Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 Skýrsla írá Þjóðræknisfélagi Akureyrar, vinafélagi Vesfur-íslendinga fyrir árið 1969. Þjóðræknisfélagið var stofn- unnið að og stutt mörg mál- að árið 1965 af 8 monnum, Akureyringum og Eyfirðing- um, sem flestir höfðu dvalið vestan hafs um lengri eða skemmri tíma. Þeir voru: Árni Bjarnarson bókaútgef- andi, Benjamín Kristjánsson, prestur Laugalandi, Gísli Ól- afsson yfirlögregluþjónn, Pét- ur Sigurgeirsson sóknarprest- ur, Jónas Thordarson gjald- keri, Bjarni Jónsson úrsmið- ur, Jón Rögnvaldsson lysti- garðsstjóri og Kristján Rögn- valdsson garðyrkjumaður. Fyrstu stjórn skipuðu: Benja- mín Kristjánsson, formaður, Árni Bjarnarson, ritari og framkvæmdastjóri, Gísli Ól afsson faraform., og Jónas Thordarson gjaldkeri. Tilgangurinn með stofnun félagsins var þá, að vinna af alefli að auknu samstarfi og treysta vináttuböndin á milli íslendinga austan hafs og vestan, m. a. með því að taka á móti greiða á allan hátt götu þeirra landa okkar að vestan, er hingað komu í heimsókn, einstaklinga eða ferðahópa. Hefur síðan verið h a 1 d i n n árlega svokallaður Vestmannadagur í júlímánuði í sambandi við hópferðalög Vestur-íslendinga til Akur- eyrar. Hefst hann ætíð með guðsþjónustu í kirkju bæjar- ins. og er þá flutt sérstök kveðja til gesta okkar að vest- an. Að því loknu dreifast gest- irnir oftast að njóta hádegis- verðar hjá bæjarbúum, frænd- um eða vinum. S í ð a n er byggðasafnið og önnur söfn heimsótt, farin kynnisferð um bæ og nágrenni, en kvöld- verður snæddur ýmist í boði bæjarstjórmar Akureyrar eða einhverra félagasatmtaka í bæ eða nágrenni. Má fullyrða, að þessar heimsóknir hafa vakið almenna ánægju hér og Vest- mannadagurinn s t o f n a ð til margvíslegra vináttubanda, sem vonandi treystast og efl- ast á komandi árum. Nú höf- um við smátt og smátt fært móttökurnar að nokkru leyti út fyrir sjálfan Akureyrar- kaupstað með því að skipu- leggja og stuðla að því, að ýmsir fleiri en Akureyringar ættu þess kost að kynnast vestur-í s 1 e n z k u gestunum með því að bjóða þeim heim til sín. Á s. 1. árum hafa tvö sveitarfélög í Eyjafirði haft stór-myndarleg boð, bæði í Freyvángi og Laugarborg, en einnig Skagfirðingar, ólafs- firðingar, Dalvíkingar og Húsvíkingar. Vitað er, að þetta hefur vakið mikla á- nægju gesta okkar vestan um haf og ekki síður gestgjaf- anna. ' En auk nokkurrar fyrir- greiðslu og upplýsingastarf- semi við þá, sem að vestan hafa komið, hefur félag okkar efni í sambandi við aukin kynni og vinatengsl milli Is- lendinga vestan hafs og aust- an. Keypt hafa verið og gefin til hinnar nýju bókhlöðu á Akureyri mörg hundruð bindi af bókum, tímaritum og blöð- um og smáverkum, sem gef- in hafa verið út í Vesturheimi og snerta á einhvern hátt sögu íslendinga vestra og bók- menntastarfsemi þeirra þar í næstum heila öld. Er það hug- myndin með bókagjöfunum, að stofnuð verði sérstök deild í Amtsbókasafninu á Akur- eyri, er eingöngu varðveiti blöð, tímarit, bækur, smá- prent o. fl., sem komið hefur út á íslenzku vestan hafs og hér heima, ýmist eftir Vestur- íslendinga eða um þá, og einnig það, sem komið hefur út á ensku eða óðrum tungu- málum varðandi landnám ís- lendinga og sögu þeirra í Can- ada, Bandaríkjunum og Suð- ur-Ameríku. Mun þessi deild verða nefnd Safn íil sögu ís- lendinga í Vesturheimi. Þá er að minnast tveggja bóka, sem komu út á liðnu ári og Þjóðræknisfélagið hér hefur stuðlað að, að kæmust á prent, en þær eru Ævisaga séra Jóns Bjarnasonar í Win- nipeg, fyrsta íslenzka prests- ins í Vesturheimi, eftir séra Rúnólf Marteinsson, mikið rit, 384 bls. í stóru broti, og Nýja ísland í Kanada, ferðasaga og greinargerð þeirra manna, er völdu landnámsstaðinn við Winnipegvatn ár 1875, nú ljósprentað eftir Ottawaút- gáfunni það sama ár. Útgef- andi það sama ár. Útgefandi andi beggja bókanna er Árni Bjarnarson á Akureyri. Send- um við báðar bækurnar að gjöf til Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi með þessari skýrslu. Þá er ástæða að geta þess, að verið er að búa til prentunar á vegum félags okkar rit, er eingöngu fjallar um samstarf Islend- inga austan hafs og vestan, og kemur fyrsta heftið út í vor. Að lokum má geta þess, að þegar er hafin undirbúningur að næsta Vestmannadegi á Akureyri, og væntum við þess, að stór hópur Vestur- íslendinga heimsækja okkur með hækkandi sól og nýju sumri. Félag okkar sendir svo Þjóðræknisfélagi Vestur-ís- lendinga í Winnipeg hjartan- legar kveðjur og hamingju- óskir um gifturík störf á þjóð- ræknisþinginu 1970. Ný stjórn í Þjóðræknisfé- lalgi Akureyrar hefur verið kjörin, en hana skipa: Árni Bjarnarson, formaður og framkvæmdastjóri, Gísli Ólafsson, ritari, Pétur Sigurgeirsson, vara-formaður, Jónas Thordarson, gjaldkeri. Akureyri 15. febrúar 1970, f.h. Þjóðræknisfél. Akureyrar, — vinafélags Vestur-Islend- inga, Árni Bjarnarson, formaður. SKRÝTLUR Hún: — Auðvitað hef mína galla. Hann: — Já, auðvitað. Hún: — J æ j a , má kannski spyrja, hverjir þeir eru? eg ég íslenzkir stúdenttar í Kaup- mannahöfn höfðu löngum orð á sér fyrir að vera hraustir bardagamenn í erjum við Dani. Einu sinni voru tveir núlif- andi menntamenn að skemmta sér í Kaupmannahöfn og réð- ust þá fjórir Danir á þá í einu úthverfi borgarinnar. Eftir nokkurn bardaga slitu íslendingarnir sig af þeim. Þegar þeir eru lausir við Danina, segir annar Islend- ingurinn: —Ég barði nú eina bulluna rækilega. Þá segir hinn: — Og haltu kjafti! Það var ég, sem þú barðir. — Á morgun kemur Jón og við ætlum að tala um gifting- una, sagði Skotinn við dóttur sína. Þá brást dóttirin í grát og sagðist ekki vilja gifta sig, því hún gæti ekki verið án móður sinnar. — Það er allt í lagi, vinan, þú skalt bara taka hana með þér. canadízkur ríkisborgari af eigin hvötum!" „Mér finnst sómi og ánægja að vera canadízkur ríkisborg- ari þó ég sé ekki fæddur hér." „Síðan ég gerðist ríkisborgari í fósturlandinu sem ég kaus mér, hefi ég notið meðvitundar um að eiga rétt til að taka fullkominn þátt í þróun þessa feikna frelsis- og framtíðar- lands." 9 „Canadízka flaggið er nú mitt eigið flagg og ég nýt með fögnuði míns trausta jafnréttis við alla sem það blaktar fyrir, til að njóta kosta landsins og rækja skyldur mínar við það." Áttu rétt til að njóta fríðinda, og ertu reiðubúinn að taka á þig skyldur sem canadízkur ríkisborgari? Ráðgastu um það við næstu skrifstofu Canadian Citizenship Court. Þar verður þér fúslega hjálpað, hvort sem það er í: HALIFAX, MONCTION, MONTREAL, OTTAWA, SUDBURY, TOR- ONTO, HAMILTON, ST. CATHERINES, KITCHENER, LONDON, WINDSOR, WINNIPEG, REGINA, SASKA- TOON, CALGARY, EDMONTON, eða VANCOUVER. Þú getur einnig skrifað til: Registrar of Canadian Citizenship, Secretary of State Department, Ottawa. COVERNMENT OF CANADA 1^1

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.