Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 5 Hljómkviða náttúrunnar (La Symphonie Pastorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdóttir þýddi Seinni hluti. 25. apríl. Ég hefi þurft að leggja þessa bók til hliðar um tíma. Snjórinn bráðnaði að lokum, og strax og göturnar urðu aftur færar, var ég önnum kafinn við ýms skyldustörf, sem ég neyddist til að láta sitja á hakanum, langan tíma meðan þorpið okkar var ein- angrað. Það var ekki fyrr en í gær, að ég fékk tómstund fyrir sjálfan mig. í nótt, sem leið, las ég allt aftur, sem ég hefi skrifað hér. . . . Gertrude fór til Mlle Louise og bjó hjá hemni, eins og um hafði verið samið. Ég heim- sótti hana á hverjirm degi. En þar eð ég hræddist tilfinning- ar mínar, lagði ég áherzlu á að tala aldrei um neitt við hana, sem gæti komið okkur í uþpnám. Ég talaði aðeins við hana sem prestur og oftast í viðurvist Louise, og fékkst þá eingöngu við kristilega upp- fræðslu hennar og að búa hana undir altarisgönguna, sem hún tók þátt í á páskun- um. Á páskadag gékk ég einnig til altaris. í dag þori ég að nefna þessa tilfinningu réttu nafni, sem ég viðurkenndi ekki fyrir sjálfum mér svo lengi. Mér er það eiginlega alveg óskilj- anlegt, hve lengi ég hefi blekkt sjálfan mig, og hvern- ig þessi orð Amelie, sem ég skýrði frá virtust mér þá dul- arfull, og jafnvel eftir hina barnalegu játnimgu Gertrude, að ég skyldi ennþá efast um, að ég elskaði hana. Sannleik- urinn er sá, að ég vildi þá ekki viðurkenna, að ást utan hjónabands væri leyfileg og einnig, um leið, að það væri nokkuð saknæmt í þeirri til- finningu, sem dró mig svo ó- mótstæðilega að Gertrude. Hin einfeldnislega yfirlýs- ing hennar og hreimskilni •gerðu mig rólegan. Ég sagði við sjálfan mig: Hún er aðeins barn. Ef um ást væri að ræða væru menn ruglaðir og skiftu litum. Hvað mér viðvék, taldi ég mér trú um, að ég elskaði hama eins og maður elskar veikt bam. Ég annaðist hama á sama hátt og hún væri sjúklimgur, og hrifningu mína nefndi ég siðferðilega skyldu. Og jafnvel þetta kvöld, þegar hún talaði við mig eins og ég hefi skýrt frá, var ég svo létt- ur og glaður, að ég misskildi enm tilfinmingar mínar og jafnvel meðan ég ritaði sam- tal okkar. Því að ég hafði álit- ið ástina ámælisverða og að allt, sem væri rangt, mundi hvíla þumgt á sálinni, og þar sem ég var svo hátt uppi kom mér ekki ást til hugar. Ég hefi skrifað þessi samtöl niður, meðan þau áttu sér stað og þegar ég var í þessu sama sálarástandi, og í sannleika sagt var það ekki fyrr en í nótt, er ég las þau aftur, að ég skildi. . . . Strax eftir brottför Jacques féll líf okkar aftur í sama rólega farveginm. Ég lofaði Gertrude að tala við hann áð- ur en hann fór. Hann kom ekki aftur, nema til að vera heima síðustu fn'dagana, þá annaðhvort forðaðist hanrn hana eða hann talaði aðeins við hana í nærveru minni. Síðan er liðinn hálfur mán- uður. Mér til undrunar gékk Jacques ekki með mér til alt- aris, þó að hann væri hjá okk- ur í vikufríi. Og það hryggir mig mjög að verða að segja það, að Amelie kom ekki held- ur, og það er í fyrsta sinn síð- an við giftumst, sem hún ger- ir það. Það virðist eins og þau hafi komið sér saman um þetta og hefðu ákveðið að skyggja á gleði mína með því að mæta ekki á þessari hátíð- legu stund. Hér hrósaði ég happi yfir, að Gertrude gat ekki séð og að ég einn varð að bera þetta þunga ok. Ég þekkti Amelie of vel til þess að skilja ekki hinar leyndu ásakanir í hegðun hennar. Það hendir hana aldrei að ásaka m i g hreinskilningslega, en henni er umhugað um að láta í ljós vandlætingu sina með því að einangra mig á vissan hátt. Ég var alveg eyðilagður yfir slíku böli — ég á við — ég hefi jafnan andstyggð á að leiða hugann að því — að það gæti haft slík áhrif á sál Ame- lie, að hún þessvegna snéri baki við háleitum áhugamál- um. Og þegar heim kom bað ég fyrir henni. Hvað viðvék fjarveru Jac- ques þá var hún af allt öðr- um rótum runnin, eins og samtalið leiddi í ljós, sem ég átti við hann nokkru seinna. 3. maí. Hin trúarlega uppfræðsla Gertrude hafði það í för með sér, að ég fór aftur að lesa guðspjöllin og sá þau nú í nýju ljósi. Mér virðist það nú enn augljósara en áður, að margar hugmyndir, sem okk- ar kristna trú byggist á, eigi ekki rætur sínar að rekja til orða Krists, heldur til útskýr- inga Páls postula. Þetta var eiginlega efnið í rökræðum okkar Jacques, sem við áttum nýlega. Að eðlisfari er hann nokkuð strangur og tilfinningarnar hafa ekki nægileg áhrif á hugsanir hans. Hann heldur fast við fornar venjur og er kreddumaður. Hann ásakar mig fyrir að velja úr kenn- ingum kristninnar „það sem mér sýnist“. En ég vel orð Krists ekki þannig. Málið er það einfalt, að ef á að velja milli Krists og Páls postula, þá kýs ég Krist. Hann aftur á móti er hræddur um að finna hjá þeim andstæð við- horf. Hann viðurkennir ekki, að það sé nokkur munur á andagift þeirra og mótmælir því, þegar ég segi, að hjá öðr- um hlusti ég á mann, en hjá hinum hlýði ég á Guð. Þvi meira sem hann rökræðir því sannfærðari er ég um, að hann sé ekki gæddur tilfinn- ingu fyrir hinum óviðjafnlega og guðdómlega hreim 1 smæstu orðum Krists. Ég leita í öllum guðspjöll- um, ég leita árangurslaust eftir skipunum, hótuhum og banni . . . Allt slíkt kemur aðeins frá Páli postula. Og það er einmitt vegna þess, að þau finnast ekki í orðum Krists, að Jacques líður illa. Slíkar sálir álíta sig útskúf- aðar, þegar þeim finnst þær ekki lengur hafa stoð og stuðning. Þar að auki þola þær illa frjálsræði hjá öðrum, sem þær afsala sér, og vonast til að fá með þvingunum það sem maður er tilbúinn að veita þeim af kærleik. „En faðir minn, sagði hann við mig, ég óska þess líka, að sálirnar séu hamingjusamar. Nei, vinur minn, þú óskar aðeins, að þær séu undirgefn- ar. — En hamingjan liggur í undirgefninni.“ Ég lét hann hafa síðasta orðið, því að mér leiðist hár- toganir. En ég veit vel, að maður stofnar hamingjunni í hættu með því að leitast við að höndla hana með því sem þvert á móti á aðeins að vera afleiðing hamingjunnar. Ef hin elskandi sál gleðst yfir sjálfviljugri undirgefni, þá er ekkert, sem fjarlægir ham- ingjuna meir, en undirgefni án ástar. Reyndar rökræðir Jacques vel, og ef ég þjáðist ekki af að sjá í svo ungri sál, svo m i k i n n einstrengingshátt í kenningum hans, þá mundi ég vafalaust dáðst að sterkum rökum og staðfestunni í mál- flutningi hans. Mér finnst oft, að ég sé yngri en hann, yngri í dag en ég var í gær, og ég endurtek með sjálfum mér þessi orð: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn komist þér alls ekki inn í himnaríki.“ Svík ég Krist, lítillækka ég og vanhelga ég guðspjöllin þegar ég sé í þeim ofar öllu möguleika ±il að öðlast bless- unarríkt líf? Gleðin er ástand sem aðeins efi og harðneskja hjartans hindrar, hún er skylda, sem er lögð á herðar hvers kristins manns. Hver lifandi vera er meira eða minna fær um að njóta gleð- innar. Hverjum manni ber að vaka yfir gleðinni. Bros Ger- trude kennir mér meira við- víkjandi þessu, en allir tím- arnir, sem hún fær hjá mér. Og þessi orð Krists standa ljóst fyrír hugskotssjónum mínum. „Ef þér væruð blind- ur, væri ekki um synd að ræða hjá yður.“ Syndin er það, sem stendur á móti gleðinni. Hin fullkomna hamingja Gert- rude, sem geislar frá henni, kemur vegna þess, að hún aekkir ekkert til syndarinn- ar. Það er ekkert til í henni, nema birta og kærleikur. Ég hefi lagt í hennar að- gætnu hendur guðspjöllin fjögur, sálmana, opinberunar- bók Jóhannesar og hina þrjá pisla Jóhannesar, þar sem hún getur lesið: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu." Ég neita mér um að láta hana fá pistla Páls postula, því að ef hún, sem er blind, þekkir ekki syndina, til hvers er þá að gera hana órólega með því að lesa: „að syndin yrði fyrir boðorðið ákaflega syndug“ og alla rökfræðina, sem kemur á eftir, þótt hún sé aðdáunar verð? 8. maí Martin læknir kom frá La Chaux-de-Fonds í gær. Hann skoðaði augu Gertrude ná k v æ m le g a í augnaspegli. Hann sagði mér, að hann hefði talað við Roux lækni, sérfræðing frá Lausanne og mundi skýra honum frá rann- sóknum sínum. Þeir álíta báð- ir, að uppskurður geti gefið Gertrude sjónina. En við höf um komið okkur saman um að tala ekki um þetta við hana meðan við höfum ekki meiri vissu fyrir þessu. Mart in ætlair að koma og láta mig vita eftir að þeir hafa borið saman ráð sín. Til hvers væri að vekja von hjá Gertrude og eiga það á hættu, að hún brygðist strax? — Þar að auki, er hún ekki hamingju- söm, eins og hún er? . . . Framhald. SKRÝTLA Það var á landsleik í knatt spyrnu. Lítill drengur sat á fyrsta bekk í stúku og maður inn við hliðina á honum spurði hann í hléinu, hvort hann væri aleinn. — Já, ég fór inn á pabba miða. — En hvar er þá pabbi Dinn? — Hann er heima að leita að miðanum. Nýkominn til Canada? Það sem þú þarít að vita um tekjuskalt? f Canada er tekjuskattur grundvallaður á bústað en ekki borgararréttindum. Fólk, sem á hér heima, gefur skýrslur um allar tekjur sínar, þótt sumar komi utanlands frá. Ef að tekjur þínar eru vinnulaun mun vinnuveitandi þinn hafa dregið frá þeim tekjuskatt. Hann verður að gefa þér T4 miða fyrir lok febrúar, sem sýnir laun þín og frádregna upphæð. Þú festir eitt afrit af þessum T4 miða á skattskýrslu þína. Ef þú hefir unnið fyrir fleiri vinnuveit- endur á árinu, verður þú að senda T4 miða frá hverjum. Flestir skattgreiðendur í Canada fá skýrsluform sín í pósti. Á þau eru prentuð nöfn þeirra, heimilisfang og Social Insurance númer. Nýr innflytjandi verður að fá fyrsta skattform sitt á póst- húsinu. Þegar við fáum skattskýrslu þína munum við bæta nafni þínu á listann og næsta ár færð þú skýrslu- formið í pósti eins og aðrir. Leiðbeiningar fylgja hverju skýrsluformi, sem svara flestum spurningum. Ef þú þarfnast frekari leiðbeininga, getur þú fengið þær ókeypis frá skattgreiðslu skritflstofu. Þú getur farið þangað, símað eða skrifað. Margt af skrif- stofufólkinu kann önnur tungumál — eða, ef þér sýnist, getur þú komið með vin til að túlka fyrir þig. Þarfnist- aðstoðar? notið ieiðbeininga bæklinginn Department of National VH/ Revenue The Hon. Jean-Pierre Cóté, Mfnister Want to know more about I C E L A D 7 You are invited to join our ever increasing number of subscribers, who have already found that ICELAND REVIEW gives them more and more information on lceland and the lcelanders in text and striking pictures. Make it your mogozinc. Stort your subscnption now. Beztu kveðjur fró íslandi. jjji lceland Wrife *° Review P.O. Box 1238, Reylcjavik, lceland. Enclose Con. $ 5.70 or US $ 5.25 for one year of YOUR magazine.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.