Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Síða 4
M LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 Lögberg-Heimskringla Publiahed BTery Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLIN GFORD PRESS LTD 303 Kennedy Slreei, Wlnnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON Presidenf, Jakob F. Kristjonsson; Vice-President S. Aleck Thorarinson; Secretary, Or L. Siourdson; Treosorer K Wilhelm Johonnton CDITORIAL BOARD prof. Horoldur Beteoson, choirmon, Dr P. H. T. Thorlokson, Dr Voldimor J. íylonds, Caroline Gunnorsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev Phillip ' M Petursson Veeeonver: Gudlaug Johannesson, Boai Bjornason Minneaoolis: Hon Voldimor Bjorneon Victorle, B.C.: Dr. Richord Beck. Icoland: Birgir Thor- ‘orlus Steindor Steindorsson Rev Robort Jack Subsrription S6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-993» "Second closs moil reoistrotion number 1667". HON. PHILIP PÉTURSSON: Ávarp og bæn Flutt við þingsetningu Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 27. febrúar 1970. Vér komum hér saman í dag, á fimmtugasta og fyrsta ársþing Þjóðræknisfélags Islendiniga í Vesturheimi, til að ræða mál vor, sem íslendingar sem búa í mikilli fjarlægð frá ættjörðinni, þaðan sem foreldrar vorir komu, og afar og ömmur. — Hér gerum vér ráð fyrir að lýsa tryggð vorri við þessa þjóð, sem vér búum meðal, — því hér voru margir okkar fæddir, og hér hafa íslendingar, af íslenzku bergi brotnir, átt siran þátt í því, að byggja landið, og setja svip á það, á margan hátt. En á sama tíma eru ættarböndin enn sterk, — og vér gerum hér á þessu þingi einnig ráð fyrir að leggja sérstaka áherzlu á tryggð vora við gamla landið. - Þá tryggð höfum vér erft frá landnemunum, þeim sem lögðu út í óvissu langferðar til fjarlægra stranda. Hugur þeirra var enn á íslandi, þó að daglegu störfin lægju hér fyrir hendi. — Sem dæmi þess, hve treglega sumir fóru frá Islandi, rakst ég fyrir stuttu á fáeinar setningar úr dagbók manns, sem flutti til Norður Dakota snemrna á árum, Ástin til lands og þjóðar, tungu og sögu yfirgaf hann aldrei. Hún var helguð í hjarta hans frá dögunum horfnu. En borgari þess lands var hann engu lakari fyrir það, nema betri væri. — 13. júlí, 1884, skrifaði hann í dagbók sína, er Island hvarf honum í sjó. „ísland hvarf sjónum mínum kl. 10:30, og ég sá eftir því, sárum tárum í síðasta sinn“. Og á gamlársdag, það sama ár, þá staddur í Dakota, skrifaði hann. „Þetta ár hefur verið breytilegásta ár ævi minnar. Dagbókin sýnir ævi mína hér, eða hið ytra líf. Hið innra líf mitt hefur verið full't af leiðindum og söknuði. Ég get ekki átt von á að una hér ævi minni. Ég þrái að komast heim aftur og mega eyða þeim fáu dögum, sem eftir eru ævinnar, og deyja heima á minni kæru fósturjörð. En það huggar mig, ef ég ætti von ' á að sjá góða framtíð barna minna hér, og um það hefi ég góða von.“ Þetta er eitt sýnishorn af hugarfari flestra eldri manna og kvenna, sem hingað komu á landnámsárunum. En fæstir þeirra náðu því að sjá ættjörðina aftur. En þrá þeirra til að sjá Island aftur, og tryggðin við gamla landið hefur fests í huga og sál margra yngri manna og kvenna, og lætur enn sterkt til sín taka, eins og íslenzku - félögin okkar sanna, eins og vaxandi áhugi til heimferðar sannar, eins og þingfundir þessir, sem byrja nú í dag munu sanna. Islendingar munu lengi lifa hér í þessari heimsálfu. Málið mun seint hverfa. — Tryggðin við allt sem íslenzkt er, mun lifa, á meðan að íslendingar lifa, og þekkja til upp- nma síns. Það er bæn mín og innsta von, að þinghald vort hér þess^dagana verði afkasta drjúgt, og íslendingum til sóma, að það verði þjóðarbroti voru hér vestra og ættjörðinini til sæmdar og heilla. — Og eins og sungið er í sálmi eftir Stein- grím Thorsteinsson, sem vér höfum stundum sungið, er menn snúa hugum sínum til valds almættisins, megum vér líka segja. • Þú blessar hvert verk, sem er byrjað í þér, — Oss byrja lát þínum í anda; Það allt, sem vér plöntum, sinn ávöxt þá ber, Og allt, sem vér byggjum mun standa. — RICHARD BECK: Brú bróðurhugans (Kveðja send í bréfi til Rótaryklúbbsins, Görðum) Vel sé þeim, er bróðurhugans brú byggja milli fjarra þjóða og stranda. . Þeirra mildiríka morguntrú mannsins vísar ferðaþreyttum anda leið í heim, sem langt í fjarska rís — löngu dreyma friðar Paradís. Listamaður kemur heim Jón Þórarinsson: Sveinbjörn Sveinbjörnsson (ævisaga). Almenna bókafélagið. 261 bls. Bókmenntir um slenzka tónlist eru fáskrúðugar, og sætir því tíðindum, að út skuli komin ævisaga Svein- björns Sveinbj örnssonar. Margir vita, að hann var fyrsta sérmenntaða íslenzka tónskáldið og samdi lagið við þjóðsöngin á sínum tíma. Annars er allt of lítið um Sveinbjörn kunnugt. Hann dvaldist erlendis langa ævi, í Danmörku, Skotlandi og Kan- ada, en dó í Kaupmannahöfn og ber beinin í kirkjugarðin- um við Suðurgötu í Reykja- vík. Nú kemur hann heim í þeim skilningi, að íslending- ar kynnist sögu hans og störf- um. Er það ekki vonum fyrr um svo merkan listamann. Höfundur ævisögunnar, Jón Þórarinsson tónskáld, hefur lagt í hana mikla vinnu. Ger- ir hann allri ævi Sveinbjörns góð skil, en einkum bernsku hans og skólaárum heima í Reykjavík. Er þar um að ræða athyglisverða mynd af lífinu í höfuðstað Islands á þeirri tíð, en einnig koma við sögu margir þeir, er þá settu svip á bæinn. Ætla ég þá kafla að sínu leyti drjúgan hluta ís- landssögunnar, þó að mest segi frá Sveinbimi og fólki hans. Hefur Jón Þórarinsson dregið hér saman mikið efni og unnið úr því af kostgæfni. Hann er slyngur rithöfundur, málfarið slétt og lipurt, en megináherzla lögð á fróðleik- inn. Verður Jón sér úti um nýjar heimildir í gömlum bréfum, og er föður tónskálds- ins, Þórði Sveinbjömssyni, til dæmis borin þar sagan öðru vísi og sýnu betur en honum auðnaðist í drögunum að sjálfsævisögu sinni. Virðist ó- tvírætt, að embættismenn nítjándu aldarinnar hafi mjög horfið í skuggann af Jóni Sig- urðssyni og samherjum hans, en það mun helzt til ósann- gjamt. Þeir voru sumir miklu geðfelldari og þjóðræknari en andstæðingar og keppinautar í stjómmálabaráttunni vildu vera láta. Er þess vegna feng- ur að því, að hlutur þeirra sé leiðréttur og reynt að rekja söguna svo við hæfi, að ekki sé aðeins tilgreint hvítt og svart eins og það séu einu lit- irnir. Hendir slíkt iðulega, því að sagnaritun íslendinga legg- ur öllu meira upp úr persónu- dýrkun en mannlýsingum. Finnst mér Jón Þórarinsson víðsýnn og frjálslyndur í þessu efni og vilja hafa það, sem rétt sé. Ævisagan rekur skilmerki- lega f r a m a Sveinbjörns Sveinbjörnssonar erlendis, en sú frásögn telst daufari og brotakenndari en kaflarnir, sem gerast heima á íslandi. Þó dylst ekki, að höfundur bókarinnar hafi lagt sig fram um þá hluti, en Sveinbjöm einaingraðist frá Islandi, þó að hann dveldist ekki lengra burtu en í Edinborg í Skot- landi. Eigi að síður tekst Jóni Þórarinssyni að lýsa vinnu- brögðum hans við sum verk- efni og auka þannig drjúgum gildi bókarinnar. Loks fylgir henni skrá um tónsmíðar Sveinbjörns Sveinbjörnsson- ar. Reynist ævistarf hans harla mikið, og gegnir furðu, hvað íslendingar þekkja enn lítið til þess. Hefur útgáfa tónsmíða Sveinbjörns staðið til um hríð, en ekki af orðið. Glögg mynd og persónuleg verður af frásögn Áma Thor- steinssonar, er hann lýsir heimsókn sinni og Guðmund- ar Sveinbjörnssonar og Frið- riks Hallgrímssonar til Svein- björns Sveinbjörnssonar í Ed- inborg. Árna mæltist þannig: „Til dyra kom ung og fög- ur kona, frú Eleanor Svein- björnsson. Tók hún okkur svo ástúðlega, að hálf feimnin rann þegar af mér, og vorum við svo leiddir til stofu. Þar tók við okkur húsbóndinn, og er ekki að orðlengja það, að þarna rann af mér afgangur feimni minnar; svo elskulegar voru viðtökurnar og viðmót- ið hreint og beint. Hófust nú samræður með okkur og hús- bóndanum, en hann þurfti um margt að spyrja að heiman. Var síðan setið við þetta spjall, þar til miðdegisverður var fram borinn. Sveinbjömsson var alla sína ævi trúrækinn mjög og las borðbæn á ensku bæði fyrir og eftir máltíðina. Þótti okk- ur, hinum ungu „heiðingj- um“, þetta nýstárlegur, en fagur siður. Bar nú ekki til tíðinda, meðan á máltíðinni stóð, en að henni lokinni ruk- um við gestimir að frúnni hver af öðrum, tókum í hönd hennar og þökkuðum fyrir matinn, að góðum og gömlum norrænum sið. En þá var hús- bóndanum nóg boðið; safnaði okkur þremur saman í eitt hom stofunnar í skyndi og hélt þar yfir okkur reiðilest- ur út af þessu. Áminnti hann okkur um, að við mættum aldrei aftur gerast sekir um þvílíkan dónaskap; hann hefði áður í borðbæn sinni þakkað guði fyrir matinn og þar við skyldi sitja. Ég man vel, hve mér brá við þetta leiða atvik, og fé- lögum mínum sermilega líka. En mér létti fljótt, er hús- bóndinn breytti um skap og virti okkur það til vorkunnar, að við værum ókunnugir landssiðum. Var nú gengið til annarrar stofu, en þar inni var stórt flygel-hljóðfæri. Settist Svein- björnsson þegar við það og lék nú hvert lagið á fætur öðm fyrir okkur. Voru þetta allt lög, er hann sjálfur hafði samið. Söng Sveinbjörnsson með þrumandi bassarödd og miklum þrótti. Ekki var rödd- in vel tamin, en hljómsterk mjög. Það vakti furðu mína, hve vel honum tókst samt við mýkri og blíðari lögin og hve hátt hann komst. Þetta var ný hlið á tónskáldinu, að því er mér fannst, og mér hefur stundum síðan dottið í hug, að Sveinbjörnsson gamli hefði með þessu mikla raddmagni sínu og tónsviði mátt verða fyrirtaks söngvari, ef hann hefði viljað rækt við leggja. En leikur hans á hljóðfæri var honum kærastur, svo og hin sterka þrá hans til að semja og skapa tónverk öðrum til afnota“. Ævisaga Sveinbjörns Svein- björnssonar er fróðleg bók og skemmtileg jafnvel mér, sem aldrei hef leikið á hljóðfæri eða sungið í kór. Helgi Sæmundsson. SKRÝTLUR Ungur sjómaður var nærri drukknaður, þegar skip hans fórst, en þá kom ung og fall- eg hafmey, tók hann í fangið og fór með hann heim til sín niður á hafsbotninn. Þar bjuggu þau í sátt og samlyndi í nokkur ár, en að lokum varð heimþrá sjómannsins svo sterk, að hann stakk af og skaut upp höfðinu í höfninni í Friðrikshöfn. Hann reyndi að gamga í land svo að sem allra fæstir tækju eftir. En þegar hann gekk framhjá kössum, sem í voru rauð- sprettur, risu allar sprettum- ar upp og kölluðu í kór: „Halló, pabbi!“ Það var kristinfræðitími í bamaskólanum? — Jæja, Jón. Hvað getur þú sagt mér af Pétri? — Ég hef ekkert nema gott af honum að segja. Prímadonnan var fjúkandi vond, þegar leiksýningunni lauk. — Ég fékk bara fjóra blómvendi, hrópaði hún. — Jæja, sagði leikstjórinn — er það ekki fínt? — Nei, kveinkaði hún, — ekki þegar ég borgaði fimm.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.