fátækum smáum, líkn í lífstríði alda.“ Þessi síðustu orð eru ekki beinlínis upplífgandi svona í byrjun þingstarfa. 1 þetta skipti voru sungnir tveir sálmar eftir séra Helga Hálfdánarson og er gott að breyta til} annar þeirra vzn hinn fallegi og vinsæh sálm- ur, Þín miskun, Ó Guð er sem himininn há og endar annað versið með því að biðja Guð að gleyma ekki „aumingjans kveini.“ Það er vitaskuld lagður víðtækur skilningur í þessi orð, en ekki er neitt hressandi við þau. Það mun nú talið goðgá næst að minn- ast á þetta, en þá verður að taka því. Gunnar Erlendsson annað- ist undirleik við sönginn, eins' og hann hefir gert með prýði í fjöldamörg ár. Það var síður en svo að um kveinstafi væri að ræða á þessu þingi og menn litu yfir- leitt björtum augum á fram- tíðarstörf félagsins. Skúli Jóhannsson varafor- seti félagsins stýrði þingi skörulega. Hægt var að ljúka öllum þingstörfum á tveim dögum með því að breyta of- urlítið gömlum venjum. í stað þess að skipa fólk í nefndir til að athuga sérstök mál, voru þau lögð beint fyrir þingheim og afgreidd strax. FULLTRÚAR FRÁ DEILDUM Á ÞINGI Hanna og Ágúst Guðmundsson Framkvæmdast-jóri verkfræðingadeildar Richard Beck Jr. Stórblaðið „T h e Denver Post“ í Denver, Colorado, flutti nýlega þá frétt, að Sundstrand verksmiðjufélag- ið, sem rekur hið mikla fyrir- tæki Sundstrand Aviation Di- vision þar í borg, hafi ákveð- ið að auka starfsemi sína með stofnun nýrrar rannsókna- og framleiðsludeildar. S k ý r ð i blaðið ennfremur frá því, að Richard Beck Jr., vélaverk- fræðingur, yrði framkvæmda- stjóri hinnar verkfræðilegu hliðar á starfsemi deildarinn- ar. Fer blaðið eftirfarandi orðum um hið nýja starf hans og starfsferil hans hjá verk- smiðjufélaginu: „Richard Beck has been named manager of engineer- ing for the new Denver-based division. He heads a large staff of engineers who will work on new product devel- opment. Beck has served Sundstrand Division here since 1967 as manager of development eng- ineering. He joined the firm in 1962 as a research engineer and participated in develop- ing the high speed Sundyne pumps. He holds a degree rn mechanical engineering from the University of North Da- kota and earned a Masters degree in mechanical engi- neering at Cornell Univer- sity.” Eins og getið var í Lögb.- Heimskr. á sínum tíma, vann Richard sér mikinn náms- frama á skólaárum sínum, en hann er nýorðinn 37 ára. Ofannefnd blaðafrétt ber því vitni, að hann hefir einnig átt sinn þátt í vélauppfinning- um í þágu verksmiðjufélags þess, er hann starfar hjá. Hann er kvæntur amerískri konu Virgínu að nafni, af þýzkum ættum. Eiga þau tvo syni, Richard Allan, 9 ára, og Robert Martin, 6 ára. Frón, Winnipeg. Jakob F. Kristjánsson, Kristín R. Johnson, Páll Hallsson, Skúli Jóhannsson, Gunnar Baldwinson. Norðurljós, Edmonton, Alta. G. C. Thorvaldson. Esjan, Arborg, Man. Herdís Eirikson, Gestur Pálsson, Stefán Stefánson, Kristín L. Skúlason. Lundar, Lundar, Man. Mrs. Ingibjörg Rafnkelson, Snorri Rögnvaldson. Brúin, Selkirk, Man. Mrs. Christine Stefánson, Mrs. Lillian McKeague. Báran, Mountain, N. D. Dr. Richard Beck, Mrs. Margrét Beck. ísland, Morden, Man. Thomas Thomasson. Gimli, Gimli, Man. Mrs. S. A. Sigurdson, Stefán Stefánson, Mrs. L. Stevens, Mrs. Lára Tergesen. k Fjöldi utanbæjargesta sótti þingið og kveldsamkomumar. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.